Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987 Minning: Indíana Eyjólfs- dóttírfrá Suðureyri Fædd 7.janúar 1911 Dáin 7. október 1987 Að heiman barst mér harmafregn með haustblænum. Kær vinkona mín um fjölda ára. Indíana Eyjólfs- dóttir, er látin. Á lífsþráðinn er klippt og eftir stöndum við hnípin og hljóð. Farsæl æviganga er á enda. Samt erum við alltaf svo óvið- búin dauðanum og stöndum eftir í orðvana spum. Hún hafði hringt til okkar fyrir fáeinum dögum og þá virtist okkur hún svo óvenju glöð og hress, en hún hafði gengið í gegnum erfíða sjúkdómsreynslu allt síðastliðið ár. Gengist undir mikla skurðaðgerð, barist hetjulega fyrir lífí sínu. Samt sáu þeir sem með henni voru og önnuðust, að lífsþrótturinn fór dvínandi og þegar ég hugsa til sam- tals okkar fyrir nokkrum dögum þá var eins og hún væri að kveðja okkur heimilisfólkið. Þakka ykkur fyrir allt, vinir minir, sagði hún, þið hafíð alltaf verið mér svo hjart- fólgin öll. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast hennar Jönu vinkonu minnar. En fáein kveðjuorð segja svo undurfátt um þessa prúðu, hjartahreinu og hæfíleikaríku konu. Hún var fædd 6. janúar 1911 í Bolungarvík. Hún ólst þar upp hjá foreldrum sínum þeim Valgerði Amórsdóttur og Eyjólfi Guðmunds- syni í stórum systkinahópi. Vetur- inn 1931—32 var hún við nám í Húsmæðraskólanum á ísafírði. Það veganesti er hún hlaut í þeim skóla reyndist henni dijúgt á lífsleiðinni, því hún var frábær matreiðslukona og mikilhæf húsmóðir. Hún minnt- ist ætíð þess tíma sem þess skemmtilegasta og lærdómsríkasta er hún hefði upplifað. Þann vetur kynntist hún einnig honum Gissuri Friðbertssyni. Urðu þau kynni fyrir þeim báðum hin eina sanna stóra ást, sem aldrei bar skugga á. Þau giftu sig 25. desember 1933 og settust að á Súgandafírði, á heima- slóðum Gissurar. Jana vann strax hugi og hjörtu alls tengdafólks síns í Súgandafírði og taldi það alla tíð sína mestu gæfu að hafa kynnst svo góðu fólki sem Friðbertsfólkið var. Vorið áður hafði móðir hennar látist og tók hún með sér heim í Súgandafjörð bróður sinn, Jens, sem þá var bam að aldri og ólst hann upp hjá þeim við mik- ið ástríki. Hann lést fyrir nokkrum árum, öllum harmdauði sem þekktu, því þar fór mikill ágætis drengur. Árið 1934, þann 30. maí, eignuð- ust þau hjónin soninn Ólaf. Það var mikill efnispiltur og þetta var ham- ingjusöm og samhent fjölskylda. 1942 eignast þau svo dótturina Kristínu og enn brosti lífíð og ham- ingjan við þeim. Það var á þessum árum að ég kynntist þessum ágætu vinum mínum, Jönu og Gissa. Ég var ungl- ingurinn í fískvinnunni, Gissur verkstjóri hjá föður sínum í físk- vinnslustöðinni. Hann tók mig strax undir sinn vemdarvæng, leiðbeindi mér og kenndi og það má segja að allar götur síðan hafí ég verið vin- kona þeirra hjóna beggja og seinna færðist sú umhyggja þeirra og tryggð yfír til eiginmanns míns og bama minna. Þann 4. júní 1952 gerðist hörmu- legur atburður í litla þorpinu á SICUNCASKÓUNN Námskeið TIL HAFSICLINCA Á SKÚTUM. Skilyrði þátttöku-. 