Morgunblaðið - 25.08.1987, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
„Kæri stjömuspekingur. Mig
langar gjamari til að fá að
vita hvað stjömumar segja
um minn persónuleika. Ég er
Naut, fædd þann 30. aprfl
1968 kl. 15.45 i Reykjavík.
Með fyrirfram þökk.“
Svar:
Þú hefur Sól, Merkúr og Mars
í Nauti í áttunda og níunda
húsi, Tungl á Miðhimni í
Tvíbura, Venus í Hrút og
Meyju Rfsandi.
JarÖbundin
Margar plánetur f Nauti og
Meyju táknar að þú ert jarð-
bundin og skjmsöm f grunn-
eðli þínu. Það sem þú tekur
þér fyrir hendur þarf að skila
áþreifanlegum árangri. Þú
þarft ákveðið öryggi í lífi þínu,
sérstaklega flárhagslegt, og
þarft að geta veitt þér af
gæðum lífsins.
Tilfmningalegt líf
Tungl í Tvíbura og Venus í
Hrút táknar að þú þarft til-
finningalegt líf og laðast að
hressu og lifandi fólki sem
getur kennt þér og víkkað
sjóndeildarhring þinn. Til-
breytingarleysi og vanabind-
ing á tilfínningasviðinu á ekki
vel við þig.
Hreyfingog
öryggi
Það að hafa Sól í Nauti og
Tungl í Tvíbura er mótsagna-
kennt. Það táknar að þú átt
í fari þínu tvær ólíkar hliðar.
Þú átt til að vera þijósk, föst
fyrir og þolinmóð, en ert einn-
ig oft eirðarlaus og breytileg.
Best er fyrir þig að hafa fasta
stefnu en svaigja til í daglegu
lífi. Ef þú býrð við örugga
afkomu en getur samt sem
áður hreyft þig í daglegu lífi
ætti þér að líða ágætlega.
Starf sem er lifandi og fjöl-
breytilegt, sem tengist því að
vinna með fólki t.d. að ferða-
málum gæti átt vel við.
Fjármál
Margar plánetur í áttunda
húsi benda til hæfileika í með-
ferð fjármála og getur vísað
á störf sem hafa með verslun
og viðskipti að gera. Það
gæti þá t.d. verið viðskipti
sem tengjast ferðalögum.
Ferðalög og
menntun
Margar plánetur í níunda húsi
benda til áhuga á ferðalögum
og hugsanlega dvöl og búsetu
erlendis. Einnig er háskóla-
nám gefíð til kynna með 9.
húsi og þar sem um Naut er
að ræða nám á hagnýtari svið-
um, s.s. viðskiptanám.
Tungumál
Tvíburinn og Merkúr í 9. húsi
benda einnig til hæfíleika í
tungumálum.
Högvœr
Það sem helst getur háð þér
er fólgið í Plútó Rísandi í
Meyju. Það táknar að þú átt
til að vera sjálfsgagnrýnin og
rífa sjálfa þig niður. Ástæðan
er sú að þú kemur vel auga
á galla þína og hættir því til
að fínnast þú ófullkomin. Allir
hafa hins vegar galla og í
raun er ágætt að sjá þá, því
það gefur þér tækifæri til að
þroskast sem persóna. Þú
þarft einungis að líta jákvæð-
um augum á sjálfa þig og
forðast að segja: „Nei, ég get
þetta ekki, ég hef ekki þessa
hæfíleika, vegna þess ...“ Þú
veist ekki fyrr en þú reynir.
Einnig þarf að þroska hæfi-
leika t gegnum nám og starf.
Auk þess má geta þess að
Júpíter í spennu við Mars
bendir til góðrar orku sem
æskilegt er að fá útrás fyrir,
t.d. með iðkun fþrótta.
GRETTIR
TOMMI OG JENNI
FERDINAND
SMÁFÓLK
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Það er kunnara en frá þurfí
að segja að íslenska sveitin í
opna flokknum kom mjög á
óvart á EM í Brighton. Hið sama
má segja um Grikki. Þeir hafa
löngum verið þaulsetnir á botn-
inum, en að þessu sinni höfðu
þeir góðu liði á að skipa sem
gat bitið hraustlega_ frá sér.
Spilið í dag er úr leik íslendinga
og Grikkja, sem lyktaði með
jafntefli, 15-15.
Vestur Norður ♦ K854 VÁ109 ♦ D75 ♦ 1053 Austur
♦ G103 ♦ D972
VD65 II V 72
♦ ÁG102 ♦ K83
♦ 987 ♦ G62
Suður ♦ Á6 V KG843 ♦ 964 ♦ ÁKD
Jón Baldursson hélt á spilum
suðurs í opna salnum og vakti
á einu 15-17 grandi. Vestur
passaði og Sigurður Sverrisson
stökk beint í þijú grönd.
Jón fékk út spaðagosa, sem
hann drap heima á ás og staldr-
aði við. Ef hjartadrottningin
kemur í leitimar eru tíu slagir
í húsi, en ef andstæðingar kom-
ast inn er sú hætta fyrir hendi
að þeir skipti yfír í ttgul og taki
þar 4-5 slagi.
í rúbertubrids er besta spila-
mennskan sennilega sú að spila
strax hjarta á tíu blinds. Jafnvel
þótt austur fái á tígul, því
drottningin í blindum er mjög
ógnandi. En í sveitakeppni þarf
að taka fleira með í reikninginn.
Jón gerði ráð fyrir því að Grikk-
imir á hinu borðinu fæm t fjögur
hjörtu, sem byggjast á því einu
að finna hjartadrottningu. Þá
er hægt að ráða við drottning-
una blanka og fjórðu í austur.
Og til að eiga það ekki á hættu
að tapa geimsveiflu fór Jón eins
í hjartað. Með því móti myndi
hann alltént jafna árangur
Grikkjanna á hinu borðinu. Og
svo var sá möguleiki fyrir hendi
að vestur kæmi ekki auga á að
skipta yfír í tígul.
En vestur var vandanum vax-
inn, spilaði tígulgosa og vömin
tók flóra slagi á tígul. Og spilið
féll, því vissulega vom Grikkim-
ir í §ómm hjörtum á hinu
borðinu.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Þessi staða kom upp í fjöl-
tefli heimsmeistarans við sex
unga sovézka skákmenn í sum-
ar. Loskutov hafði hvítt, en
Gary Kasparov hafði svart og
átti leik.
Hvítur hefur fómað manni
fyrir þijú peð og sókn, en nú
sneri Kasparov vöm í sókn og
fómaði sjálfur manni:
22. - Dxa21, 23. Dxe5 - Bg7,
24. Dh5 - Dxb2+, 25. Kd2 -
O—O—0+, 26. Ke2 — Dxc2+,
27. Kf3 - Hf6
og hvítur gafst upp.