Morgunblaðið - 22.08.1987, Síða 55

Morgunblaðið - 22.08.1987, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 55^ /v'v' < ^ -V/ sf'i' < s/v /v ■< \ '’V \ \-\ 'V' V' v x ^v'' V" x' X- v- X. . MARKAMETIÐ11. DEILD ER19 MÖRK: Pétur Pétursson IA, 1978 og Guðmundur Torfason, Fram, 1986 < 'v'Wak/k^ 19/o Pétur ■ fc/ <- Ormslev, Fram ' <©©©©©®®)7n • /' / n \ vV / 8Pétur x Pétursson, KR Sveinbjörn Hákonarson, ÍA Óli Þór ignússon, ÍBI / \ \ ' \ kl. Þeir eru markahæstir í 1. deild ! KNATTSPYRNA / 1. DEILD Tryggja Valsmenn sér thilinn á morgun? Tveirstórleikirefstu liða í Reykjavík HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS Leikir U J T Mörk U J T Mörk Mörk Stig VALUR 15 4 3 0 16 : 6 5 2 1 12 : 4 28: 10 32 FRAM 15 4 2 2 18 : 11 4 1 2 13 : 9 31 : 20 27 ÍA 15 5 0 3 16 : 13 3 2 2 14 : 11 30: 24 26 KR 15 5 1 1 16 : 4 2 3 3 10: 11 26: 15 25 ÞÓR 15 5 1 2 20 : 11 3 0 4 8 : 16 28 : 27 25 KA 15 2 1 4 10 9 3 2 3 7 7 17 : 16 18 ÍBK 15 1 3 4 7 12 3 1 3 14 18 21 : 30 16 VÖLSUNGUR 15 1 2 5 9: 14 3 1 3 7 13 16: 27 15 FH 15 2 2 3 5 7 1 1 6 10 22 15 : 29 12 VÍÐIR 15 1 3 3 10 11 0 5 3 3 16 13 : 27 11 SIGRI Valsmenn Fram í 1. deild karla í knattspyrnu á morgun er íslandsmeistaratitilinn þeirra. Þá geta aðeins Skaga- menn náð þeim að stigum, en markahlutfalli Vals ná þeir ekki. Valur er með 18 mörk í plús, en ÍA sex og það bil verð- ur ekki brúað í þremur ieikjum nema eitthvað mjög óvenjulegt gerist. En Valsmenn eru ekki öruggir með sigur gegn Fram og reynd- ar eiga fimm lið möguleika á titlin- um, þegar þrjár umferðir eru eftir. Hin fimm eru öll í fallhættu, þann- ig að spennan verður mikil í leikjum 16. umferðar á morgun. Leikur Vals og Fram hefst á Vals- velli klukkan 16, en hinir fjórir byija klukkan 19. Á KR-velli leika KR og Skagamenn. Sigri Valsmenn Framara og verði jafntefli á KR- velli eða heimasigur, er titillinn í höfn á Hlíðarenda. Víðir og Þór leika í Garðinum. Þór er í toppbaráttunni, en Víðir í fall- sæti. KÁ og ÍBK leika á Akureyri og eru bæði í fallhættu og sama má segja um FH og Völsung, sem leika í Hafnarfirði. KNATTSPYRNA Steingrím- ur úr leik Steingrímur Birgisson leikur ekki meira með KA í sumar. Hann meiddist gegn Völsungi á Húsavík um helgina, hásin hálf- slitnaði og fer Steingrímur í uppskurð á þriðjudag. Þetta er mik- il blóðtaka fyrir KA-vörnina. KA-menn misstu einnig aðalmark- vörð sinn, Hauk Bragason, nýlega vegna meiðsla. Stelngrímur Birgisson. SIGLINGAR Islandsmót ákjölbátum ÍSLANDSMÓT á kjölbátum hófst á Ytri höfninni í Reykjavík í gær og stendur keppni jafn- framt yfir í dag og á morgun, en annað kvöld verður svo krýndur nýr íslandsmeistari á kjölbátum. Hægt er að fylgjast með keppni úr landi, m.a. af hafnarbakkanum. Tuttugnj bátar voru væntanlegir til keppni en á þeim eru alls 100 menn. Er þetta hápunktur sigl- ingakeppna hér við land á ári hverju. Bátarnir eru 18 til 36 feta langir, en þrátt fyrir stærðarmun- inn geta þeir allir keppt í sömu braut þar sem reiknuð hefur verið út forgjöf fyrir hvem þeirra. Kepp- endur sækja misjafnlega langt að, lengst frá Keflavík og Borgamesi. Margir