Morgunblaðið - 25.08.1987, Side 22

Morgunblaðið - 25.08.1987, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987 AF ERLENDUM VETTVANGI Sköptmarverk framtíðarimiar bera, sem þeir þurfa að nota, komið honum fyrir í frjóvguðu eggi og verið þess nánast fullviss- ir að ná þeim árangri, sem stefnt var að í upphafí. Engu að síður er ýmislegt, sem erfðaverkfræðingar eru þess enn ekki umkomnir að gera. Þeir geta ekki flutt á milli sérstaka arfbera, sem valda árásarhneigð, af þeirri einföldu ástæðu að slíkir arfberar hafa ekki fundist. Og þeir geta ekki bætt nema nokkrum arf- berum við þá, sem fyrir eru. í Mun erfðatæknin bera heilalausar, grænar kýr og varðsnáka í skauti sér? Tuttugusta og fiuunta ágúst árið 2087 gerðust váleg tíðindi, sem áttu eftir að draga dilk á eftir sér um heim allan. Síðdegis þann dag féll tré á girðingu umhverfis erfðatæknistofnun í eigu sér- sinna milljarðamærings í Manaus í Brasiliu. Sex sérkennilegar skepnur sluppu út um gatið í girðingunni og inn i nálægan skóg. Þær voru vaxnar eins og snákar, höfðu efnaskipti burkna og heilabú á við menn. A tæplega þijátíu árum tókst þessum skepn- um að útrýma sköpurum sínum. Olíklegt er að bestu erfðaverk- fræðingum í heimi takist að búa okkur slík endalok á einni öld, jafnvel þótt allar reglur um erfðatilraunir yrðu afnumdar, þeir hefðu gnótt fjár og væru í þokka- bót dálítið illkvittnir. En það er ekki útilokað. Ýmsir skynsamir menn verða skelfíngu lostnir þeg- ar berst í tal hversu hratt miðar í erfðatækni. Við hin ættum að gera okkur ljóst að þessi fræði eru að líkindum nú á því stigi, sem bifreiðir voru á árið 1900 og tölvu- stýrð tæki árið 1960. Þá var einfalt að segja sem svo að vísindaskáldskapur af þessu tagi kæmi í raun aldrei í stað hestsins eða verkamannsins við færiband- ið, þótt vissulega væru breytingar í vændum, sem áhrif gætu haft á líf okkar. Áratugur linnulausra framfara Vart er liðinn áratugur frá því að vísindamenn fluttu fyrst arf- bera úr einum sýkli í annan. Nú glíma lyQafyrirtæki við að flytja arfbera úr mannsfrumu í sýkil. Fátækir bændur um heim allan mega búast við því að auðugir keppinautar þeirra færi sér erfða- tæknina í nyt til þess að hlaða utan á komQöllin og bæta út í vínvötnin. Því næst munu erfðaví- sindin færast út í dýraríkið. Árið 1980 var arfberi fyrst fluttur milli tveggja dýra; úr kanínu í mús. Slíkar skepnur, sem eru blanda tveggja dýra, verða sífellt algengari í tilraunastofum og eftirspum eftir þeim verður einn góðan veðurdag sjálfsögð og eðlileg; dýrin verða gædd kostum, sem öldum saman hefur verið reynt að ná fram með venjulegum kynbótum án þess að næðist hinn minnsti árangur. Skepnur þessar munu vaxa hraðar, lqot þeirra verður fítuminna og þær munu þola sjúkdóma betur, en núlifandi dýr. Gerðar hafa verið erfðafræði- legar breytingar á músum til þess að þær fái krabbamein, veimsjúk- dóma og jafnvel kransæðasjúk- dóma og geðtruflanir. Þessar vitstola, hjartveilu krabbameins- mýs munu flýta mikið fyrir leitinni að lækningu við ýmsum sjúk- dómum, sem hijá manninn. Erfðaverkfræði er í raun það sama og að stunda kynbætur með opin augu. Á okkar dögum reyna mörg þúsund manns að rækta hunda og veðhlaupahesta með því að leiða saman vænlega foreldra. Árangurinn er misjafn og oft og tíðum tekst þeim ekki betur upp en svo að til verða greifíngjahund- ar með siginn, slapandi maga, sem þeir draga eftir jörðunni, og hrjót- andi bolabítar. Þrátt fyrir allt tilstandið hlaupa enn níutíu og níu af hveijum hundrað veð- hlaupahestum hægar en gæðing- urinn flugvakri, sem bar sigur úr býtum í kappreiðunum í Epsom árið 1910. Þess er skammt að bíða að erfðaverkfræðingar geti tilgreint