30 tonna próf. Tími: 2. nóv,- 14. des. mánudags- og miðvikudagskvöld kl. 7-11. Kennslugjald: kr. 9.000,- KENNSLU ANNAST: Niels Chr. Nielsen, læknir: Segl og notkun þeirra. Benedikt Alfonsson, skyndihjálparkennari: Siglingafræði, siglingareglur, sjómennska. Guðlaugur Leósson, skyndihjálparkennari: Slysa- og skyndihjálp (skyndihjálparskírteini). Páll Bergþórsson, veðurfræðingur: Veður og veðurspár. Námskelð TIL 30 TONNA RÉTTINDA Tíml: 5. nóvemuer- 1S. desember þriöjudags- og fimmtudagskvöld kl. 7-11. Kennslugjald: kr. 9.000,-. Creiðslukortaþjónusta. Frekari upplýsingar í síma 68-98-85 og 3-10-92. SICUNCASKÓLINN Suðureyri við Súgandafjörð. Það var verið að landa físki úr togara, ungur maður deyr þar af slysförum. Það var sonur þeirra hjóna, Ólafur, sem fyrir slysinu varð. Það voru daprir og dimmir dagar og mánuðir í litla þorpinu okkar þá. En tíminn græðir öll sár og ást þeirra hjóna og einlæg trú þeirra á annað líf hjálpaði þeim yfir sárasta söknuð- inn. Árið eftir fæðist okkur hjónum drengur og var hann að sjálfsögðu Fæddur 27. aprU 1951 Dáinn 2. september 1987 Annan september síðastliðinn fórst mb. Hvítingur VE 21 á miðun- um við Vestmannaeyjar. Tveggja manna var saknað. Þegar ég hejrrði nöfn þeirra brá mér ónotalega. Guðfinnur Þorsteinsson vélstjóri, starfsbróðir minn og félagi, var annar þeirra. Guðfinnur hafði farið sinn hinsta róður ásamt félaga sínum Óla Siguijónssyni. Enn einu sinni hefur íslenska þjóðin greitt Ægi konungi sinn fómarskatt, enn einu sinni hefur þjóðin greitt sinn toll fyrir þá auðlegð sem við sækjum í greipar hafsins. Enn einu sinni eiga ástvinir um sárt að binda. Það leitar á okkur sú spuming hvort lífsbjörg þjóðarinnar sem er í hafínu umhverfís landið sé ekki dýru verði keypt. Það hefur verið reiknað út af töluspekingum að það láti hlutfalls- lega fleiri fískimenn lífíð við sjósókn við strendur íslands heldur en hlut- fall þeirra hermanna sem létu lífíð í stríðsrekstri Bandaríkjamanna í Víetnam, og þótti mörgum nóg um það. Hér á íslandi megum við ekki meta mannslíf til fjár, því verðum við að sinna vel björgunar- og slysa- vamamálum. Það má ekkert til spara að nógu skjótt sé bmgðið við þegar slys ber að höndum og leitað sé að týndum bátum þangað til öll von er úti. Þeir fundust ekki félagamir Guð- fínnur og Óli, það heyrðist síðast í þeim í talstöðinni um kvöldmatar- leyti, þá voru þeir á leiðinni út í kant að vitja um lúðuiínu. Enginn er til frásagnar um hvemig slysið bar að höndum. Enginn veit hve lengi þeir hafa barist fyrir lífí sínu. Það sem ég þekkti til Guðfinns Þorsteinssonar veit ég að sú bar- átta hefur verið háð af kjarki og æðruleysi uns yfír lauk. Guðfínnur fæddist í Kópavogi 27. apríl 1951. Frumburður þeirra hjón- anna Þorsteins Siguijónssonar og Jónu Þorsteinsdóttur, þau vom bæði ættuð úr Mýrdalnum. Síðan kom systirin Sigríður og svo bróðir- inn Sigursteinn og Guðrún sem lést á 1. ári. Guðfinnur dvaldi á upp- vaxtarámm sínum mikið í sveit austur í Mýrdalnum hjá afa sínum og ömmu og móðurfrændum. Ég veit að þaðan átti hann margar ljúf- ar endurminningar. Mér fannst stundum á honum að þaðan hefði hann helst aldrei viljað fara. En honum vom ásköpuð önnur örlög. skírður Ólafur. Öll sú ást og um- hyggja er