Morgunblaðið - 25.08.1987, Blaðsíða 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987
Fornám:
Inntökuskilyrði í Tölvuháskóla Verzlunar-
skóla íslands eru stúdentspróf af við-
skiptabraut eða samsvarandi menntun.
Fyrir þá sem hafa lokið stúdentsprófi af
öðrum brautum en hyggjast sækja um
skólavist íTölvuháskólanum íjanúar býð-
ur Verzlunarskólinn upp á aðfaranám í
eftirfarandi greinum við öldungadeild
skólans:
Bókfærslu
Reksturshagfræði
Stærðfræði
Vélritun
Nánari upplýsingar um áfanga þessa eru
gefnar á skrifstofu skólans 25.-28. ágúst
kl. 08.00-19.00 og þar fást einnig um-
sóknareyðublöð.
Hársnyrti-
stofa í
Holiday Inn
OPNUÐ hefur verið ný hár-
snyrtistofa í Holiday Inn-hótel-
inu sem ber heitið „Oh lala!“.
Eigandi stofunnar er Guðríður
Ólafsdóttir hárskeri og með
henni starfa Ingunn Jónmunds-
dóttir hárgreiðslumeistari og
Sigr. Amalía Þórðardóttir hár-
greiðslusveinn.
Á hársnyrtistofunni verður
veitt öll almenn hársnyrtiþjón-
usta. Unnið verður með Sebast-
ian-hársnyrtivörur og verða þær
einnig til sölu á stofunni.
Stofan verður opin alla virka
daga kl. 9.00-18.00 og laugar-
daga kl. 10.00-14.00.
Morgunblaðið/BAR
Guðríður Ólafsdóttir á nýju hárgreiðslustofunni „Oh lala!“, sem
er borið fram „Úllala".
Akranes:
Haförn hf skipt-
ir um eigendur
Verzlunarskóli
íslands
Starfsnám
Innritun í starfsnám Verzlunar-
skóla íslandsferfram dagana
25.-28. ágúst kl. 08.00—19.00.
Umsækjendur skulu koma á
skrifstofu skólans og fá afhent
umsóknareyðublöð þar og allar
upplýsingar um námið og til-
högun þess.
Starfsnámið miðar að því að búa
nemendur undir að auka hæfni
þeirra til skrifstofustarfa og fer
fram á tveim brautum, þar sem
kenndar eru eftirtaldar greinar:
Bókhaldsbraut Skrifstofubraut
Bókfærsla
Kostnaðarbókhald
Rekstrarhagfræði
Stærðfræði
Tölvubókhaid
Töivunotkun
Bókfærsla
Enska
íslenska
Stærðfræði
Verslunarréttur
Vélritun/ritvinnsla
Innritun í aðrar deildir full-
orðinsf ræðslu Verzlunar-
skóla íslands fer fram á
skrifstofu skólans á sama
tíma.
AkranesL
Eigendaskipti hafa orðið á
fiskvinnslufyrirtækinu Haferni
hf. á Akranesi og hafa eigenda-
skipti nú þegar farið fram.
Kaupandinn er Þorsteinn Inga-
son framkvæmdastjóri sem m.a.
hefur rekið fyrirtækið Stokkfisk
hf. á Laugum í Þingeyjarsýslu.
Engin breyting mun verða á
rekstri fyrirtækisins fyrst um sinn
og öllu starfsfólki mun verða gefin
kostur á að starfa áfram við það.
Formleg eigendaskipti hafa nú þeg-
ar farið fram og mun Guðmundur
Pálmason sem verið hefur fram-
kvæmdastjóri gegna starfí sínu
áfram og sömuleiðis munu aðrir af
fyrri eigendum starfa áfram við
fyrirtækið að einum undanskildum.
Eigendur Hafamar hf. voru fímm
og eru þeir auk Guðmundar.Óskar
Hervarsson, Páll Engilbertsson,
Pétur Jónsson og Eiríkur Hervars-
son. Þeir stofnuðu fyrirtækið fyrir
tuttugu og þrem ámm og gerðu
þá út einn bát. Sjö árum síðar
kejrptu þeir fiskvinnsluhús Fiskivers
hf. og síðan hefur verið um að
ræða samfellda uppbyggingu fyrir-
tækisins. Á síðasta ári luku þeir við
að byggja upp nýja aðstöðu fyrir
starfsfólk og skrifstofuhúsnæði en
áður hafði frystihúsið verið end-
umýjað og er því aðstaða fyrirtæk-
isins hin glæsilegasta.
Guðmundur Pálmason fram-
kvæmdastjóri sagði í samtali við
Morgunblaðið að ákvörðun um sölu
fyrirtækisins hefði verið tekin að
vandlega athuguðu máli. Að okkar
mati er þetta góður tími til að selja.
Við emm famir að eldast og því
er ágætt að geta dregið örlítið í
land. Við félagamir höfum starfað
saman í 25 ár og samstarfíð hefur
verið eins og best verður á kosið.
Guðmundur sagði að þrátt fyrir allt
væri viss eftirsjá í þessari ákvörð-
un. Þetta hefur verið skemmtilegur
og góður típii og við höfum lagt
okkur alla fram. Þess vegna er
skemmtilegt að geta skilað þessu í
hendur nýjum eiganda í því ástandi
sem fyrirtækið er nú. Við höfum
nú nær lokið við endurbætur á öllum
húsakynnum þess og starfsemin
hefur gengið vel. Fyrirtækið er nú
í góðum og traustum höndum Þor-
steins Ingasonar og ég er sannfærð-
ur um að það á eftir að eflast mikið
undir hans stjóm á næstu ámm,
sagði Guðmundur að lokum.
Haföm hf. á 25% af hlutafé í
Krossvík hf.sem gerir út skuttogar-
anna Höfðavík og Krossvík. Hefur
hluti af afla þeirra verið uppistaða
í vinnslu fyrirtækisins.
Þorsteinn Ingason hinn nýji eig-
andi fyrirtækisins hyggur á nýjung-
ar í rekstri og mun jafnvel ætla að
færa út kvíamar. Hefur hann tekið
á leigu fískvinnsluhús Þórðar Guð-
jónssonar sem er í næsta nágrenni
Hafamarhúsana og ætlar að hefja
framleiðslu á gæludýrafóðri þar.
Til þessa hefur sú framleiðsla hans
farið fram í Reykjavík.
Verslunarskóli
íslands
■ ■
Oldungadeild
Á haustönn verða kenndir eftir-
farandi áfangar til verslunar- og
stúdentsprófs við öldungadeild
Verzlunarskóla íslands:
Bókfærsla íslenska
Bókmenntir Saga
Danska Stærðfræði
Efnafræði Tölvufræði
Enska Verslunarréttur
Franska Vélritun
Hagfræði Þýska
Áfangalýsingar liggja frammi á
skrifstofu skólans, Ofanleiti 1.
Innritun íallar deildir fullorð-
insfræðslu Verzlunarskólans
fer fram í Ofanleiti 1,25.-28.
ágúst kl. 08.00—19.00.
—JG