Morgunblaðið - 25.08.1987, Blaðsíða 18
18 _________ MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987
Eyðni — iðrun o g trú
eftir Gunnar
Þorsteinsson
Þórhallur Már skrifar grein í
Morgunblaðið ekki alls fyrir löngu
og lætur í skrifum sínum fara fyrir
bijóst sér ákveðin ummæli undirrit-
aðs. Ég undrast ekki að ýmsir
þegnar þessa lands taki viðbragð
er einhver stendur heilshugar með
öllu orði Guðs. En þetta lagast. Ég
var eitt sinn í sömu sporum og ég
hef þá trú að menn munu opna
augu sín í auknum mæi fyrir útúr-
snúningalausu orði Guðs.
Það er í sjálfu sér ekki ámælis-
vert, miklu fremur virðingarvert,
ef menn hafa skoðanir sem eru
bomar fram á hræsnislausan hátt
eins og hann gerir. Ég geri mér
ljóst að ekki sjá allir hlutina sömu
augum og heilbrigð skoðanaskipti
eiga fullan rétt á sér. Ég vil gera
grein fyrir þvl að ég er í grundvall-
aratriðum ósammála þeirri hug-
myndafræði er _ fram kemur í
skrifum hans. Ég tel orð Guðs
óskeikult og þann lokadóm, sem við
getum skotið öllum málum til. Ég
skammast mín ekki fyrir að trúa
sérhveijum stafkrók ritningarinnar
og bendi mönnum hiklaust á að
gjöra síkt hið sama.
Það sem ég hef verið að reyna
að benda á í veikleika, er sá skort-
ur á heilindum við sannleikann, sem
kemur fram í því að staðreyndum
er hnikað og þjónkun við ríkjandi
siðferði er algjör. Jafnvel hjá þeim
er hamla ættu á móti þeirri óheilla-
þróun, sem er að eiga sér stað með
þjóð okkar.
Þórhallur Már segir að undirrit-
aður virðist hafa fundið „patent
lausn“ við sjúkdómnum eypni. Það
er á misskilningi byggt. Ég kann
ekki að lækna þennan sjúkdóm
frekar en aðrir dauðlegir menn. En
ég veit hvemig hægt er að lifa lífinu
þannig að menn geta verið fullkom-
lega óttalausir gagnvart smiti. Þar
bendi ég á að framganga sam-
kvæmt þeim boðum sem fram
kemur í hinni helgu bók, Biblíunni.
Sú velferð sem við nú búum við
byggir á hlýðni við þau boð og tel
ég það vera mikið slys, ef menn
varpa þeim sannindum fyrir róða.
I þessu samhengi vil ég einnig
benda á að Jesús dó ekki aðeins
fyrir syndir mannanna, heldur einn-
ig fyrir sjúkdóma þeirra. „Patent
lausn" kann ég því ekki, en ég get
með fullri djörfung bent mönnum á
kross Jesú Krists.
Það væri vissulega gaman að
ræða til hlítar þau atriði er fram
koma í skrifum Þórhalls, en rúms-
ins vegna verður það að bíða betri
tíma, en ég vil benda Þórhalli á að
um þessi mál og mörg önnur fjöllum
við á samkomum okkar og hann
er hjartanlega velkominn, t.d. á
sunnudaginn kl. hálf fimm.
Hempuklæddur maður, vígður
þjónn sannleikans, hefur einnig
kvatt sér hljóðs og undrast að sum-
ir séu sagðir syndugri en aðrir. Ég
vil taka undir þessa undrun. Vita
menn ekki að sá sem hrasar í einu
atriði er orðinn sekur við öll boðorð
lögmálsins? Að tala um „stigskipt-
ingu syndar" er fráleitt. Það að
vera í syndinni, lifa syndinni og
velja syndina útilokar menn frá
þegnrétti Guðsbama, algjörlega
óháð því hver sjmdin er. Að flikka
syndir í smáar og stórar er ekki í
verkahring okkar.
