Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 Nauðgunarmálanefnd: Leggnr til breyting- ar á lögum og framkvæmd þeirra NEFND, sem var skipuð sumarið 1984 til að fjalla um meðferð nauðgunarmála hjá lögreglu og fyrir dómi, skilar áliti snemma á næsta ári. Hún mun leggja til ýmsar breytingar á lögmn, bæði hegningarlögum og lögum um meðferð opinberra mála. Þá er einnig talið nauðsynlegt að breyta tilhögun á móttöku fórn- ariamba nauðgunar í heilbrigðis- kerfinu og hjá lögreglu. Jónatan Þórmundsson, forseti lagadeildar Háskóla íslands, er formaður nefndarinnar. „Nefndar- menn hafa framkvæmt ákveðna rannsókn á ýmsum þáttum, til dæmis einkenni á brotamönnum, brotaþolum, aðstæðum við nauðg- anir og fleira," sagði Jónatan. „Síðan höfum við reynt að rannsaka feril nauðgunarmála, allt frá því að nauðgun var kærð og til dóms. Ef nauðgunarkæra fer ekki fyrir dómstóla þá höfum við kannað hveiju það sætir, af hvequ hún dagar uppi hjá lögreglu eða ákæru- valdi. Hvað varðar dómskerfíð þá höfum við kannað á hverju dómar byggjast, hveijar eru forsendur þeirra og hvemig er dæmt. Við erum því langt komin með rannsókn á þessum þáttum öllum. Nú er nefíidin að vinna að tillögugerð, en við munum legja til ýmsar breyting- ar á núgildandi lögum, hegningar- lögum og lögum um meðferð opinberra mála. Auk þess munum við væntanlega leggja fram tillögu um nýja tilhögun á móttöku fómar- lamba, bæði hjá lögreglu og í heilbrigðiskerfí. Starf nefndarinnar er því víðtækt, en fjallar fyrst og fremst um nauðgunarmál, rann- sókn þeirra og meðferð. Skyld mál koma þar einnig inn í, til dæmis siijaspell. Þá fjöllum við einnig um réttarstöðu fómarlambanna, sem hefur lítið verið sinnt í íslenskri lög- gjöf.“ Fiskverð fer hækk- andi í Þýzkalandi VERÐ á karfa og ufsa á fiskmark- aðnum í Bremerhaven hefur hækkað verulega síðustu daga og náði á mánudag hæst 75 krónum fyrir kíló af karfa og 65 fyrir ufsakUóið, en að meðaltali nokkru minna, er Hólmatindur frá Eski- firði seldi afla sinn þar. Ari Halidórsson, starfsmaður Llibbert Islenzkt tal áþáttunum um Nonna og Manna STEFNT er að því að sýna þættina um Nonna og Manna í íslenska ríkissjónvarpinu um áramótin 1988/89. íslenskt tal verður sett inn á þættina, sem teknir eru upp með ensku tali, að sögn Ingimars Ingim- arssonar, aðstoðarfram- kvæmdastjóra sjónvarpsins. Sjónvarpið er meðframleið- andi að þáttunum og hefur nú Iagt til þeirra hátt á þriðju millj- ón. Tökur stóðu yfír hérlendis í sumar og standa nú yfír erlend- is. Alls verða þættimir sex og hver þeirra 52 mínútur að lengd. jnprðiuthitihih í Bremerhaven, segir að hann telji nú að fiskmarkaðurinn í Þýzka- landi sé kominn yfir áfallið eftir „onnafárið" í sumar. ÖU umræða nm fisk og gæði hans sé nú mun jákvæðari en áður. Ari sagði í samtali við Morgun- blaðið, að á matvælasýningunni ANUKA í Köln, sem nú stæði yfír, hefði verið rekinn mikill áróður fyrir físki og fiskáti og fiskur hefði fengið mjög jákvæða umræðu í fjölmiðlum. Skýringin á háu verði nú væri meðal annars minna framboð en eftirspum, en eftirspum færi ætíð vaxandi á þessum árstíma. Hólmatindur frá Eskifírði hefði því verið á markaðn- um á heppilegum tíma. Karfí í fyrsta flokki hefði farið á 73,12 krónur og karfí í öðrum flokki á 75,55. Loks hefði enn einn gæðaflokkur farið á 74 krónur. Nokkuð einkennilegt væri, að í þessu tiifelli hefði lakari fískur farið á hærra verði. Svipaða sögu mætti segja um ufsa í afla Hólmatinds, en hann hefði selzt á frá 54 krónum á hvert kíló upp í 65,30. Ari sagði, að nú virtust viðhorf á fískmarkaðnum hafa breytzt nokkuð. FVamkvæmdastjóri markaðsins hefði sagt, að allir gætu sætt sig við verð á karfa frá 53,90 krónum á kíló upp í 58,20. Þetta væri hærra verð en menn hefðu áður talað um. Rétt væri engu að síður að vara menn við of mikilli bjartsýni, því reynslan hefði sýnt okkur að of mikið framboð ylli þegar í stað verðlækkun, jafnvel það mikilli að menn töpuðu á út- flutningnum. Morgunblaðið/Árni Sæbcrg Um 150 manns á fundi krabbameinssjúklinga UM 150 manns sóttu stofnfund samtaka krabbameinssjúklinga í húsi Krabbameinsfélagsins í gær- kvöldi og aðrir sem ekki áttu heimangengt hringdu og létu skrá sig í félagið. Á fundinum kynntu fulltrúar annarra samhjálparsam- taka sjúklinga starfsemi sína en síðan kynntu þau Óskar Kjartans- son og Ólafía Jónsdóttir