Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987 Féll af reið- hjóli og slas- aðist á höfði UNGUR drengur slasaðist töluvert á höfði þegar hann féll af reiðhjóli sínu í gær. Hann tvímennti á hjólinu með félaga sínum og má rekja orsakir slyssins til þess. Slysið varð í Granaskjóii um hádegið í gær. Sem fyrr sagði voru drengimir tveir á hjólinu. Farþeginn fór með annan fótinn í gjörð reiðhjólsins, sem enda- steyptist. Báðir drengimir skullu harkalega í götuna og sá sem stjómaði hjólinu hlaut höfuð- meiðsli, þar á meðal áverka í andliti. Hann var fluttur á slysa- deild, þar sem gert var að meiðslum hans. Félagi hans meiddist minna. Lögreglan í Reykjavík biður foreldra að brýna það fyrir böm- um sínum , hve hættulegt það getur verið að tvímenna á reið- hjólum. VEÐUR Stefán Benediktsson. Náttúruverndarráð: Þjóðgarðs- vörður ráðinn í Skaftafell STJÓRN Náttúruvemdarráðs hefur samþykkt að ráða Stefán Benediktsson deildarstjóra í menntamálaráðuneytinu, þjóð- garðsvörð í Skaftafelli frá og með næstu áramótum. Stefán, sem var einn sex um- sækjenda, tekur við af Ragnari Stefánssyni en hann hefur verið þjóðgarðsvörður frá upphafí. Merniingarsjóður gefur út bókina „Þjóðhátíð 1974“ BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs gefur á næstunni út bókina „Þjóð- hátiðin 1974“ eftir Indriða G. Þorsteinsson. Indriði var fram- kvæmdastjóri þjóðhátíðarinnar á sínum tima og var honum falið að skrifa bók um hana af forsætisráðuneytinu. Áður hafa verið gefnar út bækur um þjóðhátiðina 1874, Alþingishátiðina 1930 og Lýðveldishátíðina 1944. „Þjóðhátíðin 1974“ er tveggja binda verk og fjallar fyrra bindið um undirbúning og framkvæmd þjóðhátíðarinnar á Þingvöllum, en seinna bindið um þær 22 héraðs- hátí ðir sem haldnar voru víða um land í tilefni ellefu hundruð ára afmælis íslandsbyggðar. Að sögn Hrólfs Halldórssonar hjá bókaútg- áfu Menningarsjóðs hefur skapast sú hefð að út séu gefnar bækur um stórhátíðir, og er þessi bók í sama broti og þær bækur sem áður hafa komið út um fyrri hátíðir. Auk umfjöllunar um þjóðhátí- ðina sjálfa kemur Indriði inn á ýmis mál sem tengjast þjóðhátí- ðarárinu, svo sem opnun hringveg- ar og ákvörðun um byggingu Þjóðarbókhlöðu. Útlitshönnuður bókarinnar er Kristín Þorkelsdóttir, en hún hannaði meðal annars merki þjóðhátíðarinnar á sínum tíma. Indriði G. Þorsteinsson. Um 67% hraðfrystihúsa með gaJlaða tækja- og frystiklefa NIÐURSTÖÐUR athugunar á 100 hraðfrystihúsum, sem Ríkis- / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa (slands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG, 17.10.87 YFIRLIT á hádegi i gær: Lægð suður í hafi á leið norður. SPÁ: í dag verður noröaustanátt á landlnu, víðast kaldi eða stinn- ingskaldi. Á Suður- og Suðvesturlandi verður bjart veður að mestu og 4 til 8 stiga hiti, en dálítil slydda eða rigning og 1 til 4 stiga hiti við norður- og austurströndina. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA SUNNUDAGUR og MANUDAGUR: Austan- og norðaustanátt og víðst frostlaust. Rigning eða slydda allvíða noröan- og austan- lands, en yfirleitt þurrt á Suðvesturlandi. Heiðskírt TÁKN: O: ■o Léttskýjað Gk Hálfskýjað m Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma 1 o Hitastig: 10 gráður á Celsius Skúrir * V El — Þoka — Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —j* Skafrenningur [T Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl vehur Akureyri 3 alskýjað Raykjavík 7 skýjað Bergen 14 rlgn.