Morgunblaðið - 25.08.1987, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987
51
Frá heimsmeistaramóti unglinga í Bagnio City:
Anand sigraði glæsilega
21. Bxh7+!
Þessi fóm virðist hafa komið svört-
um algjörlega á óvart.
21. - Kxh7, 22. g6+!
Þetta peð er friðhelgt sbr.
22. - fxg6, 23. Hxf8 eða 22. - Kxg6,
23. Dd3+! - f5, (23. - Kh6, 24. Dh3+
- Kg5, 25. Hgl+ - Kf4, 26. Hdel
og mátar) 24. exf6+ — Kh6, 25. Dh3+
- Kg6, 26. Dg4+ - Kh6, (26. - Kh7,
27. Dh5+ — Kg8, 28. f7+ og vinnur)
27. Hd3 og hvítur vinnur.
22. - Kg8, 23. Dh3 - Rf6
Svartur á enga vöm í stöðunni sbr.
23. -fxg6, 24. Hxf8+ - Kxf8, 25.
Rxe6+ og vinnur.
24. exf6 - fxg6, 25. fxg7
Og nú gafst Ninov upp. Eftir
25. - Kxg7, 26. Rxe6+ - Kg8, 27.
Hxd8 - Hxd8, 28. Rg5 - Dc7, 29.
De6+ — Kh8, 30. Dxg6 vinnur
hvítur létt.
— Hér lýkur sögu frá Baguio
City.
Grípið gasgrill meðan það gefst
Eigum örfá gasgrill á aðeins
kr. 12.900.-
Gunnar Ásgeirsson hf.,
Suðurlandsbraut 16, sími 691600.
Skák
Guðmundur Sigurjónsson
Sagan hermir, að vagga skáklistar-
innar hafi staðið austur í Asíu, sumir
segja í Indlandi. Ekki skulum við
hætta okkur út í þær vangaveltur, en
staðreynd er, að Indverjar hafa haft
sig lítt í frammi við skákborðið á okk-
ar tímum. Á þessu varð ánægjuleg
breyting, en Indverjinn Viswanathan
Anand sigraði glæsilega á heimsmeist-
aramóti unglinga tuttugu ára og
yngri. Hann fór þó hægt af stað í
byijun mótsins og eftirlét Agdestein
(Noregi) og Klinger (Austurríki) for-
ystuna eftir sex umferðir. Síðan tók
hann forystuna í sínar hendur og hélt
henni allt til loka. En lítum á listann
yfír „fómardýrin", því að hann segir
sína sögu:
Umferð:
1. Burgess(Skotlandi)-Anand 'h—'h
2. Anand — Butt (Pakistan) 1—0
3. Ballman (Sviss) — Anand 'h—'A
4. Anand — Wolff (Bandar.) 'h—'h
5. Gdanski (Póllandi) — Anand 0—1
6. Anand — Ninov (Búlgaríu) 1—0
7. Anand — Agdestein (Noregi) 1—0
8. Klinger (Austurríki) — Anand 0—1
9. Anand — Ivanchuk (Sovétr.) 1—0
10. Serper (Sovétr.) — Ánand 'h—'lí
11. Anand — Blatny (Tékkóslóv.) 1 —0
12. Del Campo (Mexíkó) — Anand 'h—'h
13. Anand —Rechlis (ísrael) 'h—'h
Eins og upptalningin sýnir, tapaði
Anand ekki skák og það vekur at-
hygli, að hann leggur alla hættule-
gustu keppinauta sína, en leyfír sér
að gera jafntefli við þá, sem minna
máttu sín.
Heimsmeistarinn er aðeins átján ára
gamall. Hann teflir leikandi létt og
virðist þurfa að hugsa lítið. Sem dæmi
má nefna, að hann eyddi tæpri klukku-
stund gegn Agdestein og aðeins
fimmtíu mínútum gegn Klinger, en
þessir ágætu andstæðingar hans Ientu
báðir í miklu tímahraki.
Anand hlaut 10 vinninga af 13
mögulegum. Annar varð Rússinn
Ivanchuk með 9'h vinning og þriðji
landi hans, Serper, með 9. Fjórði varð
Bandaríkjamaðurinn Wolff einnig með
9 vinninga og fimmti varð þriðji Rúss-
inn í mótinu, Akopjan með 8V2 vinn-
ing. í sjötta til ellefta sæti með 8
vinninga má fínna m.a. stórmeistaran
Agdestein frá Noregi, en allt fór í
handaskolum hjá honum í seinni hluta
mótsins. Um frammistöðu okkar
manna ræddi ég í síðasta pistli, en
að lokum skulum við líta á handbragð
heimsmeistarans.
