Morgunblaðið - 20.09.1987, Síða 28

Morgunblaðið - 20.09.1987, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 Útgefandi nnlribifrtfe Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöaistræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 55 kr. eintakiö. Samkomulag í sjónmáli Samningamenn Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna hafa nú fengið umboð til að leggja síðustu hönd á samninga, sem miða að því að eyðileggja allar meðaldrægar kjamorkueld- flaugar ríkjanna í Evrópu og Sovétríkjunum, jafnframt verður skammdrægum eldflaugum fækkað. í fyrsta sinn frá því að kjamorkuvopn komu til sögunn- ar fyrir rúmum fjörutíu ámm er nú stefnt að því að útrýma einni tegund þeirra. Þess vegna er sá árangur, sem náðst hefur í Was- hington á síðustu dögum, sögu- legur. Fyrir réttu ári töldu menn líklegt, að samkomulag um svip- að efni væri á döfínni. Jókst þessi bjartsýni, þegar boðað var til hins óvænta fundar þeirra Ron- alds Reagan og Mikhails Gorba- chev hér í Reykjavík. Leiðtogam- ir ræddu næsta byltingarkenndar hugmyndir um framvindu við- ræðnanna um fækkun kjam- orkuvopna. Fyrsta skrefíð skyldi vera að fækka meðaldrægu flaugunum og síðan langdrægu flaugunum á landi og svo koll af kolli. Á síðasta stigi setti Gorbachev það sem skilyrði, að Bandarílqamenn myndu hætta við geimvamaáætlunina. Á það vildi Reagan ekki fallast og hefur ekki gert enn; þvert á móti ber- ast þær fréttir frá Bandaríkjun- um að hraða eigi rannsóknum vegna hennar. Fyrir réttum tíu árum fóru að berast fréttir um það, að Sovét- menn væm að koma fyrir nýrri gerð af eldflaugum, SS-20 flaug- inni, sem væri á hreyfanlegum skotpalli og mætti nota til að senda þijár kjamorkusprengjur á skotmörk í Vestur-Evrópu, þar á meðal hingað til Islands. Tveimur ámm síðar samþykktu utanríkisráðherrar Atlantshafs- bandalagsríkjanna að Sovét- mönnum skyldi svarað í sömu mynt: ef Sovétmenn fjarlægðu ekki þessar nýju eldflaugar myndu bandarískar eldflaugar verða settar upp í fímm NATO- ríkjum í Evrópu. Um þessa ákvörðun NATO-ríkjanna var mikið deilt á ámnum 1980 til 1983, þegar fyrstu bandarísku flaugamar komu til Evrópu. Friðarhreyfíngamar svonefndu börðust gegn uppsetningu bandarísku flauganna. Þær urðu undir og Sovétmenn samþykktu að koma til viðræðna við Banda- ríkjamenn, en undir forystu Ronalds Reagan lögðu þeir fram tillögu um svokallaða „núll- lausn“, það er að hvorki Banda- rílgamenn né Sovétmenn ættu meðaldrægar eldflaugar af þeirri gerð, sem hér um ræðir. Slíkt samkomulag sýnist nú í sjónmáli. Talsmenn Bandaríkjanna og Sovétríkjanna hafa lagt á það áherslu eftir fundina í Washing- ton, að nú ætli sérfræðingar ríkjanna að snúa sér markvisst að langdrægu eldflaugunum á landi og fækka þeim að minnsta kosti um 50%. Njóta þeir stuðn- ings allra til þess. Á hinn bóginn er ljóst, að hin nýju viðhorf vegna afvopnunarsamninganna eiga eftir að setja mjög svip sinn á umræður um öryggismál í þeim löndum, sem hafa treyst á kjarn- orkuhlíf risaveldanna, og á það ekki síst við um bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu. Sú stað- reynd, að Sovétríkin og fylgiríki þeirra hafa mikla yfírburði í hefðbundnum herafla í Mið- Evrópu, breytist ekki við fækkun