Morgunblaðið - 25.08.1987, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987
Helgi Hálfdanarson
EKKILINNIR
Nýlega var einhver nöldrarinn,
gott ef ekki undirritaður, að
skammast út af því á prenti, að
útvarpsmenn hirtu lítið um að
bjóða hlustendum upp á þokkalegt
málfar, þó ekki væri nema mál-
villulaust. Var orð á því haft, að
algengustu villur á þeim bæ væru
ef til vill í meðferð fomafnanna
hvor, hver, sinn og annar. Þá
var því meðal annars um kennt,
að of margir tungumálakennarar
svikjust um að skýra það fyrir
krökkunum, að þessi íslenzku orð
hljóta að lúta öðrum reglum en
samsvarandi orð í þeim málum
sem þeir kenna.
Auðvitað mátti nöldrarinn sá
ama ekki vænta þess, að tekið
yrði mark á hans vesaling. Hitt
er verra, að sjaldan virðast mál-
fræðingar, sem til em kvaddir,
koma þar miklu til leiðar. Því
miður eru það engar öfgar, að
málvillur í útvarpi og sjónvarpi
eru svo tíðar og margvíslegar, að
það getur verið villandi að benda
á eina og eina eða fáeinar. En
úr því ég minntist á fomöfnin,
ætla ég samt að grípa eitt dæmi
af því taginu.
Fyrir nokkmm dögum var frá
því sagt í fréttum Ríkisútvarps-
ins, að bandarískir og sovézkir
efnafræðingar hefðu ákveðið að
sækja heim „hveijir aðra“. Þetta
var svo sem nógu vitlaust, því
efnafræðingamir vom aðeins
tvennir, en ekki þrennir eða fleiri.
En villan var samstundis „leið-
rétt“ og henni breytt í „hveija
aðra“, sem er enn verra, en alveg
í stfl útvarpsmanna. Þama hefði
„hvorir aðra“ verið rétt. Hitt er
líkt því að sagt væri: „Bandaríska
efnafræðinga sækja heim sovézka
efnafræðinga."
En villum af sama tagi hefur
blátt áfram rignt yfir landslýðinn
úr útvarpinu að undanfömu, svo
ekki sé minnzt á önnur málspjöll
sem þar em stunduð. Til dæmis
var skömmu síðar sagt í fréttum:
„Þeir fóm á bak við hvem ann-
an.“ Þetta er líkt því að sagt
væri: „Þar fór á bak við Sigurð
Guðmund" í stað: „Þar fór Sigurð-
ur á bak við Guðmund“; og hafi
undirferlið verið gagnkvæmt, svo
sem víst mátti vænta af þessum
þorpumm, væri réttilega sagt:
„Þeir fóm hvor á bak við annan".
Hvers konar sálar-veira er það
sem heijar á þetta góða fólk? Er
það gersamlega búið að glutra
niður öllu skynbragði á sitt eigið
móðurmál? Er engin von til þess,
að það leggi sér til heilsusamlegri
lifnað, hvemig sem að því er lagt
með góðu og illu úr ýmsum áttum?
Og þetta kvað vera eina fólkið í
þjóðfélaginu, sem að lögum er
skyldugt til að vera til fyrirmynd-
ar um málfar. Það er ömurlegt
að þurfa að hlusta á starfsmenn
Ríkisútvarpsins tala líkt og út-
lendingur, sem alinn er upp á
beygingalitlu máli, sé að reyna
fyrir sér á íslenzku.
En málspjalla-veiran á sér því
miður fleiri smitleiðir en alnæm-
is-veiran. Sama kvöldið og þeir
bandarísku og þeir sovézku héldu
„hveijum öðrum" veizlumar í
Ríkisútvarpinu, kom ég þar að,
sem krakkar vom að hlusta á
Stöð 2. Þá hitti ég svo á, að sagt
var að selir væm að fjölga ein-
hvers staðar. Ekki var þess getið,
hveiju þeir væm að fjölga; nema
þeim verði um það kennt, að ótal
málvillum sjónvarpsmanna fjölg-
aði um eina á þeim fáu sekúndum
sem ég stóð þama við.
í tilefni umræðu
um vamarmál
eftir Sigurlaugu
Bjarnadóttur
Hin „nýja“ flotastefna Banda-
ríkjanna og umsvif risaveldanna í
Norðurhöfum hafa að undafömu
verið til umfjöllunar í íslenskum
fjölmiðlum á ráðstefnum og manna
á meðal. Öryggis- og vamarmál
íslands tengjast að sjálfsögðu þess-
ari umræðu og lærðir menn sem
leikir i hemaðarfræðum og málefn-
um NATO hafa velt því fyrir sér,
hvaða þýðingu hin hugsanlega
breytta flotastefna Bandaríkjanna
hefði á stöðu íslands í stríði og
friði. I greinum í Morgunblaðinu
eftir tvo íslenska sendiherra, þá
Benedikt Gröndal og Hannes Jóns-
son, koma fram ábendingar og
gagnrýni á „sinnuleysi" íslendinga
um þróun vamarmála. Þeir fylgist
ekki nógu vel með því, sem á döf-
inni er, tíminn og vaninn hafi
sljóvgað árvekni þeirra.
