Morgunblaðið - 25.08.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.08.1987, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987 48 Afmæliskveðja: Sigurjón Krístjáns- son, skipsljóri í dag, 25. ágúst 1987, er Sigur- jón Kristjánsson, skipstjóri frá Hellissandi, 85 ára. Hann er að heiman á afmælisdaginn. Siguijón er fæddur á Bíldudal 25. ágúst 1902. Faðir hans varð úti milli Tálknafjarðar og Bíldudals það sama ár og fannst lík hans ekki fyrr en næsta vor þá er snjóa leysti. Móðir hans, Stefanía Stef- ánsdóttir, var afburða dugleg greind og ráðsnjöll. Hún tók þá ákvörðun að flytja til Hellissands með son sinn, Siguijón, þriggja vikna og dóttur sína, Lovísu, tveggja ára. Á Sandi bjó móðir hennar og átti hún þar athvarf. Það var enginn leikur fyrir einstæða móður að beijast áfram með tvö komung böm á þeim tímum. Að sex ámm liðnum giftist Stefanía Sigurði Jónatanssyni, ágætum manni, er var sjómaður. Þau eign- uðust ijórar myndarlegar dætur og er margt myndarfólk út af þeim komið á Suðumesjum, Reykjavík og víðar. Hugur Siguijóns hneigðist fljótt að sjómennsku er var aðal atvinna þar. Hann var vandaður efnispiltur. Átján ára var hann orðinn formaður á haust- og vorvertíðum en 20 ára formaður á vetrarskipi. Strax var hann góður aflamaður og reyndist svo alla tíð, hvort sem hann var á smærri eða stærri skipum. Mest mun þó hafa reynt á sjómanns- hæfileika hans fyrstu formanns- vertíðina að vetri, svo ungur sem hann var, við hina hrikalegu brim- lendingu í Keflavík við Sand. Þegar ég lít til baka minnist ég þess að um haust á fyrstu form- annsvertíð Siguijóns var ég staddur við Keflavíkurlendingu við Sand, þar má engu muna í brimlendingu og getur faðms skekkja ráðið örlög- um hvort skipshöfn heldur lífí eða flyst yfír á annað lífssvið. Þennan dag var sjór úfínn og öldur hmndu á boðum. Einn bátur var fyrir utan brimgarðinn og beið eftir lagi. Gamlir, reyndir, veðurbarðir for- menn stóðu í hóp í landi og ræddu um útlitið, hvort lending væri möguleg eða ekki. Voru þeir sam- mála um að ekki væri lendandi nema hinni ýtrustu hárnákvæmni væri beitt við töku lags og stjórnar báts í brimgarðinum. Þeir litu áhyggjufullir til litla bátsins er fyr- ir utan beið. Ég spurði hvaða formaður þetta væri. Svarið var, það er hann Sigur- jón, þetta verður fyrsta lendingin hans í hafbrimi. Komungur maður sat undir stýri og fjórir undir árum. Allir biðu í ofvæni í landi hvemig takast myndi. Skyndilega lyfti hinn ungi maður hendi. Á sama augnabliki beita ræðaramir römmum tökum og knýja bátinn fram svo sem frekast má. Allir vita að það gildir líf að vel sé róið og rétt stjómað svo lend- ingin megi takast. Nú kom hreyfing á formannahópinn. Þeir lifðu upp þau augnablik er þeir sjálfír höfðu fyrir mörgum ámm gengið gegnum sömu eldraun. Rétta lagið tekið, sögðu þeir, en tekst honum eins vel í brimgarðinum, þekkir hann straumkastið? Það var sambland af ótta og hrifningu í svip þeirra. Báturinn óð áfram. Öldumar nálg- uðust. Sú fyrsta lág en þykk en utar háar geigvænlegar öldur, of- raun hveijum smábát. Takist honum að fylgja þeirri fyrstu tekur hún bátinn á réttan stað. Það ræð- ur örlögum. Lendingarstaðurinn nálgast. Á bakborða er Vararhöfuð, há geig- vænleg klettaflúð. Á stjómborða er strítumyndaði kletturinn Kolli, ásamt fleiri smærri klettum. Á þessu umhverfí svarraði brimið um. Milli