Morgunblaðið - 25.08.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.08.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987 Grunnskólar á Vestfjörðum: Aðstöðu til skóla- halds víða ábótavant Á VESTFJÖRÐUM skortir rúm- lega 40% þess skólahúsnæöis sem þörf er á samkvæmt viðmiðun menntamálaráðuneytisins. Kennsiuhúsnæði er um 66,3% af þvi sem talið er þurfa og mikið vantar upp á að fullnægjandi aðstaða sé til íþrótta-, félags- og samkomuhalds. Þetta eru helstu niðurstöður nýrr- ar könnunar á húsnæði og búnaði grunnskóla á Vestfjörðum 1987 og er könnunin áfangi í starfí nefndar Fræðsluráðs Vestijarða um átak í skólamálum. Gerður var saman- burður á húsrými og reynt á einfald- an hátt að fá samanburð á búnaði skólanna og aðstöðu þeirra til kennslu einstakra greina. Mikill mismunur er á kennsluiými eftir skólum og gildir það sama um félags- og samkomuaðstöðu og íþróttarými. Kennslurými sem að meðaltali er tæplega 60% af viður- kenndri þörf fer á nokkrum stöðum allt niður í um 20%. Félags- og sam- komuaðstöðu skortir svo til alveg á flestum smærri stöðum en telst vera rúm 32% í fræðsluumdæminu öllu. Morgunblaðið/Þorkell Hafnargerð í Viðey Stanslaust er unnið að hafnargerð í Viðey. Um helgina flutti risaprammi stóran krana, þungavélar og steypubíla með steypu I út í eyna þar sem steyptur var viðlegukantur. Myndin var tekin þegar pramminn var á leið út í Viðey. Þá er víða bágborin aðstaða hvað íþróttarými varðar og vantar á heild- ina litið tæp 60% á að þar sé full- nægjandi aðstaða. I könnuninni er stuðst við mat heimamanna á búnaði og tækjum skólanna og segir í formála að ljóst sé að um ófullkomið mat sé að ræða, en nefndin hafí talið að of tímafrekt og dýrt væri að gera úttekt á hveij- um stað fyrir sig og því þessi leið farin. Það fer hins vegar ekki á milli mála að skólamir eru misvel settir hvað búnað og tæki snertir og víða enginn búnaður til kennslu í sérgreinum eða óviðunandi að mati heimamanna. Einnig vantar skólasöfn víða. Nefíidina, sem að könnuninni stóð, skipuðu Pétur Bjamason fræðslustjóri, Geirþrúður Charles- dóttir varaformaður Fræðsluráðs og Jón Baldvin Hannesson skólastjóri. Innheimta Hitaveitu og Rafmagnsveitu: Veitustjórana greinir á um hagkvæmni aðskilnaðar BORGARRÁÐ hefur ákveðið að skilja að innheimtu Hitaveitu og Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Stefnt er að þvi að aðskilnaðurinn komi til framkvæmda í haust. Bæði fyrirtækin hafa gert áætlan- ir um kostnað við að reka sjálf- stætt innheimtukerfi. Rafmagns- veita Reykjavíkur telur sig þurfa 39,5 stöðugildi og 47,3 miRjónir en Hitaveita Reykjavíkur 11 stöðugildi og 12,5 milljónir á ári. Áætlað er að kostnaður vegna aðskilinnar innheimtu verði 5-6 milljónir króna. Jóhannes Zoega, hitaveitustjóri segir þessa breyt- ingu verða til hagræðis, en Aðalsteinn Guðjohnsen, raf- Ráðstefna um rækjuvinnslu: Gámafiskurinn fluttur fullunninn til Islands ísafirði. TALIÐ er að heildarneysla í Japan, Frakklandi og Bretlandi á rækju nemi um 275.000 lestum á ári og er neyslan í Japan langmest, eða um 230.000 lestir. Þetta kom m.a. fram í erindi Magnúsar Magnússon- ar frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna á ráðstefnu um þróun rækju- vinnslu sem haidin er á ísafirði. Á síðastliðnu ári, sem var metár í rækjuveiðum, fluttu íslendingar út 8000 lestir af rækju og fóru 13% hennar til Japan og 44% til Bret- lands. Þá fóru um 19% útflutningsins til Danmerkur, en talið er að mikill hluti þeirrar rækju sé fullunninn þar til sölu á erlendum mörkuðum. Heimir L Fjeldsted framkvæmda- stjóri Marska hf. á Skagaströnd flutti erindi um fullvinnslu sjávarafurða. Hann gat þess að meginhluti íslenskra fiskafurða væri fluttur óunninn úr landi og benti á þá miklu þversögn að þessi höfuðgrein íslenskrar matvælaframleiðslu, físk- vinnslan, væri ekki talin til matvæla- iðnaðar af því opinbera. Á meðan íslensk matvælafyrirtæki sem vinna úr sjávarafurðum berjast í bökkum og njóta lítils skilnings flytja útlendingar til íslands tilbúna sjávarrétti m.a. til sölu í sjúkrahúsum rfkisins og taldi Heimir að þama væri gámafískurinn kominn heim aft- ur úr góðri Evrópureisu. Sala á tilbúnum réttum fer mjög ört vaxandi í heiminum og tók Heim- ir sem dæmi að í Bandaríkjunum hefði framleiðsla á frystum tilbúnum réttum þrefaldast frá árinu 1979 og er veltan nú um 3 milljarðar dollara á ári. í Svíþjóð einni er