Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987 DÆLUR 1-RITZ- Miðflóttaaflsdœlur Miðstöðvardœlur OC ALFA-LAVAL Ryðfríar dœlur BMA Spjaldadœlur Wangen Snigildœlur Olíudœlur Hverju þarftu að dœla og hvert? Hafðu sam- band við okkur og við höfum lausn sem hentar. LANDSSMIÐJAN HF. Verslun Ármúla 23 - S. (91)20680 Garðskagatlös Garðskagi, kl. 17:00 SOGUFERÐ SUÐUR MEÐ SJOL, Sunnudaginn 18. októberf ^ Miðnashreppur c/o NVSV: Halldóra Thorlacius s. 92-37561 Kolbeínsvai Kirkjuból Kólga Flankastaðir Hamarssund Sandgerði kl. 18:00 Hvalsnes Hafnahreppur c/o NVSV: ÁsbjÖrn Eggertsson s. 92-16902 Náttúruverndarfélajg Suðvesturlands: Söguferð suður með sjó Náttúruverndarfélag Suðvest- urlands stendur að söguferð um Suðurnes sunnudaginn 18. októ- ber. Lagt verður af stað frá Norræna húsinu kl. 9.00, frá Náttúrugripasafninu, Hverfis- götu 116, kl. 9.10, frá Nátturu- fræðistofu Kópavogs kl. 9.20 og Sjóminjasafni íslands i Hafnar- firði kl. 9.30. Sjálf söguferðin hefst við Kúa- gerði kl. 9.45 (ruddu svæði ofan vegar), en Kúagerði var eins og kunnugt er einn aðaláningarstaður- inn fyrr á tímum þegar farin var þjóðleiðin „suður með sjó". í ferðinni verður fjallað um mannvistarminjar, sögustaði, merk- isatburði úr sögu svæðanna, þjóð- sögur, örnefni o.fl. Eftir því sem tími og veður leyfir. Þetta verður gert með leiðsögn sögu- og staðar- fróðra manna úr sveitarfélögunum. Um Vatnsleysustrandarhreppi fer Guðmundur Björgvin Jónsson með okkur, um Grindavíkursvæðið Tómas Þorvaldsson, um Hafna- hrepp Ásbjörn Eggertsson, um Njarðvíkursvæðið Helga Ingimund- ardóttir, um Keflavíkursvæðið Guðleifur Sigurjónsson, um Gerða- hrepp Jóhann Jónsson, og um Miðneshrepp Halldóra Ingibjörns- dóttir. Söguferðinni lýkur við samkomu- húsið í Sandgerði um kl. 18.00. Allir eru velkomnir í ferðina hvort sem þeir eru félagar í NVSV eða ekki. Hægt verður að koma og fara í ferðina á 'akveðnum stöðum. Nánari upplýsingar gefa fulltrúar NVSV í hverju sveitarfélagi (sjá kort) en upplýsingar um ferðina almennt verða gefnar í síma 91-40763. Þetta verður ökuferð, en farið verður út á nokkrum stöðum ef veður leyfir. Við forum ferðina hvernig sem viðrar. Fargjald veður 600 kr., en 400 ef farið er um þrjú eða færri sveitarfélög. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Tilgangur f erðarinnar Tilgangur ferðarinnar er að vekja athygli á, að kynna þarf betur sögu Suðurnesja, örnefni og mannvistar- minjar og jafnframt að vekja athygli stjórna sveitarfélaganna á Suðvesturlandi á nauðsyn þess: a) að þegar verði hafist handa í öllum sveitarfélögunum við að skrá skipulega upplýsingar frá eldra fólkinu um fyrri tíð, einn- ig að skrá hvar gamlir munir og myndir eru til staðar. Þess- ar upplýsingar liggi svo frammi. b) að skrásetja öll örnefni, nátt- úru- og mannvistarminjar á loftmyndir með aðstoð stað- fróðra manna af svæðunum og gefa þau síðan út svo að þau séu öllum aðgengileg. Við getum ekki beðið eftir því að einhverjum detti i hug ein- hverntíma að skrá eða skrifa eitthvað. Við megum engan tíma missa. Hvað er til ráða Það gæti verið: a) að hvetja sem flesta sem átt hafa heima í sveitarfélaginu mestan sinn aldur, til að gera það að áhugamáli sínu að skrá sjálft og/eða tala við eldra fólk sem það þekkir, skrá eftir því allskonar upplýsingar frá fyrri tíð. Fyrir þessu standi sveitar- félögin og aðstoði þetta áhugafólk á ýmsan hátt, t.d. með því að koma af stað nám- skeiðum um hvernig á að standa að svona viðtölum, lána því tæki til þessara nota, og gera því kleift að geta leitað til sérfróðra manna ef einhver vandamál koma upp. b) að það verði námsgrein í síðasta bekk grunnskóla á svæðinu að nemendur séu látn- ir vinna að því að koma upp sýningu í lok skólaársins í einni eða fleiri kennslustofum. Þar verði kynnt náttúrufar svæðis- ins og sérkenni þess, saga þess, örnefni, landafræði o.fl. sem því viðkemur. Þessi sýning verði opin yfir sumarmánuðina, heimafólki, gestum þess og ferðafólki til fróðleiks og ánægju. Við þetta vinnst mjög margt sem hér er of langt upp að telja. Þetta er svo mikið menningarmál fyrir okkur og afkomendur okkar að í kostnað má ekki horfa, enda þarf hann ekki að verða mikill ef rétt er að málum staðið. Það má geta þess að Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, SSS, hefur skoðað þessi mál um nokkurt skeið, vonandi er að fleiri sveitarfé- lög á Suðvesturlandi séu farin af stað. (Frá nvsv) Morgunblaðið/Bjarni Frá fyrri hluta stærðfræðikeppni framhaldsskólanema í Menntaskól- amini í Reykjavík. Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema FYRRI hluti stærðfræðikeppni framhaldsskólanema fór fram þriðjudaginn 13. október sl. en síðari hlutinn fer fram í febrúar n.k. Keppnin er nú haldin í fjórða sinn. Fyrri hluta hennar er skipt í neðra og efra stig. Neðra stigið er ætlað nemendum á tveimur fyrstu árum framhaldsskóla en efra stigið þeim sem lengra eru komnir. Árangur í keppninni og frammi- staða í æfingadæmum, sem þátt- takendur í úrslitum fá send, verður hafður til hliðsjónar þegar valdir verða keppendur í Norðurlanda- keppni í stærðfræði í vor og Ólympíukeppnina í stærðfræði sem haldin verður í Canberra í Ástralíu í júlí á næsta ári. í síðustu Norðurlandakeppni í stærðfræði varð Geir Agnarsson í efsta sæti og Sverrir Þorvaldsson náði fjórða sæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.