Hugmyndir, sem mælt-
ust vel fyrir
Þessi athyglisverða umræða rifj-
aði upp fyrir mér, að fyrir 2—3
árum, í tíð Geirs Hallgrímssonar
sem utanríkisráðherra, vom gefnar
út yfirlýsinjgar um, að nauðsyn
bæri til, að Islendingar sjálfír hefðu
á að skipa sérfróðum mönnum með
menntun í hemaðarfræðum og fag-
legri þekkingu á málefnum NATO.
Þannig yrði Islendingum gert kleift
að fylgjast betur með málum, hafa
jafnvel fmmkvæði og áhrif _ á
ákvarðanir, er snertu vamir Is-
lands. Talað var um tvær nýjar
stöður í þessu skyni hjá vamar-
máladeild utanríkisráðuneytisins.
Þetta þótti vel ráðið og mæltist al-
mennt vel fyrir.
Mál Jóns Sveinssonar
Um svipað leyti var ungur íslend-
ingur, Jóns Sveinsson, að Ijúka átta
ára námi og herþjónustu úti í Nor-
egi. Hann lauk fyrst prófí með
frábæmm vitnisburði frá Sjóliðs-
foringjaskólanum í Bergen og í
framhaldi af því fjögurra ára her-
þjónustu í norska flotanum. Hygg
ég, að ekki muni annar núlifandi
íslendingur standa Jóni jafnfætis
að menntun og reynslu í hemaðar-
fræðum og þekkingu á flotaumsvif-
um NATO. Jón hafði frá upphafí
ætlað sér að nýta menntum sína
og starfsreynslu í þágu eigin þjóðar
f öiyggis- og vamarmálum innan
NATO. Það olli honum því skiljan-
lega bæði undmn og vonbrigðum,
að þegar heim kom var hann ekki
virtur viðlits í utanríkisráðuneyti
eða vamarmáladeild til þeirra
starfa, er hugur hans, menntun og
starfsþjálfun höfðu stefnt að. Hon-
um var hinsvegar útvegað starf hjá
Landhelgisgæslunni, þar sem hann
starfaði um skeið á einu varðskip-
anna. Starfíð þar líkaði Jóni allt
annað en vel og skrifaði hann þung-
orða grein, er birtist í Morgun-
blaðinu, þar sem hann gagnrýndi
harðlega starfshætti Landhelgis-
gæslunnar.
Þessi grein vakti þjóðarathygli
og olli töluverðu uppnámi. Jón var
sakaður um róg og dylgjur í garð
stofnunarinnar. Hefði því mátt
ætla, að málið færi fyrir dómstóla
svo að Landhelgisgæslan yrði hrein-
suð af þeim alvarlegu ásökunum,
sem á hana vom bomar og málið
kmfíð til mergjar. Sjálfur óskaði
Jón eftir því, að málið færi fyrir
dóm en af því varð ekki. Málið var
einfaldlega þaggað niður og sjóliðs-
foringinn ungi hverfur af sjónar-
sviðinu — reynslunni ríkari. Áður
en langt um líður er búið að ráða
í báðar hinar fyrirheitnu stöður
vamarmálafulltrúa hjá utanríkis-
ráðuneytinu.
Hvorug- staðan auglýst
Nú nýverið heymm við svo aftur
frá Jóni Sveinssyni á opinbemm
vettvangi, er grein eftir hann um
hervamir og öryggi íslands birtist
í sunnudagsblaði Þjóðviljans 5. júlí
sl. Sú skýring fylgir greininni, að
hún hafi átt að birtast í Morgun-
blaðinu „en eftir mikið þóf var henni
hafnað skýringarlaust af ritstjómm
blaðsins".
Sjálf er ég ósammála ýmsu því,
sem fram kemur í þessari grein
Jóns um vamarmál íslands. En ég
er jafnframt hissa á þeirri ákvörðun
Morgunblaðsins, „blaðs allra lands-
manna“, að hafna birtingu hennar
— í andstöðu við yfirlýsta stefnu
blaðsins um skoðanafrelsi og opið
blað.
Auk hugleiðinga um vamarmál
víkur Jón í þessari grein að stöðu-
veitingum hinna tveggja vamar-
málafulltrúa. Hann vekur athygli
á, að hvomg staðan var auglýst til
umsóknar og því borið við, „að vit-
að hefði verið um.hveija væri að
ræða“. Hvað um Jón Sveinsson?
Vissu þeir í utanríkisráðuneytinu
ekkert um hann? Eða var fyrirfram
ákveðið hveijir skyldu hljóta stöð-
umar þannig, að Jón væri af sjálfu
sér útilokaður, þótt hann hefði
bæði menntun og starfsreynslu
fram yfír hina tvo útvöldu? Auk
þess meðmæli frá yfírboðumm hans
í norska sjóhemum.