kjamorkueldflauganna. Enda er annars vegar lagður meiri þungi á það núna, að samið verði um fækkun þessara vopna, og hins vegar, að hinar lýðfíjálsu Evr- ópuþjóðir efli samstarf sitt í vamarmálum. Augljóst sé, að Bandaríkjamenn semji fýrst og 'síðast út frá eigin hagsmunum, þrátt fyrir allt séu bandamenn- imir í öðru sæti. Svo höfum við sem eigum strendur að skurð- punktum milli risaveldanna á höfunum áhyggjur af því, ef fækkun eldflauga á landi á eftir að leiða til fjölgunar á höfunum. Áður en ákvörðun NATO-ríkj- anna um að svara Sovétmönnum í sömu mynt var tekin 1979, var ítarlega rætt um það, hvort held- ur ætti að hafa bandarísku flaugamar á landi eða um borð í skipum á hafí úti. Niðurstaðan varð sú að velja landstöðvar. Það er fráleitt að ætla, að samkomu- lagið, sem nú er í sjónmáli, feli í sér að flaugar verði fluttar af landi á haf út. Hitt er ljóst, að fækki kjamorkuvopnum eykst hlutur þeirra, sem eftir verða, og enn hefur ekki verið samið um takmörkun kjamorkuvíg- búnaðar á sjó. Að því hlýtur þó að koma, eftir því sem miðar á öðrum sviðum. Þeir Reagan og Gorbachev ætla að hittast í þriðja sinn í haust og nú í Bandaríkjunum. Þar til fundurinn verður haldinn verður þyrlað upp áróðursryki eins og gert hefur verið í kring- um þessi flóknu og illskiljanlegu mál um langt árabil. Hvor hefur betur í því moldviðri skiptir ekki máli heldur hitt að það takist að skapa friðvænlegri veröld með færri vopnum. Ríkisstjómir hafa gert ítrekaðar tilraunir til þess á undanfömum ein- um og hálfum áratug að ná með einhveijum hætti undir sitt forræði veru- legum hluta af ráðstöf- unarfé lífeyrissjóðanna. Hvað eftir annað hafa ríkisstjómir verið að því komnar að setja lög, sem skuld- binda mundu lífeyrissjóðina til þess að ráðstafa fé sínu að geðótta stjómvalda. Allir flokkar, sem á annað borð hafa átt aðild að ríkisstjómum á þessu tímabili hafa átt hér hlut að máli, Sjálfstæðisflokk- urinn ekki síður en aðrir. Þessi áform hafa alltaf verið stöðvuð í þingflokkunum. Ástæðan er einföld; sú röksemd hefur veg- ið mjög þungt, að það fé, sem safnazt hefur í lífeyrissjóðina hefur orðið til með fijálsum samningsbundnum spamaði laun- þega og framlögum atvinnurekenda. Réttur launþega og vinnuveitenda til samninga sín í milli af þessu tagi er svo augljós, að ríkið hefur engin haldbær rök fyrir þvi að seilast í þessa sjóði. Það hefur tekizt að veija frelsi lífeyrissjóðanna en jafnframt hafa þeir af fúsum og fijálsum vilja verið reiðubúnir til að leggja opin- beram aðilum til ráðstöfunarfé með kaupum á skuldabréfum ríkissjóðs, enda þurfa þeir að ávaxta fé sitt. Fyrir einu og hálfu ári var samið um nýtt húsnæðislánakerfi í tengslum við kjarasamninga, sem þá vora gerðir. Einn meginþáttur þeirra samninga var sá, að lífeyrissjóðir mundu leggja fram fé til hús- næðislánakerfísins með þeim skilmálum, að sjóðsfélagar þeirra ættu aðgang að húsnæðislánum. Þá var við það miðað, að lífeyrissjóðimir hættu að mestu beinum lánveitingum til félagsmanna sinna, enda átti aðgangur þeirra að lánum ekki að skerðast frá því, sem verið hafði. Enn var haldið við það grandvallaratriði, að fé lífeyrissjóðanna væri ekki tekið í hús- næðislánakerfið með lögum, heldur fijáls- um samningum