Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987 Fjöldi umsókna um lögregluþj ónsstarf ATVINNUAUGLÝSING Lögreglunnar í Reykjavík sem birst hefur í dagblöðum undanfarna daga hefur borið undraverðan árangur, að sögn Guðmundar Guðmundssonar starfsmannastjóra. A mánudag leituðu á annað hundrað manna upplýsinga um störfin sem í boði eru og rúmlega 50 umsóknir hafa borist. Lögreglan ætlar að ráða milli 15 og 20 menn til starfa fram að áramótum. Frá afmælissamkundunni þar sem stofnfélagarnir minntust frumára einkaflugs á íslandi. Einkaflugmenn: Héldu upp á 40 ára afmæli í texta auglýsingarinnar er um- sækjendum boðið upp á „líflegt starf“ og „tilvalið tækifæri fyrir þá sem vilja kynnast lögreglustarfmu og öllum þeim mannlegu samskipt- um sem það býður upp á.“ „Það eru þrátíu og tveir lögreglu- þjónar sem stunda nám á fyrstu önn Lögregluskólans í vetur og okkur vantar fólk til að koma í þeirra stað. Við leitum því að mönn- um sem hafa áhuga á því að prófa þetta starf í skamman tíma og jafn- vel til frambúðar," sagði Guðmund- ur. Aðspurður um það hvemig vænt- „VIÐ ERUM í meiri vandræðum en oft áður og þá verður maður reyna öll úrræði," sagði Davíð Á. Gunnarsson forsljóri ríkisspít- alanna um nýstárlegar atvinnu- auglýsingar stofnunarinnar. „Við viljum minna fólk. á að spítalam- ir em umfram allt skemmtilegir vinnustaðir þar sem margt er að gerast.“ Ríkisspítalana vantar rúmlega hundrað manns til starfa, jafnt faglært fólk sem ófaglært. í auglýsingum ríkisspítalanna er anlegir lögregluþjónar yrðu valdir úr hópi umsækjenda sagði Guð- mundur að leitað væri að fólki á þrítugsaldri sem hefði lokið grunn- skólaprófi og tveggja ára almennu námi í framhaldsskóla. Krafíst er kunnáttu í einu norðurlandatungu- máli, ensku eða þýsku. Lögreglu- þjónar þurfa að vera syndir, hafa réttindi til að aka bíl og standast læknispróf. Byijunarlaun lögregluþjóna eru nú um 34.400 krónur. Við þá upp- hæð bætist vaktaálag sem nemur 33% eða 45% eftir því hvenær dags- ins er unnið. höfðað til þeirra sem vilja afla sér reynslu og fá innsýn í mannleg sam- skipti. Þær hafa birst í sjónvarpi og dagblöðum að undanfömu. „Svona herferð er vissulega dýr en við eigum í harðri samkeppni við hinn almenna vinnumarkað. Það sem við erum að segja er að það er ekki síður skemmtilegt að vinna á sjúkrahúsi en í verslun eða á skrifstofu," sagði Davíð. Hann sagði að kjaradeilur heil- brigðisstétta hefðu sín áhrif á eftir- spum eftir störfum á spítölunum. FÉLAG íslenskra einkaflug- manna var 40 ára 10. október Margir hefðu fengið ranga mynd af launum þessara stétta. Oft virtist gleymast að vinnudeilur yllu kjara- bótum. „Hér er ekki einungis verið að höfða til væntanlegra starfs- manna. Innritanir í þá skóla sem mennta fólk til heilbrigðisstarfa hafa dregist mikið saman. Það má segja að eina starfsfólkið sem nóg er af séu læknar. Þetta er fyrst og fremst tilraun og árangurinn verður að skera úr um hversu lengi við auglýsum," sagði Davíð. síðastliðinn og af því tilefni héldu um 25 félagfsmenn frá fyrstu árum félagsins afmælishóf á Hótel Loftleiðum siðasta mið- vikudag. Geir P. Þormar, sem verið hefur ökukennari í um 40 ár, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hann hefði fengið hugmyndina að því að kalla félagsmennina saman á síðasta flugdegi þegar hann hefði hitt gamla félaga sem hann hefði ekki séð í áratugi. Sveinn Ólafsson, Matthías Matthíasson og hann hefðu síðan látið verða af því í til- efni afmælisins. Félagið var stofnað 10. október árið 1947 og mættu 40 flugmenn á stofnfundinn. Meðlimir gátu þeir orðið sem lokið höfðu A-prófí eða sólóprófí og ekki höfðu það að at- vinnu að stjórna flugvélum. Til- gangur félagsins var að efla samvinnu milli einkaflugmanna, gæta hagsmuna þeirra og hafa með höndum fræðslustarfsemi fyrir fé- laga sína og glæða áhuga fyrir fluglistinni. I fyrstu stjóm voru kosnir: Bjöm Br. Bjömsson formað- ur, Baldvin Jónsson varaformaður, Haukur Claessen ritari, Steindór Hjaltalín gjaldkeri og Láms Óskars- son ritari. Að, sögn Geirs P. Þormars var félagsheimili félagsins fyrstu árin í herbragga á Reykjavíkurflugvelli, þar sem Flugbjörgunarsveitin var stofnuð 27. nóvember 1950. Hann sagði einnig að mikill uppgangur hefði verið í félaginu á þessum árum og félagsmenn hefðu til að mynda oft farið í hópflug og haldið böll á Borginni. Yerðum að reyna öll úrræði - segir forstjóri ríkisspítalanna um atvinnuauglýsingar þeirra gerastekki betri Opið í dag kl. 10-16 Aðra daga kl. 12-18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.