Morgunblaðið - 08.10.1987, Side 22

Morgunblaðið - 08.10.1987, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987 Hvalurinn, Haraldur og Sj álfstæðisflokkurinn eftirBjörn Bjarnason Haraldur Blöndal, lögfræðingur, er einn af forystumönnum Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Hann er varaborgarfulltrúi og formaður umferðamefndar Reykjavíkur. Eins og umferðarmálum eða öllu heldur umferðarhnútum í höfuð- borginni er komið, ætti það að vera fullt starf kjörins fulltrúa Sjálfstæðisflokksins jafnhliða lög- fræðistörfum að leita að farsælum leiðum út úr öngþveitinu. Er ekki vafi á því, að umferðarmálin á eft- ir að bera hvað hæst í næstu borgarstjómarkosningum. Þau eiga líklega eftir að ráða úrslitum um huga stórs hluta borgarbúa til þeirra, sem valdir hafa verið til forystu. Hvílir því mikil pólitísk ábyrgð á umferðamefnd og form- anni fyrir utan þau störf, sem nefndin á að sinna samkvæmt umboði sínu og reglum borgarinn- ar. Haraldur Blöndal hefur þó fleiri jám í eldinum, hann ritar meðal annars dálka í DV. Kemur hann víða við í skrifum sínum en gerir þó lítið af því að skrifa um um- ferðarmál og áhrif þeirra á stöðu Sjálfstæðisflokksins meðal kjós- enda í Reykjavík. Er Haraldi vafalaust þannig farið eins og fleiri borgarfulltrúum og sjálfstæðis- mönnum, að þeir setja traust sitt á Davíð Oddsson borgarstjóra og frammistöðu hans. Hvalveiðar em meðal þeirra mála, sem Haraldi Blöndal eru sérlega hugleikin og hefur hann ritað marga pistla um nauðsyn þeirra í DV. Er svo sem ekkert við það að athuga en hinn 2. október síðastliðinn fer hann út fyrir þau mörk, sem ætla verður, að sá, sem skipar trúnaðarstöður á vegum Sjálfstæðisflokksins virði. Þann dag birtist grein eftir Harald, sem ber yfírskriftina: Sjálfstæðisflokk- urinn viðskila við nafn sitt. Þar ræðir hann um útkomu Sjálfstæð- isflokksins í tveimur nýlegum skoðanakönnunum, sem sýna að vísu fylgisaukningu miðað við kosningamar í apríl, en fylgi flokksins hefur minnkað milli þess- ara kannana og telur Haraldur að þann samdrátt megi rekja til þess, að „almenningur hafði það á til- fínningunni að forustumenn flokksins fylgdu ekki nógu fast eftir íslenskum málstað í hvalamál- inu“. Er grein Haralds um það, að í þessu tilliti hafí tilfínning almenn- ings verið rétt. Röksemdafærsla Haralds bygg- ist á gamalkunnum fullyrðingum um að íslendingum sé unnt að skipta í „góða“ og „vonda" vegna hvalamálsins. Sjálfur telur hann sig til hinna „bestu", þar sem hann vill veiða hval, hvað sem það kost- ar. Haraldur hefur uppi ómerkileg- ar dylgjur um Eyjólf Konráð Jónsson, formann utanríkismála- nefndar Alþingis. Þá ræðst Harald- ur á Morgunblaðið og segir, að „stefna blaðsins [í hvalamálinu] virðist mótast af því að ekki megi styggja Bandaríkjamenn á nokk- um hátt“. Haraldur Blöndal hælir hins vegar formanni Framsóknar- flokksins sem mest hann má og heldur fast í þá órökstuddu skoð- un, að lausn hvaladeilunnar sé að rekja til þeirrar ákvörðunar Steingríms Hermannssonar að hitta ekki dr. Calio og sendinefnd Bandaríkjanna í Ottawa hinn 9. september síðastliðinn. Loks ræðst Haraldur að sjálfsögðu að Banda- „TvÍBklnnungsháttur Bandarlk|am«nna er avo öllum Ijoa. Peir naia Dariai lyrir pvi ao aö draga gráhval en aú hvalategund er I hvaö mestrl útrýmlngarhaattu.