Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987 OliKr. Sigmjónsson, Vestmannaeyjum Við vorum synir bræðra. Hjá okkur hét hann Óli frændi. en alls staðar var hann kallaður Óli Tótu, kenndur við móður sína, að gömlum og góðum vestmanneyskum sið. Það var að sínu leyti við hæfi, því frá henni og móðurfrændum sínum austfirskum fékk hann sitt dökka og framandi yfirbragð. Óli var tæpum áratug eldri en ég og þessvegna vorum við ekki félagar í venjulegri merkingu þess orðs. Samt er að svo að þegar ég hugsa til Vestmannaeyja bemsku minnar en hann einhvers staðar í grenndinni. Ég á bágt með að hugsa til Sólnessheimilisins, sem hvarf í hraunið, án þess að sjá hann þar á vakki, annaðhvort að dedúa eitt- hvað eða þá að koma eða fara, mér var eiginlega aldrei almennilega ljóst hvort heldur var. Og herbergið hans niðrí kjallara var hálf dular- fullt. Ekki var síður ævintýralegt þegar hann fór í siglingar uppúr tvítugu. Ég held að hann sé sá eini úr þessarí flölskyldu sem gerði al- vöru úr því að sigla þangað sem aðra dreymdi um að fara og sungu um, svo sem eins og ffá Singapúr til Mexíkó, og sjálfsagt hafa verið þar einhveijar stelpur á rölti með rós í hárinu, þó ekki sé víst að mikið hafi orðið úr gítarspili undir gluggum. Á þess konar flandri var hann í ein flögur ár, en það endaði skyndilega þegar hann slasaðist mikið, langt úti í löndum, reyndar á Kanaríeyjum löngu áður en lífeþreyttir íslendingar fóru að halda jólin þar. Og þegar ég hugsa um lunda dettur mér líka Óli í hug, því hann var lunkinn við slíkan veiðiskap eins og frændur hans fleiri. Ætli það hafi verið mörg síðsumrin sem liðu án þess að hann kæmi kjagandi inní Bæ með eina kippu á bakinu sem hengd var útundir vegg, án þess að segja margt. Ekki þar fyr- ir, hann gat líka verið hinn mesti spjalljóri þega hann vildi það við hafa. Og svo átti hann afmæli á þjóð- hátíðinni eða þar um kring og auðvitað fékk hann sér þá svolítið í aðra öxlina og rejmdar stundum oftar. Þá sté hann ölduna óvenju stíft og vaggaði án þess að það yrði neinum öðrum til tjóns. Annars stundaði hann Óli alltaf sjó. Hann var áð vísu fæddur í landi, en varla hefur hann verið nema stráklingur þegar hann fór á sjóinn. Ég þykist a.m.k. muna eftir honum róandi með honum pabba um miðjan sjötta áratuginn þegar hans útgerðarævintýri stóð sem hæst, í því harðsvíraða stráka- gengi, sem stundum var á honum Hersteini, og jafnvel fyrr. Gott ef hann átti ekki einhvem hlut í vísunni sem byijaði svona: „Kaldir gæjar sigla sæ ...“ nema það hafí verið hann sem sneri út úr henni, því hann var laginn við vísur og hafði gaman af skáldskap. Hann reri með mörgum og þó lengst af á litlum bátum, stundum með föður sínum og seinustu árin á sínum eig- in bát. Þrautseigur og duglegur sjómaður sem kunni vel til sinna verka. Ævistarf hans var að veiða fisk, þó að ekki safnaði hann mikl- um veraldlegum auði á þeirri iðju frekar en margir starfsbræður hans, enda var hann svo sem eng- inn safnari. Annars var hann Óli einhvem veginn þannig að hann passar alls ekki inn í neina skrifaða grein og allra síst eitthvað sem á að vera minningargrein. En svona er það þegar sviplegir atburðir gerast. Eftir að Hvítings var saknað hafa rótast upp minn- ingar lengst aftan úr hugskoti sem tengjast þessum frænda mínum. Og ég sé hann svo sem fyrir mér glottandi að þessu öliu saman með pírð augun þar sem hann rær í hinni Hvað er líf og hvað er heimur? Klæddur þoku draumageimur, er lifna, deyja’ og blika' um skeið. Hvað er frægð og hreysti manna? Hvað er snilli spekinganna? Það er af vindi vakin alda, er verður til og deyr um leið. (KJ.) Á morgni lífsins er yndislegur drengur hrifinn burt úr þessum heimi. Þannig er fallvelti jarðvistar- innar. Mannlífið eins og brothætt stundagler, svo skammt er milli lífs og dauða. Þann beiska bikar mega harmislegnir ástvinimir teyga. Við stöndum ráðþrota og leitum svars við lífsgátunni miklu. Einhver hlýt- ur tilgangurinn að vera, en hver? Átti kannski einmitt Palli litli aðeins að mála bjarta liti og koma sem sólargeisli í líf ástvina sinna stutta stund og lifa eingöngu vorið og birt- una. Því fögur vakir minningin um æskumanninn sem aðeins sakleysið geymdi. Óflekkuð mynd hans verð- ur áfram ljósgeisli, þeim er unnu honum. Palli átti ljúfa bemsku. Hann ólst upp við ástríki og öryggi og lék sér áhyggjulaus í fijálsri náttúmnni austur á fjörðum. Við kveðjum ungan vin hinsta sinni. