Morgunblaðið - 25.08.1987, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987
Laugarvatn:
Norrænir háskóla-
ráðgjafar þinga
NORRÆNIR háskólaráðgj afar
sitja þessa dagana ráðstefnu á
Laugarvatni og eru þar saman-
komnir 65 ráðstefnugestir frá
25 borgum og 36 mismunandi
stofnunum. Yfirskrift ráðstefn-
unnar er Háskólamenntun á
íslandi og reynsla íslenskra
námsmanna af námi erlendis.
Háskólaráðgjafar á Norðurlönd-
um hafa haft með sér samstarf frá
árinu 1981 sem hefur að markmiði
eflingu innbyrðis tengsla á milli
háskóla með áherslu á bætta fyrir-
greiðslu til handa stúdentum.
Samstarfíð hefur m.a. falist í árleg-
um ráðstefnum þar sem mæta um
10 fulltrúar frá hveiju landanna.
Nú heidur Háskóli íslands ráðstefn-
una á Laugarvatni dagana 23.-27.
ágúst og eru þar samankomnir 65
ráðstefnugestir frá 25 borgum og
36 mismunandi stofnunum.
Meðal þess sem Qallað er um á
ráðstefnunni er áhuga- og hæfi-
leikapróf sem hjálpartæki við
námsval og heldur Sölvína Konráðs
sálfræðingur fyrirlestur um það
efni. Hörður Lárusson deildarstjóri
menntamálaráðuneytisins heldur
fyrirlestur um íslenska framhalds-
og háskólamenntun. Magnús Guð-
mundsson frá Lánasjóði íslenskra
námsmanna (LÍN), Högni Eyjólfs-
son frá Sambandi jslenskra
námsmanna erlendis (SÍNE) og
Lára M. Ragnarsdóttir frá Stjóm-
unarfélagi íslands fjalla um
íslenska námsmenn erlendis og
reynslu þeirra og nýtingu náms
erlendis frá. Gerður Óskarsdóttir
umsjónarmaður kennsluæfínga við
HÍ heldur fyrirlestur um námsráð-
gjöf í hinum ýmsu löndum.
Þorsteinn Magnússon og Hulda Jónsdóttir í farfuglaheimilinu við Laufásveg.
Morgunblaðið/Börkur
Góð aðsókn að farfuglaheimilum
„REKSTURINN hefur gengið
ágfætlega það sem af er árinu.
Það hefur orðið talsverð fjölgun
gesta en erfitt að meta hve mik-
il fyrr en ágúst er liðinn,“ sagði
Þorsteinn Magnússon fram-
kvæmdastjórí farfugladeildar
Reykjavíkur í samtali við Morg-
unblaðið. Bandalag íslenskra
farfugla rekur^ í sumar 19 far-
fuglaheimili á íslandi þar af tvö
í Reykjavík.
risin. Þar höfum við sal sem við
skiptum í svefnherbergi til bráða-
birgða og geta nú 80 manns gist
þar en þegar farfuglaheimilið verð-
ur fullbúið á það að taka 200
manns.“
Iðntæknistofnun um framleiðniskýrsluna:
Niðurstöður í samræmi við
fyrri innlendar kannanir
í FRAMHALDI af fréttatilkynn-
ingu Félags íslenskra iðnrek-
enda, um skýrslu Iðntæknistofn-
unar og Iðnaðarráðuneytis um
samanburð á framleiðni á íslandi
og í öðrum löndum vill Iðntækni-
stofnun koma eftirfarandi á
framfæri:
Leitað var ábendinga og umsagn-
ar ijölmargra hagsmunaaðila
atvinnurekenda og launafólks, þ.á.
m. Félags íslenskra iðnrekenda, við
gerð og frágang skýrslunnar.
Félag íslenskra iðnrekenda segir
ályktanir skýrslunnar ótvíræðar.
Það er alls ekki rétt eins og menn
sjá þegar þeir lesa skýrsluna.
Varðandi gagnrýni Félags
íslenskra iðnrekenda á val upphafs-
árs, meðferð verðbólguþróunar á
tímabilinu og útreikning á raun-
gengi fyrir Island, má benda á að
öll þessi atriði voru athuguð sér-
staklega að beiðni Félags íslenskra
iðnrekenda. Þóttu niðurstöður þess-
ara athugana ekki gefa tilefni til
endurskoðunar á niðurstöðum mæl-
inganna. Er þessa getið í kafla 2 í
skýrslunni. Þá má einnig benda á
að þessi atriði og skýringar í kafla
2 voru sérstaklega rædd við fulltrúa
Félags íslenskra iðnrekenda og
samþykkt af þeim.
Niðurstöður könnunarinnar
koma heim og saman við ýmsar
aðrar innlendar kannanir sem gerð-
ar hafa verið á þróun framleiðni,
m.a. í fískvinnslu (fyrir um tveimur
árum) og af starfsmönnum Félags
íslenskra iðnrekenda, fyrir um sex
árum.