og á móti kæmi lánaréttur meðlima þeirra. Stjómvöld hafa lent í erfiðleikum með að fjármagna hið nýja húsnæðislánakerfí eins og það var hugsað í upphafi. Þess vegna hefur útgáfa lánsloforða verið stöðv- uð, og umræður hafa verið innan ríkis- stjómarinnar um breytingar á þessu kerfi. Lítið hefur komið fram opinberlega, sem mark er á takandi, en þó hefur einn ráð- herra í ríkisstjórninni, Friðrik Sophusson, iðnaðarráðherra, upplýst, að stefnt sé að því að hækka vexti hjá sumum lántakend- um og jafnframt, að aðgangur að hús- næðislánakerfínu verði takmarkaður meir en í upphafí var um talað. Það gæti t.d. þýtt að þeir, sem áttu rétt á lánum úr lífeyrissjóði sínum skv. gamla kerfínu verði nú útilokaðir frá lánum skv. nýja kerfínu. Ef niðurstaðan af umfjöllun ríkisstjóm- arinnar yrði á þennan veg væra forsendur brostnar fyrir aðild lífeyrissjóðanna að því húsnæðislánakerfí, sem um var samið fyr- ir einu og hálfu ári. Þá mundu óhjákvæmi- lega koma fram kröfur frá þeim meðlimum lífeyrissjóðanna, sem sætu við skertan hlut, að samkomulagi lífeyrissjóðanna um aðiid að húsnæðislánakerfínu yrði rift og horfíð yrði til þess sem áður gilti, að með- limir lífeyrissjóðanna ættu rétt á lánum skv. ákveðnum reglum úr lífeyrissjóði sinum. Þær hugmyndir, sem uppi era innan ríkisstjómarinnar, skv. upplýsingum Frið- riks Sophussonar, jafngilda því, að ríkið komi í bakið á félagsmönnum lífeyrissjóð- anna og ná til sín söfnunarfé þeirra á öðram forsendum, en um vár samið. Hversu langan tíma þurfa stjómmálamenn til að læra þá einföldu staðreynd, að þeir geta ekki leyft sér að breyta hvað eftir annað þeim forsendum, sem fólk byggir á veigamiklar íjárhagslegar ákvarðanir? Umræður á Alþingi Umræður um nýja húsnæðislánakerfíð fóra fram á Alþingi vorið 1986. Það er eftirtektarvert að sjá hvað þingmenn fjalla lítið um það grandvallaratriði, sem aðild lífeyrissjóiðanna að húsnæðislánakerfínu er, í ræðum sínum. Þó staðfestir Alexand- er Stefánsson, þáverandi félagsmálaráð- herra, í þeim umræðum, það sem hér var sagt að framan um rétt meðlima lífeyris- sjóðanna. I ræðu, sem þáverandi ráðherra flutti á Alþingi hinn 18. apríl 1986 sagði hann m.a.: „Meginatriði húsnæðissam- komulagsins svo og þessa frv. er það, að lagt er til, að lánsréttindi í hinu opinbera húsnæðislánakerfí verði tengd aðild manna að lífeyrissjóðum og lánveitingum lífeyris- sjóðanna til húsnæðislánakerfis. Er lagt til, að einstaklingar hafí mismikinn láns- rétt eftir því hve lífeyrissjóðir þeirra hafa lánað mikið fé til húsnæðislánakerfísins í hlutfalli við ráðstöfunarfé sitt.“ Alexander Stefánsson ítrekaði þetta síðar í ræðu sinni er hann sagði: „Lánsrétt- ur fer eftir því hversu háu hlutfalli af ráðstöfunarfé sínu lífeyrissjóður umsækj- anda ver til kaupa á skuldabréfum hjá Húsnæðisstofnun." í umræðum um málið á Alþingi nokkram dögum síðar áréttaði Karl Steinar Guðna- son, þingmaður Alþýðuflokks, þá grund- vallarþýðingu, sem aðild lífeyrissjóðanna að hinu nýja húsnæðislánakerfí hefur er hann sagði: „Ég tel, að þeir, sem hér hafa talað, hefðu gjarnan mátt víkja að því, hvað mikið var gert í þessum kjarasamn- ingum og hvað mikið var gert í því að fá lífeyrissjóðina til að taka þátt í þessu. Það