Morgunblaðið - 22.08.1987, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 22.08.1987, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 Stjörnu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson NámskeiÖ í síðasta laugardagsnám- skeiði fjallaði ég lítillega um stjörnuspekinga sem voru uppi á fyrri hluta þessarar aldar. I dag ætla ég að halda áfram á þeirri braut. Michel Gauquelin Michel Gauquelin er ekki stjömuspekingur að mennt þó nafn hans sé yfirleitt nefnt þegar talað er um mikilvæga atburði í 20. aldar stjömu- speki. Gauquelin var fæddur í París 1928 og útskrifaðist frá Sorbonne-háskóla með gráðu í sálfræði og tölfræði. Hann er vísindaritstjóri hins mánaðarlega tfmarits Psychologie og forstöðumað- ur stofnunar sem fæst við að rannsaka tengsl eða áhrif utanaðkomandi krafta á sál- ar- og líkamsástand manns- ins (Laboratory for the Study of Relationships between Cosmic and Psychophysio- logical Rhythms). Rannsóknir Snemma á ferli slnum fékk Gauquelin áhuga á stjömu- speki og einsetti sér að rannsaka hana vfsindalega og afsanna staðhæfíngar hennar ef hægt væri. í Frakklandi og löndum í kring vill svo vel til að frá u.þ.b. 1805 hefur verið skylda að skrá fæðingartíma fólks í fæðingarvottorð. Það er því auðvelt að útvega fæðing- artíma og gera rannsóknir á stómm hópum manna. NiðurstaÖa Gauquelin hóf rannsóknir sínar árið 1950 og birti fyrstu niðurstöðumar 1955, í L’Influence des Astres (Denoel). Niðurstaðan var sú að sterk fylgni var milli fæð- ingartíma og starfsstéttar og árangurs í starfi. Ákveðnar plánetur vom annað hvort að rísa yfír sjóndeildarhring- inn eða í hágöngu á mið- himni. Starfsstéttir Afreksmenn í íþróttum höfðu Mars í framangreindri stöðu. einnig athafnamenn í við- skiptum, vísindamenn oj iæknar. Júpíter var sterkui. hjá stjómmálamönnum, leik- umm, prestum og hópíþróttamönnum, Satúm- us hjá læknum og vísinda- mönnum, Tunglið hjá rithöfundum og stjómmála- mönnum. Líkumar á því að um tilviljun væri að ræða vom 1 á móti 500 þúsund upp í 1 á móti 5 milljón. KaldhœÖni Það er kannski kaldhæðni örlaganna að maður sem í upphafí var yfirlýstur and- staeðingur stjömuspeki og ætlaði sér að afsanna hana í eitt skipti fyrir öll, er í dag nefndur sem einn merkasti stjömuspekingur 20. aldar. Bcekur Það er kannski rétt að geta þess að Gauquelin hefur á síðustu áratugum margend- urtekið rannsóknir sínar og fært þær út fyrir landamæri Frakkland. Einnig hafa rann- sóknir hans verið rannsakað- ar og endurteknar af öðmm vísindamönnum. Þeir sem vilja kynna sér verk Gauquel- ins er bent á bækumar The Cosmic Clocks (Paladin 1973) og Astrology and Sci- ence (1970). Aðrar bækur sem flalla um rannsóknir hans og aðrar rannsóknir í stjömuspeki er West & Toonden The Case for Astro- logy (Pelican 1973) og Eysenck og Nias: Astrology, Science or Superstition? (Pelican 1984). GARPUR tG H£F! ALDZ0 SÉ£> FUU- MX/NN /ty\NN BROTNA SvONA ÍSONOOR í &ARDAGA J G&T EKK! hugsab MErrr... 