Morgunblaðið - 08.10.1987, Page 29

Morgunblaðið - 08.10.1987, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987 29 Reuter Annar apanna, sem nú eru & braut um jðrðu i sovézku geimfari. Myndin var tekin við þjálfun apanna í flughermi fyrir geimskot. Annar apanna hefur tekizt að losa sig um borð i geimfarinu og umtumað öllu um borð. Hugsanlega þarf að stytta ferð geimfarsins af þeim sökum. Api tekur völdin í sovézku geimfari Moskvu, Reuter. ANNAR tveggja apa um borð í sovézku geimfari hefur slitið sig lausan og sett allt á annan end- ann um borð, að sögn útvarpsins í Moskvu. Af þessum sökum þarf hugsanlega að snúa geimfarinu heim fyrr en ætlað var. Útvarpið sagði að apinn virtist skemmta sér konunglega og hefði hann umtumað öllu um borð. Með- al annars fíktaði hann mikið í tökkum á stjómborði geimfarsins. Einnig þætti honum húfa alsett rafskautum áhugaverð því hann þreifaði mikið á henni. Hún ætti reyndar að vera reyrð á hann en honum hefði tekizt að losa hana af kollinum. Geimfarinu var skotið á loft 29. september og átti að vera á lofti í tvær vikur. Rannsaka átti áhrif þyngdarleysis á menn og dýr með tilliti til geimferða til annarra reiki- stjama. Sérfræðingar frá Banda- ríkjunum, evrópsku geimvísinda- stofnuninni (ESA) og öðmm kommúnistarfkjum taka þátt I til- raununum, sem em sameiginlegt verkefni margra ríkja. Apamir tveir vom valdir úr hópi 50 apa og fengu þeir tveggja vikna þjálfun í geimferðum áður en geim- farinu var skotið á loft. Um borð em einnig rottur, froskdýr, fískar og skordýr. Stjómstöð á jörðu niðri hefur beint sjónvarpssamband við geim- farið og tóku vísindamenn eftir því á fímmta degi ferðarinnar að eitt- hvað hafði farið úrskeiðis um borð því þá birtist apinn óvænt á skján- um. Átti hann að vera reyrður niður í sæti sitt en hafði augljóslega tekizt að losa sig, áhorfendum til mikillar skelfíngar. Tók hann síðan að rannsaka tæki og tól geimfarsins af miklum áhuga en vísindamönn- unum í stjómstöðinni til armæðu. TASS-fréttastofan sagði í gær að apinn, sem heitir Yerosha, bæri nafn með rentu því það þýddi vand- ræðagemlingur. Bretland: Marxistar smitast af fj ár málaáhuganum St. Andrews. Fr& Guðmundi Heiðari Frimannsayni, fréttaritara Morgunblaðains. AUKIN hlutabréfaeign al- mennings er ein af afleiðingum einkavæðingarstefnu ríkis- stjómar Margaretar Thatcher. Þessa er farið að sjá viða stað. Dagblaðið The Sun hefur hafið birtingu á daglegum þáttum um viðskipti og fjármál. í næsta mánuði verður Marxism Today, málgagn breska kommúnista- flokksins, í fyrsta skipti með blaðauka um fjármál. Búist er við, að fjármálablað verði í framtíðinni sérstakur hluti af Marxism Today. Blaðið hefur ekki lengur þá skoðun, að öll eign sé þjófnaður. Þess í stað verður lesendum ráðlagt, hvemig hægt sé að fjárfesta „siðferðilega". Þá er átt við, að forðast beri fyrir- tæki, sem selja vopn, og sneiða hjá eftirlaunasjóðum, sem fjár- festa í Suður-Afríku. Blaðamenn af Financial Times hafa verið ráðnir til að skrifa blað- aukann í frítíma sínum, en fyrr á árum hefðu þeir sennilega verið nefndir „hlaupatíkur auðvalds- ins“. „Við emm ekki andsnúnir því, að fólk eigi hlutabréf," Segir Martin Jacques, ritstjóri tímarits- ins. „Það veltur á því, hve þau em mörg. Ef fólk vill fjárfesta í símanum eða breska gasfyrirtæk- inu, þá er það þess mál. Það er svo allt annar handleggur, hvort það er góð hugmynd að gefa al- mannaeigur." Þessi blaðauki kemur til móts við þann aukna fjölda kjósenda, sem á hlutabréf, en þarfír hans vom til umræðu á ársþingi Verka- mannaflokksins í síðastliðinni viku. Marxism Today hefur áður vakið athygli fyrir að sinna þörf- um neytenda, er það hóf að birta reglulegan víndálk, „af því að vínið er fyrir alþýðuna," eins og ritstjórinn segir. Þessarar til- hneigingar gætir í auknum mæli meðal málgagna kommúnista- flokka í Vestur-Evrópu. Til dæmis birtir L’Unita, málgagn ítalska kommúnistaflokksins, reglulega verð á hlutabréfum. Eini fasti dálkurinn um neyt- endamál í dagblaðinu The Morn- ing Star, sem stalínistaarmurinn úr breska kommúnistaflokknum (en hann klauf sig úr flokknum fyrir nokkmm ámm) gefur út, er skrá á baksíðu hvers blaðs yfír það fé, sem hefur safnast til að styrkja útgáfu blaðsins. Almenningrir hlynnt- ur dauðarefsingum Ihaldsmenn vilja ræða málið á þingi London, Reuter. ÞRÍR af hverjum fjórum Bretum te(ja að taka beri upp dauðarefsing- ar að nýju þar í landi. Kemur þetta fram í skoðanakönnun sem gerð var fyrir dagblaðið The Evening Standard og birt var á þriðju- dag. Douglas Hurd, innanrikisráðherra Bretlands, sagði á þingi íhaldsflokksins í gær að málið yrði borið upp á þingi. 1.093 Bretar vom krafðir svara um afstöðu þeirra til dauðarefsing- ar en miklar umræður hafa spunnist um mál þetta í Bretlandi á undanf- ömum ámm. 80 prósent aðspurðra kváðust hlynrit því að hryðjuverka- mönnum og bamamorðingjum yrði gert að gjalda fyrir óhæfuverk með lífí sínu. Helmingur aðspurðra taldi rétt að taka umsvifamikla eitur- lyflasala af lífí og þriðjungur kvaðst telja að hið sama ætti að gilda um nauðgara. Dauðarefsingar vom afnumdar í Bretlandi árið 1965 og hefur ákaft verið deilt um réttmæti þeirrar ák- vörðunar. í aprílmánuði var borin upp á tillaga á þingi um að dauðar- efsingar yrðu teknar upp að nýju en hún var felld. Á þingi íhaldsflokksins sem nú stendur yfír í Blackpool hefur verið þrýst á Douglas Hurd innanríkis- ráðherra um að beita sér fyrir því að dauðarefsingar verði teknar upp. Hurd hét því í gær að einskis yrði látið ófreistað við að hefta glæpa- starfsemi á götum úti og bætti við að hann hygðist bera það upp á þingi hvort innleiða bæri dauðarefs- ingar. Kvað hann þingið vera réttan vettvang fyrir umræður um svo mikilvægt mál en lýsti jafnframt yfír því að hann væri því andvígur að sakamenn yrðu teknir af lífi. Veiðimenn! Nú er á veiðfatnaði, þar á meðal jakkar, vesti, kuldafatnað- ur, regnfatnaður, peysur o.m.fl. afsláttur Verslunin eiöiv* Langholtsvegi 111 x 104 Reykjavík > 6870'90 REYKJAVÍK pa\ma Í \eðurlux o£ húsgagna-höllin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.