Morgunblaðið - 20.10.1987, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 20.10.1987, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 Hann er einn besti skop- teiknarinn um þessar mundir... Áfengnr bjór - af hveiju ekki? Til Velvakanda. I nýafstaðinni skoðanakönnun kom í ljós að um 2/s þeirra sem afstöðu tóku voru fylgjandi bjórn- um. Þó svo að skoðanakannanir séu ekki alltaf nákvæmar hefur könnun þessi, og aðrar kannanir sem gerð- ar hafa verið á seinustu árum, tekið af öll tvímæli um að öruggur meiri- hluti þjóðarinnar styðji sölu á áfengum bjór. Nú gæti maður spurt sig sömu spumingar og erlendir ferðamenn gera er þeir koma til landsins: Af hveiju er bjórinn ekki leyfður? Ein af ástæðunum er hin harkalega andstaða þeirra sem eru á móti bjómum. í hvert sinn sem málið er á dagskrá er blásið til atlögu og pistlum, yfirfullum af röksemdum á móti bjómum, rignir yfír í dag- blöðum landsins. Röksemdir þessar em á ýmsa leið, allt frá því að „hin- ir lægst launuðu myndu bara eyða sínum fáu krónum í bjór“ upp í að „bjórinn myndi bara auka áfengis- böl landsmanna, sem er þó ærið fyrir“, en það hefur verið aðalrök- semdin. En stenst þetta? Vissulega er áfengisvandamálið mikið hér á landi, áfengissjúklingar eru fjölmargir og drykkjusiðir slæmir. En því skyldi það versna þó bjórinn væri leyfður? Vandinn í dag er ekki hvað fólk drekkur, heldur hvemig það drekk- ur. Það sem einkennir vínmenningu íslendinga, og þá sérstaklega yngri kynslóðarinnar, er að þeir drekka fremur sjaldan og þá aðallega um helgar, en þegar það skeður er oft dmkkið það óhóflega að fólk verður ofurölvi og tæplega meðvitað um gerðir sínar. Þetta leiðir eins og alkunnugt er af sér ofbeldi, niður- lægingu og glæpi. Ef vínmenning okkar er borin saman við vínmenn- ingu grannlanda okkar þar sem bjórinn er leyfður (t.d. í Danmörku, Noregi og Svíþjóð) kemur í ljós að þess háttar drykkja er mun fátíð- ari. Þess í stað fær fólk sér oft bjórglas með kvöldmatnum eða nokkra bjóra í góðra vina hópi. Ferðamenn hneykslast hins vegar iðulega á þeim mikla fjölda ung- menna sem veltist ósjálfbjarga um götur borgarinnar um hveija helgi af völdum sterkra vína. í þessum löndum er áfengisvand- inn síst meiri en hérlendis, talsvert er dmkkið af bjór, en neysla sterkra vína er hins vegar minni en hér á landi. Því er það skoðun mín að heim- ila sölu bjórsins myndi breyta litlu um samanlagða áfengisneyslu þjóð- arinnar, en bæta vínmenningu landsmanna með því að draga úr ofnotkun sterkra vína. Ónauðsynlegt væri að gera bjór- inn aðgengilegri en aðrar áfengis- tegundir (sbr. sölu hans í matvömbúðum erlendis) og væri því æskilegast að selja hann í útsöl- um ÁTVR eða þá að koma á fót sérstökum útsölum fyrir hann. Að lokum. ísland er lýðræðisríki og gmndvallarregla lýðræðis hefur ávallt verið meirihlutaræði, þar sem ráðamenn em kosnir af fólkinu til að framkvæma vilja þess. Alþingi hefur alltaf tekist að koma sér hjá því að samþykkja bjórfmmvörp þau, sem skotið hafa upp kollinum annað slagið, og einnig hefur verið skorast undan því að bera málið undir þjóðaratkvæði sem væri eflaust besta lausnin. Ég veit að það em margir orðnir langþreyttir á þessari málsmeðferð og skora ég því á forráðamenn að efna til þjóð- aratkvæðagreiðslu um málið. Guðmundur T. Árnason Yíkverji skrifar Morgunblaðið leggur áherzlu á að leiðrétta frétt- ir, sem reynast á misskilningi byggðar. Stundum finnst les- endum blaðsins nóg um og spyija, hvort slíkar leiðréttingar séu til marks um óvönduð vinnu- brögð. Nú er það að vísu svo, að það er ekki