Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987 47 Rómúlus mikli eftirKolbein Þorleifsson Ég les það í blöðunum, að nú um helgina verði seinustu sýningar á því ágæta leikriti Durrenmatts „Rómúlus mikli“. Það fínnst mér slæmt vegna stjömuleiks Rúriks Haraldssonar. Það er áhrifamikið að sjá hann í hlutverki keisarans í Róm, sem veit að hann á að vera ljósmóðir heimsveldis, sem hefur tekið jóðsótt og er að dauða komið, því að nú er bam framtíðarinnar að fæðast. Það var þetta, sem ég og Diirretmatt lærðum forðum daga í þýsk-ættaðri mannkynssögu. Siðfræði Durrenmatts í leikritinu er afar einkennileg, en ætli hún slái ekki á sömu strengi og friðar- hreyfingar nútímans. Hví skyldi keisari ekki beita valdi sínu til að koma ríki sínu á kaldan klaka, ef hugsjón hans er að útrýma glæpa- verkum sinna eigin hermanna? Ég viðurkenni að vísu ekki þetta sjón- armið keisarans, en er ekki mikill fjöldi manna á Vesturlöndum sem gengur með þessa jóðsótt, jafnvel við sem búum utangarðs í hnit- skjóli heimsmálanna. Var það ekki í fyrra, að keisarar heimsins sátu hér á fundi, sem skyldi fæða af sér friðarbarn. Þeir voru að vísu kallað- ir forsetar, en hafa gegnt sama hlutverki í heimsmálunum og keis- ararnir í Róm og Miklagarði. Diirrenmatt stillir upp tvennum öfgum. Keisara, sem hefur að hug- sjón að leggja niður voldugt ríki, og embættismönnum hans, sem vilja veija það með gömlu aðferðun- um, sem í raun og veru flokkast undir stríðsglæpi samkvæmt við- horfum Niimberg-dómstólsins. Og barnið, sem fæðist, er það sama og var dæmt í Niimberg. Það var þetta sem ég sá, þegar ég var bam. Diirrenmatt sá það líka, og hann var skáld, sem gat tjáð hugsun sína opinberlega. Það skiptir ekki máli, hvort menn em sammála Diirrenmatt í siðfræði leiksins. Málið er jafn raunverulegt fyrir okkur, sem búum í Reykjavík dagsins í dag. Og þetta leikrit snert- Kolbeinn Þorleifsson ir einmitt kjama málsins, sem fjallað var um í ræðu Steingríms Hermannssonar utanríkisráðherra á Allsheijarþingi Sameinuðu þjóð- anna. Rómúlus mikli er einmitt sá boðberi friðarins, sem þjóðimar hafa aldrei viljað eiga, fyrr en nú. Glæsileikur Rúriks Haraldssonar í þessu hlutverki vitringsins í bijál- uðu samfélagi, eða bijálæðingsins meðal heilbrigðra manna, er svo eftirminnilegur, að hann verður að teljast stærsti leiksigur hans. Allir aðrir þátttakendur í þessari grát- broslegu jóðsótt rómverska heims- veldisins svífa í kringum hann eins og flugur í kringum kertaljósið og hljóta að endingu að farast í logan- um. Höfundur er kirkjusagnfræðingur og prestur. Vinnueftirlit ríkisins; Upplýsinga- blöð um varasöm efni VINNUEFTIRLIT ríkisins hefur gefið út fjórtán upplýsingablöð um varasöm efni. í fréttatilkynningu frá vinnueft- irlitinu segir, að tilefni útgáfunnar sé vaxandi efnanotkun í íslensku atvinnulífí. Varasöm efni em notuð í framleiðslu í greinum eins og plast-, prent- og húsgagnaiðnaði og í hreinlætisvöruframleiðslu. í mörgum greinum em þau notuð við þrif, svo sem í frystihúsum og ann- ari matvælaframleiðslu. Loks geta þau verið hluti af búnaði, svo sem ammoníak og freon í frystiklefum. A hveiju upplýsingablaði er fjall- að um eitt efni. Fyrst er sagt frá eiginleikum og einkennum efhisins og sýnt hvemig það er merkt. Síðan er fjallað um hættur sem fylgja því að anda efninu að sér og snertingu við það, bmna- og sprengihættu, fyrirbyggjandi aðgerðir, hlífðarbún- aði fýrir starfsmenn og viðbrögð ef slys verða. Efnin sem fjallað er um á fyrstu blöðunum em þessi: Tólúen, stýren, formalín, freon, tetraklóretýlen, ammóníak, ammóníakvatn, salt- péturssýra 5-20%, saltpéturssýra 20-70%, saltsýra 10-25%, saltsýra 25-38%, brennisteinssýra 5-15%, brennisteinssýra 15-96% og ter- pentína. Bilunin varð í móður- tölvu fisk- markaðarins í FRETT í Morgunblaðinu 7. októ-- ber sl. þar sem skýrt var frá Fiskmarkaði Norðurlands er sagt að bilun hafí orðið í gagnaflutnings- neti Póst- og símamálastofnunar og uppboðið tafíst af þeim sökum. Þetta er ekki rétt. Í athugasemd frá blaðafulltrúa Pósts- og síma segir að í ljós hafí komið að bilun varð ekki í gagnaflutningsnetinu heldur í móðurtölvu markaðarins hjá fyrirtækinu ítölu í Reykjavík. Hvers vegna Vegna þess að: er með innbyggðum herði er því létt að þrífa hefur sérlega fallega áferð þekur algjörlega í 2-3 umferðum \ r POLYTEX « plastmalning 51 íwaUt í t ísku -nýja Ijósa línan Fæst í öllum helstu málningarverslunum Efnaverksmiðjan Sjöfn Akureyri. Sími 96-21400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.