Morgunblaðið - 25.08.1987, Side 24

Morgunblaðið - 25.08.1987, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987 Málflutningur sé heiðarlegur og settur fram á jákvæðan hátt eftir Hafstein Guðvarðarson í Morgunblaðinu þann 29. júlí sl. ritar Gunnar Þorsteinsson grein, sem ber nafnið „Siðferðiseyðni". Gunnar bendir á að eyðni sé sjúk- dómur, sem hægt sé að hefta og að vandinn sé ennþá ekki meiri en svo, að með samstilltu átaki megi sigra þennan vágest. Þetta er auðvitað bæði satt og rétt. Samstillt átak er einmitt það, sem þarf, og einmitt það, sem verið er að reyna að koma á. Fram kemur í grein Gunnars, að: „Sterkasta vopn okkar er öflugt siðferði. Siðferði, sem byggist á kristinni lífshugsjón, eins og hún kemur fram á spjöldum ritning- anna, en ekki útþynntur presta- stefnu-kristindómur, sem á sér ekki forsendu í orði Guðs.“ Ekki verður annað séð af grein Gunnars en að honum blöskri sam- þykkt síðustu prestastefnu, eins og á ofangreindri tilvitnun má sjá. Annars staðar í grein sinni, biðst Gunnar undan slíkum „opinberun- um“. Það dylst mér ekki, eftir iestur greinar Gunnars, að það er afstaða prestastefnu til samkynhneigðar, sem er tiiefni nafnsins siðferðis- eyðni, samþykktin sé óheillaverk og undansláttur frá orði Guðs, við það sé engu að bæta og ekkert megi af því taka. Einnig bendir Gunnar á, að umrædd samþykkt prestastefnu sé túlkuð sem „tak- markað samþykki" (en það orðalag notar Ólafur Öddur Jónsson í grein, sem hann skrifar og birtist í Morg- unblaðinu nokkrum dögum á undan grein Gunnars) og sé gerð í heimild- arleysi. Vissulega ber mér að virða skoð- anir Gunnars Þorsteinssonar og einnig rétt hans til að halda þeim fram. Skiptir þá litlu, hvort ég er honum sammála eða ekki. Ég lít svo á, að þegar fólk flytur mál sitt og heldur fram skoðunum sínum, skipti máli hvemig það er gert. Heiðarlegur málflutningur er hveij- um manni til sóma. Ef ég kallaði Gunnar sértrúarmann, er ég viss um að honum þætti það óréttlátt. Og þó að okkur greini veruiega á, veitir það mér engan rétt til að kalla hann ofsatrúarmann eða villu- trúarmann. Slíkar nafngiftir gæti ég ekki réttlætt, þótt trúarákafí hans sé áreiðanlega miklu meiri en minn og að hann hefur kosið sér vettvang utan þjóðkirkjunnar. Gripi ég til slíkra nafngifta, væri það til þess eins ætlað, að skapa neikvæða mynd af Gunnari í huga lesenda, án þess að færa fyrir því gild rök. Skynsamur lesandi gæti auðvitað áttað sig á því, að verið væri að reyna að spila á tilfinningar hans. En vel gæti verið að hann væri að flýta sér, að hann hefði ekki tíma til að hugleiða þetta sérstaklega, og eftir sæti í huga hans mynd af einhveijum vondum og hættulegum manni, sem heitir Gunnar Þor- steinsson. Hvers vegna Gunnar er „ Viljum við flytja mál okkar heiðarlega, not- um við heiti og orð, sem segja það sem segja þarf, án þess að vera þrungin neikvæðum til- finningum. Við sýnum þá líka þeim, sem um er rætt, þá virðingu sem hann á rétt á.“ takmarkað samþykki til saurlífis og öfuguggaháttar," segir Gunnar. Ekki fer á milli mála, að í þessari setningu á Gunnar við samþykkt prestastefnu. Auðvitað samþykkti prestastefna ekkert slíkt, en auð- sætt er, að orð eru hér valin í ákveðnum tilgangi. „Á sama hátt (og alkóhólistinn, innsk. H.G.) er kynvillingurinn, sem fjötrast af lesti sínum og þjónar gimd sinni, að drýgja synd,“ segir í grein Gunnars. Enn er það orða- Siðferðiseyðni eftir Gunnar Þorsteinsson Margan fróðleikinn er að finna á SÍðum Morgunblaðsins í umræðunni um eyðni og þar hafa margir merki- legir fletir komið í Ijós. Ég hef ekki lagt það í vana minn i að standa í útistöðum við vatnslaus ský, en