Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 Ný þingmál: Rekstur fréttastofu RÚV Ingi Bjöm Albertsson (B.-Vl.) hefur lagt fram fyrirspum til menntamálaráðherra um rekstur fréttstofu RÚV. Spyr Ingi Bjöm hvort nauðsynlegt sé að Ríkisút- varpið, sem rekur útvarpsstöð með tveim rásum og eina sjón- varpsstöð, haldi úti tveim frétta- stofum. Einnig spyr Ingi Bjöm hvað fréttaöflun frá erlendum fréttastofnunum kosti og hver sé kostnaðurinn af fréttamönnum er starfi erlendis á þeim stöðum það- an sem keyptar em fréttir, annað hvort frá þarlendum fféttastofum eða alþjóðlegum fréttastofum. B-álma Borgarspítal- ans Svavar Gestsson (Abl.-Rvk.) og Guðrún Helgadóttir (Abl.-Rvk.) hafa lagt fram fyrirspum til heil- brigðisráðherra um ýmis atriði er varða B-álmu Borgarspítalans. Milliþinganefnd um staðgreiðslu skatta ÓIi Þ. Guðbjartsson (B.-Sl.) spjrr íjármálaráðherra hvers vegna Samband íslenskra sam- vinnufélaga var ekki gefínn kostur á að tilnefna fulltrúa í milliþinganefnd um staðgreiðslu skatta og mál tengd henni. Notkun farsíma Guðrún Helgadóttir (Abl.- Rvk.), ásamt fjómm öðmm þingmönnum Alþýðubandalags- ins, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um notkun síma í bifreiðum. Lagt er til að Alþingi álykti að fela ríkisstjóminni að beita sér fyrir því að settar verði almennar reglur um notkun farsíma í ökutækjum hér á landi og þær kynntar ökumönnum og við ökukennslu. Jarðhitaréttindi Hjörleifur Guttormsson (Abl.- Al.) og ijórir aðrir þingmenn Alþýðubandalagsins hafa lagt frumvarp til laga um jarðhitarétt- indi. Hliðstætt frumvarp hefur verið flutt á síðustu þingum af þingmönnum Alþýðubandalags- ins. í fmmvarpinu er lagt til að lögfestar verði reglur um umráða- rétt og hagnýtingarrétt jarðhita. Utanríkisráð Islands Lagt hefur verið fram stjómar- frumvarp um breytingu á lögum um Útflutningsráð íslands. í breytingunni felst að Útflutn- ingsráð heyri undir utanríkisráðu- neytið í stað viðskiptaráðuneytis í samræmi við samkomulag milli stjómarflokkana um flutning ut- anríkisviðskipta frá viðskipta- ráðuneyti til utanríkisráðuneytis. Kynferðisfræðsla Kristín Halldórsdóttir hefur lagt fram fyrirspum til heilbrigð- isráðherra um framkvæmd þings- ályktunar um fræðslu meðal almennings um kynferðismál. Pjöldauppsagnir á Orkustofnun Steingrímur J. Sigfússon (Abl.-Ne) spyr iðnaðarráðherra um „fjöldauppsagnir á Orkustofn- un“. Meðal annars hveiju þær sæti og hvort á döfinni séu frek- ari aðgerðir af þessu tagi á Orkustofnun eða öðmm stofnun- um sem heyra undir iðnaðarráðu- neytið. MÞinCI Frumvarp um stjóm umhverfis- mála fyrir áramót MEÐAL þeirra mála er tekin voru fyrir á fundi sameinaðs Al- þingis í gær var fyrirspum Hjörleifs Guttormssonar (Abl.- Al.) til forsætisráðherra um umhverfismál. f svari forsætis- ráðherra kom meðal annars fram að frumvarp um samræmingu þessa málaflokks verður lagt fram á Alþingi fyrir áramót. Hjörleifur spurði hvemig ríkis- stjómin hyggðist undirbúa fram- kvæmd á þeirri stefnu sinni „að sett verði almenn lög um umhverfis- mál og samræming þeirra falin einu ráðuneyti". Einnig spurði Hjörleifur hvenær væri gert ráð fyrir að leggja frumvarp um umhverfismál fyrir Alþingi og hvaða ráðuneyti muni fá það hlutverk að samræma stjóm umhverfismála innan stjómkerfis- ins. Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra, sagði að skipan þessara mála í stjómkerfinu væri nú mjög óljós og ætlunin að gera á því brag- arbót. Sett yrðu almenn löer oer samræming þeirra falin einu ráðu- neyti. Nefnd hefði verið skipuð 3. Þorsteinn Pálsson september sl. er myndi undirbúa frumvarp um samræmingu stjóm umhverfismála. Sagði forsætisráð- herra að frumvarp þetta yrði lagt fram á Alþingi fyrir áramót. Ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvaða ráðuneyti yrði falin stjóm þessara mála, það væri nefndarinnar að gera tillögu um það. Utandagskrárumræður um Sláturhús Arnfirðinga: Atta þingmenn vildu leyfa slátrun með lagasetningu MÁLEFNI Sláturfélags Arnfirð- inga voru tekin til utandagskrár- umræðu á Alþingi í gær að beiðni Matthiasar Bjamasonar (S.-Vf.) Voru allir þeir þingmenn er til máls tóku sammála um að veita ætti sláturhúsinu sláturleyfi en landbúnaðarráðherra taldi sig skorta lagaheimild til þess. Um- ræðunum lyktaði á þann veg að Eyjólfur Konráð Jónsson (S.- Rvk.) kynnti lagafrumvarp þess efnis að sláturhúsinu yrði leyft að slátra á þessu ári. Það frum- varp var svo lagt fram af átta alþingismönnum úr öllum flokk- um nema kvennalista. Matthías Bjarnason (S.-Vf.) hóf utandagskrámmræðuna. Sagði hann Sláturfélag Amfírðinga hafa starfað með ágætum öll þau ár sem það hefði verið starfrækt. Er at- hugasemdir hefðu komið fram fyrr á þessu ári hefði þegar verið ráðist í úrbætur en allt komið fyrir ekki. Einnig hefði verið sett út á vatn það er notað væri í sláturhúsinu en talið eðlilegt að þetta sama vatn væri notað í fiskvinnslu og til mann- eldis. Sagði hann yfírdýralækni hafa sýnt óbilgimi í þessu máli og farið út fyrir valdssvið sitt. Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra, sagði forsendu þess að ráðuneytið gæti veitt sláturhúsinu leyfí að dýralæknir gerði heilbrigð- isúttekt á húsinu en til þessa hefði engin fengist til þess verkefnis. Því væri ekki heimild samkvæmt lögum að veita húsinu sláturleyfi. Sighvatur Björgvinsson (A.- Vf.) sagði þetta mál meðal annars snúast um uppgjör til bænda. Þeir hefðu ávallt fengið skjótt og vel greitt af Sláturhúsi Amfirðinga en sömu sögu væri ekki hægt að segja af þeim húsum sem þeim væri nú vísað á. Sagði hann nokkra dýra- lækna hafa gefíð sig fram til þess að veita húsinu umsögn en þeim hefði öllum snúist hugur á einni nóttu. Taldi hann ástæður þess vera annarlegar. Karvel Pálmason (A.-Vf.) sagði það vera öllum ljóst að þama væm einkennilegir hlutir að gerast, einn Jón Helgason landbúnaðarráðherra og Matthías Bjamason fyrsti þingmaður Vestfirðinga vora meðal þeirra sem tóku þátt í umræðun- um um Sláturhús Arnfirðinga. Eyjólfur Konráð Jónsson sagði að ef landbúnaðarráðherra teldi sig skorta lagaheimild til þess að veita Sláturhúsi Arnfírðinga sláturleyfi væri auðvelt að bæta úr því og kynnti iagafrumvarp þess efnis. (S.-Vf.) einstaklingur í kerfinu væri að stöðva þessa leyfisveitingu. Þetta væri hefndarráðstöfun yfirdýra- læknis á fólki í Amarfirði vegna þess að það hefði ekki „dansað eft- ir hans nótum" er grípa átti til aðgerða vegna riðuveiki fyrir nokkmm áram síðan. Óli Þ. Guðbjartsson (B.-Sl.) sagði að af þeim atriðum sem gerð- ar hefðu verið athugasemdir við ætti einungis eftir að lagfæra tvö. Nú stæði á tregðunni í embættis- kerfinu. Einungis þyrfti að senda einn mann á staðinn til þess að dæma hvort húsið væri í betra ásig- komulagi en á síðasta ári. Pétur Bjaraason (F.