þau hafa sýnt þessum sjmi mínum og rejmdar öllum böm- um okkar er fágæt. Þau vom alltaf sannir vinir, bæði f gleði og ekki síst þegar sorgin barði að dymm okkar. Þá komu þau, hugguðu og græddu sárin. Yngstu dóttur minni varð eitt sinn að orði: „Það er eins og jólin séu komin þegar Jana og Gissi em hjá okkur." Það var farið í leikhús, í heimsóknir til vina og kunningja, spilað á spil og teflt. Þetta kunnu bömin mín vel að meta. Þau hjónin vom bæði svo glaðsinna og lífsviðhorf þeirra í alla staði svo jákvætt, að einlæg ást þeirra og umhyggja hvort fyrir öðm heillaði alla sem til þekktu. Það er sannarlega mannbætandi að hafa átt þess kost að vera í návist slíkra vina. Einkum bömum leið svo vel í návist þeirra hjóna, enda vom þau í einu og öllu einstök fyrirmynd. Jana og Gissi, en svo vom þau ávallt kölluð heima í Súgandafírði, unnu mjög sveit sinni og bára jafn- an hag hennar fyrir bijósti. Þau störfuðu bæði mikið að félagsmál- um hér fyrr á ámm og vom bæði hvers manns hugijúfi. Gissur vinur minn lést fyrir fáeinum ámm eftir erfíða sjúkdómslegu. Bar hann sig alltaf karlmannlega þó sárþjáður Hann fór í Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan burtfararprófí í vél- virkjun, síðan einn vetur í Vélskóla íslands. Síðan beið lífsstarfið. Hann var vélstjóri á ýmsum skipum, aðal- lega í Vestmannaeyjum. Hann var nokkur ár vélstjóri á Glófaxa VE, þar líkaði honum vel. Síðustu árin var hann á Heimaey VE. Guðfínnur var vélstjóri á Heimaey þegar hún rak stjómlaus upp á Landeyjasand í aftakaveðri, tveir menn fómst þá. Sjálfur slapp Guðfínnur með brotinn handlegg og brotin rifbein, þá var hann í vélarrúmi og reyndi að halda Ijósavélum skipsins í gangi eins lengi og mögulegt var. Það hefur þurft mikla sjálfstjóm og kjark til að sinna störfum í vélarrúmi á meðan skipið velktist í brotunum og kastaðist loksins upp á sand. Kallið var ekki enn komið. Ég kynntist Guðfínni fyrst á flutninga- skipi fyrir níu ámm. Við sigldum saman í nokkra mánuði. Með okkur tókust góð kynni og hittumst við oft eftir það, þó sjaldnar nú síðari árin. Guðfínnur var sannur vinur vina sinna, en ef honum mislíkaði við menn fengu þeir að vita af því. Hann fyrirleit undirferli og ódreng- skap. Hann var aðgætinn og samviskusamur í öllu er laut að starfínu og hafði mikla tilfínningu fyrir öllum vélum og vélbúnaði, var fljótur að finna út bilanir og orsak- ir þeirra, svo var það þessi ósérhlífni hans og hjálpsemi. Sem dæmi um það er mér minnisstætt atvik. Ég var vélstjóri á bát í Vestmannaeyj- um. Það er laugardagskvöld ég er að gera við bilaða spilkúplingu. Þá kemur Guðfínnur um borð spari- klæddur með fleyg í vasa og spyr mig hvort ég ætli ekki með á dans- leik. Ég segi sem er að ég verði að koma kúplingunni í lag. Þá hjálpa ég þér bara við þetta og við annað var ekki komandi. Við iukum viðgerðinni um það leyti sem dans- húsum var lokað um nóttina. Guðfínnur hafði verið starfandi vél- stjóri í mörg ár áður en ég byijaði að starfa við vélstjóm. Hann var óþreytandi við að miðla mér af þekkingu sinni og reynslu, ég á honum mikið að þakka í þeim efn- um. Ég sé á bak góðum félaga. Öldr- uð