ás. klst. Helsinki 11 alskýjað Jan Mayen 0 skafrenningur Kaupmannah. vantar Narssarssuaq + 1 skýjað Nuuk + 3 skýjað Osló 14 rignlng Stokkhólmur 12 rignlng Þórshöfn 8 rlgning Algarve 22 skýjað Amsterdam 14 skúris. klst. Aþena 23 skýjað Barcelona 23 hálfskýjað Berlln 19 skýjað Chicago vantar Feneyjar 21 Þokumóða Frankfurt 14 rign.is. klst. Glasgow 10 rignlng Hamborg 19 rign. i s. klst. Las Palmas 25 skýjað London 14 léttskýjað LosAngeles vantar Luxemborg 11 rígn.is. klst. Madrld 18 léttskýjað Malaga 19 alskýjað Mallorca 23 skýjað Montreal vantar NewYork vantar París 18 skýjað Róm 25 skýjað Vln 23 skýjað Washington vantar Winnipeg vantar mat sjávarafurða stóð fyrir siðastliðið sumar, voru meðal annars þær, að 60% húsanna væru með galiaða tækja- og fry- stiklefa, i 6% þeirra voru þeir taldir slæmir og í einu voru kle- farnir óhæfir. I úttektinni kom ennfremur fram að í 53% hú- sanna voru flökunarsalir gallaðir og í 6% þeirra voru þeir slæmir. Kaffistofur voru hins vegar víðast hvar í góðu lagi en i 40% húsanna voru þær taldar „til fyr- irmyndar" og í 46% tilfella „i lagi“. Hraðfrystihúsin voru skoðuð á tímabilinu frá 9. júní til 25. septem- ber og voru þau öll í vinnslu á þeim tíma. Hvert þessara húsa var grandskoðað og niðurstöður skráð- ar á eyðublöð. Einstökum þáttum var gefín ein af eftirfarandi ein- kunnum: óhæft, slæmt, gallað, í lagi eða til fyrirmyndar. Eftir að lokið var skoðun á hverju húsi var gerð skrá yfír þau atriði sem lag- færa þurfti og var hún skilin eftir hjá verkstjóra. Niðursöður úttektar- innar hafa verið sendar hveiju húsi. Niðurstöður athugunarinnar á 100 hraðfrystihúsum eru birtar í meðfylgjandi töflu: Til í fyrirmyndar lagi Gallað Slæmt Óhæft 1 UMHVERFI: ....6% 31% 45% 16% 2% 2. ÚRGANGUR OG HOLRÆSI: ..13% 36% 36% 14% 1% 3. FISKMÓTTAKA: ....6% 34% 43% 17% 0% 4. FLÖKUNARSALUR: ....5% 36% 53% 6% 0% 5. SNYRTI OG PÖKKUNARSALUR:.. ..12% 42% 37% 9% 0% 6. TÆKJA OG FRYSTIKLEFI: ....6% 27% 60% 6% 1% 7. ÍSVÉL OG ÍSGEYMSLA: .. 14% 40% 40% 6% 0% 8. UMBÚÐAGEYMSLA: .. 18% 38% 26% 15% 3% 9. VATN: ..30% 43% 15% 11% 1% 10. BÚNINGSHERBERGI: ....7% 30% 39% 20% 4% 11. KAFFISTOFA: ..40% 46% 9% 3% 2% 12. SALERNI: ..15% 25% 47% 11% 2% 13. KLÆÐNAÐUR STARFSFÓLKS:.... ..15% 42% 37% 4% 2% 14. NOTKUN DAGBÓKAR: ..21% 41% 26% 9% 3% 15. HREINLÆTISAÐGERÐIR: ....9% 59% 26% 4% 2% Niðurstöður flokkaðar í töflu. Úr umferðinni í Reykjavík fimmtudaginn 15. október 1987 Árekstrar bifreiða: 18. Kl. 20.08 slasaðist ökumaður í tveggja bíla árekstri á mótum Kringlu- mýrarbrautar/Hamrahlíðar. Samtals 287 kærur fyrir brot á umferðarlögum á fímmtudag. 15. október var dagur hvíta stafsins og var lögreglan með átak gegn illa staðsettum bifreiðum sem leiddi til þess að 32 bifreiðir voru ijar- lægðar með kranabifreið og 180 fengu sekt að auki. Radarmælingar: 17 ökumenn kærðir fyrir hraðan akstur. Kl. 16.15 var 25 ára gamall maður sviptur ökuréttindum á staðnum er hann mældist með radar aka bifhjóli sínu með 148 km/klst hraða suður Kringlumýrarbraut. Um miðnætti var 20 ára gamall piltur sviptur ökuréttindum á staðnum er hann mældist með radar aka fólksbifreið með 122 km/klst hraða norður Kringlumýrarbraut. Ökumaður sem kærður var fyrir að aka með 93 km/klst hraða vestur Sætún laust fyrir miðnætti var grunaður um ölvun við aksturinn. Aðrar lögregluskýrslur sýna að kært hefír verið fyrir 96 km/klst hraða í Ártúnsbrekku. 96 km/klst hraða um Elliðavog. 88 km/klst hraða um Suðurgötu og 74 og 77 km/klst hraða um Hverfísgötu. Klippt voru númer af 9 bifreiðum vegna vanrækslu á að færa til aðal- skoðunar. Bflar voru teknir af tveim réttindalausum ökumönnum og þrem grunuð- um um ölvun í fímmtudagsumferðinni. Frétt frá lögreglunni í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.