Það er þó ljóst að við eigum að
greina hvar skilin eru á milli hins
kristna manns og þess er hafnar
náð Guðs og velur myrkrið. Það eru
ekki allir menn kristnir, heldur ein-
ungis þeir sem hafa valið þann veg
og beygja sig í auðmýkt fyrir vilja
lifandi Guðs. Hér held ég að hnífur-
inn standi í kúnni.
Náð Guðs er ekki einhver massi
sem flýtur inn í fólk óumbeðið eða
verður hlutskipti manna við ytri
athafnir. Náð Guðs er óverðskulduð
og er veitt í Jesú Kristi. Við tökum
á móti náð Guðs með trúnni og þar
er ekki manngreinarálit.
„Allir hafa syndgað og skortir
Guðs dýrð og þeir réttlætast án
verðskuldunar af náð hans fyrir
endurlausnina, sem er í Kristi Jesú.“
„Því fyrirheitið er byggt á trú, til
þess að það sé af náð.“ „Þannig
vildi hann á komandi öldum sýna
hinn yfirgnæfandi ríkdóm náðar
sinnar með gæsku sinni við oss í
Kristi Jesú. Því að af náð eru þér
hólpnir orðnir fyrir trú. Þetta er
ekki yður að þakka. Það er Guðs
gjöf. Ekki byggt á verkum, enginn
skal geta miklast af því.“ Hér legg-
ur Páll postuli orð í belg og
samkvæmt textanum réttlætist
maðurinn fyrir trú á endurlausnar-
verk Jesú Krists. Trúin kemur síðan
af boðuninni, en boðunin byggist á
orði Krists.
Hér segir hvemig maður stígur
frá myrkri yfír í ljós. Það er með
því að taka einfalt trúarskref inn í
náð Guðs, sem birtist í Kristi Jesú,
og viðkomandi byggi það skref sitt
á orði Guðs. En þetta er aðeins
fyrsta skrefið á langri göngu. Við
þurfum að varðveita trúna og það
líf sem okkur er gefíð fyrir hana.
Trúin deyr ef verkin eru ekki sam-
fara. Menn verða að helgast til orðs
og æðis til að varðveitast í trúnni
og falla ekki út úr náð Guðs. Þetta
er fagnaðarerindi hins nýja sátt-
mála.
Ég árétta að menn hljóta náð
Guðs fyrir trú. Trúin kemur af boð-
uninni, en boðunin byggir á orði
Guðs. Ómálga bömin helgast af trú
foreldra sina, ef marka má postul-
ann Pál. Kristnir verða menn fyrir
það að taka trúarskref, eftir að
hafa heyrt orð Guðs boðað. Skírnin
er ætluð þeim einum sem eignast
hafa trú og velja veg Guðs sjálf-
viljuglega. Ég hlýt að taka undir
kenningu Nýja testamentisins um
skím hinna trúuðu. Þar sem hinn
gamli maður er grafínn og menn
framganga í endumýjun lífsins. Mér
þykir nær kukli en kristni að bera
ómálga böm til þessarar athafnar.
Þar sem trúin er forstenda þess að
hún sé heimil. Þeir sem vatni ausa
útdeila ekki náð Guðs, hún fæst
fyrir trú.
Kristnum mönnum er ekki ætlað
að ganga um svínbeygðum inn í
sjálfa sig. Meistarinn sjálfur sagði:
„En þegar þetta tekur að koma
fram, þá réttið úr yður og lyftið
upp höfðum yðar, því að lausn yðar
er í nánd." Við getum ekki unnið
okkur út úr syndugu ástandi okk-
ar, það gerist einungis fyrir náð
Guðs, en við getum unnið okkur
aftur inn í okkar synduga ástand
og þar kemur áherslan á verkin,
sem eiga að vera samboðin iðmn-
inni.
Iðmn er hugtak sem oft hefur
verið nefnt í þessari umræðu. Mér
sýnist að ekki ríki fullur skilningur
á merkingu orðsins. Merkingin er
sú að menn hugsi á annan veg,
taki háttaskiptum og taki upp nýja
stefnu í lífi sínu.