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi.“ Kæm vinir, þið sem syrgið. Við deilum með ykkur sorginni og biðj- um Guð að styrkja ykkur og blessa. Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft fúll af tárum. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran) „Svo líða tregar sem tíðir“. Til eru harmar svo stríðir, að allra þeir kraftanna krefjast. - í kraftinum sálimar hejast. Gildið, sem guliið, má reyna glöggvast í loganum hreina. víkinni og ætli vinur hans, sá gamli á staurlöppinni, sé ekki að dorga þar í grenndinni. Og ætli þeir... jæja, sleppum því. En ég veit að hann Óli fyrirgefur mér þetta pár. Við öll sendum Sigga og Tótu, Mary og Sigrúnu og þeirra bömum okkar heitustu kveðjur á þessum minningardegi. Gunnlaugur Ástgeirsson Vinur minn, Óli Kristinn Sigur- jónsson frá Vestmannaeyjum, eða Óli Tótu, eins og við félagamir kölluðum hann oftast, er farinn. Hann fór í róður á báti sínum, Hvítingi VE-21, um morguninn 2. september, ásamt félaga sínum. Þeir komu ekki aftur. ðli fæddist 6. ágúst 1940, var einn af okkur, eins og við kölluðum það: '40 mód- elið. Ég kynntist Óla fyrst í Eyjum, þá vomm við ungir og lífsglaðir. Síðan héldust okkar kynni og uxu sífellt. Sumarið ’81 fómm við þó fyrst á sjó saman og það vomm við út það ár. Aðallega á litlum báti, sem Valdís hét, og var 18 tonn. Minnisstæðastur þess tfma fannst mér sá kafli, sem við remm frá Fáskrúðsfirði um tveggja mánaða skeið á síldveiðum, og bjuggum um borð. Með okkur var föðurbróðir „Svo líða tregar sem tíðir". Til eru dagar svo blíðir, að liðnir þeir laufgast á vorin, létt verða minningasporin. Fegurðin gleymzt aldrei getur, hún grær — eins og björk eftir vetur. (Hulda) Sigga, Svenni og börn. Það var á björtum degi, snemma sumars sem leið, að tveir drengir bættust í hóp okkar í 3. flokki Breiðabliks. Annar þeirra var Páll Jónsson. Hann var þá nýfluttur frá sínum bemskustöðvum til okkar í Kópavogi. Það var glettni og góð- viid í svip þessa drengs, og hann féll inn í hópinn eftir fáeinar æfing- ar. Ekki spillti heldur fyrir, að strax kom í ljós að Palli kunni góð tök á leiknum sem við stunduðum. Leik, þar sem hugur og stæling einstakl- ingsins vinna saman að því að hann nái valdi yfir hreyfingum líkama síns, leik, sem eflir félagsþroskann og verður til þess að ungir drengir bindast ævilöngum vinaböndum, leik, þar sem árangur byggist á trausti til samheijans og virðingu t Móðir okkar, DAGNÝ HELGASON, Dvalarheimili aldraðra Borgarnesi, andaðist aðfaranótt 15. október. Elva Hjartardóttir, Knudur Hjartarson, Hans Larsen. t GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Laufásvegi 60, lést á heimili sínu 9. október. Róbert Kristinn Pétursson, Birgitta Þórey Pótursdóttir. t SIGURÐUR JÓNSSON frá Úthlíð, Hamraborg 14, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 19. október kl. 13.30. Börn og tengdabörn. t Þökkum innilega hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, HALLGRÍMS JÓNSSONAR, Vestra-fragerði, Stokkseyri. Sérstakar þakkir faerum við starfsfólki Vífilsstaðaspítala fyrir ein- staklega góða ummönnun. Guðrún Alexandersdóttir, Jón Hallgrímsson, Ragnheiður Hallgrfmsdóttir, Guðný Hallgrfmsdóttir, Alexander Hallgrfmsson, Helga Hallgrfmsdóttir, Benedlkt Hallgrfmsson, Sigrföur Hallgrfmsdóttir Ragnhildur Jónsdóttir, Birkir Pótursson, Guðbjörg Birgisdóttir, Jóhann Þórarinsson, Hulda Hjaltadóttir, og barnabörn. Kveðjuorð: Páll Hróar Jónsson t Innilegar þakkir færum við þeim fjölmörgu sem sýndu okkur sam- úð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SÓLEYJAR S. NJARÐVÍK. Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunardeildar, Hátúni 10b, fyrir sérstaka umönnun á undanförum árum. Kristfn S. Njarðvfk, Jón Bergþórsson, Ingólfur Njarðvfk Ingólfsson, Sigrfður Kristjánsdóttir, Eirfkur Jón Ingólfsson, Rannveig Árnadóttir, Hrafnhildur Þ. Ingólfsdóttir, Ásbjörn Sveinbjarnarson, Sóley Njarðvfk Ingólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Óla, Ási í Bæ, og sá hann um að matreiða, ásamt annarri vinnu. ÓIi hafði verið lengi í siglingum erlend- is og hafði frá mörgu að segja. Einnig var hann mjög ljóðelskur, og allir þekktu nú Ása heitinn, enda hafði ég oft gaman af þéim, kvið- lingum þeirra og sögum. Eftir þetta úthald fórum við Óli saman á Guðmund Kristin SU og tókum þar síldarskammtinn. Síðan skiljast leiðir, en alltaf vorum við í sambandi hvor við annan. Ekki hefði mig grunað nú er hann hringdi í mig af þjóðhátíð, kátur og hress, að það yrði okkar síðasta spjall héma megin. Líf Óla var ekki tómur rósadans, heldur var oft dansaður polki með miklum hraða og gný. Og steig ég oft spor- in með honum í þeim dansi. Orð segja svo fátt, en það verð ég að segja, að betri og sannari dreng hef ég aldrei kjmnst. Ég og mínir vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Sálin er gullþing í gleri, geymist þó glerið sé veilt. Bagar ei brestur í keri, bara ef gullið er heilt (Stgr. Th.) Hilmar A. Kúld fyrir mótheijanum. Þetta allt vissi Palli og kunni að njóta. Þegar svo kom að eftirsóttustu keppni sumarsins, þótti okkur furðu sæta að Palli vildi veija tíma sínum til annars en að fara með okkur í úrslitakeppni íslandsmótsins. Hann kaus að fara til bemskustöðvanna og eyða þar dögunum sem við eydd- um á Akureyri. Hver sér í hug bamanna? Enginn þekkir eðlisávísanir sál- arinnar, sem enn er í mótun. Ef til vill vissi Palli að hveiju dró. Þess vegna var ekki erfitt valið á milli bemskustöðva og boltaleiks. Aðeins þremur til fjórum vikum fyrir andlátið hljóp Palli með okk- ur, fjörugur, líflegur og stæltur, en heltekinn af sjúkdómnum, sem enn- þá nær að höggva stór skörð í raðir okkar efniiegustu bama og ungl- inga. Nú kveðjum við Palla með söknuði og þakklæti. Leikmenn, þjálfari og að- standendur 3. flokks knatt- spymudeildar Breiðabliks. Það var fyrir 10 ámm að við byijuðum í skóla ásamt Páli Hróari eða bara Palla, eins og við kölluðum hann alltaf. Hann var hress, skemmtilegur og allir elskuðu hann. Síðan hafa margir nýir nemendur bæst í bekkinn og komust þau sjálf að þvf hve skemmtilegur og góður hann var. En svo flutti hann suður til Kópavogs. Fannst okkur þessi missir mikill en aldrei, aldrei datt okkur í hug að hann myndi jrfírgefa okkur að eilífu nærri strax. Ekki era liðnir nema nokkrir mánuðir frá því að hann flutti suður, svo að ennþá á hann marga af sínum bestu félögum hér í Neskaupstað. Lét hann það í ljós þegar hann kom hingað í sumar að alltaf yrði hann Norðfirðingur. Þegar sú sorglega frétt barst að hann Iægi nú mikið veikur óttuðumst við að hann færi nú enn lengra frá okkur. Mikið var grátið og vonin um bata var veik en samt enn innra með okkur. Daginn eftir, laugardaginn 10. október 1987, fréttum við að hann væri látinn. Reiðin lét segja til sín og fannst okkur þetta bæði sorglegt og ósanngjarnt að myndarlegur piltur á fimmtánda ári með þennan mikla persónuleika skyldi dejja. Hann hafði alla þá kosti sem ungl- ingur getur haft og er söknuðurinn mikill. En alltaf eigum við eftir að minnast þess hve brosmildur og góður hann var. Og mun hann allt- af lifa í góðum minningum. Ef allir væra eins og Palli var þá væri heimurinn fullkominn. Biðjum við nemendur 9. beklgar í Neskaupstað Guð um að varðveita Palla og sjá til þess að honum líði vel. Vottum við foreldram hans og systrum okkar dýpstu og innileg- ustu samúð. Nemendur 9. bekkjar, Neskaupstað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.