Eins og fram kemur í skýrslunni
hefur framleiðni í ýmsum greinum
aukist verulega á tímabilinu. Sú
fullyrðing að niðurstöður skýrsl-
unnar séu neikvæðar fyrir atvinnu-
lífíð á því ekki við rök að styðjast.
Hægt er að efast um niðurstöður
allra tölfræðilegra kannana. Ná-
kvæmni þeirra og nálgun við
raunveruleikann er að sjálfsögðu
háð þeim forsendum sem stuðst er
við. I skýrslunni er stuðst við sömu
forsendur og aðrar þjóðir nota við
sínar framleiðnimælingar. Hætt er
við að ef menn dæma þessar fram-
leiðnimælingar marklausar verði
ýmsar aðrar tölfræðilegar kannan-
ir, m.a. gerðar af Félagi íslenskra
iðnrekenda, að fá svipaðan dóm.
í skýrslunni kemur fram ýmislegt
annað en þau línurit sem Félag
íslenskra iðnrekenda sér ástæðu til
að dæma alla skýrsluna marklausa
fyrir. Að mati Iðntæknistofnunar
Islands eru innri og ytri áhrifaþætt-
ir á framleiðni, sem fjallað er um
í kafla 3, ekki síður mikilvægir en
niðurstöður mælinganna. Þar kem-
ur t.d. fram að ein af forsendum
aukinnar framleiðni er aukin sjálf-
virkni. Sjálfvirkni byggir á tölvu-
tækni. Með söluskatti á tölvubúnað
hafa stjómvöld sett hindrun á braut
aukinnar framleiðni í atvinnulífinu.
Með því að leggja áherslu á þessa
þætti, sem ýtarlega er fjallað um í
skýrslunni, hyggst Iðntæknistofnun
íslands beita sér .fyrir að svigrúm
Akureyringar
—ferðafólk
Við bjóðum daglega ný afskorin blóm.
Einnig mikið úrval af pottaplöntum.
Skreytingar við öll tækifæri.
Bílastæði við búðardyrnar.
KAUPANGI V/ MYRARVEG 602 AKUREYRI
SÍMAR 24800 81 24830 PÓSTHÓLF 498
atvinnulífsins til að auka framleiðn-
ina og bæta lífskjörin verði aukið.
Slíkt gerist ekki með málflutningi
á borð við þann sem Félag íslenskra
iðnrekenda hefur viðhaft í þessu
máli.
Það hefur jafnvel þurft að vísa
fólki frá einstaka nætur að sögn
Huldu Jónsdóttur formanns far-
fugladeildar Reykjavíkur. „Það er
alltaf einhver slæðingur af erlend-
um ferðamönnum sem kemur
hingað á vetuma auk hópa af ís-
lendingum í skólaferðalögum eða
að fara að keppa í íþróttum. Við
höfum farfuglaheimilið að Laufás-
vegi opið fyrir þá en getum ekki
bætt við nægilega mörgum rúmum
á sumrin til að mæta aukinni að-
sókn,“ sagði Hulda. „Okkur vantar
enn talsvert fé til að geta lokið við
framkvæmdimar á Sundlaugaveg-
inum. Þar eiga að rísa fjórar
byggingar en aðeins sú stærsta er
Er hugsanlegt að skýringin á því
að fjöldi ferðamanna kýs að dvelja
í flugstöð Leifs Eiríkssonar nóttina
fyrir brottför sé fólgin í því að þeir
fá ekki gistingu á farfuglaheimil-
um? „Ég held að það sé ekki mikið
um það,“ sagði Þorsteinn. „Þetta
er held ég frekar fólk sem hefur
gist í tjöldum en vill ekki þurfa að
vakna um miðja nótt og taka tjald-
ið niður til þess að geta náð út á
flugvöll á réttum tíma. Við höfum
tekið eftir því á farfuglaheimilunum
að fólk þorir varla að fara að sofa
kvöldið fyrir brottför af ótta við að
sofa yfír sig og missa af flugvélun-
um sem fara eldsnemma á morgn-
ana.“
Grein í danska blaðinu Information:
Deildar meiningar um
rekstur Yon Veritas
FYRIR skömmu birtist í danska
dagblaðinu Information grein
um meðferðarstöðina Von Ve-
ritas á Lálandi. Stöðin var, sem
kunnugt er, stofnsett af íslend-
ingum er höfðu reynslu af
meðferð áfengissýki en í
rekstri fyrirtækisins hefur
gengið á ýmsu. Morgunblaðið
birtir hér útdrátt úr greininni.
Danir líta yfírleitt á opinber
hæli fyrir áfengissjúklinga sem
næstaþrep fyrir ofan göturæsið
og fína fólkið forðast því slíka
staði jafnvel þótt það eigi við
mikil áfengisvandamál að stríða.