nýir bátar verða með í keppninni í fyrsta sinn. Bátar sem annað hvort em ný innfluttir eða eigendur hafa smíðað sjálfir. Eftir- vænting ríkir með nýjan bát, sem Rúnar Steinsen, Páll Hreinsson og Ólafur Bjamason hafa verið að smíða. Mikil leynd hefur hvílt yfir smíðinni og báturinn því fengið nafnið „Secret 26“. Hann er 26 feta langur og teiknaður eftir hug- myndum þeirra félaga af brezka skipahönnuðinum David Thomas. Hann er sagður hraðskreiður og lip- ur og á að geta siglt með fullum seglum í hvaða vindi sem er. Eig- endumir munu vera með áform um að koma honum á markað erlendis. Helgin Golfklúbburinn Jökull í Ól- afsvík heldur opið golfmót á Fróðarvelli á morgun. Mótið er haldið í titefni 300 ára verzl- unarafmælis Ólafsvíkur. Leikn- ar verða 18 holur með og án forgjafar. Ræst verður út frá klukkan 10 fyrir hádegi. Skrán- ing er í dag, laugardag (sími 93-61386) frá klukkan 13. Öldungamót kvenna Öldungamót kvenna í golfi fer fram á Hólmsvellinum í Leiru á morgun, sunnudag, en það er mót fyrir konur 50 ára og eldri. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Þátttöku er hægt að tilkynna í golfskálann en nóg er að mæta áður en keppni hefst. Konur sem verða fímm- tugar á árinu em gjaldgengar. Mótið hefst klukkan 11. íslandsmót í haglabyssuskotflmi í dag og á morgun heldur Skot- félag Reykjavíkur íslandsmót í haglabyssuskotfimi, skeet, á nýja skotvellinum í Leirdal. Það hefst kl. 10 árdegis í dag og lýkur um miðjan dag á morgun. Hver maður skýtur 200 skífur. Knattspyma íslandsmótið heldur áfram á fullri ferð. Annars staðar er getið um 1. deild karla, en í dag eru fjórir leikir á dagskrá í 2. deild. Þeir eru: Breiðablik-ÍBÍ, Selfoss-KS, ÍBV-Einheiji, Leift- ur-ÍR. Þeir hefjast allir kl. 14.00. SUND / EVRÓPUMEISTARAMÓTIÐ A-þýskar stúlkur em í sérflokki Austur-þýska stúlkan Silke Horner setti nýtt heimsmet í 100 metra bringusundi á Evrópumeistaramótinu í Strassborg í gær. Hún bætti met löndu sinnnar, Sylviu Gerasch, um 20/100 úr sek- úndu. Tvö Evrópumet féllu í gær. Austur-þýsku stúlkurnar hafa haft mikla yfirburði í kvennagreinunum á mótinu hér í Strassborg. í gær unnu þær allar þijár kvennagreinarn- ar. Horner setti glæsilegt heims- met í 100 m bringusundi,1.07,91 mín., og var þetta fjórða heimsmetið á mótinu til þessa. Austur-þýsku Valur Jónatansson skrifarfrá Frakklandi karlamir standa þeim lítt að baki. Þeir settu til að mynda nýtt Evrópumet í 4 x 100 m skriðsundi í gær, syntu á 3.19,17 mín. Sovétmenn áttu eldra metið, 3.20,19 mín. Ungveijar hafa einnig komið mjög sterkir út úr karlagreinun- um. í gær bætti Jozsef Szabo Evrópumet sitt í 200 m bringu- sundi karla er hann synti á 2.13,87 mín. Heimsmetið á Kanadamaðurinn Davis, 2.13,34 mín. Af öðrum greinum má nefna að Kristin Otto frá A-Þýskalandi vann sinn fjórða Evrópumeist- aratitil í gær er hún sigraði í 100 m flugsundi á 59,52 sek- úndum. Var hún rétt við Evrópumetið, sem er 59,41 sek. Magnús og Amþór settu íslandsmet TVÖ íslandsmet voru sett í gær á Evropumeistaramótinu í Strassborg. Magnús Ólafsson setti met í 400 metra skrið- sundi