Höfuðs og Kolla verður bátur- inn að lenda en bilið er frílega árabátsbreidd. Á þessum stað hafa gegnum aldir margar skipshafnir tapast. Þeim sem ókunnugir voru virtust sem skakkt væri stefnt, en kunnugir þekktu straumkastið og sáu að hárrétt var á haldið. Fyrsta aldan reið undir litla bátinn, lyfti honum að faldi og æddi áfram með feikna hraða. Á næsta augnabliki þaut hann inn í hina þröngu vör, milli Höfuðs og Kolla, þar sem bilið er svo þröngt sem áður var lýst og engu mátti muna. Siguijón hafði gengið í gegnum hina hörðustu eldraun formannsins og sigrað. Gömlu formennimir réttu honum þegjandi tak sigggróinnar handar. Það var hinum unga manni meiri virðing en löng ræða. Sigur- glampi var í augum, fyrsta og harðasta þrautin unnin. Haustið 1924 fór Siguijón á sjó- mannaskólann á ísafírði og dvaldist þá á Uppsölum hjá Guðrúnu Stef- ánsdóttur, móðursystur sinni og Ásgeiri Jónssyni. Þau ráku þá veit- ingahús að Uppsölum. Siguijón hefur alla tíð verið söng- hneigður og að tilhlutan Vigfúsar Jónssonar, forsöngvara í Ingjalds- hólskirkju, fór hann að syngja með kirkjukómum 15 ára gamall. Hann söng með kórnum allt þar til hann fluttist frá Sandi. Siguijón naut þeirrar gæfu að giftast, 11. desember 1926, bráð- greindri,_ ágætiskonu á Hellissandi, Sigríði Ólafsdóttur. Þar hófu þau búskap og eignuðust 5 mannvænleg böm. Elstur er Steinar, rithöfund- ur. Hann hefur eignast tvær dætur. Næst er Oddný Olafía, gift Bene- dikt Hermannssyni, húsgagna- smíðameistara á Akureyri. Þau eiga þijú börn. Hreiðar Hafberg, giftur Þóreyju Hjartardóttur. Þau eiga sjö böm. Hreiðar er gagnfræðingur. Sævar, sonur þeirra, fórst með m/b Val frá Akranesi í janúar 1952. Kristján Stefán, giftur Helgu Kristjánsdóttur. Þau eiga fímm böm á lífi. Kristján er húsgagna- smiður í Kópavogi. Að auki ólu þau upp tvö barnaböm sín, þau Siguijón Guðmundsson, sem stundar póst- hússtörf, giftur Ólafíu Hafdísi Guðmundsdóttur og Sigríði Stein- arsdóttur, meinafræðing, gifta Einari Þórhallssyni lækni. Þau búa í Svíþjóð og eiga fjögur börn. Einn- ig dvaldist lengi hjá þeim Stefán Algeirsson, frændi Siguijóns. Frá Hellissandi fluttust þau hjón til Akraness árið 1936. Tók Sigur- jón þar við skipsstjóm á m/s Sjöfn, eign Magnúsar Guðmundssonar, kenndan við Traðarbakka. Þar naut hann sömu aflasældar sem fyrr. Siguijón minnist tveggja róðra sem sérstakra happaróðra. Hann fór frá Akranesi með reknet, ein- skipa í stormi, við fímmta mann, því erfitt var fyrir óþekktan for- mann að fá mannskap. Þeir lögðust fyrir akkeri undan Grindavík. Þar misstu þeir akkerið en tókst að slæða það upp og fóm til Herdís- arvíkur. Þá hafði veðrið lygnt. Netin vom lögð mjög nærri landi. Fyrri hluta nætur kallaði formaður til næsta báts í talstöð og taldi að netatrossa þeirra nálgaðist akkeri síns báts. Siguijón hóf þá að draga netin sem vom svo yfirfull af síld að í tuttugu net fengu þeir 200 tunnur síldar. Það var mikil þrek- raun fyrir fimm menn að draga og hrista úr netum svo mikinn afla. Hvorki var hvflst né matast. Næsta dag var komið til Akraness með hinn mikla aflafeng. Þar með naut hinn óþekkti skipstjóri almennrar virðingar sem aflamaður sem ekki brást. Annan happaróður minnist Sig- uijón á. Þá var hann skipstjóri á m/b Svan, einu af skipum hins þjóð- kunna athafnamanns, Haraldar Böðvarssonar, á Akranesi. Ijanúar- mánuði hringdi Haraldur til Sigur- jóns og sagðist hafa hlustað á talstöðvarsamtal hins þjóðkunna aflamanns, Eggerts Gíslasonar frá Garðinum. Hann sagði: „Eggert stundar nú línuveiðar þar sem hann telur sig hafa mælt á síldartorfur út af Garðskaga þá er hann var á leið til miða. Nú er það ósk mín að þú farir út með reknet og gerir tilraun til veiða á síld þótt kominn sé vetur.