Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 33 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraidurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakið. Verðhnin í kauphöllunum Aður en gauragangurinn hófst fyrir alvöru í kaup- höllum heimsins, varaði breska blaðið Financial Times við því á forsíðu, að mikið myndi ganga á við tiltektir á verð- bréfamarkaðnum vegna þess hve veislan hefði staðið þar lengL í fímm ár hefur verið uppgangur í kauphöllunum. Hefur uppsveiflan sjaldan var- að svona lengi á þessari öld. Rms og sjá mátti hér í blaðinu í á&tBka viku hófst þá mikil aab. warðbréfa á öllum helstu TWftÍmftftm Hún hélt áfram á Stán&áaginn. Enn er ekki séð fywr esdann á þessari þróun. ð! marks um, hve miklir fjár- WSBÓr eru í húfí nægir að geta þess, að um miðjan dag í gær var talið, að 2.000 milljarðar j Bandaríkjadala eða 80.000 milljarðar íslenskra króna hefðu tapast í kauphöllum um . heim allan; á mánudag þurrk- , sðust 500 milljarðar Banda- rfkjadala út aðeins í kauphöll- mni í New York, það er 20.000 aálljarðar íslenskra króna. Jfetta eru stjamfræðilega háar tðlur, sem erfítt er að ná upp í fyrir venjulegan mann. Hins vegar á vafalaust margur mað- orinn eftir að fínna fyrir því, að þessir peningar verða hvorki notaðir né lánaðir til að auka framleiðslu eða skapa atvinnu. Látið er aftur til ársins 1929 <jg verðhrunsins í Wall Street þá tíl að fínna eitthvað sam- bærilegt við það, sem nú er -að gerast. Hagfræðingar benda á, að við samanburð af . .þessu tagi verði menn að gæta þess, að 1929 var að verulegu leyti notað lánsfé við kaup á hiutabréfum. Nú sé annað uppi á teningnum, þar sem stærstur hluti þess fjár, sem notað er til flárfestingar í verðbréfum sé sparifé. Við þekkjum það af umræðum hér á landi um nauðsyn þess að jafna muninn f ávöxtun milli spamaðarbréfa og hlutabréfa, að almennur áhugi á að festa fé í hlutabréf- um vel rekinna fyrirtækja er fyrir hendi. Spumingin er, hvort það gefur nægilega mik- ið í aðra hönd. Undanfarin flmm ár hafa verið góð fyrir Þ4 sem hafa valið þessa leið ððendis til að ávaxta fé sitt. Á þessu sama tímabili hefur sú stjómmálastefna einnig átt vaxandi fylgi að fagna, sem mælir með því að einkavæða ríkisfyrirtæki, selja hlut í þeim tíl almennings. Verðhmnið í kauphöllunum á ef til vill eftir að setja strik í þann reikning. Þegar atburðir af því tagi gerast, sem hér er lýst, er eðli- lega spurt, hvað yfírvöld geta gert til að stemma stigu við vandanum. Orð eins og „ofsa- hræðsla" og „ringulreið" em notuð til að lýsa viðbrögðum þeirra, sem starfa á verðbréfa- mörkuðunum. Þá er einnig bent á, að nú séu það tölvur og forrit þeirra, sem valdi því að hlutabréf geta skipt um eig- endur miklu hraðar en ella. Auðvitað em tölvumar matað- ar af mönnum og lúta stjóm þeirra. 