Morgunblaðið - 22.08.1987, Side 43

Morgunblaðið - 22.08.1987, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 43 ur o.fl. Auk þess sem hann sá um allt bókhald, fjárreiður og almenna framkvæmdastjóm. Því sama kynntist ég er Guðmundur starfaði sem skrifstofustjóri í Samvinnu- bankanum og síðar sem fram- Kvæmdastjóri fyrir Nesgarð hf. Öll hans störf voru unnin af einstakri reglusemi, nákvæmni og samvisku- semi. Guðmundur var mjög ákveðinn í skoðunum um menn og málefni, en ávallt sanngjarn. Hann hafði stund- um þann hátt á að setja fram nokkuð sterkar, jafnvel ýktar mein- ingar til þess að fá fram skýr andsvör og þar með að flýta fýrir niðurstöðu. Þetta var hans aðferð og gafst oft vel. Guðmundur var mikill keppnis- og baráttumaður. Ungur var hann afreksmaður í sundíþróttinni. Góður og eftirsóttur bridsspilari var hann og mikill keppnismaður á þeim vett- vangi sem öðrum. í golfíþróttinni var ég svo lán- samur að vera félagi hans í mörg ár. Frá þeim stundum sem við átt- um saman í þessum ágæta leik á ég nú stórt safn minninga sem lengi mun endast. I golfinu sem svo mörgu öðru kom vel í ljós keppnisskap hans og mikill baráttuandi auk hæfileikans til að halda uppi léttum húmor í góðum hópi. Enda naut Guðmundur þess að vera í góðum félagsskap og var þá hrókur alls fagnaðar. í allmörg ár héldum við mikið hópinn §órir félagar á golfvellinum og sá Gummi alltaf til þess að ekki væri lagt af stað í hring nema búið væri að ákveða keppnisreglur og skipulag svo að alvörukeppni gæti farið fram. Keppnisskap og leik- gleði hans verður okkur félögunum ógleymanlegt. Mest þótti honum varið í að fara með sigur af hólmi eftir að hafa barist að því er virtist vonlítilli baráttu fyrri hluta leiks, en náð undirtökunum í lokin. Enda kom það oftar fyrir en ekki. Nú er höggvið skarð í þennan ágæta hóp, en við minnumst góðs og skemmtilegs félaga og erum þakklátir fyrir allar ánægjustund- irnar sem við áttum saman. Við kynni af Guðmundi gat það ekki farið framhjá manni að hann hafði ánægju af samvistum við börn og náði sérstöku sambandi við þau. Hann var áreiðanlega mikill félagi barna sinna og vissi ég að nú seinni árin naut hann mjög samveru- stunda með bamabömunum. Þau duldu heldur ekki hrifningu sína á afa sínum. Guðmundur var hamingjusamur í sínu einkalífi, giftur mikilli sóma- konu Guðrúnu Guðmundsdóttur og eiga þau fimm dætur. Við hjónin vottum þér Dúna mín og fjölskyldunni allri innilega sam- úð okkar. Eg sjálfur þakka forsjóninni fýrir það að hafa leitt okkur Guðmund saman í leik og starf. Guðjón Stefánsson Það kveða við klukkur í fjarska það kalla mig dulin völd. Nú heyri ég hljðmana líða, ég hringist til guðs í kvöld. (Stefán frá Hvítadal.) Á vegferð okkar vitum við aldrei hver verður næstur til að sinna kallinu. Sumir fínna á sér þegar að þvf kemur, aðrir ekki og ekkert frekar þótt vegferðin sé hálfnuð, eða meir og orðið harla auðvelt að halda átt- um. Það hvarflaði ekki að okkur hjón- um, að kvöldi sunnudagins 9. ágúst síðastliðinn, að samferðamaður okkar um langt árabil væri að kveðja í síðasta sinn. Guðmundur Ingólfsson lagði upp í sína síðustu ferð til London morg- uninn eftir til að fá bót á hjartasjúk- dómi, sem hafði háð honum um nokkurra ára skeið og lést þar að kvöldi hins 13. ágúst. Ef við látum hugann reika aftur í tímann, eða til