Morgunblaðið - 25.08.1987, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987
>
Héraðsstj órn
eftirSigurð
Gunnarsson
Forsendur
Samfara aukinni hagsæld og efn-
islegri velferð hefur neyslan í æ
ríkari mæli orðið samfélagsleg.
Sífellt stærri hluta verðmætasköp-
unarinnar er ráðstafað úr sameigin-
legum sjóðum og opinberar aðgerðir
hafa sífellt meiri áhrif á tekjuskipt-
inguna milli hinna mismunandi
hagsmunahópa. Þessi þróun er
óhjákvæmileg afleiðing vöruvæð-
ingar heimilanna, þess að sú vinna
sem áður var framkvæmd á heimil-
unum er nú framkvæmd á vinnu-
stað og ■ þarfir fjölskyldunnar
keyptar á markaði.
Um leið og fjölskyldan víkur sem
starfseining og hún breytist í
neyslueiningu, þá verður hún við-
kvæmari fyrir ytri áhrifum og vald
samfélagsins yfir einstaklingnum
verður meira. Þá eykst sömuleiðis
mikilvægi þess að samfélagsvaldið
verði fært nær þegnunum, að þeir
sem sitja uppi með afleiðingamar
taki ákvarðanimar.
Vissulega hafa íslendingar eins
og aðrar ríkar og iðnvæddar þjóðir
notið í nokkmm mæli þeirra lýðræð-
ismöguleika sem tækniöldin hefur
skapað. En aðeins að nokkm leyti
og þá sker landsbyggðin sig sérs-
taklega úr, því möguleikar okkar
til áhrifa á eigin málefni em hverf-
andi. Valdið yfir nær öllum málefn-
um þjóðarinnar og svo til öll
upplýsingaöflun og miðlun er í
höndum Reykvíkinga.
Ég er ekki að gagnrýna Reyk-
víkinga þegar ég segi þá sjá
umhverfi og hag landsins út frá
sjónarhomi og hagsmunum höfuð-
borgarinnar. Það er jafn eðlilegt
og sjálfsagt eins og að við úti á
landsbyggðinni sjáum málin frá
okkar sjónarhomi. Mismunurinn
felst aðeins í því að Reykvíkingar
ráða okkar málum en við ekki
þeirra. Ég er sannfærður um að
hinn almenni Reykvíkingur hefur
engan áhuga á að landsbyggðinni
sé stjómað upp á reykvísku og að
þorri þeirra vill fyrir alla muni að
við ráðum okkur sem mest sjálf.
Spumingin um valdið heim er aftur
á móti orðin spuming um líf og
dauða fyrir landsbyggðina, ef
landsbyggðin fær ekki að hugsa
sjálfstætt og veija sig og byggja
upp af eigin afli, þá mun óstöðv-
andi flótti bresta á til höfuðborgar-
svæðisins með hörmulegum
afleiðingum fyrir þjóðarbúið og allt
mannlíf í landinu.
Markmið
Markmið okkar með baráttu fyr-
ir heimastjóm em fyrst og fremst
þau að við viljum auka lýðræðið í
landinu og færa valdið sem næst
þolandanum, að við viljum auka
hagræðingu í opinbemm rekstri
með því að færa stjóm hennar í
hendur þeirra sem hafa heildarsýn
yfir vettvang sinn og búa við þær
aðstæður sem þeir ráðskast með.
Við viljum hafa málþing og stofnan-
ir sem meta áhrif opinberra aðgerða
á hag landsbyggðarinnar og fá út
í fjórðungana hluta þeirrar þekking-
ar og þeirra menntamanna sem við
nú kostum til mennta og starfa á
höfuðborgarsvæðinu, að við viljum
ekki lengur kijúpa suður í
Reykjavík til að fá brauðmylsnumar
af framkvæmdafé okkar sameigin-
legu sjóða, heldur fá okkar fjár-
magn heim þar sem við munum
ráðstafa því í okkar þágu.