80.000 milljarða króna sveifla verður ekki stjómlaust. Heimskreppan sem hófst í október 1929 átti ekki aðeins rætur að rekja til verðbréfa- hmnsins. Viðbrögð bankanna skiptu vemlegu máli. Stjóm- völd eiga vissulega erfítt með að ráða við nokkuð, þegar ofsa- hræðsla grípur fólk. Þá geta orðið alvarleg slys vegna rangra viðbragða og ákvarð- ana. Hin ytri skilyrði eiga þó að vera með þeim hætti, að ekki komi til stórslysa og ring- ulreiðar. Þeir em margir nú, sem segja, að annað hvort ráði markaðurinn eða ekki. Hann leiti jafnvægis og nú þurfí menn að hafa þrek og þolin- mæði til að bíða þess; ýmsir hugsi vafalaust gott til glóðar- innar og vilji kaupa hlutabréf á hagstæðu verði. Á meðan markaðurinn er að jafna sig kann að vera nauðsynlegt að auka peningamagn í umferð til að afstýra meiri vandræð- um. Á því er engin einhlít skýr- ing, hvers vegna verðbréfín hafa fallið jafn mikið í verði og raun ber vitni. Væri hún til yrði auðveldara að komast aft- ur á réttan kjöl. Efnahagslegar forsendur, vextir og vísitölur, segja síður en svo alla söguna, sálrænir þættir og mannleg viðbrögð ráða úrslitum. Ef Bandaríkjamenn telja sér trú um, að efnahagur þeirra sé að versna er ömggt að hann versnar, er nú sagt. Allar efna- hagslegar vísbendingar gefa til kynna, að bandarískur efna- hagur sé góður og svigrúm sé til hagvaxtar þar og annars staðar. Við íslendingar eigum ekki síður mikið undir því en aðrar þjóðir, að það sé nýtt en svartsýnin nái ekki undirtök- unum í heimsbúskapnum. Bandarísku forsetakosningarnar: til að verða forseti, en nú koma þaðan aðeins 105. Að greina iindirölduna og tala máli tímans Að hitta á rétta strengi Eins og áður sagði gengur þeim best, sem hitta á réttu strengina í bijósti kjósenda. Það gerði Jimmy Carter þegar hann nýtti sér andúð- ina á Watergate-hneykslinu og það gerði Ronald Reagan þegar hann lét óánægjuna með aðgerðaleysið í tíð Carters fleyta sér inn í Hvíta húsið. Raunar sigraði Reagan í tvennum kosningum vegna þess, að hann var í takt við tímann — árið 1980 þegar hann bað fólk um að láta það ráða afstöðu sinni hvort eftir Peter D. Hart og Geoffrey Garin AÐ gera sér grein fyrir hvers vegna Bandaríkjamenn velja sér ákveðinn mann fyrir forseta á tilteknum tíma í sög- unni er að reyna að skilja sjálfa bandarísku þjóðarsálina. Nú þegar farið er að hilla undir kosningarnar á næsta ári er ekki úr vegi að velta fyrir sér straumunum í banda- rískum stjórnmálum og þjóðlífinu almennt. A þeim 27 árum, sem eru liðin frá kjöri Johns F. Kennedy, hefur ein og sama kynslóðin, fædd á árun- um 1908-24, haldið um stjórnvölinn í Bandaríkjunum. Viðhorf hennar og pólitískar skoðanir eru mótaðar af stóratburðum þessarar aldar, Kreppunni miklu, „New Deal“- stefnu Franklins Roosevelt, síðari heimsstyrjöld og því hlutverki Bandaríkjanna að vera vemdari hins ftjálsa heims. Þótt sama kynslóðin hafi stjómað landinu í allan þennan tíma er önn- ur komin til skjalanna meðal kjósenda og hana er farið að lengja eftir eðlilegri hlutdeild í völdunum. Verður þess fremur vart meðal demókrata en repúblikana. Að Paul Simon undanskildum eru allir frammámenn demókrata fæddir 1932 eða síðar og Michael Dukakis er sá eini af þeim, sem vilja verða í framboði fyrir flokkinn í forseta- kosningunum, sem var nógu gamall til að kjósa árið 1956 (þegar kosn- ingarétturinn miðaðist við 21 árs aldur). Bmce Babbitt og Charles Robb kusu fyrst í forsetakosningum árið 1960, þegar Kennedy var kjör- inn, en aðrir, þar á meðal Joseph Biden, Richard Gephardt, Bill Brad- ley, Jesse Jackson og Albert Gore, máttu enn bíða um stund. Repúblikanamir, sem sækjast eftir útnefningu, eru eldri að árum. George Bush, Robert Dole og Alex- ander