‘‘ Sjálfstæðisflokkurinn viðskila við nafn sitt Tvær skoöanakannanir hafa veriö geröar á fylgi flokkanna undanfam- ar vikur og hafa menn rætt nokkuö um þær, ma. i samhengi viö þá þriöju, sem var um fylgi aLmennings viö vamarliöiö. Menn hafa tengt minnkandi fylgi viö veru bandaríska vamarliösins viö hvalamáliö og framkomu Bandaríkjamanna þar. Ekki er nokkur vafl á því aö þessi tilgáta er rétt. Ymsir hafa sagt aö þaö væri háska legt aö íslendingar tengdu saman svo óskyld mál sem hvalveiöar og vamarliö. Hvaöa máli skipta 20 sandreyöar gagnvart vömum lands- ins? spyr ritari ReyKjavíkurbréfs. í sjálfu sér engu. enda snýst máliö alls ekki um þaö Þaö sem málið snerist um var hvort Bandaríkja- —■—ÉMftu ifi rnfii íriöskiniahann viöskila viö nafn sitt. Sjálfstæöis- menn hafa vanist því aö forustu menn flokksins gangi uppréttir og sjálfstæöismenn skflja ekki hvaö mönnum gengur til sem eru tilbúnir aö fóma öllu ef vamarliöið er ann- ars vegar. Þaö má nefna þrjú dæmi: 1. Bandaríkjamenn draga til sin flutninga til vamarliösins og beita fyrir sig lögum frá því um alda mót Þessi háttsemi á stóran þátt í því aö Hafskip fer á hausinn. Þegar íslendingar beija í boröiö draga Bandaríkjamenn í land og lögin eru ekki lengur til fyrirstööu því aö flutnL igamir séu í höndum íslenskra skipafélaga. 2. Bandarikjamenn hafa flutt inn mat til vamarUösins. Þeir neita Kjallarirm Haraldur Blöndal lögfraölngur ríkjamönnum og segir, að við- skiptabann sé „mjög harkaleg aðgerð, óvinaaðgerð að alþjóða- rétti". Lítum nánar á þessar fullyrðing- ar eins af trúnaðarmönnum Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. 1. Morgunblaðið hefur bent á tvískinnung Bandaríkjamanna, þegar hvalveiðar eru annars vegar. Blaðið hefur mótmælt því, að Bandaríkjamenn taki að sér eins- konar lögregluhlutverk fyrir meirihluta í Alþjóðahvalveiðiráð- inu. Á hinn bóginn hefur blaðið jafnframt varað íslenska ráðamenn við því að fóma meiri hagsmunum fyrir minni í hvalamálinu. Haraldur Blöndal les Morgunblaðið á þann veg, að sé það ekki sammála mál- flutningi hans og styggi hann sé blaðið sammála Bandaríkjamönn- um og vilji ekki styggja þá. Haraldur viðurkennir ekki, að til sé önnur skoðun á hvalamálinu en sín og hinna harðsvíruðustu í Bandaríkjunum. 2. Aldrei hefur legið fyrir, að Bandaríkjaforseti ætlaði að setja viðskiptabann á íslendinga vegna hvalveiða. Á hinn bóginn hefur verið á döfínni hjá viðskiptaráðu- neyti Bandaríkjanna að senda svonefnda staðfestingarkæru til Bandaríkjaforseta. Ráðuneytinu ber samkvæmt bandarískum lög- um að senda slíka kæm, ef brotið er gegn þessum lögum til dæmis með óhóflegum hvalveiðum. Bæði 1986 og 1987 tókst með samkomu- lagi milli ríkisstjóma íslands og Bandaríkjanna að hindra að þessi staðfestingarkæra yrði send. Har- aldur Blöndal og skoðanabræður hans segja óhikað, að Bandaríkja- menn hafí „ætlað" að setja við- skiptabann á ísland. Þetta er með öllu órökstutt. Þeir sem gerst þekkja telja þvert á móti mjög vafasamt, að Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, hefði staðfest kæm viðskiptaráðuneytisins, en staðfesting forsetans hefði leitt til viðskipta- og efnahagsþvingana. 