Morgunblaðið - 20.09.1987, Síða 56

Morgunblaðið - 20.09.1987, Síða 56
Skartbúið „stórmenni“ í Viðeyjar- kirkjugarði „HRINGUR úr gulli og silfri með búmarki á var á „stór- menninu“ sem liggur hér, en um er að ræða mann sem hefur verið mun hávaxnari en aðrir sem grafnir hafa verið i þessum kirkjugarði," sagði Sigurður Bergsteinsson, fornleifafræð- ingur Árbæjarsafns, í samtali við Morgunblaðið, en Sigurður stjórnar nú uppgreftri í gamla kirkjugarðinum hjá Viðeyjar- kirkju. „Stórmennið" hefur verið 185 sm á hæð og all þrekvaxinn miðað við beinabyggingu. Á kistuloki hans var þriggja blaða lilja úr bronsi. Sigurður sagðist telja að þessi uppgröftur væri frá dögum kaþólska klaustursins í Viðey, en það var starfrækt á tímabilinu 1226—1540. Þó kvað Sigurður ekki unnt að staðfesta þá skoðun fyrr en aldursgreining lægi fyrir. Meðalhæð karlmanna á þessum tíma var um 160 sm. Sjá einnig á bls. 4. I fornleifagreftrinum norðan við Viðeyjarkirkju hafa forn- leifafræðingar komið niður á grafir, sem taldar eru vera frá 13.-16. öld. í forgrunni sést í fjöldagröfina, en gröf há- vaxna mannsins er fjærst og lengst til hægri. Morgunblaðið/Ámi Johnsen Lögreglan í Reykjavík: Omerktir bflai’ við mælingar LÖGREGLAN I Reykjavík ætlar nú að hefja hraðamæl- ingar á g’ötum borgarinnar í ómerktum bifreiðum. Þá verður einnig fylgst sérstaklega með þvi að ökumenn virði reglur um umferðarljós og stöðvunarskyldu. Ómar Smári Armannsson aðal- varðstjóri sagði að lögreglan hefði ákveðið að reyna að ná hraðanum niður með því að vera við mælingar í merktum bifreiðum. „Næstu daga verðum við hins vegar á ómerktum bifreiðum um allan bæ, bæði við skólana og á stærri brautum. Þess- ar bifreiðar verða einnig hafðar við umferðarljós og stöðvunarskyldu- merki, til að fylgjast með að ökumenn fari að settum reglum." Lögreglan mældi hraða bifreiða víða um borgina á fimmtudagskvöld og voru 35 ökumenn stöðvaðir á of miklum hraða. Tveir þeirra þurftu að sjá á eftir ökuskírteini sínu. Þá stöðvaði lögreglan einnig bifreiðar ef eigandi hafði vanrækt að fara eftir reglum um umskrán- ingu og eigendaskipti og voru númerin klippt af 10 bifreiðum. Þrjár milljónir 1. af umframmj ólk INNLÖGÐ mjólk hjá öUum mjólkursamlögum á landinu á nýloknu verðlagsári var rúmlega 108 milljónir lítra samkvæmt bráðabirgðatölum Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins. Er þetta 2,8 miUjónir lítra umfram fuUvirðis- rétt. Á næsta verðlagsári á undan var umframmjólkin samtals 3,1 miUjón lítrar. Mest var framleiðslan á svæði Mjólkurbús Flóðamanna eða rúm- lega 38 milljónir lítra, um 1,1 milljón lítra umfram fullvirðisrétt- inn. Á Akureyri var framleiðslan 21,8 milljónir lítra. Þar var um- frammjólkin um 1 milljón lítrar. Næst komu Borgames með um 10 milljónir lítra og Sauðárkrókur með 8,5 milljónir lítra. Umframmjólkin í Borgamesi var 300.000 lítrar en 89.000 lítrar á Sauðárkróki. Kaupir SIS 25 hekt- ara lands í Kópavogi? „ÉG VIL hvorki staðfesta þetta né neita því,“ sagði Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS, þegar hann var