nákvæmlega þann arf- að erfðaverkfræðingum, sem vinna á mörkum mannlegrar þekkingar, geti orðið á mistök. Einn góðan veðurdag kunni að koma í ljós að stórhættulegar af- urðir dýra, sem gerðar hafa verið á erfðaverkfræðilegar tilraunir, hafí komist inn fyrir varir neyt- enda. Ósennilegt verður að teljast að slíkt gerist. Uppistaðan í vör- um, sem framleiddar eru með erfðatækni, eru venjuleg, skað- laus eggjahvítuefni og slíkt kjöt verður kannað af sömu kostgæfni og smámunasemi og annað. Skiljanlegra er að fólki hijósi hugur við miskunnarleysi manns- ins. I flestum ríkjum hafa verið sett lög til að stemma stigu við miskunnarleysinu og hafa eftirlit með tilraunum á skyni gæddum skepnum á borð við apadýr, hunda og höfrunga. í þessu viðfangi er venjulega stuðst við óljósan grein- armun á skyni gæddum og skynlausum skepnum en engu að gæti valdið umhverfinu tjóni. Ekki er líklegra að erfðatæknikýr sleppi og eyðileggi heilt vistkerfi en að venjuleg kýr fremji slíkan óskunda. Áð sama skapi er erfða- tæknikanína jafn líkleg til að valda tjóni í umhverfínu og venju- leg kanína. Satt að segja stendur umhverfínu miklu meiri hætta af ýmsum plöntum og sýklum, sem þegar hafa verið búnir til og gætu sloppið út í umhverfíð. Reglugerð- ir hafa verið samdar til þess að koma í veg fyrir þetta, en þær hafa einkennst af óvissu og moði. Ef reglugerðimar ná tilgangi sínum, munu þær að líkindum standa öruggari vörð um erfða- tækniskepnur framtíðarinnar, en ósýnilega sýkla okkar daga. Ógnvænlegustu framtíðarsýn- inni var lýst í upphafí. Það er nú þegar allt of auðvelt að búa til hættulegar skepnur. Því bera vitni fjöldi slysa í Bandaríkjunum, þar sem rakkar af kyni völskuhunda Þannig sér teiknari breska blaðsins The Economist furðuskepnur framtíðarinnar fyrir sér. einni kú eru tugþúsundir arfbera og þar af leiðir að henni er ekki hægt að breyta í Mínosartarf. Vísindamenn eru enn sem komið er einungis færir um að gæða hina venjulegu kú tilteknum eigin- leikum. Þó er ljóst að vísindunum mun fleygja fram í þessum efnum. Inn- an nokkurra áratuga munu vísindamenn hafa greint fleiri arf- bera. Við uppskriftina má bæta arfberum, sem hafa áhrif á hegð- an (varðhundar eða varðsnákar?), fijósemi (dýr til undaneldis og kynbóta) og lengd útlima (eru ósigrandi körfuboltahetjur í aug- sýn?). Ef til vill verður unnt að fjarlægja arfbera eða taka þá úr sambandi. Erfðaverkfræðingar segja að yfírvöld í flestum löndum hafí þegar sett lög til að koma í veg fyrir að þeir geti reynt að ieika hlutverk skaparans með óæskilegum afleiðingum, en efa- semdarmenn eru áhyggjufullir og óttast að ýmis mistök gætu átt sér stað og illgjamir menn fengið útrás. Grænar kýr og heila- lausir kjúklingar Fyrst ber að nefna óttann við síður er dregin skörp lína. Þannig leyfíst okkur að kremja ávaxta- flugur og eitra fyrir þeim að vild. Það skeið mun renna upp, sem kennt verður við erfðatæknina. Þá verður hægt að fjarlægja úr hænu alla þá arfbera, sem sjá til þess að henni vaxi fætur og væng- ir, þannig að eftir liggur fjaður- laust, ólögulegt hrúgald, sem verpir úrvalseggjum af stakri elju- semi. Ýmsir halda því fram að slíkt væri ekki meiri niðurlæging en að læsa fullfrískan, fagurlim- aðan kjúkling inni í búri eins og nú er gert. Gerum ráð fyrir því að kjúklingurinn væri í þokkabót sviptur allri skynjun og eiginleik- anum til að þjást. Yrði þá ekki fremur um góðsemi erfðatækn- anna að ræða en grimmd? Eitt er víst að sá sem þetta skrifar vildi ekki vera sæl, heilalaus, útli- malaus og hárlaus klessa, þótt það hefði í för með sér að hægt væri að láta hann vella út úr sér sýnu áhrifameiri og fjörlegri greinum en þessari. Óttinn við