Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 Danmörk Kratar og þjóðarflokk- urinn hejrja ekki sameig- inlega kosningabaráttu ANKER Jergensen, formaður til Kaupmannahafnar frá Búlg- danska jafnaðarmannaflokksins, aríu, þar sem hann var á ferða- sagði í gær við heimkomu sína lagi, að hann myndi ekki ræða Fyrsta skoðana- könnun hagstæð Poul Schlíiter Kaupmannahöfn, Reuter. FYRSTA skoðankönnun, sem gerð er í Danmörku eftir að Poul SchlUter forsætisráðherra og leiðtogi íhaldsflokksins, síðastliðinn þriðjudag boðaði til þingkosninga 8. september, gef- ur til kynna að stjómin haldi naumum meirihluta á þingi með stuðningi Róttæka vinstriflokks- ins. Könnunin var gerð af AIM-stofn- uninni fyrir dagblaðið Bersen. Jafnaðarmenn fá samkvæmt könn- uninni 28,1% atkvæða en fengu 31,6% í síðustu kosningum. Só- síalíski þjóðarflokkurinn bætir hins vegar við sig um fjórum hundraðs- hlutum. Stjómarflokkamir fjórir fá, ásamt Róttækum, 47,6% atkvæða sem gæfí þeim nauman meirihluta á þingi. Kosningamar munu ekki síst snúast um þá 300 þúsund ungu Dani sem nú kjósa í fyrsta sinn. Þeir eru að þessu sinni óvenju margir, nálægt tíu af hundraði kjós- enda, þar sem ríkisstjómin hefur næstum þvi setið út kjörtímabilið. Sérfræðingar segja að þeir séu til- tölulega áhugalausir um stjómmál og reikulir í rásinni. íhaldsmenn hafa heldur unnið á meðal ungra kjósenda undanfarin ár og Græn- ingjar, sem nú eru taldir hafa möguleika á þingsæti, hafa haft um Poul Schlliter. 8% fylgi í þessum hópi samkvæmt skoðanakönnunum. Menntamál og umhverfismál eru talin höfða sérs- taklega til ungra kjósenda. Ellilaunaþegar eru annar stór lqosendahópur sem líklega verður meira í sviðsljósinu en í fyrri kosn- ingum en þeir eru um 20% kjósenda. í kosningunum 1984 fengu íhalds- menn flest atkvæði hjá ellilauna- þegum og tóku þá fyrsta sætið af jafnaðarmönnum. Er talið að áhyggjur vegna skuldasöfnunar kratastjómarinnar hafí átt stóran þátt í þeirri þróun. Kratar munu setja hækkun elliiauna mjög á odd- inn í kosningabaráttunni. formlega við Gert Petersen, leið- toga sósíaliska þjóðarflokksins, fyrr en úrslit kosninganna lægju fyrir. Þar með virðist ljóst að í kosningunum 8. september geta danskir kjósendur ekki einfald- lega valið milli annars vegar borgaralegrar rikisstjórnar und- ir forystu SchlUters eða vinstri stjórnar undir forystu Ankers. Jorgensen lagði þó áherslu á að með þessu væri hann alls ekki að vísa Petersen á bug. Hins vegar yrði ekki hjá því komist að flokkam- ir kynntu stefnu sína hvor í sínu lagi. Eftir kosningar gætu þeir síðan hafíð samningaviðræður um væntanlega stjómarstefnu. Dönsk dagblöð hafa fjallað mikið um komandi kosningar þann 8. september. Berlingske Tidende sagði í leiðara daginn eftir að kjör- dagur var ákveðinn að það hefði verið tímasóun ef Schliiter forsætis- ráðherra hefði ekki boðað til kosninga fyrr en i nóvember eða jafnvel í janúar á næsta ári eins og margir höfðu búist við. Löggjaf- arstarf þingsins hefði þá farið að meira eða minna leyti forgörðum og næstu mánuðir hefðu þróast yfír í langvinna og bitra kosninga- baráttu þar sem ágreiningsefni flokkanna hefðu endað í óleysanleg- um hnút. Niðurstaðan hefði orðið vaxandi vantrú almennings á þing- inu, flokkunum og stjómmálamönn- unum. Auk þess væri það mikill kostur að kosningabaráttan yrði svo stutt þar sem þá væru meiri líkur á að einkum yrði tekist á um grund- vallaratriði og vart ynnist tími til að tendra viliuljós eða drekkja um- ræðunni í smáatriðum sem almennir kjósendur hefðu yfírleitt litla mögu- leika á að gaumgæfa. Politiken fagnar einnig ákvörðun um kosningar en telur að ákveða hefði átt kjördag þegar fyrir sumar- leyfín; þá hefði nýrri ríkisstjóm gefist ríkulegur tími til að undirbúa ijárlög næsta árs. Blaðið telur að sitjandi stjóm hafí frá upphafí fer- Anker Jorgensen sést hér veifa til stuðningsmanna sinna er hann kom til Kaupmannahafnar í fyrradag til að hefja kosningabaráttuna. ils síns brotið þinglegar hefðir með því að vera í minnihluta í utanríkis- málum. Afsökun stjómarsinna sé að utanríkismál séu ekki svo mikil- væg en í kosningabaráttunni muni fólk minnast þessa er hægrimenn ráðist á stjómarandstöðuna fyrir alvöruleysi í utanríkismálum. Glistrup sakaður um kynþáttahatur LEIÐTOGI Framfaraflokksins í Danmörku, Mogens Glistrup, verður líklega sviptur þing- mennsku í þriðja sinn vegna hæpinna fullyrðinga í útvarps- viðtali, nái hann kjöri þann 8. september. Að sögn Jyllands-Posten varð Glistrup uppvís að meiðandi um- mælum gagnvart innflytjendum í útvarpsviðtali þann 1. maí síðastlið- inn. Orðrétt sagði Glistrup: „Við viljum enga forréttindaflóttamenn inn í landið. Viðkoma þeirra er eins og hjá rottum og samkvæmt töl- fræðinni er fæðingartíðnin hjá þeim 7,8% en einungis 1,3% hjá Dönum.