inntur eftir því hvort fyrirtækið hefði í huga að kaupa um 25 hektara lóð í Smárahvammi í Kópavogi undir starfsemi sína. Rannveig Guð- m mundsdóttir, forseti bæjar- stjórnar, segir að sölusamning- ur mUli eigenda Smárahvamms og væntanlegra kaupenda hafi ekki komið til afgreiðslu hjá bæjaryfirvöldum og sér vitan- lega hafi ekkert verið selt úr landinu enn. Fyrir einu ári var gerður samn- ingur við eigendur Smárahvamms um að svæðið skyldi skipulagt samkvæmt skipulagslögum. Þriðj- ungur landsins fer til'sveitarfélags undir byggingar eða vegi, en eig- vendur selja aðrar lóðir í samráði við bæjaryfirvöld. Ákveðið hefur verið að þetta svæði fari undir iðnaðarstarfsemi. „Það er ýmislegt í athugun hjá okkur," sagði Guðjón. „Við erum nú að kanna sölu á húseign Sam- bandsins við Sölvhólsgötu og í tengslum við það könnum við ^ýmsar leiðir fyrir framtíðarstarf- semi fyrirtækisins, bæði skrif- stofuhúsnæði og annað. Meira get ég ekki sagt sem stendur." Ragnar Aðalsteinsson, hæsta- réttarlögmaður, er lögmaður fjölskyldunnar sem á Smára- hvamm. Hann kvaðst ekki hafa umboð til að ræða sölu landsins við fjölmiðla. Eiríkur Davíðsson hjá Fram- leiðsluráði landbúnaðarins sagði að mjög erfitt væri að stjóma fram- leiðslunni og væm margar ástæður fyrir þessari umframframleiðslu. Ein ástæðan væri sú að bændur höfðu góð hey í vetur og sumarið var einstaklega gott. Hefði árferðið ekki verið svona gott væri ólíklegt að mjólkurframleiðsla hefði farið yfír kvótann. Einnig kepptust margir bændur við að ná upp í full- virðisréttinn og kusu að legga frekar inn nokkrum lítrum of mikið en of lítið. Menn hefðu ef til vill verið hræddir um að missa fullvirð- isréttinn ef þeir notuðu hann ekki allan. Gamlar verðlaunatil- lögur í samkeppni um peningaseðla fundnar Hafa verið týndar á sjötta áratug RAGNAR Borg myntfræðingur hefur uppgötvað teikningar að peningaseðlum fyrir Lands- banka íslands sem taldar voru glataðar. Tillögurnar vann Baldvin Björnsson teiknari, silfursmiður og málari á þriðja tug aldarinnar. Vegna deilu milli listamannsins og stjórnar bankans voru seðlamir aldrei gefnir út. Stjóm Landsbankans hugðist á þriðja áratug aldarinnar breyta útliti peningaseðla landsins og gefa þeim þjóðlegri svip. Vorið 1929 var efnt til samkeppni um útlit seðlanna. Sex tillögur bár- ust. Stjóm bankans valdi teikn- ingar Baldvins til þess að prýða seðlana og ætlaði að greiða lista- manninum 1.500 krónu verðlaun. Þegar í ljós kom að bánkinn myndi ekki greiða hlutaðeigandi önnur og þriðju verðlaun neitaði Baldvin að taka við verðlaunum sínum. Hann dró tillögumar til baka. Seðlamir hafa ekki komið fyrir almennings sjónir fyrr en nú. Ragnar sagði að í skilmálum samkeppninnar, sem birtir vom í Morgunblaðsauglýsingu, hefði komið fram að ekki yrðu greidd verðlaun fyrir aðrar tillögur en þær sem notaðar yrðu. Baldvin hefði að líkindum viljað sýna sam- stöðu listamanna sem höfðu nýlega stofnað með sér Bandalag íslenskra listamanna. Sjá myndir af seðlunum og grein á bls. 8b.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.