-Vf.) sagði lítið vanta á í þessu máli. Amfirð- ingar vildu ekki hefja slátmn fyrr en leyfi fengist og skoraði hann á landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir farsælli lausn á málinu. Eyjólfur Konráð Jónsson (S.- Rvk.) sagði það hafa verið síðsumar 1978 sem hann kynntist vinnu- brögðum sem hann hefði haldið að tíðkuðust ekki á íslandi. Þá hefðu skagfirskir bændur átt í slag við „SÍS-veldið“. Líkti hann þessu sam- an við það sem væri að gerast á Bíldudal og sagði að ofbeldi af þessu tagi væri ekki hægt að líða - bænd- ur ættu fullan rétt á að slátra sínum kindum. Það ætti ekki að leyfa mönnum að komast upp með að bijóta á þennan hátt bæði lög og siðferði. Sagði Eyjólfur Konráð að mörg sláturhús sem væm verr búin en það á Bíldudal hafa fengið slát- urleyfi. Það hefði verið látið við- gangast þar sem þau væm á vegum SÍS. Eggert Haukdal (S.-Sl.) spurði hvort stóm risamir þoldu ekki sam- keppni. Það lægi ekki fyrir annað en að frá sláturhúsinu hefði komið „góður matur“. Meðan svo væri bæri að veita íslensku fólki sem ynni hörðum höndum rétt til að lifa. Júlíus Sólnes (B.-Rn.) sagði byggð á þessu svæði síst mega við ofríki valdsins í Reykjavík. Það að enginn dýralæknir hefði fengist til þess að fara á staðinn vekti upp ýmsar gransemdir. Albert Guðmundsson (B.-Rvk.) sagði að í sjónvarpsviðtali við dýra- lækni er hefði þetta mál með höndum hefði hann svarað öllum spumingum á þann veg að þetta mál væri alfarið í höndum land- búnaðarráðherra. Ráðherra segðist hins vegar ekki geta tekið ákvörðun þar sem hann skorti lagaheimild. Sagði Albert ákaflega fátt vera í lögum um landbúnaðarmál sem gerði ráðherra kleyft að taka ákvarðanir og minnti á samantekt á þessum lögum er hann hefði látið útbúa í fjármálaráðherratíð sinni og dreift á Alþingi. Matthías Bjaraason (S.-Vf.) sagði menn oft spyija hver væri munurinn á því að slátra nú og í fyrra og væri lítið um svör. Taldi hann ráðherra geta veitt slíkt leyfi. Pálmi Jónsson fyrrverandi land- búnaðarráðherra hefði á sínum tíma gefið slíkt leyfi þvert ofan í vilja yfirdýralæknis án þess að nokkur véfengdi vald hans. Spurði Matthías hvort landbúnaðarráðherra vildi ekki frekar fara eftir samdóma áliti þingmanna en „landbúnaðarmafí- unnar". í lok umræðnanna kvaddi Eyjólf- ur Konráð Jónsson (S.-Rvk.) sér hljóðs á ný. Sagði hann að land- búnaðarráðherra teldi sig skorta lagaheimild til þess að veita slátur- leyfi og væri auðvelt að bæta úr því. Kynnti hann fmmvarp er fæli það í sér að Sláturhúsi Amfirðinga yrði veitt leyfi til slátmnar og lagði til að það yrði tekið til meðferðar og samþykkt samdægurs. Framvarpið var skömmu síðar lagt fram og flytja það Matthías Bjamason (S.-Vf.), Pálmi Jónsson (S.-Nv.), Pétur Bjamason (F.-Vf.), Albert Guðmundsson (B.-Rvk.), Sighvatur Björgvinsson (A.-Vf.), Hjörleifur Guttormsson (Abl.-Al.), Óli Þ. Guðbjartsson (B.-Sl.) og Eggert Haukdal (S.-Sl.). Það er svohljóðandi: Sláturfélagi Amfírð- inga, Bfldudal, er heimil slátmn í sláturhúsi sínu 1987. Landbúnaðar- ráðherra skipar hæfan mann til að annast heilbrigðisskoðun og merk- ingu á kjöti ef dýralæknir fæst ekki til starfsins." Fmmvarp þetta var ekki tekið til afgreiðslu í gær en það er á dagskrá fundar neðri deildar Al- þingis í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.