Haig fæddust á öndverðum þriðja áratugnum og (eins og allir forsetar frá Eisenhower til Reag- ans) vom nógu gamlir til að beijast í síðari heimsstyijöld. Jack Kemp og Pierre duPont, sem báðir em fæddir árið 1935, geta talist til „nýju“ kynslóðarinnar. Höfðað til nýrra kjós- enda í kosningunum á næsta ári mun þeim vegna best, sem kunna að höfða til þeirra 60% kjósenda, sem fengu kosningarétt eftir að Kennedy varð forseti. Þessir nýju kjósendur em menntaðri en þeir, sem eldri em, koma fleiri úr milli- stétt, fmnst ekki, sem þeir eigi allt sitt undir ríkisvaldinu komið, og em heldur mótfallnir miklum ríkisum- svifum. Þeir hafa litla trú á stómm stofnunum en em umburðarlyndari í félagslegum efnum, einkum hvað varðar hlutverk kvenna. Bandarískir stjómmálamenn hafa hjakkað of lengi í sama farinu og það er líklega þess vegna sem nýja kynslóðin gengur að kjörborð- inu með minni flokksglýju í augum en foreldramir. Fólk nú á dögum er miklu sjálfstæðara og sér ekkert athugavert við að kjósa menn án tillits til flokka. (í fýrra var kosið hvorttveggja um öldungardeildar- þingmann og ríkisstjóra í 28 ríkjum ÞRIR BANDARISKIR FORSETAR, SEM BRUGÐUST RÉTT VIÐ KALLITÍMANS THEODORE ROOSEVELT FRANKLIN D. ROOSEVELT JOHN F. KENNEDY og í 11 vom þeir kjömir hvor úr sínum flokknum). Erfíðasti hjallinn á vegi þeirra frambjóðenda, sem vilja ná til nýju kynslóðarinnar í kosningunum á næsta ári, er menningarlegs eðlis. Lífshættir okkar og félagslegar við- miðanir hafa breyst mikið síðan á dögum Kennedys. Þá var Elvis Presley konungurinn, Frank Sin- atra hafði frekar ímynd óknytta- stráksins en stjómarformannsins og Bmce Springsteen enn í hnokka- flokknum. í fjöldalýðræði vorra tíma em stjómmálin þegar allt kemur til alls fyrst og fremst glíma við samskipta- og tjálistina. Fram að kosningunum á næsta ári tekst kannski einhveijum frambjóðand- anum að greina undirölduna og tala máli tímans á sama hátt og Theodore Roosevelt, Franklin Roosevelt og John Kennedy á fyrri tímamótum í sögu tuttugustu aldar- innar. Það má líka nefna um nýja kjós- endahópinn, að búsetudreifingin er önnur en þegar Kennedy kom í Hvíta húsið. Frá fjómm Norðurríkj- anna, sem Kennedy vann, komu 124 kjörmenn af 269, sem hann þurfti það hefði það „betra nú en fyrir íjórum árum“ og 1984 þegar hann lagði áherslu á „nýja dögun í Bandaríkjunum" í trausti þess, að kjósendum fyndist stefna í rétta átt fyrir landi og þjóð. Á næsta ári mun nagandi óvissa um framtíð Bandaríkjanna ein- kenna stjómmálin. Kjosendur em ekki óánægðir með stöðu landsins nú en þeir efast um, að þjóðin sé tilbúin til að takast á við morgun- daginn — um samkeppnisgetuna, tæknilegar framfarir og mennta- kerfíð. Þegar þeir leiða hugann að alríkisstjóminni í Washington finnst þeim sem þar hafi stöðnunin tekið við stjómvelinum. Um fjárlagahall- ann, viðskiptahallann, kreppuna í landbúnaði og afvopnunarmál finnst þeim margt sagt en lítið að- hafst. Þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu 1988 verður þeim efst í huga, að kominn sé tími til að stefna fram. Fáir hafa áhuga á að nota kosningamar til að hegna Ronald Reagan, hvað sem líður vopnasöluhneykslinu, og er hann að því leyti lánsamari en fyrirrenn- arar hans, þeir Carter, Richard Nixon og Lyndon