Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 27 Ný sjónvarpsstöð hefur út- sendingar á Austurlandi Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Forsvarsmenn Austfirska sjónvarpsfélagsins. Talið frá vinstri: Jónas Hallgrímsson varamaður í stjóm, Magnús Þorsteinsson stjómarform- aður og Benedikt Vilhjálmsson stjórnarmaður. Egilsstöðum. NÝTT sjónvarpsfélag hefur út- sendingar á Austurlandi síðar í haust. Það er Austfirska sjón- varpsfélagið hf. sem að þessum útsendingum stendur og mun meginuppistaða efnis í fyrstu fengið frá Stöð 2 í Reykjavík og verður útsending læst að stórum hluta. Aformað er að hefja fram- leiðslu og útsendingu á eigin efni fljótlega upp úr áramótum. Það mun einkum verða efni sem teng- ist Austurlandi. Lögreglustöðin á Neskaupstað: Kröfum Vinnueftirlits um bættan aðbúnað ekki sinnt VINNUEFTIRLIT ríkisins gerði athugasemdir varðandi raka, þrengsli og slæmt ástand í lögreglustöðinni á Neskaupstað í febrúar 1986 og veitti ítrekaðan frest til úrbóta áður en ákveðið var að innsigla hús- næðið. Þessar upplýsingar koma meðal annars fram í greinargerð, sem Morgunblaðinu hefur borist frá Vinnueftirlitinu vegna fréttar blaðsins á þriðjudag, þar sem greint er frá lokun húsnieðis lögreglunn- ar á Neskaupstað. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er víðar pottur brotinn en á Neskaupstað í þessum efnum og ástandið í hús- næðismálum lögreglunnar á nokkrum stöðum á landinu afar slæmt. í greinargerð frá Vinnueftirliti 1986 þar sem engar úrbætur höfðu ríkisins varðandi húsnæði lögregl- unnar á Neskaupstað segir m.a.: „Samkæmt 78. grein laga um að- búnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum er Vinnueftirlitinu ætl- að að hafa eftirlit með og sjá um að lögunum og þeim reglum, sem settar eru samkvæmt þeim, sé fram- fylgt. Við eftirlit í samræmi við þetta hlutverk gerði vinnueftirlitsmaður stofnunarinnar á Austurlandi at- hugasemdir þann 6. febrúar 1986 varðandi húsnæði lögreglunnar á Neskaupstað. Þær varða raka í hús- næðinu, þrengsli og slæmt ástand þess. Niðurstaða eftirlitsmannsins er sú, að starfsmannarými þarna samræmist ekki reglugerð um hús- næði vinnustaða. Vinnueftirlitsmað- urinn setti því frest til 20. febrúar 1986 til að gerðar yrðu tillögur og uppdrættir að úrbótum og þær sendar Vinnueftirlitinu. Kröfur þessar voru ítrekaðar 23. júní og frestur til að gera skriflega grein fyrir úrbótum og áætlun um framkvæmdir lengdur til 14. júlí verið gerðar. Þar var bent sérstak- lega á tilvitnun í áðumefnd lög þar sem m.a. kemur fram að sé „ekki farið að fyrirmælum Vinnueftirlits- ins og þeim ekki áfrýjað innan tilsetts tíma getur stofnunin látið stöðva vinnu eða lokað starfsemi sem krafa beinist að.“ Á þennan möguleika var einnig bent í eftirlits- skýrslunni frá 6. febrúar. í svari Dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins við ofangreindum kröfum, sem dagsett er 25. ágúst 1986, er viðurkennt að húsnæðið sé „þröngt, ófullnægjandi og þarfnist endur- bóta.