Markmið lýðræðisins er að auka
áhrif einstaklinganna á félagslegt
umhverfi sitt, þannig að sú vinna
og það fé sem þeir leggja til sam-
neyslunnar verði ráðstafað sam-
kvæmt vilja þeirra. Húsbóndavald
í fllabeinsturnum fyrir sunnan er
tímaskekkja. Við hlæjum að þeim
sem segja okkur vanhæfa til
ákvarðanatöku, við munum sætta
okkur við afleiðingar okkar eigin
mistaka, því þau verða lagfærð um
leið og við verðum þeirra vör í dag-
legu lífi okkar. En við munum aldrei
framar sætta okkur við ampaveldi
höfuðborgarinnar með alla sína
pappírsþekkingu á högum lands-
byggðarinnar.
Form
Síðustu árin hefur margt verið
skrafað og skrifað um héraðsstjórn-
ir og er nú svo komið, ekki síst
fyrir tilstilli fjandsamlegra stjóm-
valda síðustu árin, að yfirgnæfandi
meirihluti landsbyggðarfólks álítur
að hagsmunum landsbyggðarinnar
verði ekki sinnt nema valdið Verði
fært heim í hérað. Það hefur þó
staðið umræðunni mjög fyrir þrifum
að fylgjendur heimastjómar skipt-
ast í tvær skírt afmarkaðar fylking-
ar gagnvart spumingunni um
fulltrúaval til héraðsþinga. Annars
vegar eru þeir sem vilja að sveitar-
stjómir tilnefni fulltrúana, og hins
vegar þeir sem vilja að fulltrúar
verði kosnir beinni kosningu.
Fyrmefndi hópurinn, en til hans
hef ég hingað til talist, leggur
áherslu á að sveitarfélögin eru
stjómtæki hvers byggðarlags og
að ákvarðanir, framkvæmdir og
rekstur félagslegra stofnana verða
að vera í höndum sveitarstjómanna
ef valdið á að komast í hendur þol-
endanna. Við höfum bent á hættur
sem væm því samfara ef þriðja
stjómsýslustigið yrði óháð sveitar-
félögunum. I fyrsta lagi myndu
þá rofna tengsl sveitarstjómanna
við miðstjómarvaldið, sem myndi
stjóma málefnum sveitarfélaganna
gegnum héraðsþingin án þess að
sveitarfélögin gætu komið viðhorf-
um sínum beint á framfæri.
Héraðsstjórnimar yrðu þá eins kon-
ar stuðpúði milli ríkisins og sveitar-
félaganna, millistig sem hvorki
væri þolandi, framkvæmandi eða
æðsti ráðandi málefnanna. í öðru
lagi væri hætta á því að héraðs-
stjómimar seildust til valda yfir
málefnum sveitarfélaganna, því erf-
itt er að sjá þau málefni þar sem
valdsviðin blönduðust ekki saman.
Þá væri jafnvel betur heima setið
en af stað farið, því þó svo valdið
fyrir sunnan sé bölvanlegt þá er
það svo fjarlægt að það getur ekki,
þó svo það gjaman vildi, hrifsað
öll völd úr höndum heimamanna.
Við viljum ekki forræðið nær okk-
ur, við viljum valdið sem mest heim.
í þriðja lagi leggjum við áherslu á
mikilvægi þess að sú sérfræðilega
þekking sem nauðsynleg er við
stjómun byggðarlaganna verði
staðsett í byggðalögunum sjálfum,
því skortur á menntuðum starfs-
krafti stendur landsbyggðinni mjög
fyrir þrifum. Verði héraðsstjómim-
ar alveg óháðar sveitarfélögunum
er nánast víst að allt stjómkerfí
Sigurður Gunnarsson
„Stofnun héraðsþinga
er að mínu áiiti mikil-
vægasta málefni ís-
lenskra stjórnmála í
dag. Það væri grátlegt
ef sá mikli meðbyr sem
málefnið hefur nú
fjaraði út vegna ágrein-
ings um form en ekki
innihald.“
þeirra verði á einum stað. í fjórða
lagi myndi bein tenging héraðs-
þinganna við sveitarstjórnimar
tryggja nauðsynlegt upplýsinga-
streymi milli stjómsýslustiganna,
koma í veg fyrir tortryggni og auka
hæfni sveitarstjómarmanna og
þekkingu þeirra á valdsviði sínu.
