Morgunblaðið - 20.09.1987, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987
í Keflavík, sagði í erindi sem hann
flutti á ráðstefnunni að þrátt fyrir
ágæti þyrlunnar TF-SIF hefði hún
sína veikleika. Hún tæki aðeins 8
menn sem þýddi að hún tæki ekki
meðalskipshöfn. Flugþol hennar
væri 480 sjómflur og hún hefði
ekki afísingarbúnað sem setti henni
mikil takmörk þegar hugsað væri
Ráðstefna um öryggismál sjómanna:
Keypt verði 24 manna
björgunarþyrla með
afísingartækjum
Á RÁÐSTEFNU um öryggismál sjómanna sem haldin var á föstudag
var samþykkt ályktun í umræðuhópi um öryggi fiskiskipa þar sem
skorað er á ríkisstjórnina að nú þegar verði hafist handa um upp-
byggingu skipulagðrar öryggis- og björgunarþjónustu sjómönnum
til handa og útbúnar nýjar og fullkomnari björgunarþyrlur sem
bera a.m.k. 24 menn og séu búnar afisingartækjum.
Kristján Ingibergsson, skipstjóri til veðurfars á íslandi. Það væri því
nauðsynlegt að Landhelgisgæslan
fengi þyrlu sem gæti borið 24 menn,
hefði 800 sjómflna flugþol og væri
búinn fullkomnum afísingarbúnaði.
Slíka þyrlu sagði Kristján kosta
3-400 milljónir króna.
Hópurinn um öryggi fiskiskipa
gerði það einnig að tillögu sinni að
dráttarkarl svonefndur verði lög-
leiddur í öll skip sem stunda
netaveiðar og að staðsetningu ör-
yggisloka verði breytt vegna
breyttra forsenda með tilkomu
dráttarkarlsins. Vakin er athygli á
þeim vanda sem virðist vera að
finna björgunargöllum geymslustað
um borð í skipum. Er lagt til að
fulltrúar hagsmunaaðila leiti sam-
eiginlegra leiða til að fínna hentug-
ar útfærslur. Einnig var lagt til að
allir bátar verði skyldaðir til að
vera málaðir í skærum lit t.d. á
þaki eða brúarskyggni svo auðveld-
ara sé að greina þá úr flarlægð og
fylgjast með ferðum þeirra.
í umræðum í hópi um öryggi
smábáta kom fram það sjónarmið
að til að stjóma smábátum niður í
6 m þyrfti sérstök skipstjómarrétt-
indi, vélafræðslu og öryggisfræðslu.
Til að hafa eftirlit með þessu væri
nauðsynlegt að tengja þetta atriði
lögskráningu báta allt niður í 6 m
á lengd.
Það kom fram þegar niðurstöður
umræðuhópa vom kynntar á ráð-
stefnunni að menn hafa áhyggjur
af því að hlustun á veðurfregnir
hafi farið minnkandi með fjölgun
útvarpsrása. Kom sú hugmynd
fram að leitað yrði samvinnu við
allar útvarpsstöðvamar um að veð-
urfregnum _ verði útvarpað frá
Veðurstofu íslands á hefðbundnum
tíma á öllum rásum.
• •
Okuþór:
Uppsögn samn-
inga ólögmæt
FÉLAGSDÓMUR úrskurðaði s.l.
föstudag með fjórum atkvæðum
gegn einu að uppsögn bifreiða-
stjórafélagsins Okuþórs á Sel-
fossi á kjarasamningum væri
ólögmæt.
Ökuþór sagði upp kjarasamning-
um 1. september á þeirri forsendu
að ekki hefði verið gerður fast-
launasamningur við félagið. Vinnu-
veitendur töldu uppsögnina
ólögmæta og höfðuðu mál fyrir
Félagsdómi. Meirihluti dómsins
komst að þeirri niðurstöðu að félag-
inu skorti heimild til uppsagnarinn-
ar og að kjarasamningur félagsins
við vinnuveitendur væri í gildi til
31. desember.
Meirihluta dómsins skipuðu
Garðar Gíslason, borgardómari,
Björn Helgason, saksóknari, Jónas
Gústavsson, borgarfógeti og Gunn-
ar Guðmundsson, en hann er
skipaður í dóminn af VSÍ. í minni-
hluta var Jón Þorsteinsson, skipað-
ur af ASÍ.
