Morgunblaðið - 25.08.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.08.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987 21 Morgunblaðið/Ámi Helgason Norska húsið í Stykkishólmi þar sem unnið hefur verið að lagfæriug- um undanfarin ár og hefur nú verið opnað þar byggðasafn fyrir sýsluna. Byggðasafn í Stykkishólmi opnað héraðsþingin væru sameinað afl og málþing sveitarfélaganna. Sam- kvæmt hugmyndinni yrði vald héraðsins í höndum héraðsstjóma svo fremi því væri ekki beitt í and- stöðu við eindreginn vilja sveitarfé- laganna. Sveitarstjómimar kæmu auk þess skoðunum sínum á fram- færi og þau hefðu fulla yfirsýn yfir starf héraðsstjómanna. Verksvið Ég ætla ekki að fjölyrða hér um verkefni héraðsstjóma. Þar kemur svo ótal margt til greina. Ég teldi til dæmis eðlilegt að því fjárfesting- arfjármagni til sveitarfélaganna sem nú er deilt út af Alþingi og ráðuneytum yrði skipt á héraðs- þingum. Ég teldi t.d. eðlilegt að sett yrði á stofn Tryggingastofnun héraðsins, Húsnæðisstofnun hér- aðsins, Orkustofnun héraðsins, Vegagerð héraðsins og Iðntækni- stofnun héraðsins. Ég teldi eðlilegt að opinberum sjóðum yrði skipt sem mest milli héraðanna þannig að þeir nýttust til uppbyggingar þar sem þeir verða til. Ég tel eðlilegt að yfirstjóm bankamála verði að mestu í héraði og að ríkisbönkunum verði breytt í héraðsbanka. Ég tel eðlilegt að stjóm mennta- mála fari nær alfarið fram í héraði enda er það frumforsenda þess að skólamir verði aðlagaðir að þörfum landsbyggðarinnar. Þannig mætti lengi telja og bæta við. Það verður þó ekki gert hér enda vantar mikið á að sá þáttur umræðunnar sé kom- in á ákvörðunarstig. Ég vil þó leggja áherslu á að þeir sem valdið hafa láta það ekki frá sér af frjálsum og fúsum vilja. Baráttan fyrir vald- inu heim verður ströng. Með full- tingi Alþingis mun róðurinn verða léttari, en ég held að mikilvægt sé að gera sér grein fyrir því að vald- ið kemur í áföngum og að það skiptir miklu hvemig og í hvaða röð verkefnin verða færð heim. Öllum mistökum verður beint gegn okkur, því þeir eru margir valdherramir sem munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyr- ir framgang heimastjómarinnar. Þá mun reyna á stuðning stjóm- málaflokkanna og því má það ekki vera neinum vafa undirorpið að all- ir forystumenn okkar fyrir sunnan skilji að þegar við nú tölum um valdið heim, þá meinum við það og að þeim ber skylda til að styðja þá viðleitni okkar í hvívetna. Höfundur er bæjarstjórí á Fá skrúðsfirði. Stykkishólmi. UNDANFARIN ár hefur farið fram gagnger viðgerð og upp- lyfting á Norska húsinu í Stykkishólmi, sem á sínum tíma var af sýslunefnd keypt af þáver- andi eiganda Kaupfélags Stykk- ishólms, til stofnunar byggða- safns fyrir sýsluna og þótti það vel við hæfi að taka til þess elsta hús Stykkishólmsbæjar. Nú hef- ur húsið verið formlega tekið í notkun sem byggðasafn. Aðalhvatamaður að þessu var Gunnar Guðbjartsson frá Hjarðar- felli, og var að hans tillögu skipuð af sýslunefnd byggðasafnsnefnd og varð hann fyrsti formaður hennar þar til hann hætti sem sýslunefnd- armaður og tók að sér ábyrgðar- mikil störf í þágu landbúnaðarins með búsetu í Reykjavík. Gunnar hafði einnig forystu um söfnun muna og fékk meðal ann- arra Ragnar Ásgeirsson ráðunaut, sem var mikill áhugamaður um byggðasöfn í hinum ýmsu sýslum, til liðs við sig. Varð þeim þó nokk- uð ágengt og þegar hafa margir munir verið skráðir sem verða inn- andyra þessa ágæta húss. Viðgerðir og innréttingar, lag- færingar og málun hafa þeir annast bræðumir Láms Pétursson og Jón Svanur Pétursson, sem aðallega hefir málað húsið bæði innan og utan, og nú að lokinni vinnu og opnun má segja að mikill draumur sé að rætast. Vissulega á eftir að koma miklu fyrir þama og einnig auka söfnun muna en það vantar ijármagn og verður hægari sókn af hálfu eigenda. Verk þeirra Lámsar og Jóns Svans er til fyrirmyndar. Fólk met- ur þetta og það sást greinilega við opnun hússins. í tilefni_ þessa áfanga var þeim hjónum Ásthildi Teitsdóttur og Gunnari Guðbjartssyni sérstaklega boðið að vera viðstödd opnunina ásamt Herði Ágústssyni, sem haft hefir umsjón með lagfæringu húss- ins. Sveitar- og bæjarsjóður Stykkis- hólms hefir styrkt bygginguna vemlega á móti sýslusjóði og má segja að hann sé aðili að húsinu. Nú em kvikmyndamenn, sem taka Nonnamyndina, á fullu spani að taka myndir í húsinu, eru þar með allskonar vélar og tæki og er mjög líflegt í kringum þá. Fyrsta nóttin eftir opnun hússins var vel nýtt af þeim. Stjóm byggðasafnsins skipa þeir Ágúst Bjartmars sýslunefndarmað- ur, Gísli H. Kolbeins sóknarprestur og Erlendur Halldórsson oddviti Dal- og Miklaholtshreppi. Snæfell- ingar fagna þessum áfanga og vita að þetta er upphaf meiri fram- kvæmda. Arni Beisli á Volvo 200 frá árg. '81 kr. 5.887,- Beisli á Volvo 700 frá árg. '82 kr. 6.872,- DRÁTTARBEISLI Skjót ísetning ef óskað er. VI h Varahlutadeild.Suðurlandsbraut 16. Sími: 91-691600. Eigum fyrirliggjandi sérhönnuð dráftar- beisli og króka fyrir Volvo 200 og 700, Það nálgast stórmál. . . þegar tvö ný SMA MÁL koma upp samtímis. Súkkulaðifrauð og Dalafrauð. nms"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.