Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987 Fjármálaráðherra í utandagskrárumræðum á Alþingi: Rætt um frestun söluskatts á mat- væli gegn samkomulagi um launastefnu Miklar umræður voru um frestun söluskatts á mat- væli á Alþingi í gær og rætt um það meðal annars hvort fyrir hendi væri sam- komulagsgrundvöllur um launastefnu ef ríkisstjórn- in félli frá flýtingu gildi- stöku söluskatts á matvæli. JÓN BALDVIN Hannibalsson, fjármálaráðherra sagði í utan- dagskrárumræðum á Alþingi á fimmtudag um efnahagsaðgerð- ir ríkisstjórnarinnar, að í viðræð- um Þrastar Ólafssonar, framkvæmdastjóra Dagsbrúnar, við fjármálaráðuneytið hefði verið rætt hvort það kynni að vera samkomulagsgrundvöilur, að því er varðar mörkun launa- stefnu, ef ríkisstjórnin félli frá flýtingu gildistöku söluskatts á matvæli. Frá fyrri hluta þessara utandagskrárumræðna var greint i Morgunblaðinu í gær en þær stóðu langt fram eftir kvtfldi. Arni Gunnarsson (A.-Ne.) sagði það hafa verið ljóst eins og sakir stóðu að grípa varð til mjög ákveð- inna aðgerða í efnahagsmálum til að draga úr þeirri gífurlegu þenslu sem hefði átt sér stað í þjóðfélaginu og þá einkum og sér í lagi á höfuð- borgarsvæðinu. Einkageirinn sveik frelsið Sagði Ámi að einkageirinn hefði svikið það frelsi sem honum hefði verið veitt í peningamálum á und- anfömum árum og stuðlað m.a. að stóraukinni þenslu í þjóðfélaginu. Einkageirinn hefði gengið í erlenda sjóði og fjármagnað framkvæmdir sínar með þeim afleiðingum að þessi þensla hefði stórskaðað bæði lands- byggðina og þjóðina í heild. Vegna þessa kerfis sem hefði verið sleppt lausu, kannski í of stór- um skrefum og kannski of lausu, hefðu vextir hækkað stórlega. Verðbréfamarkaðurinn hefði farið út fyrir öll skynsamlega mörk í yfírboðum og vöxtum og hefði það leitt til þess að bankar og lánastofn- anir hefðu séð sig knúna til þess að hækka vexti sína. Þetta hefði líka orðið til þess að ríkissjóður og ríkisvaldið hefði talið sig nauð- beygt, vegna samkeppninnar um fjármagnið, að hækka vexti. Sagð- ist Ámi tvímælalaust vera þeirrar skoðunar að „hávaxtastefnan" hefði verið og væri einn mesti verð- bólguvaldurinn í þjóðfélaginu. Talsmaður harðra að- gerða Guðmundur G. Þórarinsson (F.-Rvk.) sagðist hafa verið einn harðasti talsmaður þess að gripið yrði til harðra aðgerða þegar ríkis- stjómin var mynduð. Hefði það verið með þeim rökum að í slíku góðæri eins og nú ríkti gæti ríkis- stjóm ekki lagt af stað með öfugan viðskiptajöfnuð við útlönd og ríkis- sjóð rekinn með halla. Því miður hefði ekki náðst samstaða um þess- ar aðgerðir þegar ríkisstjómin var mynduð. Nú hefðu verið gerðar við- bótaraðgerðir og væri hann sammála því og þeim markmiðum sem þar væri verið að ná. Guðmundur G. minntist einnig á gengismál í ræðu sinni. Sagði hann að ríkisstjóm sem hefði takmarkaða stjómþætti í höndum sér gæti ekki lofað því að halda gengi föstu. Þeir þættir sem hefðu áhrif á gengið væm margir og ekki allir á hendi einnar ríkisstjómar. Sagðist hann halda að ef verðbólga yrði meiri en í helstu viðskiptalöndum og verðlag á afurðum hækkaði ekki í sama mæli þá styrktist íslenska króna óeðlilega. Ef gengi yrði haldið föstu í slíkri verðbólgu þá væri það með því að ganga á fé útflutningsveg- anna. Þeir væru mismunandi vel staddir og mundu auðvitað reka á sker á einhveijum tíma ef ekki tækist að halda verðbólgunni niðri. Engin krafa um niður- fellingoi matarskatts Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, sagði enga kröfu hafa komið fram frá Þresti Ólafssyni, framkvæmdastjóra Dagsbrúnar, á fundi með sér og aðstoðarmönnum sínum um skilyrð- islausa niðurfellingu