talið að flórar milljónir rétta séu snæddar daglega utan heimilanna, en íbúar Svíþjóðar eru rúmar átta milljónir. Þróun fram- leiðslu á tilbúnum réttum úr sjávaraf- urðum hjá Marska hf. hefur verið dýr, kostað mörg mistök og tekið langan tíma, en er nú að byija að skila árangri. Er þar mikilvægastur samningur um sölu á 100 tonnum af ýsu- og rækjuréttum til Svíþjóðar og Finnlands. Búist er við að samið verði um sölu á miklu magni til við- bótar í næstu framtíð. Þróun full- vinnslu matvæla sagði Heimir mjög flókna og ólíklegt að hún tæki miklum breytingum á meðan íslendingar búa við það sölukerfí sem nú er við lýði. Áð lokinni ráðstefnunni á laugar- dag buðu rækjuverksmiðjumar við Djúp þátttakendum til samkvæmis í veitingastaðnum Krúsinni. Að sögn þeirra sem ráðstefnuna sátu og Morg- unblaðið hafði samband við var framkvæmd ráðstefnunnar mjög góð, fyrirlestrar vandaðir og ýmsar upp- lýsingar sem fram komu þátttakend- um mikilvægar. Úlfar magnsstjóri, telur þjónustuna eiga eftir að versna til muna. „Ég er ekki það kunnur kerfí Raf- magnsveitunnar að ég geti sagt af hveiju þessi munur á áætlunum fyrir- tækjanna stafar," sagði Jóhannes Zoega, hitaveitustjóri, í samtali við Morgunblaðið. „Kerfi Rafínagnsveit- unnar er mun flóknara en okkar kerfi. Sér í lagi er gjaldskrá Raf- magnsveitunnar mun flóknari en Hitaveitunnar. Það er líklega aðal- ástæðan fyrir þessum mun. Okkar tölur eru líka einungis áætlun sem við byggjum á innheimtu er við höfum áður séð um. Auk þess höfum við tekið til samanburðar önnur fyrirtæki með svipuð kerfi og okkar. Við teljum þessa breytingu vera til hagræðis. Sér í lagi fyrir fólk sem vill fá leiðrétt- ingar eða er með kvartanir. Það getur nú snúið sér beint til okkar án milli- liða. Innheimtukostnaður Hitaveit- unnar mun líka lækka stórlega ef áætlanir okkar standast." Aðalsteinn Guðjohnsen, rafmagns- syóri, sagði i samtali við Morgun- blaðið, að hann teldi þessa breytingu vera stórt skref afturábak. „Þetta mun hafa í för með sér mikinn tvíverknað, til dæmis í sambandi við álestur, fyrirspumir, lokanir og þá 10.000 flutninga sem eru árlega og krefjast sérstaks aflestrar. Sá tvíverknaður hlýtur að hafa í för með sér óþægindi fyrir viðskiptavini. Ég sé ekki annað en að þjónustan í heild muni versna til muna þó að í þeim fáu tilvikum, innan við 150 á ári, þar sem Raftnagnsveitan þarf að vísa fólki til Hitaveitunnar til að fá úr- lausn mála sinna, kunni þetta að verða til batnaðar." Aðalsteinn sagði þann mikla mun sem er á kostnaðaráætlunum Raf- magnsveitunnar og Hitaveitunnar stafa fyrst og fremst af því að Raf- magnsveitan hefði um tvöfalt fleiri mæla og þar með reikninga. Auk þess væri rafmagnssala mun flóknari þar sem rafmagn væri selt eftir mis- munandi töxtum til mismunandi notenda. „Við höfum einnig byggt upp okkar innheimtukerfí, bæði hvað vaíðar tölvur og mannafla, með það í huga að geta sinnt báðum fyrirtækj- unum. Tölur Hitaveitunnar um innheimtukostnað tel ég með öllu óraunhæfar, þær eru byggðar á áætl- unum en okkar á reynslu. Ég tel að við séum að fara úr nútímanum aftur í miðaldir við þessa breytingu." Landsvirkjun tekur 1560 milljón króna lán UNDIRRITAÐUR var í gær f London lánssamningiir milli Landsvirkjun- ar annars vegar og Hambros Bank Limited, London, og sjö annarra erlendra banka hins vegar um lán til Landsvirkjunar að fjárhæð 40 miiy. Bandaríkjadollara að jafnvirði um 1560 miRj. kr. á núverandi gengi. anum. í lok hvers vaxtatímabils má Lánið er til 10 ára og er það tekið með einfaldri ábyrgð eigenda Lands- virlqunar. Það er afborgunarlaust fyrstu 5 árin, en endurgreiðist siðan með 11 jöfnum hálfsárslegum greiðslum. Landsvirkjun er þó heim- ilt að greiða lánið upp að meira eða minna leyti hvenær sem er á lánstím- breyta skuld samkvæmt láninu úr Bandaríkjadollurum í aðra þá gjald- miðla, sem yfírfæra má hömlulaust á hveijum tíma í Bandaríkjadollara og einnig má á sama hátt breyta skuld úr slikum gjaldmiðlum i Banda- ríkjadollara. Vextir af láninu eru millibanka- vextir I London eins og þeir eru á hveijum tíma að viðbættu vaxtaálagi sem er 3/16% p.a. Þannig reiknaðir eru vextir þessir nú um 7,5% p.a. að meðtöldu vaxtaálaginu. Lánið er tekið samkvæmt heimild í lánsfjárlögum og kemur í stað eldra og óhagstæðara láns hjá Hambros Bank Limited, segir í frétt frá Lands- virkjun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.