Morgunblaðið - 25.08.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.08.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987 1£ ans yfírlýsingu þar sem því var lýst yfir að ætlunin væri að sameina bankana. Orðrétt segir: „Það er ásetningur undirritaðra, að beita sér fyrir því, að Iðnaðarbanki ís- lands hf, og Útvegsbanki íslands hf. sameinist. Miðað er við að sam- einingin eigi sér stað í kjölfar ársuppgjörs fyrir árið 1987.“ En hversu mikil alvara er á bak við ofanritaða yfírlýsingu? Sam- kvæmt heimildum mínum var Iðnaðarbankinn reiðubúinn að leggja fram umtalsvert meira hluta- fé í Utvegsbankann, en kemur fram í tilboðinu. Þegar farið var af stað að safna hlutafjárloforðum eftir að tilboð Sambandsins hafði verið lagt fram, var ljóst að áhugi var mikill og því að afráðið að Iðnaðarbankinn legði ekki meira fram til þess að fleiri aðilar, sérstaklega í sjávarút- vegi gætu tekið þátt í tilboðinu. Hvorki Iðnaðarbankanum né Verzl- unarbankanum er akkur í því að eiga peninga bundna í hlutabréfum í öðrum banka, ef það væri eini til- gangurinn. Báðir bankarnir geta ávaxtað peningana betur með því að lána þá viðskiptavinum. Bæði bankaráð Verzlunarbank- ans og Iðnaðarbankans eiga eftir að fá samþykki hluthafa fyrir því að sameinast Útvegsbankanum. Yfirlýsing síðamefnda bankans er nokkuð afdráttarlaus. Hið sama verður ekki sagt um Verzlunar- bankann. Bankaráð Verzlunar- bankans samþykkti eftirfarandi bókun um leið og ákveðið var að leggja fram 50 milljónir króna: „Bankaráð samþykkir að kaupa hlutafé fyrir allt að 50 milljónir króna í Utvegsbanka íslands hf. í því skyni að efla einkabanka og einkarekstur. Jafnframt opnast möguleikar á enn frekara samstarfi milli bank- anna í framtíðinni, sem þannig geti skapað grundvöll fyrir sameiningu einkabanka. “ Verzlunarbankamenn halda öll- um dyrum opnum. „Það fylgir ekki meiri hugur máli en í vetur,“ sagði forsvarsmaður fyrirtækis sem tekur þátt í tilboði 33ja aðilanna. Nokkrir viðmælenda telja Verzlunarbank- ann hafa komið í veg fyrir að Iðnaðarbankinn, Verzlunarbankinn og Útvegsbankinn sameinuðust síðastliðinn vetur þegar viðræður um það fóru fram. Sú saga var rakin í viðskiptablaði Morgunblaðs- ins 29. janúar síðastliðinn. „Það er jafnmikil alvara hjá Verzlunarbank- anum og Iðnaðarbankanum um sameiningu við Útvegsbankann," sagði fulltrúi annars fyrirtækis sem tekur þátt í tilboðinu. Hann bætti við: „Það hefði verið bijálæði að kaupa Útvegsbankann í vetur." Ég spurði Áma Gestsson, for- mann bankaráðs Verzlunarbank- ans, á blaðamannafundi síðastliðinn mánudag þar sem tilboðið var kynnt, hvers vegna bankinn væri ekki eins afdráttarlaus í sinni af- stöðu og Iðnaðarbankinn til hugs- anlegrar sameiningar: „Hlutabréfa- kaupin nú bera að með allt öðrum hætti, en viðræðurnar síðastliðið ár,“ svaraði Ámi Gestsson og bætti við: „Þetta er miklu breiðari fylking sem stendur að þessu og það er búið að tryggja sölu þess hlutafjár sem óselt var. Þannig að þetta lítur allt öðmvísi út en þá. Auk þess em skilmálarnir hagstæðari en fyrir áramót vegna þess að ríkissjóður tekur á sig skuldbindingar bankans og þær skuldir sem ekki fást greidd- ar. Þetta var ekki svo þegar rætt var um sameiningu bankanna.