heftir verið reynt í áraraðir að fá lífeyris- sjóðina til að taka meiri þátt í fjármögnun húsnæðislánakerfisins, en það hefur ekki tekizt. Lífeyrissjóðimir hafa ekki viljað lúta lagasetningu, enda er þetta þeirra fé. Hér fannst leið með samkomulagi til að Qármagna þetta kerfí og það er einmitt það, sem gerir að verkum, að við horfum fram til bjartari tíma í húsnæðismálum." Eins og sjá má af þessum tilvitnunum fer ekkert á milli mála, að aðild lífeyrissjóð- anna að hinu nýja húsnæðislánakerfí skipti sköpum um að hægt var að koma því á fót — að svo miklu leyti, sem segja má, að það hafí tekizt enn sem komið er. Ummæli þáverandi félagsmálaráðherra sýna svo ekki verður um villzt, að ef lífeyr- issjóður uppfyllti að fullu skyldu sína við kerfíð átti meðlimur lífeyrissjóðsins að hafa þar aðgang að láni skv. settum regl- um. Afstaða stjómarflokkanna Auðvitað ber öllum stjómarflokkunum skylda til að virða rétt lífeyrissjóðanna og meðlima þeirra í þessu máli. En sú skylda hvflir þyngst á Sjálfstæðisflokknum, sem hefur jafnan sagt, að hann væri málsvari einstaídingsins gagnvart ríkisvaldinu. Ef húsnæðislánakerfínu yrði breytt á þann veg, sem Friðrik Sophusson sagði, að væri til umræðu í ríkisstjóminni, og Sjálf- stæðisflokkurinn stæði að þeirri breytingu á Alþingi væri flokkurinn að bregðast grundvallarstefnu sinni. Hitt er svo annað mál, að það kann vel að vera, að svo miklir gallir hafí komið fram á hinu nýja húsnæðislánakerfí, að nauðsynlegt sé að gera umbætur á því. En þá þurfa þær umbætur að falla í ann- an farveg. Þá kann að vera skynsamlegra að hverfa aftur til fyrra fyrirkomulags, að lífeyrissjóðimir láni til sjóðsfélaga sinna beint eða þróa þetta kerfí áfram í þann farveg, sem Guðmundur H. Garðarsson talaði um strax í febrúar 1986, en þá sagði hann í samtali við Morgunblaðið: „Það er góðra gjalda vert, að rejmt sé að leysa vanda húsbyggjenda en það hefði átt að hafa aðra aðferð. Ég er mótfallinn því að þjóðnýta fijálsan spamað. í stað þess að beina öllu þessu fé um Byggingarsjóð ríkis- ins hefði átt að láta viðskiptabankana, sparisjóði og aðra aðila, sem Qármagna húsnæðismál, annast þetta. íslendingar era eina fijálsa þjóðin á vesturhveli jarð- ar, sem miðstýrir þróun íbúðarbygginga með þeim hætti, sem gert er ráð fyrir í samningunum.... Það er öllum fyrir beztu, að menn geti fengið eðlilega lána- fyrirgreiðslu í bönkum og sparisjóðum, sem síðan semji við lífeyrissjóðina með þeim hætti, sem við á, á hveijum stað. Það geta t.d. verið allt aðrar aðstæður í Reykjavík en á ísafírði." MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 29 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 19. september Morgunblaðið/Einar Falur „ Auðvitað ber öll- um stjórnarflokk- unum skylda til að virða rétt lífeyrissjóðanna og meðlima þeirra í þessu máli. En sú skylda hvílir þyngst á Sjálfstæðis- flokknum, sem hefur jafnan sagt, að hann væri mál- svari einstakl- ingsins gagnvart ríkisvaldinu. Ef húsnæðislána- kerf inu yrði breytt á þann veg, sem Friðrik Sop- husson sagði að væri til umræðu í ríkisstjórninni, og Sjálf stæðisf lokk- urinn stæði að þeirri breytingu á Alþingi, væri f lokkurinn að bregðast grund- vallarstefnu sinni.