Hnífstungumálið á Dalvík:
Árásarmaðurinn í farbanni
MÁL Portúgalans, sem stakk ís-
lending með hníf eftir dansleik á
Dalvík, hefur verið sent ríkissak-
sóknara. Portúgalanum hefur
verið sleppt úr haldi, en hann var
úrskurðaður í farbann þar til mál
hans hefur verið afgreitt.
Það var aðfaranótt laugardagsins
29. ágúst sem átök hófust milli
mannanna eftir dansleik á Daivík.
Portúgalinn stakk íslendinginn
vinstra megin í bijóstið með hníf,
en ekki hlaut hann mikil meiðsli af.
Árásarmaðurinn var úrskurðaður í
14 daga gæsluvarðhald, en sleppt
úr haldi viku síðar, þar sem málið
var þá fullrannsakað. Rannsóknar-
lögreglan á Akureyri sendi málið þá
til bæjarfógetans á Akureyri, sem
nú hefur sent það til ríkissaksókn-
ara. Líklegt þykir að afgreiðslu
málsins hjá ríkissaksóknara verði
hraðað þar sem útlendingur á í hlut.
Morgunblaöið/Bjami
Að mörgu er að hyggja. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, starfsbróðir hans frá Dan-
mörku, Lars Gammelgaard og forsætisráðherra, Þorsteinn Pálsson, skoða humar í lofttæmdum
umbúðum frá Plastprenti.
Sjávarútvegssýningin hafin
Verður væntanlega staðfesting á
þekkingu og frumkvæði Islendinga á
sviði sjávarútvegs, sagði Halldór As-
grímsson er hann setti sýninguna
ÍSLENZKA sjávarútvegssýn-
ingin hófst í gær að viðstöddu
miklu fjölmenni. Halldór Ás-
grimsson setti sýninguna
formlega og sagði við það tæki-
færi, að þátttaka íslenzkra
fyrirtækja yrði væntanlega til
að staðfesta frumkvæði þeirra
og þekkingu á sviði sjávarút-
vegs.
Þetta er önnur alþjóðlega sjáv-
arútvegssýningin, sem hér er
haldin og er hún ein af þeim
stærstu í heiminum. Sú fyrri var
haustið 1984 og sýningin nú er
þriðjungi stærri en þá. Þátttaka
íslenzkra fyrirtækja hefur aukizt,
en jafnframt sækja hingað bæjar-
félög frá Bretlandi, Hollandi og
Þýzkalandi til að leggja áherzlu á
þörf sína á ferskum íslenzkum
físki. Það ásamt örri framþróun
og fáum, en markverðum nýung-
um setja svip sinn á sýninguna.
Við opnun sýningarinnar voru
viðstaddir flestir íslenzku ráðherr-
anna, borgarstjórinn í Reykjavík,
Davíð Oddsson, og borgarstjórar,
sendiherrar og fulltrúar fjölda
ríkja. 22 þjóðlönd eiga fulltrúa á
sýningunni og er íslenzki hópurinn
langstærstur, um 130 fynrtæki
af 460. Önnur áberandi þjóðlönd
eru Danir, Norðmenn, Hollending-
ar, Frakkar og Þjóðverjar.
Boragarstjóri Grimsby, David Casswell, og kona hans á sjávarút-
vegssýningunni í gær. Á milli þeirra stendur frú Smelt, varaborg-
arstjóri Hull.
Um 400 lausar stöður hjá Reykjavíkurborg:
Hækka þyrfti laun um 10
til 20.000 á mánuði
- segir Haraldur Hannesson formaður
Star f smannafélags Reykjavíkurborgar
UM fjögur hundruð starfsmenn
vantar til starfa hjá Reykjavíkur-
borg um þessar mundir að sögn
Jóns G. Kristjánssonar starfs-
mannastjóra. Þetta eru mun fleiri
lausar stöður en á sama tima í
fyrra og nánast i öllum starfs-
greinum. Haraldur Hannesson
formaður Starf smannaf élags
Reykjavikurborgar telur að yfir-
borgamir og spenna á almennum
vinnumarkaði hafi áhrif á hversu
illa gengur að manna stöðumar.
„Það þyrfti 10 til 20.000 króna
launahækkun á mánuði," sagði
Haraldur.