“ Þar er og skýrt frá því að leitað hafi verið eftir fjárveitingu til byggingar nýrrar lögreglustöðvar í Neskaupstað við gerð fjárlaga. Með- an ekki sé ljóst hvetjar undirtektir verði telur ráðuneytið ekki rétt að ráðast í kostnaðarsamar endurbætur á núverandi húsnæði og óskar eftir því að Vinnueftirlitið taki tillit til þess. í svarbréfi frá Vinnueftirlitinu var fallist á að bíða fjárlaga og jafnframt Óvarlegt orðalag sem ber að harma - segirformaður íslandsdeildar Amn- esty um bréf til forseta Eþíópíu ÍSLANDSDEILD Amnesty Intemational hefur útbúið fyrir félags- menn staðlað bréf til ýmissa þjóðarleiðtoga þar sem farið er fram á sakamppgjöf til handa samviskuföngum. Eitt bréfanna er til Mengistu Haile-Mariam forseta Eþíópíu en það stingur nokkuð í stúf við hin þar sem jafnframt aðalerindi bréfsins fær hann heilla- óskir í tilefni af stofnun alþýðulýðveldis og vegna „þeirra gleðilegu tíðinda" að hann hafi verið settur í embætti forseta. Ævar Kjartans- son formaður íslandsdeildar Amnesty segir að samtökin taki ekki afstöðu til stjóraarfars rikja og ef hægt sé að lesa slíkt út úr bréf- um þeirra séu það mistök. Ævar segir að samtökin hafi stundum farið á ystu nöf í orðalagi svona bréfa, í þeim tilgangi einum að reyna að höfða til ráðamann- anna og ná athygli þeirra. Hann segir að orðalag bréfsins til forseta Eþíópíu sé á mörkunum, orðalagið sé óvarkárt og beri að harma það. Umrætt bréf er stflað til „Hans hátignar" Mengistu Haile-Mariam, forseta Eþíópíu, í Addis Ababa. Það hljóðar svo: ^Hæstvirti forseti. Eg sendi yður hugheilar heilla- óskir í tilefni af stofnun alþýðulýð- veldis í Eþíópíu og vegna þeirra gleðilegu tíðinda, að þér hafið ver- ið settur í embætti hins fyrsta forseta lýðveldisins. í tilefni af þessum gleðilegu tíðindum, vil ég beiðast þess af yður, að þér sýnið rausnarskap og veitið sakaruppgjöf öllum þeim pólitísku föngum, sem aldrei hafa hvatt til ofbeldis né beitt þvi, eins og Tseiiai Tolessa, sem nú hefur dvalið sjö ár í fang- elsi án dómsrannsóknar. Virðingarfyllst,“ Undir þessum texta er lína fyrir undirskrift sendanda og heimilis- fang. Mengistu Haile-Mariam komst til valda í blóðugri marxiskri bylt- ingu gegn Haile Selassie keisara Eþíópíu í september 1974. Meng- istu var þá foringi í hemum. Stjómarfyrirkomulagi var breytt nýlega og nefnt alþýðulýðveldi og Mengistu útnefndur fyrsti forseti þess. minnt á að senda skuli greinargerð um framkvæmd og tímasetningu úrbóta. Þegar ljóst var að fjárveiting til þessara framkvæmda var ekki í fjárlagafrumvarpi fyrir 1987 var þess farið á leit við dómsmálaráð- herra með bréfi dagsettu 12. desember að hann beitti sér fyrir útbótum þeim sem hafði verið farið fram á og nauðsynlegum Qárveiting- um í því skyni. Ekkert svar hefur borist við þessum tilmælum. Af því sem hér hefur verið greint frá má ljóst vera að ítrekaður frest- ur hefur verið gefínn til umræddra úrbóta. Kröfur Vinnueftirlitsins í þessu máli varða aðbúnað og holl- ustuhætti. Þess má geta að umrædd varðstofa lögreglumanna er innan við 18 rúmmetrar en samkvæmt reglugerð um húsnæði vinnustaða skal hver starfsmaður að jafnaði geta notið 12 rúmmetra við störf sín. Rými er því ófullnægjandi strax og komnir eru tveir, hvað þá þrír eða fleiri starfsmenn á varðstofunni þar sem meðal annars eru teknar skýrslur af fólki. Það er ekki vani vinnueftirlits- manna að beita þvingunaraðgérðum nema lífi og heilsu starfsmanna á hlutaðeigandi vinnustað sé stefnt í hættu. Slíkum aðgerðum er einungis beitt til að knýja fram úrbætur um aðbúnað þegar vinnuveitandi sýnir ekki viðleitni til að verða við ítrekuð- um kröfum eftirlitsmanns," segir í greinargerð Vinnueftirlits ríkisins. Útsendingar Sjónvarps Austur- lands munu í fyrstu nást á Egils- stöðum, Reyðarfírði, Eskifírði og Neskaupstað en skömmu síðar bæt- ast Seyðisfjörður