Olympíuleikanna árið 1948, er okkur í fersku minni að þá fór Guðmundur Ingólfsson sína fyrstu ferð til London, sem keppandi í sundi, eftir frækilegan feril hér heima. Þetta rifíum við upp vegna þess að við höfum fylgst með honum bæði sem góðum samferðamanni og góðum íþróttamanni. Iþrótta- maður verður ekki góður, bara vegna eigin afreka, þótt góð séu, hann verður enn betri ef hann læt- ur aðra njóta kunnáttu sinnar og reynslu. Það er ekkert sjálfsagðara en að kenna dætrum sínum að synda og náttúrlega dætrum þeirra, en Guð- mundur lét sig ekki muna um að kenna fólki á öllum aldri að synda um leið og hann stundaði sínar eig- in æfíngar á hveijum morgni. Hann hafði alltaf tíma til að að- stoða alla með bros á vör, hvort heldur var vatnshræddir krakkar eða fólk, sem alist hafði upp á stöð- um þar sem sundlaugar voru óþekkt fyrirbæri. Það má bæta því við um sund- kunnáttu Guðmundar, sem var með eindæmum, að hann rakst aldrei á aðra, heldur leið áfram án boðafalla. Þetta segir mikið um persónu- leikann, sem lýsti sér vel í hæfileik- um hans til að hjálpa öðrum án þess að verða neinstaðar fyrir. Það er sárt að missa góða vini úr hópnum á besta aldri og þegar allt gengur vel, en við getum víst ekki búist við að allir komi í mark á sama tíma. „Það kalla mig dulin völd“, sagði skáldið og svo mun verða hvort ferðin er nýhafín eða meir. Guðmundur Ingólfsson fæddist 28. apríl 1928, sonur hjónanna Ing- ólfs Þorsteinssonar rannsóknarlög- reglumanns í Reykjavík og konu hans, Helgu Ingveldar Guðmunds- dóttur. Eftirlifandi kona hans er Guðrún Guðmundsdóttir frá ísafirði. Þau eignuðust 5 dætur og barnabömin em orðin 6 að tölu. Við teljum okkur mjög lánsöm að hafa átt þess kost að vera sam- tíða þessari fjölskyldu, því að sá maður, sem er tilbúinn að hjálpa öðmm hvenær sem þarf, er góður heimilisfaðir, enda samheldni fjöl- skyldunnar til fyrirmyndar. En allir þurfa aðstoð í sínu góða starfí á lífsleiðinni. Þar naut Guð- mundur stuðnings konu sinnar til hinstu stundar. Við viljum þakka fyrir ánægju- legar stundir með fjölskyldunni í Lyngholtinu og láta þá von í ljósi að minningin um góðan mann, ástríkan eiginmann, föður og afa varpi birtu fram á ófarna braut. Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur, blessuð sé minningin um góðan dreng. Sigurbjörg Pálsdóttir Þorbergur Friðriksson Látinn er í London langt um ald- ur fram vinur minn og fyrrverandi samstarfsmaður, Guðmundur Ár- mann Ingólfsson, eins og hann hét fullu nafni. Við kynntumst fyrst á bama- skólaaldri í Austurbæjarskólanum í Reykjavík en síðar skildu leiðir og það var ekki fyrr en löngu seinna er ég réðst sem sjúkrahúslæknir í Keflavík, að kynni tókust á ný. Guðmundur hafði þá gerst ráðs- maður sjúkrahússins við opnun þess og gegndi því starfí í 16 ár. Mér er það enn í fersku minni hversu ljúflega hann og kona hans tóku mér í ársbyijun 1959 er ég kom þangað í fyrsta sinn til þess að taka við starfí. Hann reyndist þegar í upphafi hinn bezti félagi og miðlaði mér óspart af kunnugleika sínum á staðnum. Hann hafði nokkrum árum áður flutzt til Keflavíkur, starfaði fyrst sem sundhallarstjóri og þjálfari og síðan sem ráðsmaður hins þá nýopnaða sjúkrahúss. Góðir eðlisþættir hans og hag:- sýni komu vel fram í því starfi. Hann var nýtinn í rekstri sjúkra- hússins, laus við allt bruðl, en