Á dagvistarstofnunum borgarinn-
ar vantar um 80 starfsmenn, bæði
fóstrur og ófaglært fólk. Á Borg-
arspítalann vantar um 135 starfs-
menn til að manna allar stöður og
þar af vantar um 50 hjúkrunar-
fræðinga, 30 sóknarstarfsmenn og
55 í önnur störf. „Þá vantar um 85
verkamenn en það er einungis tíma-
bundið og úr sögunni í nóvember,"
sagði Jón. „Þetta er sama sagan og
annars staðar þegar svona mikil
spenna er á vinnumarkaðinum."
Haraldur Hannesson sagði ástand-
ið mun verra en áður hefði þekkst.
„Starfsmenn koma og fara eftir
stuttan tíma og ástæðan fyrir upp-
sögnunum eru lág laun. Það fær
hærri laun annarsstaðar. Það er ekk-
ert leyndarmál að hingað hringir fólk
sem segist ekki geta unnið sín störf
ef launin verði ekki hækkuð," sagði
Haraldur. „Ég tel að það mundi ekki
breyta neinu þó að hér yrðu laun
hækkuð um það sem við köllum
launahækkun um einn til tvo launa-
flokka, eða 3 til 6%. Það sem þyrfti
er 10 til 20.000 króna launahækkun
á mánuði eða 10 til 15 launaflokka
hækkun.“ Haraldur sagði að þrátt
fyrir allt tal um mikið launaskrið þá
sitji tugir ef ekki hundruð opinberra
starfsmanna fastir í neðstu launa-
flokkunum.
Samningstími gildandi kjarasamn-
inga milli Reykjavíkurborgar og
starfsmannafélagsins rennur út í
árslok 1988 en endurskoðunarréttur
er á kjarasamningunum um næstu
áramót í samræmi við þá hækkun
sem verður á almennum vinnumark-
aði.
Unnið á
fjórum mink-
um í bænum
Húsavik.
MEINDÝRAEYÐIR á Húsavik,
Árni Logi Sigurbjörnsson, hefur
unnið fjóra minka i bænum
síðastliðna viku. Þann fyrsta í
skýli björgunarsveitarinnar
Garðars á Höfðanum og var það
læða, næstu tvo við höfnina og
þann fjórða um borð í bátnum
Björgu Jónsdóttur og voru það
allt yrðlingar.
Árni Logi álítur að hér hafi „Qöl-
skylda" verið á ferð og að læðan
hafí átt greni í gijóturð í bakkanum
sunnan við Þorvaldsstaðarána. Þeg-
ar hann hafi unnið læðuna þá hafi
yrðlingamir orðið villtir og tekið á
rás og farið víða því það sé þeirra
vani þegar þeir tapi af móðurinni.
Nú sé bara að hafa gætur á því
hvort yrðlingamir séu fleiri.
— Fréttaritari
Borgarstjórar frá Grimsby
og Hull í heimsókn hérlendis
HÉR á landi eru nú stödd i tengslum við íslensku sjávarútvegs-
sýninguna, borgastjóri Grimsby og varaborgarstjóri Hull. Þau
eru hér í boði borgastjóra Reykjavíkur ásamt forsetum borgar-
stjóma og annars fylgdarliðs.
Borgarstjóramir komu hingað
til lands síðastliðinn föstudag og
dvelja hér á landi til þriðjudags.
Þau voru í gær viðstödd opnun
sjávarútvegssýningarinnar í
Laugardalshöll og snæddu kvöld-
verð að Höfða í boði borgarstjóra.
í dag munu þau meðal annars
heimsækja Hitaveitu Reykjavíkur,
Nesjavelli og vatnsaflsvirlq'unina
að Irafossi. Á morgun munu svo
borgarstjóramir meðal annars
heimsækja fískmarkaðinn í
Reykjavík.
Að sögn forseta borgastjóma
. Hull og Grimsby, þeirra Doyle og
Bovill, er tilgangur heimsóknar-
innar einkum sá að styrkja tengsl
Reykjavíkur og fískiborganna
tveggja. Viðskipti íslendinga
skiptu þessar tvær borgir miklu
og sköpuðu þar mikla atvinnu.
Einnig væri heimsóknin liður í því
að efla tengsl Grimsby og Hull
innbyrðis. Báðar borgimar eiga
bása á sjávarútvegssýningunni.