Johnson. Enginn nema áköfustu repúblikanar kærir sig samt um, að Reagan útnefni eftirmann sinn. Að takast á við framtíðina með nýjum hætti er það, sem máli skipt- ir. Fólki finnst sem Reagan-bylting- in hafi mnnið sitt skeið en samt of seint að taka upp þau vinnu- brögð, sem áður tíðkuðust. Reagan batt enda á ríkisforsjána eins og Bandaríkjamenn höfðu þekkt hana í hálfa öld en samt fínnst þeim hann ekki hafa svarað því hvað eigi að taka við. Þrjú hollráð Þijú hollráð er unnt að gefa frambjóðendum í kosningunum á næsta ári: • Bjóðið kjósendum byrginn, rey- nið ekki að dekra við ímyndaðar skoðanir þeirra. Eftir að hafa hlust- að á rósrauðar lýsingar Reagans í öll þessi ár er fólk tilbúið til að fá sinn skammt af raunveruleikanum. • Hugsið í ámm og áratugum. Fólki fínnst sem stjómvöld séu allt- af að taka skammtímaákvarðanir án þess að gera sér grein fyrir langtímaáhrifum þeirra — um ijár- lagahallann, eitraðan efnaúrgang, menntamál og rannsóknir. • Leggið áherslu á þegnskap og þátttöku, ekki á einstaklingshyggj- una. Skilningur manna á samfé- lagslegri ábyrgð fer vaxandi; foreldrar vilja, að bömin rækti með sér einhvem tilgang, sem er utan og ofan við efnahagslega velgengni. Frambjóðendur skulu líka hafa þetta í huga: Framtíðarsýnin er ekki bara einhver sópdyngja stefnu- mála og áætlana, fólk þarf að hafa það á tilfinningunni hvert forystu- mennimir em að leiða þjóðina. í kosningunum á næsta ári munu allir frambjóðendur reyna að gera „efnahagslega endumýjun" að sínu máli enda óttast aimenningur, að þjóðin sé að missa fótanna í sam- keppninni á heimsmarkaði. Sumir þeirra kunna að halda, að best sé að taka efnahagsmálin sömu tökum og á Reagan-ámnum og ýmis ytri teikn virðast styðja það — líflegur hlutabréfamarkaður, minna at- vinnuleysi og lítil sem engin verðbólga. Hætt er samt við, að þess konar íhaldsmenn muni eiga á brattann að sækja. Kjósendur, sem fögnuðu efnahagslegum uppgangi framan af Reagan-tímabilinu, hafa ekki lengur trú á, að hann haldi áfram. Ef nahag'sstef:nan Þeir frambjóðendur, sem ætla sér að tala af skynsamlegu viti um efnahagsmálin, munu líklega leggja áherslu á eftirfarandi: • Stefna verður að því að írjár- festa í og hagnýta betur efnahags- lega getu þjóðarinnar. Kjósendur vita, að til að standast samkeppnina nú á dögum verður að halda vel á spöðunum og endurheimta foryst- una í nýtingu nýrrar tækni. Áfram verður að leggja mikla áherslu á betri gmnn- og framhaldsskóla- menntun, gera meiri kröfur til námsárangurs og ábyrgðar nem- enda og auðvelda endurmenntun fullorðinna. • Tryggja verður, að í heimsvið- skiptunum sitji Bandaríkjamenn við sama borð og aðrir. Áfram verður deilt um kosti og galla fijálsrar verslunar og vemdarstefnu en al- menningur vill ekki sætta sig við, að reglum alþjóðlegra viðskipta skuli beinlínis stefnt gegn Banda- ríkjunum. Margir kjósendur em andvígir aðgerðum, sem aðeins er ætlað að vemda illa rekin fyrir- tæki, en um hitt em flestir sammála, að Bandaríkjamenn verði að svara fullum hálsi þegar á þá er hallað að ósekju. • Hjálpa verður litlum fyrirtækj- um og fjölskyldubýlunum til sveita. Fremur en nokkm sinni fyrr em Bandaríkjamenn þeirrar skoðunar, að „smátt sé fallegt". Frambjóð- andi, sem ætlar að ná langt, er