söluskatts á matvæli, þó því hefði verið haldið fram fyrr í þessum umræðum. Menn hefðu rætt um hvort það kynni að vera samkomulagsgrun- dvöllur að því er varðaði mörkun launastefnu á næsta ári, ef ríkis- stjómin fyrir sitt leyti tæki til athugunar að falla frá flýtingu á gildistöku þessara breytinga á sölu- skattinum. Sagði fjármálaráðherra það vera rækilega útlistað í stefnuyfirlýsingu og starfsáætlun ríkistjómarinnar hvemig hún hyggðist mæta verð- hækkunaráhrifum með beinum aðgerðum af auknum tekjum af slíkum skatti. Persónuafsláttur í tekjuskatti yrði aukinn, bama- og fjölskyldubætur yrðu auknar og bótagreiðslur almannatrygginga hækkaðar. Það að þessum skatti hefði verið flýtt fram til 1. nóvem- ber væri liður í þeim heildaraðgerð- um sem ríkisstjómin hefði nú gripið til. Vegna þessarar flýtingu skatts- ins væri reiknað með 150 milljónum króna í tekjur á þessu ári og rynni helmingur þess beint til niður- greiðslna á matvörum. Fjármála- ráðherra sagðist að vísu vera þeirrar skoðunar að þetta væri ekki nægilega góð leið en vegna flýtingu gildistöku skattsins hefði verið ógemingur að innan þessara tíma- marka koma fram, með vönduðum undirbúningi, þeim tekjujöfnuna- raðgerðum sem að öðru leyti væm boðaðar um áramót. Karpov kemst ekk- ert áfram með hvítu Skák Margeir Pétursson Anatoly Karpov heldur for- ystunni í heimsmeistaraeinvíg- inu. Staðan er nú 2:1 Karpov i vii eftir að þriðju skákinni lauk me< jafntefli i gærkvöldi. Eftir æsilega baráttu í annarri ská- kinn olli viðureign þeirra i gær vonbrigðum. Sama byrjun varð upp á teningnum og i fyrstu skákinni og aftur tókst. Ka- sparov að jafna taflið með svörtu án þess að lenda i nokkr- um erfiðleikum. Þegar heims- meistarinn bauð jafntefli í 29. leik stóð hann jafnvel sjónar- mur betur. Þykir skáksérfræðingum nú ljóst að eftir litlu sé að slægjast fyriv hvítan í trausta en leiðinlega “samlokuafbrigði" Griinfelds- vamarinnar. Dregur afbrigðið nafn sitt af því að báðir stilla liði sínu upp á sama hátt í byijun. Líklega verður Karpov að finna sér aðra byijun vilji hann eiga raunhæfa vinningsmöguleika með hvítu, því miðtaflið sem kemur upp eftir þetta afbrigði er svo lit- laust að ekki er hægt að búast við því að reyndum stórmeisturum verði þar á mistök. Það kom mörgum á óvart að heimsmeistarinn skyldi ekki taka sér frí eftir afhroðið í annarri skákinni á miðvikudaginn. Hann hefur í öllum fyrri einvígjum sínum við Karpov farið flatt á því að taka ekki frí eftir tapskák. Hvor keppenda getur aðeins feng- ið þijár frestanir í einvíginu og því lét Kasparov sig hafa það að tefla, enda fullsnemmt að eyða frestun strax í upphafi einvígisins. Fjórða skákin verður tefld á mánudaginn. Þá hefur heims- meistarinn hvítt og mun þá vafalaust reyna mikið til að jafna metin. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Gary Kasparov Griinfelds-vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 — g6 3. g3 - c6 4. Bg2 — d5 5. cxd5 — cxd5 6. Rf3 - Bg7 7. Rc3 0-0 8. Re5 - e6 9. 0-0 - Rfd7 10. f4 - Rc6 11. Be3 - Rb6 12. Bf2 - Re7 Kasparov er fyrri til að breyta út af fyrstu skákinni sem tefldist: 12. - Bd7 13. e4 - Re7. Nú er ekki fysilegt fyrir hvítan að leika 13. e4, því eftir 13. — dxe4 14. Rxe4 — Rbd5 hefur svartur sölsað undir sig d5-reitinn. 13. a4 - a5 14. Db3 - Bd7 15. Hfcl - Bc6 16. Rb5 - Rbc8 17. e3 - Rd6 18. Rxd6 Eftir þessi uppskipti hefur hvítur ekki af miklu að státa, en ef hann hefði látið þau hjá líða, mátti hann reikna með 19. — Db6. 18. - Dxd6 19. Bel - Hfb8 20. Bfl - f6 21. Rf3 - Dd7 22. Dc2 - Rf5 23. Bd2 - Rd6 Eftir nokkra óvirka leiki Karpovs í röð hefur heimsmeistar- anum algjörlega tekist að jafna taflið. Hann getur jafnvel státað af þvf að eiga greiðan aðgang að e4-reitnum fyrir riddara, en jafn- framt hrakið hvíta riddarann í burtu frá e5. 