“ Siguijón fór út næsta dag. Hann hitti á síldartorfu og kom með 150 tunnur síldar að landi. Haraldur varð mjög glaður við þennan aflafeng. Hann lét taka mynd af Siguijóni í öllum sjóklæð- um og sagði: „Þú hefur fært sönnur á það sem ég hef lengi haldið fram, að hægt væri að veiða Faxasfld þótt um vetur væri.“ Síðar var mik- il síld veidd við Suðvesturland bæði í snurpunót og reknet. 5. janúar 1952 skeði sá sorgarat- burður í lífí þeirra hjóna að þau misstu son sinn, Sævar, er drukkn- aði í ofsaveðri með m/b Val frá Akranesi. Sá sonur var Siguijóni líkastur, mikill efnismaður, er hafði ákveðið að gera sjómennskuna að sínu lífsstarfí. Siguijón tók því sem öðru, með karlmennsku og hugarró þess manns er skynjar að á bak við það tjald er aðskilur líf og dauða hefst nýtt lífssvið eilífðarinnar. Þó mun þessi atburður hafa verið þeim hjónum erfiðastur á þeirra lífsleið. Þau voru alla tíð samhent í starfi. Heimili þeirra var orðlagt fyrir gestrisni og snyrtimennsku, utan húss sem innan, enda var Sigríður mikið fyrir blómarækt og fagurt umhverfí. Þau voru ákaflega vin- sæl. Frá Akranesi fluttust þau til Reykjavíkur 1962. Þau leigðu fyrst á Ásvallagötu 22 hjá ágætisfólki. Síðar keyptu þau sitt eigið hús. Eftir margra áratuga sjómanns- störf og skipstjóm þar sem Siguijón hefur eflaust oft komist í krappan dans, hóf hann störf í landi. Hann starfaði hjá Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi til 75 ára aldurs. Þegar heilsa Sigríðar tók að bila fluttust þau að Jökulgrunni við Hrafnistu og bjuggu þar í átta og hálft ár. I maí síðastliðnum missti Siguijón sína elskuðu eiginkonu er hafði staðið við hlið hans í meðlæti og erfíðleikum í 61 ár. Það voru mikil viðbrigði. Nú er hann fluttur að Hrafnistu í Reykjavík. Þótt halla taki ævidegi geri ég ráð fyrir að Siguijón eigi enn marg- ar gleðistundir ólifaðar, umvafínn ástúð baraa, bamabama og margra góðra vina, því hann hefur byggt sitt lífsstarf á bjargi aldanna, sinni bamatrú. Trúin hefur verið hans leiðarljós á langri ævi. Ég áma þessum trygga vini og samferða- manni heilla og blessunar við þessi tímamót. Karvel Ögmundsson fSlk DAGBLAÐSAUGLÝSING Dags.: 20.8.'87 Lilur: 1-1 it Heiti: Teiknaraauglysing. Viðskiptavinur: Gott fólk. Fyrirsögn: Gott fólk vantar góðan auglýsingateiknara. Texti: Við hjá auglýsingastofunni GÖÐU FÖLKI erum að leita að lærðum og leikreyndum auglýsinga- teiknara sem getur fljótlega tekið til starfa við skemmtileg verkefni með hressu fólki og þegið fyrir það góð laun. Ef þú hefur áhuga hafðu þá samhand við Finn Ámason framkveemdastjóra í síma 39600. anblaðið 23. og 25. ágtSst 1987. GERNI JET TURBO HREINSITÆKI Hreinsun verður leikur einn GERNI JET, ný gerð af háþrýstihreinsitæki með Turbo spíss. Mjög handhæg - létt og afkastamikil. Aðeins 18 kg á þyngd og með alit að 120 BAR þrýsting. Ýmsir fylgihlutir, t.d. fyrir sandblástur. Þú sparar tíma, fé og fyrirhöfn með GERNI JET. Skeifan 3h - Sími 82670
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.