líklegur til að vera sama sinnis enda finnst mörgum sem stórfyrirtækj- unum hafí verið gert nógu hátt undir höfði. Umhyggjan fyrir smá- rekstrinum er ekki síst mikilvæg í landbúnaðinum. • Leggja verður áherslu á at- vinnusköpun, ekki á sammna fyrirtækja og milljarða dollara yfír- töku. Kjósendur hafa litla samúð með þeim stórfyrirtækjum, sem hafa eflst og auðgast í átökunum við önnur en ekki á arðbærri fram- leiðslu. Ef vikið er að innanlandsmálun- um að öðm leyti má nefna um- hverfisvemd en hún skiptir sérstaklega unga kjósendur miklu máli. Hættan af eiturefna- og kjam- orkuúrgangi er líklega meðal „heitustu" málanna nú. Onnur mál, sem aldrei em langt undan, era hungur og húsnæðisleysi, heilsu- gæslukostnaður (einkum aldraða fólksins) og kreppuástandið í ábyrgðartryggingum. Þessi mál öll snerta kjósendur beint. Persónuleg kosning Forsetakosningar em miklu per- sónulegri en aðrar kosningar. Þá spyr kjósandinn sjálfan sig þessara spuminga: Treysti ég þessum manni? Er hann vandanum vaxinn? Nú að liðnum átta Reagan-árum munu Bandaríkjamenn ekki sætta sig við forseta, sem þorir ekki að standa og falla með eigin samvisku og skoðunum. Hvað skyldu kjósendur vilja og hvað skyldi þeim hafa fundist helst á skorta hjá Reagan? í fyrsta lagi: Á árinu 1988 munu kjósendur svipast um eftir manni, sem skilur pólitíska stefnumótun og getur gert sér grein fyrir hvaða afleiðingar ákvarðanir hans hafa. í öðm lagi: Kjósendur vilja for- seta, sem stjómar og er óumdeilan- lega í forsvari fyrir ríkisstjóminni. í þriðja lagi: Það heftir fylgt Reagan alla tíð í embætti, að hann og stefna hans séu á einhvem hátt andstæð hagsmunum óbreyttra borgara. Þótt á þessu verði breyting þýðir það ekki, að horfið verði aftur til tekjujöfnunarstefnu og ríkis- forsjár fyrri ára (við Bandaríkja- menn emm einu sinni þannig, að við viljum heldur stækka kökuna en skipta henni hnífíafnt), heldur, að lögð verði meiri áhersla á um- hyggjuna fyrir lítilmagnanum meðal okkar og þeim, sem eiga um sárt að binda. Höfundarnir annast rannsóknir á viðhorfum almennings fyrir Demókrataflokkinn íBanda- ríkjunum. Efnaliagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar eftir Ölaf ísleifsson Með efnahagsráðstöfunum ríkisstómarinnar er samræmdum aðgerðum á sviði ríkisfjármála, peningamála og gengismála beitt í því skyni að ná þeim markmiðum ríkisstjómarinnar að draga úr verðbólgu og viðskiptahalla. Ráð- stafanimar hafa um margt á sér nýstárlegan blæ og því er ástæða til að skýra nánar tilgang þeirra. Ráðstafanir ríkisstjómarinnar einkennast af tvennu. Ánnars veg- ar fela þær í sér kröftugar aðgerðir til að koma á jafnvægi í þjóðarbú- skapnum, m.a. með því að strika út áður fyrirhugaðan halla á ríkis- sjóði og bjóða fjölbreytta nýja möguleika á spamaði, m.a. á gengisbundnum innlánsreikning- um. Á hinn bóginn fela ráðstafán- imar í sér ný skref í átt til aukins ftjálsræðis í efnahagslífínu. Þjóðhagfsáætlun Sá vandi sem við er að etja í efnahagsmálum felst í því, að eft- ir mikinn uppgang em ekki lengur horfur á batnandi ytri skilyrðum. í þjóðhagsáætlun er lýst horfum í þessum efnum. Að þessu sinni er á engan hátt reynt að breiða yfír vandann eða leysa hann á pappímum. Að þessu leyti og því, að ekki er haldið á