“ Það er rétt hjá Áma að viðskiln- aður ríkisins við Útvegsbankann er allur annar nú en hefði ef til vill orðið í vetur. Ástæða þess að þetta er rifjað upp h^r og þeim spumingum velt upp hvaða raunvemlegir möguleik- ar séu á sameiningu Útvegsbanka, Iðnaðarbanka og Verzlunarbanka, em möguleikar á sameiningu og hagræðingu sem tilboð Sambands- ins virðist tryggja. Það var sterkur leikur hjá Sambandinu að bjóða í Útvegsbankann og tilkynna jafn- framt að ef af kaupunum yrði þá rynnu bankinn og Samvinnubank- inn í einn banka. Þá var bent á hugsanlega sameiningu Alþýðu- bankans og 'innlánsdeilda kaupfé- laganna. Samkvæmt heimildum mínum bæði innan Sambandsins og Al- þýðubankans ræddu forsvarsmenn SÍS við Ásmund Stefánsson, for- mann bankaráðs Alþýðubankans og forseta ASÍ, áður en þeir gerðu til- boðið opinbert. Ásmundur var þá og er enn erlendis í sumarfríi. Hann hefur ekki rætt þessa nýju stöðu við félaga sína í bankaráðinu, eins og ummæli Magnúsar Geirssonar, varaformanns bankaráðsins, í fjol- miðlum bera með sér. Magnús segist ekkert kannast við hugmynd- ir um sameiningu Alþýðubankans við Samvinnu/Útvegsbankann. Það er ljóst að Ásmundur ræður ekki einn um það hvað verður um Alþýðubankann. Hluthafar eru 851 og ekki allir jafnhrifnir af samvinnu við SÍS. En eins og gerð var grein fyrir í fréttaskýringu hér í Morgun- blaðinu um Álþýðubankann fyrir rúmri viku heíur bankinn átt við vandamál að stríða, fyrst og fremst vegna veikrar eiginfjárstöðu og mikils vaxtar á undanförnum árum. Ásmundur, sem tók við formanns- stöðunni í vor, hefur tekið að sér að rétta bankann við. Það getur hins vegar reynst erfiðara en hann upphaflega ætlaði. Hver verður útkoman? í töflu hér til hliðar, „Hver verð- ur útkoman“, eru bomir saman þeir kostir sem ræddir hafa verið í bankamáium undanfarið og einum bætt við. Ef Sambandið kaupir meirihluta Útvegsbankans verður Samvinnubankinn sameinaður. Hlutdeild þess banka í heildarinn- lánum viðskiptabankanna yrði 18,7% og eigið fé 1.347 milljónir króna. Miðað er við eigið fé Sam- vinnubankans í lok síðasta árs. Sameining þessara tveggja banka og Alþýðubankans og innlánsdeilda kaupfélaganna, sem forráðamenn SÍS segja að komi til greina, hefði innlán upp á 12.885 milljónir króna eða 23,8% af heild. Það skal tekið fram að innlán í innlánsdeildum eru miðuð við stöðuna 30. apríl síðast- liðinn. Úr sameiningu Útvegsbanka, Iðnaðarbanka og Verzlunarbanka fengist nokkuð stór banki, með inn- lán upp á 14.052 milljónir króna. Ef Sambandið eignast meirihlut- ann í Búnaðarbankanum og hann sameinaðist Samvinnubanka, Al- þýðubanka og innlánsdeildum yrði til nýr banki litlu minni en Lands- bankinn, með 34,8% hlutdeild. Ef gengið verður að tilboði Sam- bandsins í Útvegsbankann getur einkaframtakið varla setið hjá án aðgerða. Tveir möguleikar virðast vera. í fyrsta lagi að sameina Verzl- unarbankann og Iðnaðarbankann og safna nýju hlutafé fyrir ekki lægri upphæð en 760 milljónir króna. Með þessu væri stofnaður öflugur einkabanki. Eða í öðru lagi að einkaaðilar sameinuðust um að kaupa Búnaðarbankann með það að markmiði að