sínar hugmyndir um markmið samtak- anna. í ávarpi Snorra Ingimarssonar forstjóra Krabbameinsfélagsins sagði hann að einhugur væri um að styðja þá viðleitni sem stofnun samtakanna væri svo að þau gætu látið sem mest af sér leiða í baráttunni gegn krabbameini. „Samhjálparsamtökin háfa mótað stofnunina," sagði Snorri. „Áður var ekki rætt um krabbamein, sem fram til þessa jafngilti dauða- dómi, en nú er rætt um krabba- mein sem sjúkdóm." Ólafía Jónsdóttir sagði í ávarpi sínu frá samtökum krabbameins- sjúklinga í Svíþjóð sem hún hefur kynnt sér og sagði að við yrðum að losa okkur við samasemmerkið milli krabbameins og dauða. Óskar Kjartansson rakti sínar hugmyndir um markmið samtak- anna og sagðist fyrst og fremst vilja stuðla að útgáfu bókar um sjúkdóminn ætlaða krabbameins- sjúklingum. Þá benti hann á nauðsyn þess að koma á aðstöðu fyrir endurhæfingu fyrir sjúklinga að lokinni aðgerð og aðstoð við að byggja þá upp bæði andlega og líkamlega. „Við þurfum að opna umræður um krabbamein því við erum hetjur," sagði Óskar. í umræðum að loknum fram- söguerindum tóku til máls krabbameinssjúklingar, aðstand- endur og læknar og kynntu hugmyndir að markmiðum sam- takanna og hvemig þeir teldu að þeim yrði best náð. Þá var ákveð- ið að boða til annars fundar innan þriggja vikna og verða fundarboð send til skráðra félaga. Sovétmenn fengu viðræðum frestað Ástæðan sögð skortur á hótelrými í Moskvu hálfum mánuði fyrir byltingarafmælið SAMÞYKKT hefur verið að ósk Sovétmanna að fresta árlegum viðræðum um viðskipti íslands og Sovétríkjanna um mánuð. Áður höfðu Sovétmenn óskað eftir þvi að viðræðuraar hæfust 26. október. Fyrir nokkrum dög- um báðu þeir um mánaðarfrest vegna þess að skortur á hótel- rými í Moskvu kæmi í veg fyrir að hægt yrði að hýsa islenzku sendinefndina. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins stóð meðal annars sérstak- lega til að ræða tregðu Sovétmanna varðandi kaup á saltsíld héðan og veldur frestunin mönnum því nokkrum áhyggjum. í þessum ár- legu viðræðum er venjan að ræða um framkvæmd viðskiptasamnings þjóðanna og nú, auk saltsíldarinn- ar, kaup okkar á olíu og kaup Sovétmanna á ullarvörum. í þessum viðræðum felast ekki beinir samn- ingar um viðskipti. Sovétmenn höfðu áður óskað eft- ir því að viðræðumar hæfust 26. október og því kom beiðni þeirra um frest á óvart. Sérstaklega skýr- ing þeirra á skorti á hótelrými, sem er að gestir á byltingarafmælinu 7. nóvember fylli öll hótel, en það er um hálfum mánuði síðar en áður áætlaður tími fyrir viðskiptaviðræð- umar. Valgeir Ársælsson, skrifstofu- stjóri viðskiptaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins, er formaður íslenzku viðræðunefndarinnar. Af öðmm nefndarmönnum má nefna Bjöm Tryggvason frá Seðlabankanum og Gunnar Flóvenz frá Sfldarútvegs- nefnd. íbúar í Árbæ og Breið- holti ánægðir með hverfin ÍBÚAR í Árbæjar- og Breið- holtshverfi í Reykjavík eru yflrleitt ánægðir með bæði hús- næðið og hverfið sem þeir búa i samkvæmt könnun sem gerð var sumarið 1985 á vegum Borgarskipulags Reykjavíkur og kynnt á fundi borgarráðs í gær. Ánægðastir eru íbúar í Arbæ og Selási en síðan kom Breiðholt I. Breiðholt H og Breiðholt III ráku lestina með svipað heildarmat. Sumir svar- enda, aðallega í Breiðholti IH, sögðu að það hefðu verið mis- tök að byggja svo margar íbúðir í verkamannabústöðum í sama hverfi. Samkvæmt könnuninni eru íbú- ar einbýlishúsa ánægðastir með húsnæði sitt og aðspurðir sögðust meira en helmingur svarenda helst vilja búa í einbýlishúsi, og vom íbúar í raðhúsum þar á með- al. Segir í skýrslunni að þetta bendi til þess að íbúamir líti ekki á raðhúsið sem endanlegt hús- næði og vildu gjaman búa í einbýlishúsi. Meira en helmingur svarenda vildi helst búa í úthverf- um. Þá töldu svarendur mjög mikilvægt að bflskúr fylgdi íbúð- um og margir vildu gjaman hafa garð eða lóð útaf fyrir sig. Niðurstöður könnunarinnar bentu til, að því er segir í skýrsl- unni, að sterk tengsl væru á milli ánægju með umhverfí sitt og þess að finnast aðrir íbúar vera svipað fólk og það sjálft. Þetta veki upp þá spumingu hvort rétt sé að blanda fólki úr ólíkum þjóðfélags- hópum saman í hverfi. Um 5,9% heimila í hverfunum voru í úrtaki könnunarinnar eða 506 heimili og bárust svör frá 397 eða 78,4%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.