í þessari umræðu hefur sá [ hoggið er hlífa skyldi og langar tíLað benda á nokkur atriði. leyðni svo hættulegur, man hinn skynsami lesandi ekki, enda hvergi frá því sagt. Málflutningur af þessu tagi finnst mér bæði óheiðarlegur og ómerkilegur. Langt er síðan sið- ferðiskennd fólks bauð því að hætta að kalla suma borgara þessa lands aumingja eða fávita, þótt þroski þeirra til líkama eða sálar hafí orð- ið fyrir einhveijum áföllum. Viljum við flytja mál okkar heið- arlega, notum við heiti og orð, sem segja það sem segja þarf, án þess að vera þrungin neikvæðum tilfinn- ingum. Við sýnum þá líka þeim, sem um er rætt, þá virðingu sem hann á rétt á. Málflutningur okkar er nefnilega nothæfur mælikvarði á okkur sjálf. Hann segir heilmikið um heiðarleika og siðferðiskennd. Hann gefur líka vísbendingar um það, hveija virðingu við berum fyr- ir eigin málstað, okkur sjálfum og þeim, sem við tölum til. Og nú kemur að því, sem ég hef um grein Gunnars Þorsteinssonar að segja. Ég gagnrýni ekki skoðan- ir hans og ekki heldur, að hann skuli setja þær fram. En ég gagn- rýni vissulega hvernig hann gerir kristinni lífshugsjón, eins og hún kemur fram á spjöldum ritning- anna, en ekki útþynntur presta- stefnukristindómur, sem á sér ekki forsendu í orði Guðs. Öflugt siðferði og hlýðni við boð Guðs hafa verið ær og kýr vest- rænna þjóðfélaga og jafnframt bijóstskjöldur þeirra. Sá árangur sem það hefur veitt er góður og þjóð eins og okkar hefur valið.kross- inn í fána sinn. Það væri mikið slys ef boð og samþykktir bréyskra stólsins. Siðferðisúrskurður hlýtur að byggjast á bók bókanna. Ófor- gengilegu og óumbreytanlegu orði Guðs. Ég tel að heilbrigðisstéttimar geti ekki verið úrskurðaraðili um hvað er rétt og rangt í heilbrigðis- kerfinu. Við búum f þjóðfélagi serr vill kenna sig við Krist og frá hon um og honum einum kemur 6 okkar viðmiðún í þeim efnum_ Menn eiga erfitt - f augu við það. Ástæðan er ekki sú, að greinin birtist í Morgunblaðinu. Og hún er heldur ekki sú, að mér finnist með- fylgjandi mynd af höfundi vond. Én mér þykir málflutningurinn vondur. Þegar Gunnar, í grein sinni, notar orðið kynvillingur, er það áreiðanlega ekki vegna þess að hann þekki ekki orð á borð við kynhverfur og samkynhneigður. Og ég er alveg viss um, að hann þekk- ir orðin hommar og lesbíur, sem kynhverfír nota um sig. Þessi orð segja það sem segja þarf, enginn efast um við hvað er átt. Þessi orð eru svo laus við alla jákvæða og neikvæða skírskotun til tilfinninga, að sá sem tekur þau sér í munn þarf hvorki að óttast, að þau verði höfð til marks um fordóma hans, né heldur að þau verði túlkuð sem einhverskonar „takmarkað sam- þykki". Enn er ótalinn sá kostur, að þessi orð særa ekki né meiða, með þeim skaðar maður ekki þann, sem um er rætt. Leyfist mér að spyija: Hvers vegna velur Gunnar að nota „vont“ orð þegar nóg er til af góðum? „Það er ekkert til, sem réttlætir val og nafngiftir sem ég finn að, ekki skoðanir. Tæplega heldur Gunnar, að að baki líkamlegu sam- neyti hjóna, af gagnstæðu kyni, búi eitthvað annað og háleitara en hjá samkynhneigðum. Og varla dettur Gunnari í hug, að fólk iðkaði sam- farir yfirleitt, ef engin væri gimdin. Það er fólki áskapað, að vilja njóta ásta, með þeim sem hugur þess stendur til. Hugur samkynhneigðra stendur einfaldlega til fólks af sama kyni, hugur okkar hinna, sem erum öðruvísi, stendur til hins gagnstæða kyns. Sá er allur munurinn. í grein Gunnars standa eftirfar- andi orð: „Ef ég sé, að vegurinn, sem maður gengur á, endar í veg- leysu, þá sýni ég ekki kærleika með því að þegja þunnu hljóði og segja rangt til eða veita takmarkað sam- þykki. Kærleikann