Morgunblaðið - 20.10.1987, Page 63

Morgunblaðið - 20.10.1987, Page 63
f- MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 63 snúa sér að því að fást við bálið, sem var í herbergi á suðvesturhlið hússins. Siðan fikruðu þeir sig meðfram veggjum, þar til þeir fundu manninn í svefnherbergi, fjærst eldinum. Slökkviliðsmenn bera manninn út úr húsinu. Morgunbiaðia/Juiíus Reykkafarar björguðu manni úr brennandi húsi ELDUR kom upp i húsinu Drápuhlíð 1 aðfaranótt sunnu- dagsins. Reykkafarar björguðu ungum manni út úr húsinu og liggur hann þungt haldinn af reykeitrun á gjörgæsludeild. Slökkviliðinu í Reykjavík var til- kynnt um eldinn kl. 5.36 um nóttina og var komið á vettvang tveimur mínútum síðar. Þá logaði glatt út um glugga á efri hæð hússins, sem er tvílyft steinhús. Fimm íbúar hússins komust út af eigin ramm- leik, en slökkviliðinu var tjáð að líklega væri maður inni í brennandi ibúðinni. Ekki var vitað hvar í íbúð- inni maðurinn væri. Tveir reykkafarar voru þegar sendir inn í íbúðina. Þeir urðu fyrst að snúa sér að því að slökkva mesta bálið og hindra að eldurinn breidd- ist út. Greinilegt var að eldurinn hafði komið upp í herbergi í suð- vesturhomi hússins og var það alelda. Þegar reykkafaramir tveir voru að slökkva eldinn hmndi pússning úr lofti næsta herbergis, sem var einnig farið að brenna, og mátti litlu muna að annar þeirra yrði undir henni. Greiðlega gekk að fást við eldinn og eftir að hann hafði verið slökkt- ur að mestu fóru reykkafaramir meðfram veggjum íbúðarinnar og leituðu að manninum, sem talið var í gæslu vegna árásar MAÐUR hefur verið úrskurðað- ur í gæsluvarðhald fram í byijun nóvember, en hann lagði til ann- ars með hnif aðfaranótt fimmtu- dags. Eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu stakk maðurinn annan mann í hálsinn í íbúð í Vesturbæ aðfamótt fimmtudags. Á föstu- dagskvöld var maðurinn úrskurðað- ur í gæsluvarðhald fram í byijun nóvember. Honum var einnig gert að sæta geðrannsókn. að væri þar inni. Eftir nokkra leit fannst hann í svefnherbergi fjærst eldinum. Fjórtán mínútum eftir að slökkviliðinu. barst tilkynning um eldinn var maðurinn kominn í sjúkrabifreið. Hann liggur nú þungt haldinn á gjörgæsludeild. Ibúðin, þar sem eldurinn kom upp, er nokkuð skemmd eftir brun- ann. Litlar vatnsskemmdir urðu á húsinu, enda vom dælur notaðar til að soga vatn af gólfum íbúðar- innar. Eldsupptök em ókunn, en rannsóknarlögregla ríkisins vinnur að málinu. Aflamenn Islands lesa Fiskifréttir Ert þú áskrifandi? Áskriftarsfmi 91-82300 Rexnord //////fffffl leguhús SUÐURLANDSBRAUT 8 Orkin/sIa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.