móðir hefur misst ástkæran son, systkinin og böm þeirra hafa misst sinn góða bróður og frænda. Austur í Mýrdal og úti í Vestmannaeyjum er frændgarður sem þykir skarð fyrir skildi. Við félagar hans mun- um minnast hans. Þorsteinn faðir Guðfínns andaðist 1979. Handan væri. Jana hjúkraði honum og ann- aðist af ástúð og kostgæfni. Hans var sárt saknað af öllum er til hans þekktu, enda einstakur drengskap- armaður. Elsku góða Stína mín. Það er mikil gæfa að hafa átt slíka for- eldra. Við öll hér í ijölskyldunni sendum þér, Halldóri manni þínum, bömum ykkar og öðmm ættingjum einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þeirra mætu hjóna. Við þökkum þeim samfylgdina, ástúð og tryggð. Arína Ibsens Þegar haustlaufín falla verður manni gjamt að líta til baka og ri§a upp fegurð, hlýju og birtu sum- arsins. Á margan hátt má líkja ævi Jönu við sumarið, þegar trén laufg- ast og blómin springa út og blómstra, öllum til yndisauka. Á sumrin skartar náttúran sínu feg- ursta og nýtt líf skýtur rótum. Dagurinn er langur og nóttin stutt. Allt kapp er lagt í að ávöxtur sum- arsins verði sem bestur. Þannig er markvisst unnið að því að búa í haginn fyrir framtíðina. Jana fæddist í Bolungarvík og ólst þar upp. Ung flyst hún til Suð- ureyrar við Súgandafjörð, þar sem hún kynntist manni sínum Gissuri við móðuna miklu hefur sonur hitt föður, sem hann talaði ávallt um af mikilli virðingu og hlýju. Ég votta aðstandendum mína dýpstu samúð. Hafliði Sigurður Björnsson í dag verður haldin minningarat- höfn í Landakirkju í Vestmannaeyj- um um þá félaga, Guðfinn Þorsteinsson og Óla Siguijónsson, sem fómst með vélbátnum Hvítingi VE 22, þann 2. september sl. í litlu sjávarplássi grípur alltaf mikill ótti um sig þegar fréttist, að báts sé saknað og leit sé hafín. Það gerði vonskuveður eftir að þeir fé- lagar lögðu á sjóinn í sína hinstu för og þeir áttu því miður ekki aft- urkvæmt, eins og alltof oft gerist á sjónum. Guðfínnur Þorsteinsson kom til' starfa í fyrirtæki okkar í ársbyijun 1981 og var vélstjóri á vélbátnum Heimaey VE 1 frá þeim tíma og til sl. sumars. Hann hafði verið frá 1973 á bátum frá Vestmannaeyjum og var orðinn búsettur í Eyjum. Hann var samviskusamur starfs- maður, hugsaði vel um vélina og sína hluti og var kunnáttumaður á sínu sviði. Hann hafði líka fylgst með bátnum, þegar hann var í ýmsum brejrtingum og hafði leyst þau störf samviskusamlega af hendi. Allir starfsmenn fyrirtækis- ins, sem höfðu samvinnu við hann, gáfu honum hið besta orð. Guðfinnur var dulur að eðlisfari og tjáði ekki hug sinn öllum, en þeim sem náðu að kynnast honum vissu að þeir áttu þar hauk í homi. Hann fæddist í Kópavogi þann 27. apríl 1951, og ólst þar upp. Foreldr- ar hans vom Jóna Þorsteinsdóttir og Þorsteinn Siguijónsson, sem er látinn, en Guðfínnur átti tvö systk- ini. Guðfínnur var einhleypur. Ég vil votta öllum aðstandendum Guðfínns og Óla Siguijónssonar dýpstu samúð vegna hins ótíma- bæra andláts þeirra og bið þeim Guðs blessunar í framtíðinni. Sigurður Einarsson Minning: Guðfinnur Þorsteins- son, Vestnmnnaeyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.