sameinast Iðnaðar- bankanum og Verzlunarbankanum. Slíkur banki gæfi Landsbankanum lítið eftir. ans er erfíð. Bankinn er með 19 afgreiðslustaði og að meðaltali eru innlán á milli 220-230 milljónir króna. Meðalinnlán eru hvergi lægri hjá viðskiptabönkunum. Þannig má benda á að innlán í Alþýðubankan- um eru að meðaltali rúmlega 340 milljónir og hjá Verzlunarbankan- um og Útvegsbankanum rúmlega 400 milljónir. Meðalinnlán í Iðnað- arbankanum eru tæplega 420 milljónir, Búnaðarbankanum um 360 milljónir og hjá Landsbankan- um yfír 500 milljónir króna. (Miðað er við innlán 31. júlí síðastliðinn). Rekstur Samvinnubankans hefur ekki gengið vel. Tap bankans á síðasta ári nam 8,4 milljónum króna, en bankinn afskrifaði um- talsverða fjármuni vegna gjaldþrots Kaupfélags Svalbarðseyrar. Ekki liggur enn fyrir hvert endanlegt tap Samvinnubankans verður vegna þessa gjaldþrots. Fyrstu fjóra mán- uði þessa árs tapaði bankinn um 28 milljónum króna. Guðjón B. Ól- afsson segir að staða Samvinnu- bankans hefði ekki haft nein áhrif á ákvörðun um að bjóða í Útvegs- bankann. Samvinnubankinn full- nægir ákvæðum viðskiptabanka- laga um eiginflárhlutfall sem var 10,6% um síðustu áramót og má vera lægst 5%. Hins vegar líkt og aðrir bankar eru of miklir fjármun- ir bundnir í fasteignum og búnaði. Lögin kveða á um að fasteignir og búnaður megi ekki vera meira en 65% af eigin fé. Þetta hlutfall var 113,6% hjá Samvinnubankanum í lok liðins árs. Bankinn verður því að selja eignir, auka hlutafé og/eða skila hagnaði til að laga þetta hlut- fall. Til þess hefur bankinn frest til 1. janúar 1991. Það er ljóst að það kostar Sam- bandið og aðra hluthafa umtals- verða fjármuni að rétta Samvinnu- bankann við. HVER VERÐUR ÚTKOMAN? f miiy. kr. Innlán 31/7 Útlán 31/7 Eigið fé 31/12/86 Hlutdeild í innlánum Landsbankinn 21.277 24.017 2.682 39,9 Útvegsbannkinn (Ú) 5.645 5.764 1.000 10,6 Búnaðarbankinn (B) 11.609 9.793 1.056 21,8 Iðnaðarbankinn (I) 5.183 4.088 486 9,7 Verzlunarbankinn (V) 3.224 2.520 343 6 Samvinnubankinnn (S) 4.299 3.432 347 8,1 Alþýðubankinn (A) 2.056 1.624 111 3,9 Alls 53.293 51.238 Alls + Innlánsd. kaupf. (K) 54.178 51.948 Ú + SAM 9.944 9.196 1.347 18,7 Ú + SAM + A 12.000 10.820 1.458 22,6 Ú + SAM + K 10.829 9.906 20,0 Ú + SAM + A + K 12.885 11.530 23,8 Ú + I 10.828 9.852 1.486 20,3 Ú + I + V 14.052 12.372 1.829 26,4 B + S 15.908 13.225 1.403 29,9 B + S + A 17.964 14.849 1.514 33,7 B + S + K 16.793 13.935 31,0 B + S + A + K 18.849 15.559 34,8 B + I 16.792 13.881 1.542 31,5 B + I + V 20.016 16.401 1.885 37,6 Hitamælinga- miðstöðvar Fáanlegar fyrir sex, átta, 1 tíu, tólf, sextán, átján eða tuttugu og sex mælistaði. Ein og sama miðstöðin getur tekið við og sýnt bæði frost og hita, t.d. Celcius-r200+850 eða 0+1200 o.fl. Hitaþreifarar af mismunandi lengdum og með mismunandi skrúfgangi fáanlegar. Fyrir algengustu rið- og jafnstraumsspennur. Ljósastafir 20 mm háir. Það er hægt að fylgjast með afgashita, kælivatns- hita, smurolíuhita, lofthita, kulda í kælum, frystum, lestum, sjó og fleira. -L\L SötQFCgEugjyio3 <J)(§xrD©©©[n] Si VESTURGÖTU 16 SIMAR 14680 21480
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.