Nú eru sveitarstjómarmenn allt of
háðir upplýsingum frá embættis-
mönnum sveitarfélaganna sem geta
í raun ráðið mestu í skjóli einokun-
ar sinnar á upplýsingum varðandi
málefni sveitarfélaganna.
Hinn hópurinn grundvallar af-
stöðu sína á þeirri lýðræðislegu
kröfu að héraðsþingin endurspegli
pólitísk viðhorf í héraðinu. Hann
bendir réttilega á að fulltrúaval
sveitarstjórnanna útiloki áhrif
minni flokka og gefi ranga mynd
af fylgi þeirra stærri. Hann bendir
einnig réttilega á að kjósandinn
hefur engin tækifæri til að ráða
stefnu héraðsstjómanna ef fulltrú-
amir eru tilnefndir af sveitarstjóm-
unum, því þeir fulltrúar hafa
eingöngu fengið umboð til starfa
að málefnum sveitarfélagsins.
Rök beggja hópanna eru sterk
og það er þegar ljóst að héraðs-
stjórnun verður ekki komið á nema
þessi sjónarmið verði samræmd og
einhver málamiðlun fundin. Það
sem helst hefur verið nefnt í því
sambandi er að eingöngu sveitar-
stjórnarmenn verði kjörgengir til
héraðsþinga. Sú leið finnst mér
ekki heppileg, í fyrsta lagi vegna
þess að það útilokar að kosið verði
til héraðsþinga og sveitarstjórna á
sama tíma, en það tel ég eðlilegt
vegna þess hve málefni sveitar-
stjórna og héraðsstjóma em
nátengd, og í öðm lagi vegna þess
að það tryggir alls ekki að öll sveit-
arfélög eigi málsvara á héraðs-
þingum. Það hefði í för með sér
gífurlega mismunum sem væri með
öllu óviðunandi fyrir þau sveitarfé-
lög sem stæðu utan við.
Stofnun héraðsþinga er að mínu
áliti mikilvægasta málefni íslenskra
stjómmála í dag. Það væri grátlegt
ef sá mikli meðbyr sem málefnið
hefur nú fjaraði út vegna ágrein-
ings um form en ekki innihald.
Eftirfarandi hugmynd ,er möguleg
lausn:
Landinu verði skipt í hémð og
taki skiptingin mið af núverandi
kjördæmaskiptingu til Alþingis.
Héraðsstjóm og héraðsþing fari
með vald héraða. Héraðsstjórn
verði skipuð 9 mönnum sem kosnir
verði hlutbundinni kosningu til fjög-
urra ára samhliða sveitarstjórnum.
Sveitarstjórnir velji fulltrúa á hér-
aðsþing og hafi hvert sveitarfélag
1 fulltrúa af hveijum 300 íbúum í
sveitarfélaginu. Fulltrúar í héraðs-
stjóm séu sjálfkjömir á héraðsþing.
Fulltrúar sveitarstjóma verði kosnir
til eins árs í senn. Á héraðsþingum
yrðu kosnar ráðgefandi undimefnd-
ir héraðsstjómar og réði einfaldur
meirihluti atkvæða kjöri. Héraðs-
stjóm beri samþykktir sínar og
tillögur undir héraðsþing. Sam-
þykktir héraðsstjómar verði ekki
felldar af héraðsþingum nema hlut-
ar þingfulltrúa greiði atkvæði gegn
þeim. Héraðsstjóm undirbyggi og
kallaði til héraðsþinga eigi sjaldnar
en tvisvar á ári hveiju, þ.e. í upp-
hafi árs og að hausti. Héraðsþing
starfi eigi lengur en í viku hveiju
sinni. Héraðsstjórn annast fram-
kvæmd samþykkta héraðsþinga og
fer með stjóm héraðsins milli þinga.
Ofangreind hugmynd er að sjálf-
sögðu aðeins grófur rammi, en hann
uppfyllir að mínu áliti bæði kröfuna
um fulltrúalýðræði og þá kröfu að