og Vopnafjörður við. Frekari útbreiðsla kerfísins miðast við lagningu ljósleiðara- strengs Pósts og síma um fjórðung- inn. Aætlað er að hefja útsendingar síðari hluta nóvember en allar tíma- setningar miðast við að ekki komi upp nein tæknileg vandamál hjá tæknimönnum Austfírska sjón- varpsfélagsins eða Pósti og síma en þeir keppast nú við að leggja ljósleiðarastreng frá Egilsstöðum um Reyðarfjörð og Eskifjörð til Neskaupstaðar. Um þennan streng verður efninu dreift um Austurland og hefur Austfírska sjónvarpsfélag- ið tekið á leigu eina rás í strengnum. Einnig hefur fyrirtækið farið fram á það við Póst og síma að fram- kvæmdum við lagningu ljósleiðara- strengs suður til Hafnar verði flýtt og lýst sig reiðubúið til að taka eina rás í strengnum á leigu um leið og hann er tilbúinn. Austfírska sjónvarpsfélagið hf. var stofnað í febrúar sl. af áhuga- mönnum um rekstur sjónvarps- stöðvar á Austurlandi og stefnt að því að safna 4 milljónum króna í hlutafé og hafa þegar nokkrir ein- staklingar og fyrirtæki fest sér hluta þess. Stjómarfundur verður haldinn á næstunni og má buast við almennu hlutafjárútboði í fram- haldi af honum en að sögn Magnúsar Þorsteinssonar stjómar- formanns Austfírska sjónvarpsfé- lagsins er það yfirlýst meginstefna þeirra sem að stofnun félagsins stóðu að það myndist breið sam- staða um hlutafjárkaup. Myndver verður sett upp á Egils- stöðum til framleiðslu á eigin efni. Mun það einkum verða efni sem tengist Austurlandi og er áformað að senda út a.m.k. uppundir tvær klukkustundir af heimagerðu efni á viku þegar frá líður en ekki er enn- þá ljóst í hvaða formi þessi efnis- gerð verður. Einnig verður þama unnið að auglýsingagerð fyrir þá auglýsendur sem þess óska. Stjóm Austfirska sjónvarpsfé- lagsins skipa Magnús Þorsteinsson stjómarformaður, Jömndur Ragn- arsson og Benedikt Vilhjálmsson sjónvarpsvirki sem mun stjóma tæknilegri hlið mála. Fast starfsfólk hefur ekki verið ráðið ennþá. — Björa Siiifóníuhljómsveitin og Fílharmónía: Grundvöllurinn fyrir samstarfinu brostinn - segir stjórnar- formaður Sinfóníu- hljómsveitarinnar STJÓRN Sinfóníuhljómsveitar- innar taldi grundvöllihn fyrir samstarfinu brostinn vegna auk- ins framboðs á góðum kórum, sagði Ólafur B. Thors, stjóraar- formaður hljómsveitarinnar, en sinfóníuhljómsveitin sleit sam- starfinu við söngsveitina Fílharm- óníu, og hefur söngsveitin hætt störfum í framhaldi af því. Söngsveitin var upphaflega stofn- uð í samstarfí við Sinfóníuhljómsveit- ina, og hafa sveitimar haldið sameiginlega tónleika reglulega, auk þess sem hljómsveitin hefur greitt laun kórstjóra Fflharmóníu. „Við telj- um ekki sömu þörf og áður á því að hljómsveitin styrki einn kór frem- ur en aðra.“ sagði Ólafur. „Það eru fjölmargir góðir kðrar hérlendis sem vilja starfa með okkur, og gæðin verða að ráða því hveija við kjósum til samstarfs með okkur." Ólafur sagði það ætlun Sinfóníu- hljómsveitar íslands að vinna með kórum að einstökum verkefnum, og hefði samstarf við söngsveitina Fílharmóníu getað orðið á þeim for- sendum. Hins vegar væri það alfarið mál söngsveitarinnar ef hún treysti sér ekki til að starfa áfram án fjár- magns úr sjóðum Sinfóníuhljómsveit- arinnar. Benti Ólafur á að Pólýfónkórinn, Mótettukór Hallgrímskirkju og fleiri kórar héldu uppi öflugu starfí án þess að Sin- fóníuhljómsveitin styrkti þá á nokkum hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.