Morgunblaðið - 25.08.1987, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987
fólk í
fréttum
Knutson í vegarkantinum ásamt klesstu tuskudýri.
Nýstárleg
náttúruskoðun
Það er erfitt fyrir streituþjáða
borgarbúa á síðara helmingi
20. aldarinnar að finna tíma til að
skoða náttúruna og dýr merkurinn-
ar. En nú hefur bandaríski líffræði-
prófessorinn Roger Knutson sýnt
fram á að hægt er að stunda dýra-
skoðun án þess að fara nokkum
tíma út af malbikinu.
Bók Knutsons, „Útflatt dýralíf:
Leiðarvísir til að greina algeng dýr
á vegum og hraðbrautum" hefur
að geyma fjölmargar skýringar-
myndir af hræjum dýra sem ekið
hefur verið yfir, auk lýsinga á þeim.
Dæmi: hægt er að þekkja eyðimerk-
urhéra á því að „að minnsta kosti
annað hinna stóru eyma hans
stendur út í nær öllum vegarstell-
ingum“, og skjaldbökur líta út eins
og „leirkrukkustafli sem hefur dot-
tið úr nokkurri hæð“. Knutson
fullyrðir að leiðarvísir hans opni
mönnum leið til að afla sér aukinn-
ar þekkingar í dýrafræði á
skömmum tíma: „Fyrir hvert lifandi
dýr sem Bandaríkjamenn koma
auga á, sjá þeir önnur 5-25 útflött
á malbikin'u". Og hann bætir
óhræddur við: „Nú getur venjulegur
flölskyldubíltúr orðið næstum því
eins heillandi og heimsókn í Seren-
geti þjóðgarðinn".
Ekki eru allir þó eins hrifnir af
þessu uppátæki Knutsons. Hann
fékk neitun frá 23 útgefendum áður
en lítið bókaforlag í Kaliforníu tók
bókina upp á sína arma. Hún hefur
nú selst í 30.000 eintökum á fjómm
mánuðum. Knutson, sem kennir
líffræði við Luther College í Iowa-
fylki, viðurkennir að þessi nýstár-
lega dýraskoðun sé ekki með öllu
hættulaus, og hann segist láta sér
nægja að taka ljósmyndir út um
bílgluggann. „Það er nóg af sýnis-
homum á vegunum", segir Knut-
son, „og engin ástæða til að bæta
sjálfum sér í þann hóp með því að
sýna ekki nægilega varúð“.
Úr heimstyrjöld 1 hryðjuverk
Tom Clancy, sá sem skrifaði
metsölubókina „Rauður
stormur", er kominn aftur á kreik
með nýja bók, sem á ensku nefn-
ist „Patriot Games". Eins og
margir vita, þá fjallaði „Rauður
stormur“ um þriðju heimstyrjöld-
ina, og kom ísland þar m.a. mikið
við sögu. Sú bók sat í heilt ár á
lista yfír 10 mest seldu bækumar
í Bandaríkjunum og selst enn
grimmt, enda þykir Clancy hafa
einstakt lag á að lýsa vítisvélum
nútíma hemaðar þannig að leik-
menn á því sviði geti skilið.
Nýja bókin fjallar hins vegar
ekki um risaveldaátök, heldur al-
þjóðlega hryðjuverkastarfsemi.
Þar koma meðal annarra við sögu
breska konungsfjölskyldan og
Jack nokkur Ryan, sem var hetja
fyrstu bókar Clancys, „The Hunt
for Red October". Söguþráður
bókarinnar skal ekki rakinn hér,
en það eyðileggur varla ánægjuna
fyrir væntanlegum lesendum að
skýra frá því að hún fjallar um
þau áform írskra hryðjuverka-
manna að fremja mannrán aldar-
innar, og baráttu Ryans, Breta
og Bandaríkjamanna til að stöðva
þá.
Þá er bara að bíða og sjá hvort
að hinum fyrrverandi trygginga-
sölumanni frá Maryland hafi
tekist jafn vel upp við að skrifa
um hryðjuverk og hátæknivædda
heimstyrjöld, og hvort „Patriot
Games“ takist að fylgja eftir hinni
ótrúlegu velgengni sem „Rauður
stormur" naut.
51
ai V
íslenskir dansarar vekja
athygli í Englandi
| slenskur danshópur á vegum Dansskóla Auðar Haralds
fór til Englands í maí síðastliðnum, og vakti mikla athygli
í tveimur danskeppnum þar. Hópurinn, sem kallar sig
„Reykjavík Latin Team“, tók fyrst þátt í keppni sem kall-
ast „Peter Miller Awards“, og síðan í alþjóðlegri danskeppni
í Blackpool þann 29. maí. Fékk hópurinn mikið hrós fyrir
frammistöðu sína þar, m.a. í hinu virta tímariti „Dance
News“, sem spáði nýliðunum
Metsöluhöfundurinn Tom
Clancy.
Gígja
*
1
Súlnasal
(*| ígja Sigurðardóttir er 19 ára
gnndvíkingur sem gengur á skóla
á austfjörðum en vinnur nú í
verslunarbanka í Reykjavík
stígur sín fyrstu spor sem söng-
kona í Súlnasai Hótel Sögu um