Morgunblaðið - 25.08.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987
37
Nei ráðherra
eftirRósuB.
Blöndals
Nokkur orð, spumingar og svör
til sjávarútvegsráðherra og þeirra
ráðherra, sem eru honum sammála
í hvalfriðunardeilunni.
Er íslenski hvalastofninn of stór?
Nei, ráðherra.
Er íslenski hvalastofninn nógu
stór?
Nei, ráðherra.
Þurfa íslendingar hvalkjöt til við-
bótar öðru kjöti í landinu?
Nei ráðherra.
Einn Íslands-sléttbakur sást hér
nýlega reka tignarlegan sporð úr
hafí. íslands-sléttbakur hefur ekki
sést hér í 20 ár.
Hann rétti upp sporðinn fagra eins
og hann kæmi frá útdauðri kynkvísl,
til þess að greiða atkvæði með friðun
þeirra hvalastofna, sem enn eru til,
eins og hann væri að minna á afdrif
íslands-sléttbaksins núna í hvalfrið-
unardeiluni.
Er líklegt að Kristján Loftsson
hafí skilið hvað þetta tákn þýðir?
Nei, ráðherra.
Er skynsamlegt að taka ekki þessa
einstæðu áminningu til greina?
Nei, ráðherra.
Þurrkuðu selir upp lúðubakka
Dýrafjarðar á einni nóttu?
Nei, ráðherra.
Sóttu þá hvalir lúðuna niður á
sjávarbotn og eyddu bankann?
Nei, ráðherra.
Hver eyddi þá lúðubakkann?
Er það selum að kenna, að rækjan
er horfin úr Húnaflóa?
Nei, ráðherra
Átu þá hvalir alla rækjuna úr
Húnaflóa?
Nei, ráðherra.
Eru það selir, sem valda því að
grásleppustofninn hefur ekki stækk-
að eins og aðrir fiskistofnar í
góðærinu?
Nei, ráðherra.
Hafa hvalir gleypt svona mikla
grásleppu?
Nei, ráðherra.
Það er gjöreyðingarveiði fyrir
hrognin ein, sem veldur því.
Eru það selir, sem hafa eyðilagt
þorskstofnana suður með sjó?
Nei, ráðherra
Eru það hvalir, sem hafa gleypt
allan fiskinn, þar sem er að verða
fisklaust á þorskmiðum?
Nei, ráðherra.
Sigurður Breiðfjörð lýsir veiði-
auðlegð Grænlands í lítilli, afar
fróðlegri og vel skrifaðri bók, sem
kom út átján hundruð og þtjátíu,
eftir dvöl Sigurðar í Grænlandi,
löngu áður en Norður-Atlantshafs-
veiðarnar bytjuðu, svo að þá hefur
verið margfeldi af selum við það, sem
nú er, engir kópar drepnir tii skinna-
sölu. Auk þess hefur verið mikið af
rostungum, sem éta miklu meira en
selir, og nú eru fáir eftir, miðað við
það, sem var.
Hvalir hafa þá verið þar í þúsunda-
tali, þar sem nú eru hundruð og
sumar tegundir horfnar, eins og ís-
lands-sléttbakurinn hér við land.
I bók sinni lýsir Sigurður Breið-
íjörð veiðistöðinni Grænlandi, líkt
eins og Ari fróði lýsir Islandi áður
en Norðmenn og Islendingar voru
komnir til þess að fækka selum og
hvölum.
Sigurður segir: Loðnan var svo
þétt inni í hvetjum firði og hverri
vík á.Grænlandi „að það mátti ausa
henni upp með fötu“.
I árhyljum Grænlands voru lax-
amir svo margir að það mátti stinga
þá eða grípa með höndunum.
Þannig leit veiðistöðin út, áður en
Norðmenn hófu sín miklu hvala- og
seladráp og loðnu- °og fiskveiðar í
Norðurhöfum.
Stenst það þá, að fiskimið séu í
hættu, af því sem þeir selir veiða,
sem eftir eru?
Nei, ráðherra.
Stafar fiskistofnum hætta af þeim
fáu hvölum, sem eftir eru í Norður-
höfum?
Nei, ráðherra.
Væri hægt að endurreisa hval-
stöðvarnar á Hestetri og Mjóafirði?
Nei, ráðherra.
Veldur sú staðreynd ekki öllum
haffræðingum töluverðum áhyggjum
út af fækkun hvala hér við land t.d.
dr. Jakobi Jakobssyni?
Nei, ráðherra.
Hefur nýlega sést hvalatorfa fýrir
utan Akureyri, eins og hvalatorfan
mikla, sem með hægum hreyfingum
bjó til glufu fýrir litla bátinn þeirra
Nonna og Manna í rétta átt inn á
Akureyrarhöfn?
Nei, ráðherra.
