Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 7 , Sjóefnavinnslan: Dani gerir tilkall til framleiðslu- aðferðar ogbýð- ur fram fjármagn DANSKUR efnaverkfræðingur telur að Sjóefnavinnslan á Reykjanesi noti án heimildar einkaleyfi sitt til framleiðslu á sérstakri salttegund, svo nefndu heilsusalti. Framkvæmdastjóri Sjóefnavinnslunnar segir að framleiðsla á heilsusalti sé í und- irbúningi, en í verksmiðjunni hafi verið þróuð aðferð frá- brugðin þeirri dönsku. Efnaverkfræðingurinn heitir Gunnar Sundien og rekur ráðgjaf- arfyrirtæki á þessu sviði í Kaup- mannahöfn. Hann fæst einnig við að vöruþróun. Heilsusaltið er ávöxt- ur af því starfi. Sundien fékk í sumar einkaleyfi fyrir heilsusaltinu í Danmörku og vilyrði fyrir að einkaleyfi verði afgreitt hér í mars á næsta ári. Umsóknir eru fyrir- liggjandi í 17 öðrum löndum. Að sögn Sundiens gerði hann á síðasta ári uppkast að samstarfs- samningi við Sjóefnavinnsluna, fyrirtækið Lyf og Magnús Óskars- son. Á grundvelli samningsins fékk Sundien pöntun á 200 tonnum af salti frá Dagrofa A/S, sem er eitt stærsta dreifingarfyrirtæki neyslu- vamings í Danmörku. Jafnframt stofnuðu íslendingamir og Sundien fyrirtækið Sagasalt í Danmörku. Sundien segir að samstarfsmenn sínir hérlendir hafi sýnilega komist á þá skoðun síðastliðið haust að einkaleyfið yrði ekki veitt. Þeir hefðu því séð sér leik á borði að nota framleiðsluaðferðina án endur- gjalds. Fyrir ári hafi þeir skráð fyrirtækið Sagasalt Island án samr- áðs við hann. Á sama tíma dró Dagrofa sig út úr frekari viðskipt- um. Segir Sundien að Dagrofa hafi viljað bíða átekta þar til málið yrði útkljáð og heilsusaltið tilbúið til markaðssetningar. Sjóefnavinnslan hefur ekki hafið framleiðslu á heilsusalti, að sögn Magnúsar Magnússonar fram- kvæmdastjóra. Undirbúningur er þó vel á veg kominn. „Við byggjum á annan-i hugmynd en Sundien, sem að okkar mati betri. Hér er um framleiðslu úr blöndu af jarðsjó og ómenguðum sjó að ræða, vökva sem hann hefur ekki gert ráð fyrir." Sundien hefur nú sent iðnaðar- og fjármálaráðuneytunum erindi vegna þessa máls. Hann segist enn hafa áhuga á samstarfi við íslenska aðila því hér séu ákjósanleg skilyrði til framleiðslu á saltinu. Magnús sagði að ekki hefði náðst samkomulag við Sundien þar sem áhugi hans hefði beinst að því að innheimta gjöld af Sjóefnavinnsl- unni fyrir notkun einkaleyfis síns. Hann hefði haft áhuga á því að vera milliliður, en ekki að aðstoða við markaðssetningu vörunnar. Eins og fram hefur komið í frétt- um hefur ríkið stuðlað að viðræðum milli Hitaveitu Suðumesja og stærstu viðskiptamanna verksmiðj- unnar um yfirtöku á fyrirtækinu. Að sögn Magnúsar er heilsusaltið sú vörutegund sem mestar vonir eru bundnar við. Það þykir vænlegt til útflutnings, því markaður fyrir „heilsuvörur" stækkar óðfluga. „Ég væri tilbúinn til viðræðna um að kaupa stóran hlut í Sjóefna- vinnslunni. Á bak við mig stendur samsteypan Scandinavian Tobaco sem er tilbúin að fjarmagna þessa framleiðslu. En ef íslendingar eru ekki tilbúin til samvinnu verð ég einfaldlega að leita annað," sagði Sundien. Kvaðst hann nýlega hafa skoðað sambærilega verksmiðju í Portúgal, þar sem sólarorka er not- uð við framleiðsluna. Hefðu eigend- ur hennar mikinn áhuga á samstarfi. „Við erum að sjálfsögðu opnir fyrir öllum góðum tilboðum, hvaðan sem þau koma,“ sagði Magnús Magnússon. Náttfari RE fékk 90 krónur fyrir þorskinn NÁTTFARI RE seldi afla sinn í Hull í gær og fékk mjög hátt verð fyrir þorsk. Að meðaltali fengust 90,03 krónur fyrir hvert kiló. Þorskur úr gámum fór að meðaltali á 76,47 krónur hvert kíló á mánudag. Náttfari seldi alls 59 tonn fyrir tæpar fimm milljónir króna. Meðal- verð var 83,81. 