24. b3 - Hc8 25. Ddl - h6 26. Bel - g5! Karpov lætur sér nægja að leika mönnunum fram og til baka í þessari viðburðasnauðu stöðu, en Kasparov getur hins vegar ekki setið kyrr og sölsar undir sig rými á kóngsvængnum 27. Ha2 - De8 28. Hac2 - Bf8 29. Bd3 - g4. Um leið og Kasparov lék þenn- an leik bauð hann jafntefli, sem Karpov þáði, enda stendur svartur sízt lakar. Fjárlagafrumvarpið: Morgunblaðið/ól.K.M. Sameig’inlegnr fyrir- vari stjómarflokkanna VIÐ framlagningu fjárlagafrum- varpsins fyrir árið 1988 hafa komið fram fyrirvarar í ákveðn- um þáttum landbúnaðargeirans varðandi tilflutning á kostnaði frá ríki yfir til atvinnugreinar- innar. Morgunblaðið spurði Þorstein Pálsson forsætisráð- herra um þessa fyrirvara af hálfu stjórnarflokkanna. „Það var samkomulag um máls- meðferð þessara atriða í ríkisstjóm- inni og ákveðið að skipa sérstaka nefnd þingmanna úr stjómarflokk- unum þremur til þess að fjalla um þessi málefni og komast að sameig- inlegri niðurstöðu," sagði forsætis- ráðherra, „þannig að það er sameiginlegur fyrirvari allra flokk- anna þriggja um þessi tilteknu atriði á tilflutningi kostnaðar frá ríki jrfir til atvinnugreinarinnar. Stjómarflokkamir standa allir að frumvarpinu og allir að nefndaskip- aninni." Fulltrúakjör á landsfund Alþýðubandalagsins: Stuðningsmenn Ólafs Ragnars lögðu fram lista TALNING atkvæða í kosningu Alþýðubandalagsins í Reykjavík um 100 aðalfulltrúa og jafn marga varafulltrúa á landsfund flokksins í nóvember verður í dag, en kosningin fór fram síðastliðið fimmtudagskvöld. Um 400 manns voru á fundinum og 244 í framboði. Á landsfundinum fer fram kosn- ing formanns, en í kjöri eru þau Ólafur Ragnar Grímsson og Sigríð- ur Stefánsdóttir. Á fundinum á fímmtudagskvöldið lagði uppstill- inganefnd fram lista með nöfnum 100 aðalfulltrúa og 100 varafull- trúa. Á fundinum lögðu stuðnings- menn Ólafs fram lista með 91 nafni þar sem þeir töldu að 70% þeirra sem voru á lista uppstillingarnefnd- ar styddu Sigríði Stefánsdóttur. Enda voru stuðningsmenn hennar hvattir til að kjósa þann lista. Mjög mikið var smalað á fundinn af hálfu beggja frambjóðenda sem sést af §ölda þeirra sem sóttu fund- inn. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er talið að úrslit verði tvísýn. Alþýðubandalagið í Kópavogi: Fyrrum framkvæmda- stjóri flokksins náði ekki kosningn A FUNDI Alþýðubandalagsins í Kópavogi á miðvikudagskvöld voru kjörnir 17 fulltrúar á lands- fund flokksins, sem haldinn verður eftir tæpan mánuð. At- hygli vakti að Óttarr Proppé, ritstjómarfulltrúi Þjóðviljans og fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins, var ekki kjörinn, en hann var á lista upp- stillingamefndar. Kristján Sveinbjömsson, formað- ur Alþýðubandalagsins í Kópavogi, sagði að alls hefði verið kosið um 40 manns. „Uppstillingamefnd lagði fram lista og síðan var bætt við hann,“ sagði Kristján. „Óttarr Proppé var á lista uppstillingar- nefhdar, en hann náði ekki kjöri. Hann hefur ekki starfað mikið með félaginu og mér þykir líklegast að hann gjaldi þess nú.“ Kristján sagði aðspurður að hann gæti ekkert sagt til um hvort full- trúamir sautján væru fylgismenn Ólafs Ragnars Grímssonar eða Sigríðar Stefánsdóttur, en sem kunnugt er hafa þau gefið kost á sér við formannskjör í Alþýðu- bandalaginu. „Það er sjálfsagt hægt að brennimerkja þetta fólk misjafnlega, en mér heyrist á fólki að það hafi ekki gert upp hug sinn enn,“ sagði Kristján.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.