“ Guðmundur H. Garðarsson er nú einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og benda þessi ummæli hans til, að þær hug- myndir, sem iðnaðarráðherra segir að séu til meðferðar í ríkisstjóminni, njóti ekki óskoraðs stuðnings í þingflokki Sjálfstæð- ismanna. Yfírlýsing Halldórs Blöndals, sem verið hefur einn helzti talsmaður Sjálf- stæðisflokksins í húsnæðismálum hin l síðari ár, í Morgunblaðinu í gær, föstudag, bendir til hins sama en þingmaðurinn seg- ir: „Ég hef fylgzt með blaðafregnum og ummælum einstakra ráðherra um hús- næðismálin með vaxandi undran .... Það hefur alltaf legið fyrir, að skoðanir hafa verið skiptar um einstök efnisatriði hins nýja húsnæðiskerfis og þess vegna legg ég áherzlu á, að áfram verði að vinna að endurbótum á því. En það verður að vinna að þeim breytingum með þinglegum hætti og í góðri samvinnu við aðila vinnumarkað- arins. í mínum huga koma bráðabirgðalög ekki til greina nú á þessum haustdögum og það er vitaskuld út í hött ef einhveijum dettur í hug, að hægt sé að una því, að löghelgaður réttur sé tekinn af mönnum aftur í tímann, meira og minna órökstutt og tilviljanakennt. Á það get ég ekki og mun ekki fallast." Miklar vonir - minna um efndir? Þegar hið nýja húsnæðislánakerfí var kynnt snemma vetrar 1986 vora miklar vonir við það bundnar. Loksins virtist hafa tekizt að leggja grundvöll að húsnæðis- lánakerfí, sem gerði fólki kleift að eignast húsnæði með eðlilegum og skaplegum hætti. Það var ekki sízt ungt fólk, sem fylltist bjartsýni af þessum sökum. Hið nýja lánakerfí var kynnt með myndarleg- um hætti. Umsækjendur áttu að leggja inn umsóknir og gátu búizt við því að tiltekn- um tíma liðnum að fá í hendur lánsloforð, með upplýsingum um, hvenær lánið yrði greitt út, ef umsóknin var á annað borð tekin gild. Fólk var hvatt til þess að taka upp nýja siði og gera ekki kaupsamninga fyrr en það hefði lánsloforðin í höndunum. All- mörg lánsloforð vora gefín út í fyrstu. Síðan var útgáfa þeirra stöðvuð og hefur legið niðri í nokkra mánuði vegna þess, að Húsnæðismálastjóm hefur ekki haft fjármagn til þess að greiða út eins mikið af lánum og sótt hefur verið um. Það hefur verið furðu hljótt um þetta mál. Hvað veldur því, að allir þeir sérfræð- ingar, sem ríkisvaldið hefur yfír að ráða, gátu ekki undirbúið hið nýja húsnæðislána- kerfí nægilega vel svo að ekki þyrfti að ] koma til stöðvunar strax i upphafi? Eða reiknuðu sérfræðingamir rétt en tóku stjómmálamenn rangar ákvarðanir? Það era auðvitað óviðunandi vinnubrögð að fara af stað með stórmál af þessu tagi og hafa svo ekki bolmagn til þess að fylgja því eftir. Því miður era slík vinnubrögð of algeng hjá ríkinu. Á sama tíma og ríkis- valdið hvatti húsbyggjendur til að taka upp nýja siði við undirbúning húsakaupa reyndist ríkinu sjálfu um megn að venja sig af gömlum vinnubrögðum, sem menn þekkja frá fyrri tíð. Af þessum áistæðum m.a. skiptir miklu að sú endurskoðun, sem nú fer fram á vegum ríkisstjómarinnar á hinu nýja hús- næðislánakerfí sé nægilega vel undirbúin og standist, þegar þar að kemur. Það er einfaldlega ekki hægt að bjóða þeim fjölda fólks, sem bíður eftir afgreiðslu mála hjá Húsnæðismálastjóm upp á annað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.