nema lítið brot af þeim fréttum, sem birtast í blaðinu, sem þarf að leiðrétta en engu að síður er ástæða til að ræða þetta lítillega að gefnu tilefni. Fyrir rúmri viku birtust í blað- inu tvær fréttir, sem blaðið þurfti að leiðrétta og draga til baka. í öðru tilvikinu var um að ræða frétt, sem byggð var á upplýsingum ónafngreinds heimildarmanns, sem blaðið hafði ástæðu til að treysta. í hinu tilfellinu var frétt, sem byggðist á samtali við nafn- greindan heimildarmann á misskilningi byggð. Víkveiji mun hér á eftir rekja þessi dæmi lesendum Morgunblaðsins til fróðleiks. xxx Föstudaginn 9. október sl. birtist frétt á baksíðu þess efnis, að Eimskipafélagið vildi gera 3ja ára samning við SÍF um að flytja út saltfísk í körum. Ekki var getið um heimildar- mann í fréttinni. Daginn eftir birtust í Morgunblaðinu samtöl við forráðamenn Éimskips og SÍF. Hörður Sigurgestsson, for- stjóri Eimskips sagði, að fréttin byggðist á algjörum misskiln- ingi og Eimskip hefði hvorki átt í samningum við SÍF um málið né óskað eftir viðræðum við samtökin. Sigurður Haraldsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SÍF, kvaðst harma, að jafn vandað blað og Morgunblaðið birti frétt- ir af þessu tagi án þess að leita staðfestingar. Þegar um ónafngreinda heim- ildarmenn er að ræða, er það föst regla blaða um ailan hinn vestræna heim a.m.k. að gefa þá ekki upp, hvað sem á geng- ur. Þess vegna er dagblað eða hvaða fréttamiðill sem er, vam- arlaus, í tilviki, sem þessu. Ástæðan fyrir því, að ekki var leitað frekari staðfestingar á fréttinni um saltfískútflutning- inn var einfaldlega sú, að heimildarmaður Morgunblaðsins var í þeirri stöðu, í einu þeirra fyrirtækja, sem um var að ræða, að það var nákvæmlega engin ástæða til að efast um, að upp- lýsingar hans væru réttar. Sú var tíðin, að það var hægt að treysta fullkomlega upplýs- ingum manna, sem gegndu ábyrgðarstöðum í stórum fyrir- tækjum. Fréttin um saltfískút- flutninginn er hins vegar þriðja dæmið um það á þessu ári, að það er ekki lengur hægt að treysta upplýsingum frá ein- staklingum, jafnvel þótt þeir gegni ábyrgðarmiklum stöðum í atvinnulífínu. Skýringin er sennilega sú, að fyrirtækin hafa stækkað mikið og verkaskipting orðin meiri en áður var. Það þýðir, að menn vita ekki jafn mikið og áður, þótt þeir haldi, að þeir viti. Líklega eru það aðeins örfáir menn í æðstu stöð- um í fyrirtækjum, sem hafa þá þekkingu og yfírsýn til að bera að hægt sé að treysta upplýsing- um frá þeim í tilvikum, sem þessu. XXX A Isíðara dæminu var um að ræða frétt þess efnis, að Samheijamenn á Akureyri væru að íhuga kaup á stórum togara í Færeyjum. Sú frétt var byggð á samtali við framkvæmdastjóra fyrirtækisins, sem var nafn- greindur. Þegar fréttin var borin til baka í útvarpinu í hádeginu sama dag og blaðið kom út var haft samband við framkvæmda- stjórann. Samtöl á milli hans og blaðamanns og fréttastjóra blaðsins leiddu í ljós, að um misskilning hafði verið að ræða milli blaðamanns og fram- kvæmdastjórans. Slíkt getur að sjálfsögðu alltaf gerzt og þá ekki um annað að ræða en leið- rétta misskilning og biðjast velvirðingar. Morgunblaðið telur það eng- um til minnkunar að leiðrétta misskilning, þvert a móti. Regla Ara fróða um að hafa það held- ur er sannara reynist er í fyrir- rúmi á ritstjómarskrifstofum Morgunblaðsins. En bezt er að þurfa að leiðrétta sem minnst, og á það bæði við um málfar og efni. Stundum þurfa lesendur þó að sjá í gegnum fíngur við okkur hvað hið fyrra atriðið snertir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.