gætti þess vandlega að hvergi væri spar- að ef það gat komið sjúklingum til góða. Svo gjörsamlega var hann laus við allan forstjóraþótta, að aldrei taldi hann eftir sér ýmis aukastörf, oft unnin í frítímum, sem strangt tekið heyrðu ekki til hans verkahrings. Þannig annaðist hann sjúkraflutninga í héraðinu í mörg ár og hirti ekki um daglaun að kvöldi, hann tók röntgenmyndir þegar á þurfti að halda, gerði við ýmsar bilanir og margt fleira mætti nefna. Nú sér fjölmennt lið um slíkt og flestir halda sér innan þröngs sérsviðs. Guðmundur heitinn var ljúfmenni og manna þægilegastur í viðmóti og gilti þá einu við hveija hann átti samskipti. Bamgóður var hann með afbrigðum og á heimili þeirra Guðrúnar konu hans ríkti jafnan gestrisni og góður andi, sem allir fundu um leið og komið var inn úr dyninum. Á yngri árum var Guðmundur meðal fremstu manna í sundíþrótt- inni hér á landi og átti mörg Islandsmet í þeim greinum. Auk Verzlunarskólamenntunar var hann lærður íþróttakennari og sýndi þeim málum jafnan mikinn áhuga. Á seinni árum rak hann bókhalds- og endurskoðunarfyrirtæki í Keflavík ásamt ýmsum umboðsstörfum og naut trausts og vinsælda á þeim vettvangi sem og í öðrum störfum. Hann var borinn og barnfæddur Reykvíkingur, sonur sæmdarhjón- anna Ingólfs Þorsteinssonar f.v. yfirlögregluþjóns og konu hans, Helgu Guðmundsdóttur. Þau sjá nú öldruð á eftir góðum syni og er þeim vottuð djúp samúð svo og eft- irlifandi eiginkonu, Guðrúnu Guðmundsdóttur frá ísafirði, og fimm uppkomnum dætrum, mökum þeirra og bömum. Með Guðmundi Ingólfssyni er genginn góður dreng- ur, sem við hjónin minnumst með söknuði. Hvíli hann í friði. Jón K. Jóhannsson Það var glaður og bjartsýnn hóp- ur 10 ungra íþróttakennara sem útskrifaðist frá Iþróttakennara- skóla íslands árið 1950. En hvað veturinn hafði liðið hratt, já allt of hratt og þó var komið fram í júní- lok og náttúran kringum skólana á Laugarvatni skartaði sínu fegursta. Við stóðum líka í blóma, um tvítugt, skólaárin að baki og störfin framundan. Öll hófum við kennslu þótt sum hafi seinna valið önnur störf, þeirra á meðal Guðmundur Ingólfsson sem í dag er kvaddur hinstu kveðju frá Keflavíkurkirkju. Hann náði aðeins 58 ára aldri. I æsku var Guðmundur frábær sund- maður og keppti oft í þeirri grein, bæði innan lands og utan. Áfram ísland! í nokkur ár kenndi Guð- mundur sund í Keflavík og þjálfaði keppnisfólk með góðum árangri. Síðar haslaði hann sér völl annars staðar. Hann átti úr mörgu að velja vegna góðra hæfileika og einbeitni. Við skólasystkinin reyndum að týna ekki alveg hvort öðru þrátt fyrir búsetu víðs vegar um landið. Við mæltum okkur mót á Laugarvatni, í Reykjavík, norður í Skagafirði, Eyjafírði og austur í Hornafírði. Þá rifjuðum við upp gamlar minn- ingar og nutum þess að vera saman. Mummi lét sig aldrei vanta. Síðar hittumst við fyrir rúmu ári á Laug- arvatni þegar íþróttakennarar héldu minningarhátíð um Björn Jakobsson á 100 ára árstíð hans, en Björn var stofnandi og stjórn- andi íþróttakennaraskóla íslands, mikill brautryðjandi og leiðbein- andi. Að heilsast og kveðjast, hér um fáa daga. Að hryggjast og gleðjast, það er lífsins saga. Við kveðjum góðan skólafélaga með söknuði og þökk. Fjölskyldu hans sendum við einlægar samúðar- kveðjur. Skólasystkini frá ÍKÍ Þegar spurt er: Hví deyja menn í blóma