Veldur það ekki áhyggjum hval-
fangara um fækkun hvalastofnana?
Nei, ráðherra.
Þurfa Norðmenn og íslendingar
að halda stærð hvalastofnanna niðri
vegna fiskistofna?
Nei, ráðherra.
Það er vegna peningagræðgi. —
Og væri nær að tala um togvörpu
og snurvoð í sambandi við eyðingu
fiskistofna.
Er nauðsyn að veiða hvali þessi
Qögur ár, sem Alþjóða hvalveiðiráðið
bannaði hvalveiðar?
Nei, ráðherra.
Það er ófyrirgefanleg þtjóska.
Hefur hvalveiðiráðið sagt að Is-
lendingar ættu að hætta hvalveiðum
fyrir fullt og allt?
Nei, ráðherra.
Aðeins í fjögur ár.
Voru það Grænlendingar sjálfír,
sem eyddu hvölum, rostungum og
selum úr Grænlandshafi.
Nei, ráðherra
Það voru Norðmenn og aðrar
hvítar Norðurlandaþjóðir.
Rósa B. Blöndals
„Ef ágreiningur kæmi
upj) milli Norðmanna
og Islendinga út af
veiðum, myndu Norð-
menn þá dekra Islend-
inga og slaka til fyrir
þeim, eins og Banda-
ríkin hafa gert í þessari
hvalf riðunardeilu?“
Er það raunveruleiki, að Norð-
menn og íslendingar væru á móti
hvala- og selafriðun af vorkunnsemi
við fátæka eskimóa á Grænlandi eins
og þeir létu í fyrra?
Nei, ráðherra.
Norðmenn og Islendingar hafa
afskipt Grænlendinga af loðnunni í
ár og hirða sjálfir allt.
Er hægt að kalla það göfug-
mennsku eftir að þeir hafa notað
Grænlendinga til þess að styrkja sig
í mótþróa við friðun hvalanna?
Nei, ráðherra.
Það er skömm fyrir báðar þessar
þjóðir að afskipta Grænlendinga.
Ef ágreiningur kæmi upp milli
Norðmanna og íslendinga út af veið-
um, mundu Norðmenn þá dekra
íslendinga og slaka til fyrir þeim,
eins og Bandaríkin hafa gert í þess-
ari hvalfriðunardeilu?
Nei, ráðherra.
Norðmenn hafa heitið því, að láta
ekki undan íslendingum, ef í odda
skerst. Þeir standa áreiðanlega við
það.
Þá færu íslendingar að þekkja sig
heima hjá sér og minnast ef til vill
þess, hvernig samskipti Evrópuþjóða
voru við ísland á fyrri öldum og fram
yfír síðustu aldamót.
Er skynsamlegt að láta hvaladeil-
una snúa sér frá Ameríkumarkaði
til Evrópuþjóða?
Nei, ráðherra
Minnist síldarviðskipta við Rússa
í fyrra og framkomu stórþjóðarinnar
við Álafoss.
Spurt hefur verið: Má ekki deyða
hvali eins og önnur dýr?
Það er ósamboðið ráðherra að
spytja þannig.
Engin þjóð, nema Bandaríkin,
hefði hjálpað Islendingum til að fá
tvöhundruð mílna lögsöguna. — Þá
hefðu Islendingar strax átt að friða
sína hvali.
Birgir Isleifur Gunnarsson kallaði
framkomu íslendinga í hvalfriðunar-
deildunni Reisn.
Var það reisn?
Nei, ráðherra.
Það eru óleyfíleg merkingaskipti
á þessu íslenska orði, að kalla óheil-
indi og lágkúruskap Reisn.
Morgunblaðið birti nýlega ind-
verskt spakmæli: „Manninum lærist
ekki, að hann getur ekki etið pen-
inga, fyrr en síðasti fískurinn hefur
verið veiddur, síðasta tréð höggvið
og síðasta áin er orðin eitruð."
íslands-sléttbakurinn horfni sann-
ar þetta á íslenska veiðimenn.
Er skynsamlegt að styrkja veiði-
mennina til þess að útrýma steypi-
reyði, sandreyði, hrefnu og langreyði,
eins og sléttbaknum?
Nei, ráðherra.
Takið til greina atkvæði slétt-
baksins á móti hvalveiðum.
Höfundur er rithöfundur.
09:30 - 16:00
AFGREIDSLUTÍMI VIRKA DAGA
BUNADARBANK.INN
TRAUSTUR B/VNKI
ÖLL INNLEND OG ERLEND BANKAVIÐSKIPTI. LAUNAREIKNINGUR MEÐ BANKAKORTI.
HRAÐBANKI. FERÐATRYGGING. VISA GREIÐSLUKORT. SKULDAVÁTRYGGING. SÍMI: 689600.