mistök í þriðja lagi er óttast að tilraun- ir gætu fætt eitthvað af sér, sem hafa orðið bömum að bana. Erfðaverkfræðingum verða tæp- lega veittir styrkir til þess að leika sér að arfberum, sem framleiða eitur sporðdreka eða valda árásar- hvöt hunda. Og fái vísindamenn fé til að fást við slíkt ætti sú lög- gjöf, sem nú þegar meinar þeim að fást við bólusóttarveiru og sýkla, er valda miltisbrandi, einn- ig að ná til þeirra. Sennilegast er að árið 2087 verði ástandið þannig að fram- leiðni verði mikil í landbúnaði og afstaða manna mótist af sam- viskubiti og vitneskjunni um siðleysið. í nokkrum löndum munu lappalausar, heilalausar og alsæl- ar grænar kýr liggja í röðum í haga og breyta sólarljósinu í mag- urt, fyrsta flokks kjöt eða megmnaijógúrt án nokkurra milliliða. Upp við girðinguna standa umhverfísvemdarsinnar með kröfuspjöld. En þeir verða færri, sem mótmæla risavöxnu, Súkkóþambandi silkiormunum, sem hafa inni í sér arfbera mór- beijatijáa og búa til silki svo ódýrt að einungis fínustu fataverslanir munu hafa nælon á boðstólum handa þeim ríku. Úr The Economist. Skáís/ Talnakönnun: Greiðslu- kortakönn- un Neyten- dasamta- kanna stórlega gölluð SKÁÍS/TALNAKÖNNUN hefur að beiðni Visa ísland sent frá sér umsögn um könnun Neytenda- samtakanna um notkun greiðslu- korta sem framkvæmd var í apríl siðastliðnum. í umsögninni kem- ur fram hörð gagnrýni á könnunina bæði hvað varðar val úrtaks, orðalag spurninga og framsetningu niðurstaðna. í spumingalista Neytendasamta- kanna segir m.a.: „Notkun greiðslu- korta hefur í för með sér talsverðan kostnað. Hver á að greiða þennan kostnað?" Staðhæfínguna að notk- un greiðslukorta hafí í för með sér „talsverðan kostnað" telur Skáís vera „meiriháttar galla“ á spuming- unni sem geri hana „nánast marklausa". I staðinn hefði, að mati Skáís, mátt spyija hvort við- komandi teldi/teldi ekki að notkun greiðslukorta hefði í för með sér hækkað vöruverð. Þá sem svöruðu spumingunni játandi væri síðan hægt að spyija hvort þeir teldu að verslanir sem tækju greiðslukort legðu sérstaklega á vöruna vegna kostnaðar við greiðslukortin. I um- sögninni segir: „Fróðlegt hefði verði að spyija neytendur hvort þeir teldu greiðslukortin æskileg eða ekki æskileg. Einnig hefði mátt spjnja beint hvort þeir teldu að notendur greiðslukorta ættu að greiða sérs- takt afnotagjald fyrir kortin, hvort þeir teldu að kostnaðurinn ætti að leggjast á vöruverðið eða hvort kaupmaðurinn ætti sjálfur að bera kostnaðinn. Vandinn er hinsvegar sá að persónulegur ávinningur hins spurða og það, sem honum að öðm leyti virðist skynsamlegt, þarf ekki að fara saman. Niðurstöður sem fengnar em við slíkar aðstæður hljóta því að orka tvímælis." Val á úrtaki er einnig gagnrýnt í umsögninni, en það úrtak var fengið með því að fletta upp í síma- skrá og hlaupa yfir tiltekinn fjölda nafna. „Þessi aðferð hefur ýmsa alvarlega galla,“ segir í umsögn- inni. „I fyrsta lagi er ekkert sem réttlætir það, að spyrillinn viti fyrir- fram í hvaða fjölskyldu hann er að hringja. í öðm lagi getur þessi vitn- eskja haft tmflandi áhrif, t.d. ef spyrillinn þekkir til viðkomandi heimilis. í þriðja lagi á hinn spurði að geta treyst því að spyrillinn viti ekki nafn eða heimilisfang þess sem hringt er í.“ Þá er gagnrýnt hvemig niður- stöður könnunarinnar em settar fram, en þegar þær birtust í Neyt- endablaðinu fylgdu ekki töflur yfir niðurstöðumar í heild. „Þetta er mikill galli þegar um er að ræða jafn viðamikla könnun, sem hér um ræðir. Töflur em grundvallaratriði sem ekki er hægt að ganga fram hjá þegar niðurstöður af þessu tagi em birtar," segir í umsögninni. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.