lífsins? verður fátt um svör. Guðmundur Ingólfsson, afreksmað- ur í íþróttum, reglumaður, drengur góður og vinur er látinn. Hann lést á sjúkrahúsi í London eftir að hafa gengist undir hjartaaðgerð, sem hann taldi sig naumast hafa þörf fyrir. Hann var undursamlega hug- hraustur í veikindum sínum, en þannig var allt hans fas. Nú þegar ég er aðeins farinn að viðurkenna að ég á ekki eftir að hitta Guðmund á golfvellinum eða í sundlauginni, sem hann sótti nær daglega, verður mér hugsað til þess tíma er ég var ungur drengur og kynntist Guð- mundi og hans einstöku konu, Guðrúnu. Þá var Guðmundur sund- þjálfari í Keflavík og þjálfaði hóp unglinga til þátttöku i sundmótum. Hann var þá rétt hættur sínum afreksferli sem sundmaður, hafði m.a. keppt á ólympíuleikum. Nú miðlaði hann þekkingu sinni til okk- ar og meir en það, þau hjónin opnuðu heimili sitt fyrir okkur. Það var daglegur viðburður að Guð- mundur fór með allt liðið heim til sín og þar var sest að veisluborði. Þetta var indæll tími og ljúft að minnast hans. En tíminn líður og áður en varir er okkar tími liðinn og kemur ekki aftur. Og maður spyr enn: Því not- uðum við ekki tímann betur, því ræktum við ekki vináttuböndin sem höfðu verið svo traust og heil- steypt. Jú, hver þarf að sinna sínu og leiðir skilja. Maður ýtir úr vör og hverfur út á hið stóra haf. En ekki án leiðsagnar. Guðmundur sagði mörgum til leiðar, m.a. mér. Hann markaði mér sporin. Vísaði mér ungum og óreyndum til vegar á lífsleiðinni. Fyrir það er ég honum þakklátur. Krakkarnir úr sundinu minnast hans með lotningu. Eg kem ekki orðum að söknuði mínum yfír láti Guðmundar. Ég og fjölskylda mín biðjum Guð að geyma minningu hans og styrkja hans stóru fjöl- skyldu í djúpri sorg. Þeim votta ég samúð mína. Steinþór Júlíusson Guðmundur Ingólfsson kom til Keflavíkur um 1950. Þá höfðum við, nokkur sundsystkini, verið hjá Arinbirni heitnum Þorvarðarsyni; miklum og mætum heiðursmanni. Guðmundur tók okkur að sér sem væri hann annar faðir okkar. Hann kom með byltingarkenndar hug- myndir um sundþjálfun, enda hafði hann útskrifast með besta vitnis- burði rá íþróttaskólanum á Laugar- • vatni og nýlega kominn frá keppni á ólympíuleikum fyrir íslands hönd. Hann hafði því fengið mörg atvinn- utilboð en Keflavík skyldi það vera hjá honum og „Dúnu“. Eftir erfiðar og þrotlausar æfingar vorum við alltaf velkomin til þeirra hjóna og þá voru veisluföng á borðum í kjall- aranum við Austurgötu. Þar var gott að koma, fyrir og eftir sund- mót sem og á heimili foreldra Guðmundar á Bergþórugötunni nærri Sundhöllinni í Reykjavík þar sem Guðmundur stappaði í okkur stálinu. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa, því að innan tíðar var Keflavík orðið nafn inna sundíþrótt- arinnar. Þá vil ég geta þáttar Guðmundar sem brautryðjanda varðandi upp- byggingu lamaðs fólks. Vil ég þá sérstaklega minnast á pilt sem átti engrar úrlausnar von að því er virt- ist en Guðmundur sá von fyrir piltinn, sem rættist. Ég er ekki í vafa um að þáttur Guðmundar hafí orðið til þess að nú er þessi piltur sjálfbjarga að svo miklu leyti sem hægt er að ætlast til. Þjálfunin fólst í því að hann var með okkur hinum sem óheft vorum, og Guðmundi heitnum, í vatni. Ég er ekki í nokkr- um vafa um að Guðmundur var langt á undan sinni samtíð varð- andi þjálfun heftra. Svo