“ Eftir viðtalið var Glistrup kærður fyrir kynþáttahatur. Málið er nú komið úr rannsókn og bíður með- ferðar hjá ríkissaksóknara. Ef Glistrup kemst á þing í komandi kosningum en verður síðan dæmd- ur, mun þingið þurfa að ákveða í þriðja skipti hvort svipta eigi hann þinghelginni. Glistrup var settur af í fyrsta skipti árið 1983 eftir að hæstiréttur Dana hafði dæmt hann í þriggja ára fangelsi fyrir skattsvik. Hið sama gerðist í byijun árs 1984 þeg- ar Glistrup var kosinn á þing á meðan hann sat inni. LíkRudolfs Hess krufið öðru sinni MUnchen, Reuter. LÍK Rudolfs Hess, fyrrum stað- gengill Adolfs Hitler, sem lést í Spandau-fangelsinu í Vestur- Berlin á mánudag, var krufið öðru sinni í gær vegna þess að ættingjar hans höfðu sagt að þeir tryðu ekki yfirlýsingu Bandamanna um að hann hefði framið sjálfsmorð. Alfred Seidl, lögmaður fjölskyldu Hess, sagði að lík hans hefði verið krufíð í Munchen og niðurstöður krufningarinnar yrðu líkast til ekki kunnar fyrr en í næstu viku. Stórmeistarar: Vilja aukin áhrif Briissel, Reuter. STÓRMEISTARAR í skák ætla nú að freista þess í síðasta sinn að fá FIDE til þess að taka meira tilllit til óska og álits stórmeist- ara um skipulagsmál skáklistar- innar. Fulltrúi Samtaka stórmeistara, Angela Day, sagði að samtökin teldu að stórmeist- arar ættu að hafa áhrif á mótshald, reglur um hvemig leikið skuli, tilhögun áskoranda- keppni og fjármál FIDE. „Sem atvinnuskákmenn eru stór- meistaramir hæfastir og hafa rétt á að gera tillögur um efni sem lúta beint að þeirra eigin ferli," sagði Day. Samtök stórmeistara hafa krafíst aukinna áhrifa stórmeistara frá því að þau voru stofnuð síðast- liðinn febrúar og telja sumir að samtökin séu beinlínis stofnuð til höfuð Campomanes, forseta FIDE, en sá hefur þótt ráðríkur í samband- inu og yfírleitt haliur undir pólítíska hagsmuni Kremlarveija. Stórmeisturum hefur þótt sem Campomanes gæti hinsvegar lítt hagsmuna sjálfra skákmannanna, sem íþróttin snýst þó um, og brugðu því á það ráð að stofna samtök sín. Á meðal félaga í þeim eru þeir Garri Kasparov, heimsmeistari, Viktor Karpov, Ljubemir Ljobojevich, Yasser Seirawan, Jan Timman, Lajos, Portisch, John Nunn og Bent Larsen, auk íslenskra stórmeistara. Bretar, Bandaríkjamenn, Frakk- ar og Sovétmenn sögðu að lík Hess hefði verið vandlega krufíð og sjálfsmorðsorðsending hefði fundist í vasa Hess, sem sannaði að hann hefði ætlað að fyrirfara sér. Wolf-Rudiger, sonur Hess, og lögfræðingurinn Seidl hafa látið að því liggja að fleiri hafí komið við sögu er Hess lést. Kveðst Wolf- Rudiger ekki hafa fengið neina skýrslu um krufningu föður síns í hendur og hann hefði ekki fengið afrit að sjálfsmorðsorðsendingunni. Sagði hann í viðtali við Reuters- fréttastofuna að á hálsi Hess hefði ekki verið að fínna merki þess að hann hefði reynt að kyrkja sig með rafmagnssnúru. Hess verður ekki borinn til grafar fyrr en í næstu viku. Deilumar um andlát Hess, sem var síðasti stríðsfanginn í Spand- au-fangelsinu, hafa gert hann að píslarvætti í augum ný-nasista og vestur-þýskir embættismenn hafa varað við því að ef til vill verði spellvirki unnin á mannvirkjum bandamanna. Lögreglan í Frankfurt handtók tvo menn, sem vom í þá mund að koma fyrir heimagerðri sprengju í jámbrautarstöð borgarinnar. Sagði talsmaður lögreglunnar að í íbúð annars mannanna hefði fundist miði, sem á var letrað: „Hefnum Rudolfs Hess“. Fólk sem hlynnt er nasistum hefur tilkynnt að Hess verði minnst víða um Vestur-Þýskalandi í dag. Lítið altari með kertum og blóm- sveigum hefur verið reist fyrir utan Spandau-fangelsið og tveir ný- nasistar vom handteknir þar fyrir að heilsa að hætti nasista. Reuter Nasistar viða um heim hafa látíð á sér kræla eftír að Rudolf Hess, fyrrum staðgengill Adolfs Hitler, lést á mánudag. Um hundrað manns söfnuðust saman í Pretoríu í Suður-Afríku til að minnast hans. Suður- Afrikubúinn myndinni minnist hér Hess með kveðju nasista.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.