Mikil þörf virðist vera fyrir dvalar-
staði sem lítið ber á en eru búnir
leðurklæddum húsgögnum,
franskmenntuðum matreiðslu-
mönnum og knattborðstofu.
Slíkar nýtísku stöðvar notast allar
við amerísku Minnesota-aðferð-
ina. Samkvæmt henni ber ekki
að líta svo á að áfengissýki sé háð
þjóðfélagsástæðum heldur sé hún
ólæknandi sjúkdómur á borð við
sykursýki.
Upphaf Von Veritas má rekja
tólf ár aftur í tímann til íslands.
Björgólfur Guðmundsson, Fritz
Henrik Bemdsen og Edwald Ell-
ert Bemdsen höfðu þá nýlega
dvalist á meðferðarstöðinni Haz-
elden í Minnesota-fylki í Banda-
ríkjunum. Ásamt öðra fólki
stofnuðu þeir meðferðarstöð þar
sem kynna_ skyldi Minnesota-
aðferðina á íslandi og hafa nú að
mestu tekið við meðferð áfengis-
sjúklinga í landinu með aðstoð
yfírvalda. 1985 stofnuðu fram-
kvöðlamir þrír meðferðarstöðina
Von er sinnt hefur áfengissjúkl-
ingum frá öllum Norðurlöndunum
en fyrst og fremst frá Færeyjum.
Færeyingar hyggjast nú koma á
laggimar eigin stöð og þess vegna
þarf Von að huga að nýjum veiði-
lendum á næsta ári.
Skipafélag, sem Björgólfur
stjómaði, fór á hausinn 1986 og
munaði minnstu að það drægi einn
af stærstu bönkum landsins með
sér í fallinu. Björgólfur sat inni í
mánuð og ári eftir gjaldþrotið var
hann ákærður fyrir stórfellt fjár-
málamisferli. Blómaverslun
Henriks Bemdsen hrandi einnig
og segja íslenskir heimildarmenn
að félagamir hafí snúið sér að
Dönum þar sem þeim hafí ekki
verið treyst lengur á íslandi. Þeir
harðneita þessum ásökunum.
Snemma sumars stofnuðu fé-
lagamir þrír meðferðarstöðina
Von Veritas í gamalli skólabygg-
ingu á Lalandi. í hópinn hafði nú
bæst Þorsteinn Freyr Viggósson,
sem áður rak veitingahúsið
Pussyeat í Kaupmannahöfn. Ekk-
ert var til sparað í húsbúnaði og
jafnframt var opnuð glæsileg
skrifstofa í miðborg Kaupmanna-
hafnar. Hálaunaðir starfsmenn,
sem aðallega komu frá íslandi,
hófu störf og prentaðir vora dýrir
auglýsingabæklingar. Fyrstu
sjúklingamir komu í september
en þeir urðu aldrei margir. Rými
er fyrir 60 en sjaldan vora fleiri
en 30 sjúklingar á stöðinni. Tekj-
úmar dugðu ekki fyrir útgjöldum
og í maí síðastliðnum fékk fyrir-
tækið greiðslustöðvun.
Skuldimar reyndust nema 8,6
milljónum dkr. (um 47 milljónum
ísl. króna), þar af vora tvær millj-
ónir hjá Lálandsbanka og fjórar
milljónir hjá fyrirtækinu ab Fin-
ans. Hefur þessi myndarlega
lánafyrirgreiðsla vakið furðu á
Islandi. Bankamenn í Danmörku
telja að yfirmenn lánastofnanna
hafi alls ekki rannsakað feril að-
standenda Von Veritas nógu vel.
Ráðamenn Lálandsbanka afsaka
sig með því að þeir hafí eygt
möguleika á atvinnutækifæram
fyrir svæðið þar sem atvinnuleysi
er mikið. Auk þess hafí verið mjög
erfítt að fá upplýsingar hjá
íslenskum bönkum um mennina.
Lánasérfræðingur hjá Handels-
banken telur það vera siðferðis-
legt brot af hálfu íslensku
bankanna.
Athygli vekur að Von Veritas
hefur ekki sótt um viðurkenningu
hjá Stórastraums-amti en án
hennar geta sjúklingar utan amts-
ins ekki fengið opinberan stuðning
til dvalar. Loks má geta þess að
sumir fyrrverandi sjúklingar sitja
nú uppi stórskuldugir þar sem
opinber aðstoð hefur bragðist og
falla þá auðveldlega aftur fyrir
Bakkusi.
Danskir sérfræðingar era
margir vantrúaðir á aðferðir Von
Veritas og segja þær allt of staðl-
aðar. Litið sé í raun vitað um
orsakir áfengissýki en samt víst
að þær geti verið fjölmargar.
Einnig telja þeir að allt of mikill
„frelsunarkeimur" sé af fyrirtæk-
inu og álíta gróðasjónarmið of
ríkan þátt í starfseminni.