1/AKíA STAB>IE> F/RIR SKJALFTA- nknu ÞÉR, GARPCJK! VEP&A& VEBA SNÖ&S. URAO HUGSA.ÍOÐUK £M GSI/EITAF V£K£> éGKOVUUN VlÐHUam. AFSJhLFUM ! TVEMUR PÖKTVAA.' GRETTIR r\DÁ ■ ■ ■ 1 A 1 Dl \/A HITI IDUUM UKAI I rlAul dLYAIM 1 (JKINIM PIP BEETHOVEN EVER BU1/ HIS 6IRLFRIENP FUZZV MITTEN5 F0R CHRI5TMA5? Keypti Beethoven nokk- urn tíma loðhanzka í jólagjöf til kærustunnar sinnar? Ég efast um það ... Nú færðu tækifæri til að gera nokkuð sem hann gerði aldrei___ Mér hefur strax dottið í hug að gera nokkuð sem hann gerði aldrei_____ SMÁFÓLK Umsjón: Guðm. Páll Arnarson „Það er ekki hægt að spila út hjarta," sögðu skýrendur í sýningarsalnum einum rómi, þegar ljóst var að breska parið Brock og Forrester höfðu sagt sex tígla á spil NS hér að neð- an. Þetta var í leik Breta og Austurríkismanna á EM í Brighton. Vestur gefur, NS á hættu. Vestur ♦ 109732 ▼ KG9 ♦ 3 ♦ 9876 Norður ♦ ÁDG854 ♦ 32 ♦ - ♦ ÁKG103 Austur II ♦ D10876 ♦ A7642 ♦ 54 Suður ♦ K ♦ Á54 ♦ KDG10985 ♦ D2 Vestur Norður Austur Suður Pass 1 spaði Pass 3 tíglar Pass 3 spaðar Pass 3grönd Pass 4 lauf Pass 4 tíglar Pass 6 lauf Pass 6 tíglar Pass Pass Pass Spaðaslemman er kannski heldur betri, en skiljanlega gat suður ekki sætt sig við að gefa tígulinn eftir. Á opnu borði er fljótlegt að sjá að hjartaútspil er það eina sem drepur sex tígla. En skýr- endum fannst fráleitt að ætla Austurríkismanninum Fuick að spila frá KG9 gegn slemmu. En Fuick var ekki á sama máli og spilaði út hjartaníunni, hvergi smeykur. Enda hafði hann hlustað vel á sagnir og sá á sínum spilum að svörtu litimir væm sagnhafa gjöfulir ef hann fengið frið til að taka á trompin. Sagnhafí drap á hjartaás og reyndi að losa sig við hjartatap- arana niður í spaða og lauf, en allt kom fyrir ekki. Austur trompaði við hvert tækifæri og spilið fór tvo niður. Á hinu borðinu fómuðu AV í fímm hjörtu yfir fimm tíglum, sem kostaði 500. Umsjón Margeir Pétursson Þessi staða kom upp á milli- svæðamótinu í Zagreb, sem nú stendur yfír, í viðureign stór- meistaranna Hulak, Júgóslavíu, sem hafði hvítt og átti leik, og Tony Miles, Englandi. Miles lék síðast gróflega af sér, 35. — Kg8-h7? 36. Hxb7! - He7 (Eftir 36. - Dxb7?, 37. Dxg6+ verður svart- ur mát.) 37. Hxe7 — Bxe7, 38. f4 - g5, 39. Rf3 - gxf4, 40. Re5 og Miles gafst upp. Hann hefur verið heillum horfínn á mótinu. Þegar aðeins þijár um- ferðir vom eftir áttu fímm skákmenn möguleika á að kom- ast áfram, þeir Viktor Korchnoi, Yasser Seirawan, Predrag Ni- kolic, Jan Ehlvest Sovétríkjun- um og 21 árs gamall Perúmaður, Granda Zuniga, sem hefur kom- ið gífurlega á óvart. Enginn þessara fímm skákmanna hefur komist hjá skakkaföllum, Ehlvest hefði t.d. verið langefst- ur ef hann hefði ekki tapað fyrir Baragar, Kanada, sem hefur aðeins hlotið einn og hálfan vinning.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.