sannar dæmið. Og önnur dæmi varðandi lamað fólk segja okkur að Guð- mundur hafí verið á réttri leið. Má þar meðal annars benda á sundlaug Sjálfsbjargar, sem síðar kom til við Hátún í Reykjavík. Vegir skildu þar sem ég undirrit- aður flutti frá heimaslóðum, en mikið var ég sleginn þegar ég frétti um andlát vinar míns og uppal- aanda að nokkru leytinu til, þvílíkt mannkostafólk sem hann og eigin- kbna hans, „Dúna“, reyndust mér. Ég fæ seint fullþakkað þá viðkynn- ingu. Ég votta „Dúnu“ og dætrunumv' samúð. Björn Heleason í dag er til moldar borinn vinur minn Guðmundur Ingólfsson fram- kvæmdastjóri, Lyngholti 22, Keflavík. Guðmundur var fæddur og uppalinn í Reykjavík, en bjó lengstan hluta ævi sinnar í Keflavík eða frá árinu 1950 er hann varð forstöðumaður Sundhallar Keflavíkur. Ekki er það ætlun mín með þessum fátæklegu línum að rekja ættir Guðmundar vinar míns eða lífshlaup, það verður vafalaust gert af öðrum. Ég vil aðeins nota þetta tækifæri til að kveðja góðan vin og þakka honum allar ánægju- legu samverustundimar. Fyrstu kynni mín af Guðmundi voru í sundkeppni vestur á ísafírði 1948, þegar Gagnfræðaskólinn á staðnum og Verzlunarskóli íslands leiddu saman sundhesta sína. Guð- mundur vann að sjálfsögðu allar greinarnar, sem hann keppti í og Verzlunarskólinn keppnina. En Guðmundur sótti meira en sigra í sundi til ísafjarðar, því þangað sótti hann einnig dyggan lífsförunaut sinn, eftirlifandi eiginkonu sína, Guðrúnu Guðmundsdóttur. Næst lágu leiðir okkar Guðmundar saman þegar ég fluttist búferlum frá Isafirði til Njarðvíkur árið 1962. Æxluðust hlutirnir þá þannig til að við urðum spilafélagar í brids. Spil- uðum við saman brids, meira og minna, í rúma tvo áratugi. Það fór ekki hjá því að kynni okkar Guð- mundar urðu mjög náin í gegnum spilamennskuna. Við ferðuðumst saman og tókum þátt í mótum. Við deildum saman sigrum og ósigrum, gleði og vonbrigðum. Guðmundur var traustur félagi í Bridsfélagi Suðurnesja og þar hafði hann unnið alla þá titla sem hægt var að vinna. Hygg ég að enginn spilari í Bridsfélagi Suðumesja hafi unnið fleiri sigra en Guðmundur í gegnum tíðina. Aldrei breytti Guð- mundur skapi, hvort sem hann sigraði eða tapaði, hann tók öllu með bros á vör. Hann var maður hreinn og beinn, vinur vina sinna og kom í öllu til dyranna eins og hann var klæddur. Guðmundur var mikill áhlaupsmaður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, hvort heldur var við störf eða leik. Hann var golfari góður og stundaði sund dag- lega. Hann var mjög vel á sig kominn líkamlega og kom það því öllum á óvart að hann skyldi verða kransæðasjúkdómi að bráð. En vegir lífsins eru órannsakan- legir og það er staðreynd að Guðmundur Ingólfsson heftir verið kvaddur í burtu frá okkur langt um aldur fram. Við sem þekktum Guð- mund og umgengumst hann höfum misst mikið, en mest hafa þó eigin- kona hans og nánustu aðstandend- ur misst. Þau hafa misst ástríkan eiginmann, föður, tengdaföður og afa, sem þau elskuðu öll mjög heitt. Megi góður Guð hugga þau og styrkja í harmi þeirra. Ég sendi Dúnnu, eiginkonu Guðmundar, dætrum hennar fimm, mökum þeirra og bömum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðmundar Ingólfssonar. Alfred G. Alfredsson Birting afmælis- og minningargreina Morgnnblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.