lofti óraun- hæfum markmiðum fyrir næsta ár, einkennist þjóðhagsáætlun af raunsæi. En framtíðin er óviss og áætlan- ir því í eðli sínu ófullkomnar. Spáin um árið 1988 sem er að finna í þjóðhagsáætlun á varla eftir að ganga fram í öllum atriðum. En hún felur í sér eindregnar vísbend- ingar um hvers megi vænta á næsta ári nema skyndilegar breyt- ingar verði á ytri skilyrðum. Nýir sparnaðarkostir Með því að eyða halla og draga úr lánsfjárþörf ríkissjóðs hafa ver- ið sköpuð ný skilyrði til að koma á jafnvægi í efnahagslífínu. Með fjölgun spamaðarleiða og ráðstöf- unum til að gera spamað enn frekar aðlaðandi er stigið mikil- vægt skref til að draga úr neyslu og innflutningi. Gengisbundnir innlánsreikningar og spariskírteini ríkissjóðs gera það að verkum að „Til langs tíma litið fel- ur ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um að heimila kaup erlendra verðbréfa í sér, að at- vinnustarfsemin hér á landi verður að stand- ast atvinnurekstri annarra þjóða snúning. Hvað er eðliiegra? Hvernig geta lífskjör hér á landi staðist sam- jöfnuð við það sem best gerist, ef undirstaðan, verðmætasköpun at- vinnulífsins, gerir það ekki?“ óvissa og efasemdir um stöðu gengisins þurfa ekki lengur að leiða af sér kaupæði og innflutn- ingsholskeflu. Enginn þarf lengur að kaupa bíl eða heimilistæki í því Ólafur ísleifsson skyni að fírra sig tjóni vegna hugs- anlegrar gengisbreytingar. Erlend verðbréf Eitt merkasta nýmælið í ráð- stöfunum ríkisstjómarinnar er ákvörðun um að heimila einstakl- ingum og fyrirtækjum að kaupa erlend verðbréf. Raunar er einnig ákveðið að bjóða íslendingum að kaupa skuldabréf ríkissjóðs og annarra íslenskra aðila sem gefín em út á alþjóðlegum markaði. Með þessu em Islendingum boðin sömu kjör og erlendum lánardrottnum og hefði mátt vera fyrr. Kaup ís- lendinga á bréfum þessum lækka erlendar skuldir þjóðarinnar að sama skapi. Þá er fyrirtækjum gert kleift að styrkja samkeppnisstöðu sína með kaupum á hlutum í erlendum fyrirtækjum. Á þennan hátt fæst og aðgangur að markaðs- og tækniþekkingu sem gefur fyrir- tækjum færi á nýrri sókn til landvinninga á erlendum markaði. Loks er ákveðin heimild til að kaupa trygg erlend verðbréf. Fjöl- margir nýir möguleikar opnast einstaklingum, fyrirtækjum og öðmm aðilum. Nefna má að lífeyr- issjóðir geta frekar en til þessa dreift áhættu og á þann hátt búið betur í haginn fyrir ellilífeyrisþega framtíðarinnar. Á hinn bóginn geta íslendingar stofnað til eigna og hirt arð af þeim erlendis frá. Viðreisnarstjómin losaði um höft í utanríkisviðskiptum. Ýmsar hrakspár vom þá uppi hafðar um að slíkt myndi leiða til ófamaðar. Sú varð ekki raunin. Nú er tíma- bært að stíga næsta skref og losa um hömlur á fjárstreymi að og frá landinu. Til þessa hefur fé einung- is mnnið inn í landið og erlendar skuldir vaxið jafnt og þétt. Með því að opna fjármagni leið út úr landinu aukast líkur á að betra jafnvægi náist í þessu efni. Til langs tíma litið felur ákvörð- un ríkisstjómarinnar um að heimila kaup erlendra verðbréfa í sér, að atvinnustarfsemin hér á landi verður að standast atvinnu- rekstri annarra þjóða snúning. Hvað er eðlilegra? Hvemig geta lífskjör hér á landi staðist samjöfn- uð við það sem best gerist, ef undirstaðan, verðmætasköpun