3. Samningsstaða Haralds Blöndal og skoðanabræðra hans gagnvart Bandaríkjamönnum er slæm, þegar þeir hafa sett allt á oddinn vegna hvalamálsins. Þegar menn hafa kallað Úlfur! Úlfur! oft og oftast af litlu tilefni, fer svo að lokum, að ekki verður mark á þeim tekið. Að skjóta öllum málum, sem upp koma í samskiptum okkar við bandalagsríkin innan Atlants- hafsbandalagsins undir ákvæði vamarsamningsins, er annars veg- ar óskynsamlegt en sýnir á hinn bóginn að gildi samningsins er mun meira en orð hans sjálfs segja. Með því að reka hvalamálið af þeirri hörku, sem Haraldur Blöndal krefst, er verið að gera lítið úr öryggishagsmunum íslendinga um leið og sagt er, að þeir séu skipti- mynt. Jafnframt vakna spumingar eins og þessar: Hvemig líta þessir menn á samninga almennt? Em þeir jafnan til þess búnir að leggja allt undir? Er unnt að treysta for- ræði þeirra manna í samskiptum við aðrar þjóðir, sem ekki em fær- ir um að setja mál í forgangsröð og gera upp á milli þeirra eftir hlutlægu mati og mikilvægi? Dagvistun bama 2. grein eftírSelmu Júlíusdóttur í síðustu grein minni fjallaði ég aðallega um fyrirgreiðslu til fólks í þjóðfélaginu. Götin á almennings- sjóðspokanum okkar em miklu fleiri en mig gmnaði. Það er eins og með götin í skattakerfínu. Þeir sem em næmir á að fínna þau fá í sinn hlut dijúgan pening. Kvenréttindafélag íslands hélt fund 2. október um nýjar leiðir í dagvistun. Þetta var eins og áður á þeim opnu borgarafundum sem ég hef sótt um þessi mál. Þetta var aðallega pólitískur stjómmála- fundur, þar sem bamið, flölskyldan og hagur þeirra skipti afskaplega litlu máli. Þeir, sem reyndu að koma þvf að, dmkknuðu í málflutn- ingi Alþýðubandalagsins og Kvennalistans, sem hugsa aðallega um arðsemina og það, sem hægt er að kreista út úr foreldrunum, það væri tómt mál í nútímaþjóð- félagi að tala um arðsemi heima- vinnandi húsmóður. Kannast einhver við þetta? Þó að ég hafí oft hlýtt á mál þeirra áður fékk ég samt meiri háttar áfall í þetta sinn og langar að skýra ykkur frá hvers vegna. Ung kona stóð upp og spurði Kristínu Ólafsdóttur hvað fóstmr fengju í laun á Ósi, dagheimili for- eldra? Hver kostnaður á hvert bam væri og hvað hún borgaði sjálf mikið af þeim kostnaði fyrir bam sitt? Kristín svaraði: „Ég veit ekki með vissu hvað þær em mikið yfír- borgaðar. Ég held þremur launa- flokkum hærri, en þær fá ekki heldur þau hlunnindi sem fóstmr Reykjavíkurborgar fá. Kostnaður á hvert bam á mánuði nú er 22.000 krónur og ég borga af því 13.000 krónur, en það er samt minna en ég mundi borga dagmóður. Ég missti andann, hvað var þessi opinberi embættismaður að bera á borð fyrir okkur? Hann hældi sér af því að hann gæti náð í 9.000 krónur á mánuði í okkar vasa til að borga með dagvistargjald bams síns, og þar með fengið 22.000 króna dagvistun fyrir það. 9 tíma vist hjá dýmstu dagmóður með fullu fæði er 13.383 krónur. Hug- leiðum þetta vel. Það kom einnig fram að hag- fræðingur þjóðhagsstofnunar hafði reiknað út að pláss á dagheimilum borgarinnar nú væri 24.000 krónur á bam en forgangshópar greiða af því 4.160 krónur. Það kom fram í máli Sigurðar Snævarr á þessum fundi að gmnur væri á töluverðum „dagheimilisskilnuðum". Því get