Hvaða sjónarmið réðu?
Jón segir í grein sinni, að annar
fulltrúinn, Amar Siguijónsson, hafí
aldrei lokið tilskilinni herþjónustu í
því landi, sem hann nam í, Noregi,
og hinn, Magnús Bjamason, sem
hlaut sína menntun í skóla land-
hersins í Danmörku, hafí verið
Sigurlaug Bjarnadóttir
„Þessi athyglisverða
umræða rifjaði upp fyr-
ir mér, að fyrir 2—3
árum, í tíð Geirs Hall-
grímssonar sem ut-
anríkisráðherra, voru
gefnar út yfirlýsingar
um, að nauðsyn bæri
til, að Islendingar sjálf-
ir hefðu á að skipa
sérfróðum mönnum
með menntun í hernað-
arfræðum og faglegri
þekkingu á málefnum
NATO.“
ráðinn í stöðuna beint af skóla-
bekknum fyrir þrýsting náins
ættingja síns, þáverandi mennta-
málaráðherra og síðar heilbrigðis-
málaráðherra í síðustu ríkisstjóm.
Hér er ekki verið að veitast að
þessum tveimur ungu mönnum, sem
hlut eiga að máli. Vonandi reynast
þeir báðir starfí sínu vaxnir þjóð
sinni til heilla. Ekki ætla ég mér
heldur að gerast dómari í máli Jóns
Sveinssoanr sjóliðsforingja og við-
skiptum hans við íslensk stjómvöld,
þótt mér sem áhorfanda sýndist þau
mál ráðast með miður geðfelldum
hætti.
Ýmsir töldu Jón fara nokkuð —
og „óhyggilega" geyst í málflutn-
ingi sínum gegn Landhelgisgæsl-
unni á sínum tíma. Hann gæti því
sjálfum sér um kennt, hvemig fór
með ráðningu hans í stöðu vamar-
málafulltrúa. Aðrir höfðu samúð
með málstað hans, einurð hans og
kjarki og töldu mál hans allt hafa
sætt annarlegri meðferð af hálfu
ákvörðunaraðila í æðstu valdastöð-
um, er neyttu aflsmunar í skjóli
þagnar og afskiptaleysis gegn ein-
staklingi, ungum manni, sem hafði
hvorki völd né áhrif að bakhjarli.
Sjálfsagt hefír mál hans verið
talið eitt þeirra, sem „öxin og jörð-
in geyma best“. Og þjóðin er litlu
nær, hvort stöður hinna tveggja
nýju vamarmálafulltrúa hafa í raun
fært íslendingum aukin áhrif og
frumkvæði í vamarmálum íslands
innan NATO. Þá hvað helst með
tilliti til aukinna flotaumsvifa í
norðurhöfum.
Höfundur er menntaskólakennari.
Fráritstj:
Til glöggvunar fyrir lesendur skal
tekið fram, að Morgunblaðið birti
grein Jóns Sveinssonar um Land-
helgisgæsluna á sínum tíma (frausti
þess, að hún ætti við fullgild rök að
styðjast. Urðu margirtil þess að
gagnrýna birtingu greinarinnar, sem
vakti athygli og umræður. Land-
helgisgæslan fór þess á leit við
saksóknara ríkisins að hann kann-
aði, hvort ástæða væri til opinberrar
málshöfðunar á hendur stairfsmönn-
um gæslunnar. Taldi saksóknari ekki
ástæðu til að aðhafast í málinu.
Fulltrúa-
ráð Bruna-
bótafé-
lagsins
FULLTRÚARÁÐ Brunabótafé-
lags íslands kom saman til
aðalfundar í Reykjavík um
síðustu helgi. Við sama tæki-
færi var fagnað sjötíu ára
afmæli Brunabótafélagsins
sem stofnsett var 1. janúar
1917.
Myndin sýnir fulltrúaráðsmenn
við fundarstaðinn, Hótel Holliday
Inn við Sigtún. Einn fulltrúi situr
í ráðinu frá hveijum kaupstað og
sveitarfélagi sem kaupir bruna-
tryggingar af félaginu, alls 48.
Um 90% húsnæðis utan. höfuð-
borgarinnar eru tryggð hjá BÍ.
Stjóm félagsins var kosin á
fundinum. Friðjón Þórðarson al-
þingismaður er formaður hennar.
Þar sitja einnig Björgvin Bjama-
son fyrrverandi bæjaratjóri og
Guðmundur Oddson bæjarfulltrúi
í Kópavogi. í varastjóm voru
kosnir Andrés Valdimarsson
sýslumaður Ámessýslu, Jónas
Hallgrímsson bæjarfulltrúi á
Seyðisfirði og Hreinn Pálsson lög-
fræðingur á Akureyri.