at- vinnulífsins, gerir það ekki? Hlutabréf Hlutabréfaviðskipti eiga sér nánast enga hefð hér á landi. Skattalög og raunar fleiri atriði hafa staðið spamaði í formi hluta- fjárkaupa fyrir þrifum. Afleiðingin er sú, að íslensk fyrirtæki em skuldsett um of. Hlutabréfmark- aður gæfi fyrirtækjum færi á að breyta fjárhagslegri uppbyggingu sinni og styrkja með auknu eigin fé. Með þessum hætti má bæta rekstur fyrirtækja, auka arðsemi fjárfestinga og hækka kaup starfsmanna. Atvinnulíf, sem byggðist í auknum mæli á eigin fé, væri betur búið undir að mæta og draga úr þeim sveiflum, sem einkenna íslenskt efnahagslíf. Inn- viðir þjóðarbúsins myndu því styrkjast við þessa breytingu. Unnið er að því á ýmsum vígstöðvum að skapa möguleika á bættri eiginfjárstöðu atvinnu- rekstrarins. Ríkisstjómin hefur lýst yfir því að hún hyggist ryðja úr vegi skattalegum hindrunum þess að almenningur spari í formi hlutafjárkaupa. Jafnframt hefur verið skipuð nefnd til að samræma lög og reglur um erlent áhættufé í íslensku efnahagslífí með það að markmiði að áhættufé geti komið í stað lánsfjár. Hér skiptir vita- skuld miklu að búa svo um hnúta, að erlendir aðilar nái ekki tökum á náttúruauðlindum lands og sjáv- ar. Ríkisvíxlar Aukinni útgáfu ríkisvíxla er ætlað það hlutverk að skapa ríkis- sjóði aðgang að lánsfé er væri til þess fallið að draga úr þörf fyrir yfírdrátt á viðskiptareikningi ríkis- sjóðs í Seðlabanka, en slík aðgerð heitir á mæltu máli seðlaprentun og verðbólga. Með aukinni útgáfu ríkisvíxla má girða fyrir verð- bólguáhrif þess misræmis, sem skapast vegna þess að tekjur, sem dreifast tiltölulega jafnt yfír árið, hrökkva ekki ávallt fyrir gjöldum, sem að mestu leyti falla á fyrir hluta árs. Ríkisábyrgð Með þeirri ákvörðun að fella niður ríkisábyrgð á skuldbinding- um opinberra fjárfestingarlána vinnst a.m.k. tvennt. Annars vegar verður lánsfé ekki sótt til útlanda í skjóli ábyrgðar ríkisins á fíárfest- ingarlánasjóðum. Hér koma því áhættumat og arðsemiskröfur í stað ríkisábyrgðar og mega það teljast heldur góð skipti. A hinn bóginn er með þessari ráðstöfun jöfnuð samkeppnisstaða fjárfest- ingarlánasjóða. Fijálsræðisstefna Ráðstafanir ríkisstjómarinnar em nauðsynlegar til að takast á við þann vanda sem leiðir af því að lát er að verða á góðærinu. Með auknu frjálsræði varða þær leiðina fram á veginn og gera efna- hagslífíð nútímalegra og styrkara. Höfundur er efnahagsráðgjafi ríkissjjómarinnar. Borgarstjórn: Tillaga um könnun á þörf fyrir Ferðaþjón- ustu fatlaðra BORGARSTJÓRN sam- þykkti samhljóða á fundi sínum á fimmtudag að vísa til fjárhagsáætlunar, til- lögu frá Helgu Jóhanns- dóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um könnun á þörfum fatlaðra á Ferðaþjónustu fatlaðra. í tillögu Helgu felst að gerð verði könnun á þörf fyrir Ferðaþjónustu fatlaðra og þá einkum haft í huga að lengja opnunartíma þjónustunnar og stytta þann fýrirvara sem áskilinn er um pantanir á þjón- ustu. Þessi fyrirvari getur verið mjög langur, eins og nú er ástatt, allt upp í þijá og hálfan sólarhring um helgar. Þetta þýðir að panta verður þjónustu sem óskað er eftir á mánudags- kvöldi eigi síðar en fyrir klukkan 16 föstudaginn áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.