ég vel trúað. Með skilnaði er hægt að ná í gegnum sjóðsgatið og næla sér í allt að 20.000 krónur úr pokanum á mánuði. Góður lottó- vinningur það. Inga Jóna Þórðardóttir setti upp dæmi til umhugsunar fyrir fundar- menn, hve misræmið er milli einstaeðs foreldris annars vegar og lálauna hjóna hins vegar. Einstætt foreldri með tvö börn: Laun 38.000 krónur á mánuði, 456.000 á ári. Bamabætur á ári 211.000 krónur með meðlagi. Greitt í dagheimilisgjöid 91.250 kr. (8.320 á mán.). Ráðstöfunarfé fyrir utan skatta 575.750 kr. Ráð- stöfunarfé á hvem fjölskylduaðila 191.917 krónur. Hjón með tvö böm: Laun 38.000 krónur hvort á mánuði, 912.000 krónur á ári. Bamabætur á ári ca. 65.500 krónur. Borgað til dagmóð- ur 294.426 kr. (25.766 á mán.). Ráðstöfunarfé fyrir utan skatta 683.073 kr. Ráðstöfunarfé á hvem fjölskylduaðila 170.768 krónur. Ég bið fólk utan Reykjavíkur innilega afsökunar á því að ég tala um þess mál eins og þau eru í Reykjavík. Það er ekki vegna þess að böm og umhverfí þeirra þar séu þau einu á landinu. Bömin eru öll jafn mikilvæg hvar sem þau búa. Ég hef bara ekki aðstæður til að ná í gögn frá öllu landinu, svo að í bili vinn ég úr þeim gögnum sem em mér handbær. Seinna vona ég að ég geti unnið frá breiðari grund- velli. Nú ætla ég að venda mínu kvæði í kross og taia um málið út frá baminu og umhverfí þess. Sem sagt aðalmálið. Selma Júlíusdóttir „Leyfum ekki stjóra- málamönnum að velta sér upp úr vandamálinu sjálfum sér til fram- dráttar, setjumst niður og finnum lausn sem gæti komið fljótt.“ Böm 0 til 6 ára á öllu landinu eru 24.738, 6 til 10 ára böm eru 16.812. í Reykjavík eru 0 til 6 ára böm 8.520 og 6 til 10 ára 5.584. Skráðar dagvistir hjá Dagvistun Reykjavíkurborgar áramótin 1986/87: Dagheimili: 1.156 pláss; leikskóli: 2.473 pláss; skóladag- heimili: 242 pláss; dagvistun á einkaheimilum 0 til 6 ára 997 pláss; skólaböm: 176 pláss í dag- vistun á einkaheimilum. Hvar em öll 6 til 10 ára bömin á daginn utan skólatíma? Það er að segja þau böm sem ekki eru svo lánsöm að eiga heimavinnandi foreldri. Er þetta orsökin fyrir ör- yggisleysi margra bama sem nú veltast helgi eftir helgi í eigin spýju í miðbæ Reykjavíkur fyrir hunda- og mannafótum ósjálfbjarga vegna vímuefna? Þama er fyrst og fremst verkefni sem við verðum að taka höndum saman um að leysa strax. Það getur ekki beðið. Leyfum ekki stjómmálamönnum að velta sér upp úr vandamálinu sjálfum sér til framdráttar, setjumst niður og fínnum lausn sem gæti komið fljótt. Ef að skólar, þjóðkirkjan og borgarstjóm tækju höndum saman þá álít ég að það sé nóg húsrými í bænum sem hægt er að nýta til þessa verkefnis án þess að velta margmilljónum. Víkjumst ekki undan þessari ábyrgð leng- ur. Dagvistarform á íslandi em eft- irfarandi í dag: Dagheimili og leikskólar á vegum sveitarfélaga, dagvistun á einkaheimilum, dag- heimili á vegum einstaklinga, dagvistunn foreldrafélags. Dag- heimili á vegum fyrirtækja hafa verið reynd en ég veit ekki um starfrækslu slíks heimilis í dag, dagheimili fyrir starfsmenn á sjúkrahúsum eru starfrækt. Mun ég síðar ræða um kosti og galla dagvistarforma. Höfundur hefur rekið föndur- skóla og einkadagvistun f 20 ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.