Hvitt: Anand (Indlandi)
Svart: Ninov (Búlgaríu)
Sikileyjarvörn
I. e4 - c5, 2. Rf3 - e6, 3. d4 -
cxd4, 4. Rxd4 — a6, 5. Bd3 — Bc5,
6. Rb3 - Ba7, 7. Rc3 - Rc6, 8. De2
— d6, 9. Be3 — Bxe3, 10. Dxe3 —
Rf6, 11. g4!?
Fram til þessa hafa báðir keppend-
ur teflt samkvæmt forskrift fræði-
manna, en hér fer Anand inn á lítt
kannaðar slóðir og blæs strax til sókn-
ar. Áður hefur oftast sést 11. O—O—O
— O—O, 12. Be2 (12. Hhgl) ásamt
13. g4, en Indveijinn telur óþarft að
valda g-peðið.
II. - b5
Eftir 11. - Rxg4, 12. Dg3 fellur peðið
ág7.
12. 0-0-0 - 0-0, 13. g5 - Re8,
14. f4 - b4, 15. Re2 - a5, 16. Rbd4
— Rxd4?!
Svartur flýtur sofandi að feigðar-
ósi. Betra var 16. - Db6 sbr. 17. e5 —
Ba6, og staða hvíts rétt hangir saman.
17. Rxd4 - Db6, 18. e5 - Bb7, 19.
Hhfl - dxe5, 20. fxe5 - Hd8?
Tapleikurinn. Svartur varð að leika
20. - g6.
Ættfræðínámskeið
í byijun september hefjast ný ættfræðinámskeið
(8 vikna) á vegum Ættfræðiþjónustunnar.
Þátttakendur fá ýtarlegar leiðbeiningar nm ættfræðiheim-
ildir fyrr og nú, gildi þeirra, vinnubrögð og uppsetningu
ættartölu og niðjatals. Ákjósanleg skilyrði til rannsókna
á eigin ættum — unnið verður úr fjölda heimilda, m.a.
öllum manntölum til 1930 og úr kirkjubókum. Einnig er
boðið upp á 5 vikna framhaldsnámskeið. Takmarkaður
fjöldi í hveijum námsflokki. Sérstök afsláttakjör, m.a. fyr-
ir lífeyrisþega og hópa.
Ættfræðiþjónustan — sími 27101.
Blaöburöarfólk
óskast!
AUSTURBÆR VESTURBÆR
Ingólfsstræti
Skúlagata
Skipholt
Ægissíða
frá 44-78
Ránargata
UTHVERFI
Viðjugerði
JMtagffriHiifrifr
VOGAVINDAN FRA FÆREYJUM ER
EITT FULLKOMNASTA OG ÖRUGGASTA
VEIÐITÆKI SINNAR TEGUNDAR.
Ein fullkomnasta færavinda í heimi -
Vogavindan - er nú í boði til útflutnings.
Hún er algjörlega tölvustýrð og alveg
sjálfvirk.
Með því einu að ýta á takka seturðu af stað
veiðiforrit sem notið hefur mikilla vinsælda í
Færeyjum.
Vogavindan er tölvustýrð og forritið hefur að
geyma allar skipanir til að stunda hag-
kvæmar veiðar . . . öll veiðin er sjálfvirk.
Þegar fiskur bítur á, kemur vælutónn og
stafurinn „F“ sést á stjórnborði tölvunnar og
um leið dregur Vogavindan fiskinn upp.
Vogavindan er vökvaknúin og yfirleitt með
orkugjafa frá vél bátsins, en einnig er hægt
að tengja hana við rafmagn frá rafgeymum.
Við framleiðum full-sjálfvirkar og hálf-sjálf-
virkar Vogavindur og sömuleiðis handknún-
ar Vogavindur.
Óskir þú kynningarbæklinga eða nánari
upplýsinga þá hringdu eða skrifaðu:
Höfum einnig
fyrir báta allt a
di fullkomin línuspil
i 200 tonnum.
VTVEGUR HF.
HEIÐARGERÐ117.
108 REYKJAVÍK.
SÍMI30002.
OILWIND P/F J. K. Joensen & Sonur