„Gjörið iðran og snúið yður, að
syndir yðar verði afmáðar." „Heldur
boðaði ég þeim í Damaskus og í
Jerúsalem, síðan um alla Júdeu-
byggð og heiðingjunum að iðrast
og snúa sér til Guðs og vinna verk
samboðin iðmninni." „Eða lítilsvirð-
ir þú ríkdóm gæsku Hans og
umburðarlyndis og langlyndis?
Veist þú ekki að gæska Guðs leiðir
þig til iðranar? Með harðúð þinni
og iðranarlausu hjarta safnar þú
f* fm' 555HBHI
wík\ ’ r w yj v
‘ ;W,J\ '
1 \ SrtóíWjlf'
Gunnar Þorsteinsson
„Það færi betur að
menn g'æfu gaum að
orði Guðs og kenndu
hvernig maðurinn get-
ur haldið vegi sínum
hreinum. Oljóst tal um
iðrun og þakklæti
þeirra, sem aldrei hafa
tekið á móti, á ekki rétt
á sér. Siíkt er villandi
og afvegaleiðandi.“
sjálfum þér reiði á reiðidegi, er rétt-
látur dómur Guðs verður opinber."
Ég tel að þessi orð þurfí ekki neina
útlistun, þau tala sínu eigin máli.
I ljósi þessa, sem sagt hefur ver-
ið, er hugtakið „kristinn kynvilling-
ur“ alveg fráleitt. Sá sem ástundar
slíka ónáttúra hefur þar með geng-
ið út úr náð Guðs.
Þar með er ekki öll sagan sögð,
því viðkomandi á aðgang að náð
Guðs. Fyrir iðran og afturhvarf
getur maðurinn á ný notið náðar
Guðs. Kærleikur Guðs er opinn
þessu fólki og hreinsandi blóð Jesú
Krists er einnig lífsins lind fyrir
slíka. Eilíf elska Guðs er slík að
hún setur engin skilyrði um ástand
þess er þiggur. Guð reiðist ekki
synd mannsins, heldur því hugar-
fari sem hafnar lækningu Guðs og
meinar jafnvel öðram að taka á
móti.
Biblían kennir okkur mjög ljós-
lega 'að kynvilla og ofdrykkja er
synd. Margir vilja halda því fram
að hér sé um sjúkdóma að ræða,
en svo er ekki. Þessar syndir úti-
loka menn frá Guðsbamaréttinum,
en það gera sjúkdómar ekki.
Sú arfleifð sem kennir að kyn-
villingar séu kristnir er hvorki í
samhljóðan við Heilaga ritningu né
á sér stoð í orði Guðs.
Það færi betur að menn gæfu
gaum að orði Guðs og kenndu
hvemig maðurinn getur haldið vegi
sínum hreinum. Óljóst tal um iðran
og þakklæti þeirra, sem aldrei hafa
tekið á móti, á ekki rétt á sér. Slíkt
er villandi og afvegaleiðandi.
„Gangið ekki undir ósamkynja
ok með vantrúuðum. Hvað er sam-
eiginlegt með réttlæti og ranglæti?
Hvaða samfélag hefur ljós við
myrkur? Hver er samhljóðan Krists
við Belíar? Hver er hlutdeild trúuð-
um með vantrúuðum? Hvemig má
sætta musteri Guðs við skurðgoð?
Vér eram musteri lifanda Guðs,
eins og Guð hefur sagt: Ég mun
búa hjá þeim og ganga um meðal
þeirra. Og þeir munum vera lýður
minn. Þess vegna segir Drottinn:
Farið burt frá þeim. Snertið ekki
neitt óhreint og ég mun taka yður
að mér og ég mun vera yður faðir,
og þér munuð vera mér synir og
dætur, segir Drottinn alvaldur. Þar
eð vér höfum þessi fyrirheit, elskað-
ir, þá hreinsum oss af allri saurgun
á llkama og sál og fullkomnun helg-
un vora í Guðsótta."
Heimsins steinum hefur oft verið
giýtt að sannleika fagnaðarerindis-
ins, en það hefur staðið allt af sér
að ég fulltreysti því að hér muni
sannleikurinn einnig fara sigrihrós-
andi af hólmi.
Höfundur er foratöðumaður
Krossins ÍKópavogi.