og Arnþór Ragnarsson í 200 m bringusundi. Það dugði þeim þó ekki til að komast í úrslit. Magnús Már Ólafsson bætti íslandsmet Ragnars Guð- mundssonar í 400 m skriðsundi í gær um tæpar sex sekúndur, synti á 4.05,76 mín. Ragnar var einnig undir gamla metinu, synti á 4.06,58 mín. Magnús hafnaði í Ragnar í 26. af 27 Valur Jónatansson skrifarfrá Frakklandi 24. sæti en keppendum. Amþór Ragnarsson bætti eigið Is- landsmet í 200 metra bringusundi um rúma sekúndu. Hann synti á 2.27,32 mín. og varð í 24. sæti af 25 keppendum. Bryndís og Hugrún Ólafsdætur kepptu í 100 m flugsundi. Hugrún synti á 1.05,79 mín. og var rétt við íslandsmetið. Hún hafnaði í 21. sæti, en Bryndís synti á 1.06,38 mín. og hafnaði í 25. sæti af 26 keppendum. Ragnheiður Runólfsdóttir náði sér ekki á strik í 100 m bringusundinu frekar en í 200 metrunum. Hún synti í gær á 1.15,27 mín. og hafn- aði í 20. sæti af 23 keppendum. Alls hafa sex íslandsmet verið sett á mótinu til þessa. Eðvarð í 200 m baksundi, Bryndís í 100 og 200 m skriðsundi, Magnús í 100 og 400 m skriðsundi og Amþór í 200 m bringusundi. í dag keppir Eðvarð Þór í 10(T metra baksundi og má búast við að hann komist í úrslit eins og í 200 metrunum. Hann sagðist stað- ráðinn í að bæta íslandsmet sitt, en lofaði ekki meim. Ragnheiður Runólfsdóttir og Hugrún Ólafs- dóttir keppa í 200 m fjórsundi, Magnús Már í 50 m skriðsundi og Ragnar Guðmundsson í 1500 m skriðsundi. Evrópumeistramótinu lýkur á morgun, sunnudag. Þá keppa Eð- varð og Ragnar í 200 metra fjór- sundi, Hugrún í 200 m flugsundi og Bryndís í 50 m skriðsundi. KNATTSPYRNA / 1. DEILD KVENNA IA á toppinn Skagastúlkumar skutust á topp deildarinnar í gærkvöldi með 4:1 sigri á Stjömunni í Garðabæ. Vanda Sigurgeirsdóttir 2, Ragnheiður Jónas- dóttir og Halldóra Gylfadóttir skoruðu mörk ÍA í mjög öruggum sigri. Eina mark Stjömunnar gerði Erla Rafnsdóttir. Á Kópavogsvelli sigraði Breiðablik lið KR 2:1. Mörk Breiðabliks skoruðu Þjóðhildur Þórðardóttir og Lára Ásbergsdóttir en Helena Ólafsdóttir minnkaði muninn fyrir KR. Á Akureyri sigraði KA-stúlkumar lið ÍBK 3:1. Hjördís Úlfarsdóttir gerði tvö mörk fyrir KA og Eydís Marinósdóttir eitt. Mark ÍBK gerði Kristín Blöndal. HEIMALEIKIR UTILEIKIR SAMTALS Leikir U j T Mörk U J T Mörk Mörk Stig ÍA 12 6 0 1 19: 4 4 1 0 11 : 4 30: 8 31 VALUR 11 4 1 0 13: 1 5 1 0 18: 4 31 : 5 29 STJARNAN 13 4 0 2 12 : 12 4 1 2 11 : 9 23 : 21 25 KA 13 3 2 2 8: 9 1 2 3 5 : 8 13: 17 16 KR 13 1 3 2 11 : 7 3 0 4 8: 6 19: 13 16 ÍBK 12 2 1 4 7 14 1 1 3 4: 13 11 : 27 11 UBK 12 2 0 4 7 12 0 1 5 1 12 8: 24 7 þórak. 12 1 0 4 6. 7 1 0 6 8 27 14: 34 6 KÖRFUKNATTLEIKUR ísland vann: 93:76- LANDSLIÐIÐ í körfuknattleik vann í gærkvöldi úrvalslið há- skólanna í lllinois-ríki í Banda- ríkjunum með 93 stigum gegn 76 í æfingaleik f Grindavík. m Ihálfleik var staðan 59:36 fyrir íslenzka liðið. Lang stigahæstu menn þess vom Guðmundur Braga- son og Guðni Guðnason með 19 stig hvor. Vom langstigahæstir Eric Smith (24), Joe Cook (23) og Ron Curry (19) skomðu nær öll stig liðs Illinois.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.