sýni ég með því að segja eins og er, þó það sé er- fitt og undan svíði. Vel meint eru vinarsárin, að vera allra vinur er til tjóns." Þessum orðum er ég sammála. En ég fæ ekki betur séð en að við Gunnar skiljum þau hvor á sinn hátt. Þessi orð eru mér engin hvatn- ing til að setjast í dómarasæti yfir öðru fólki. Hin tilvitnuðu orð valda ekki því, að mér fínnist ég eiga að stjóma lífi annarra. Og ef við höldum okk- ur við líkingu Gunnars, þá finnst mér ekki að mitt mat á því hvað sé fært og hvað ófært, hið eina, sem máli skiptir. Ég yrði ekki hissa, þótt ferðalangurinn vildi leggja eitt- hvað til málanna sjálfur. Ég er ekkert of góður til að hlusta á hann og séu nú þær upplýsingar, sem hann hefur um færðina, nýrri og betri en mínar, þá get ég vel tekið mark á þeim. Mér þykir það undar- leg slysavöm, að hrinda þijóskum ferðamanni ofan í kviksyndi við vegarbrún, kviksyndi efasemda um eigið gildi, kviksyndi ótta og skelf- ingar, og rétta honum ekki hjálpar- hönd fyrr en hann er orðinn of dasaður til að þverskallast lengur. Og jafnvel þótt mér tækist að fá sjálfan mig til slíkra verka, tækist mér aldrei að sannfæra sjálfan mig um, að hér hefði kærleikurinn ráðið. Og það vefðist áreiðanlega fyrir mér, hverskonar kærleikshönd það væri, sem sæi til þess, að þeir sem slyppu framhjá mér og kviksyndinu, kæmust a.m.k. ekki áfram óslasað- ir. Ég skil ekki hin tilvitnuðu orð um vinarsárin þannig, að maður eigi umfram allt að særa og að sárin skuli helst vera mörg og stór. Grein Gunnars er e.t.v. ekki eina tilefni þessara orða minna. En það þarf ekki margar slíkar, til þess að líkingin um kviksyndið eigi við. Málflutningur Gunnars hnígur í þessa átt og er ekki af hinu góða. Það á jafnt við um þá, sem ég er viss um að Gunnar vill hjálpa, sem og þann málstað, sem ég er jafn- viss um að Gunnar vill þjóna. Enn á ný vil ég benda á, að það eru ekki skoðanir Gunnars, sem ég gagnrýni. Honum ber hinsvegar að vanda málflutning sinn, þó ekki væri nema til þess, að hann væri í meira samræmi við hið háleita markmið, að boða fagnaðarerindið meðal fólks. En það er einmitt það, sem ég tel að Gunnar vilji. Hann fer hinsvegar þannig að, í grein sinni, að það særir og meiðir, skemmir og skaðar. Allt þetta, án þess að gera nokkuð gott, án þess að gera nokkrum gott. Mér dettur ekki í hug að þessi hafí verið ætlan Gunnars. En ein- mitt þessi er árangurinn. Kjósi menn að taka bókstaflega hvert orð Biblíunnar, er það þeirra eigin ákvörðun. Það er því ekki hinni góðu bók að kenna, fari þeir of geyst í boðun sinni, sem þannig hafa valið. Það dugir ekki, að skjóta sér á bak við Guð og Biblíuna, hafi maður unnið illt verk. Að nauðga tilfinningum fólks er nauðgun af verstu tegund. Slíkt athæfi er, ef eitthvað er, ennþá verra, sé það byggt á Biblíunni og síðan framið í Jesú nafni. Höfundur starfar sem togarasjó- maður. Wagoeneer LTD 1988 komnir beint frá verksmiðju, ónotaðir, með öllum þeim aukabúnaði sem þeir hugmyndaríku geta látið sig dreyma um að hafa í bíl. Árs ábyrgð. Verð kr. 1680.000 m/ryðvörn og skráningu. Aðalumboðið hf. Morgunblaðið/KGA Þórhalla Ágústsdóttir snyrti- og fótasérfræðingur er eigandi fóta- aðgerðarstofunnar Lipurtá. Fótaaðgerðastofa á Eiðistorgi OPNUÐ hefur verið fótaað- gerðastofan Lipurtá á Eiðis- torgi 15 á Seltjamamesi. Eigandi stofunnar er Þórhalla Ágústsdóttir snyrti- og fótasér- fræðingur. Boðið er upp á fótaaðgerðir og -snyrtingu. Auk þess eru fjarlægð líkþom og hörð húð, settar spang- ir á niðurgrónar neglur, neglur þynntar ofl. Stofan býður ellilíf- eyrisþegum 20% afslátt af þjón- ustu sinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.