21 tonn af þorski fór að meðaltali á 90,03 krónur hvert kíló, 22 tonn af ýsu á 74,73 og 13 tonn af kola 79,85. Á mánudag voru seld í Bretlandi 213 tonn úr gámum fyrir samtals 16,3 milljónir króna, meðalverð 76,35. Fyrir þorsk fengust að með- altali 76,47 krónur á kíló, fyrir ýsu 72,16 og kola 79,53. Breiðholt: Víðir tekur við af Kjöti og fiski VERSLUNIN „Kjöt og fiskur“ í Breiðholti mun framvegis bera nafnið „Víðir“, eftir að bræðurn- ir Matthías og Eiríkur Sigurðs- synir hafa tekið yfir reksturinn. Þeir bræður reka verslunina Víði í Austurstræti og sagði Matthías í samtali við Morgunblaðið að sama nafn yrði á verslun þeirra bræðra í Breiðholtinu. Verslunin Kjöt og fiskur“ í Breið- holti var áður í eigu feðganna Einars Bergmann og Baldurs Ein- arssonar. Hún hefur verið lokuð undanfama daga vegna breytinga innandyra, en að sögn Matthíasar verður reksturinn með svipuðum hætti og verið hefur og er ætlunin að opna aftur næstkomandi föstu- dag. Þyrluflugmenn Land- helgisgæslunnar sömdu SAMNINGUR um vaktir þyrlu- flugmanna Landhelgisgæslunnar var undirritaður af fulltrúum Fé- lags atvinnuflugmanna og Vinnu- málanefndar rikisins laust fyrir hádegi á mánudag. Samkomulagið felst í því að há- marksvinnustundir hvers þyrluflug- manns verði 170 í hveijum mánuði. Vinni flugmennimir umfram það fá þeir greitt 1% af mánaðarlaunum fyrir hverja klukkustund. Bogi Ágnarsson þyrluflugmaður og fulltrúi Félags atvinnuflugmanna sagði í samtali við Morgunblaðið að deilan hefði fyrst og fremst staðið um hvemig bæta mætti vinnutil- högun flugmannanna. Sagði hann að áður en samkomulagið var gert hefði vinnutími þyrluflugmannanna verið óskilgreindur. „Við höfum staðið vaktir í sjálf- boðavinnu í töluverðan tíma. Samkvæmt samningnum áttum við að standa 12 tíma vaktir en vorum alltaf á bakvakt í 24 tíma á sólar- hring. Kalltækið fylgdi okkur í hvert sinn sem við fórum út af heimilinu," sagði Bogi. Hann sagði að með nýja samn- ingnum væru laun þyrluflugmann- anna miðuð við 170 vinnustundir á mánuði og 175 stundir á mánuði á sumrin. Hluti af þessum tímaflölda, sem samsvarar rúmlega 8 stunda vinnu á dag, er staðinn á bakvakt. Hver unnin klukkustund á bakvakt er reiknuð sem 20 mínútur. Þá er reiknað með að flug og viðvera séu 30 tímar á viku, sem þýðir að sá tími sem á vantar er reiknaður sem bak- vaktartími. Ef unnið er umfram þessar 170 til 175 stundir fá flug- mennimir greidda yfírvinnu. Bogi sagði að menn væru ánægð- ir með samninginn sem gildir til áramóta eins og þeir kjarasamningar sem flugmennimir starfa eftir. Sagð- ist hann vænta þess að þá verði samningurinn endurskoðaður i ljósi reynslunnar. Gunnar Bergsteinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar sagðist vona að allir aðilar að þessum samningi væm ánægðir. „Það er ágætt að þessu er lokið og menn famir að starfa af fullum krafti," sagði hann. ÞAK yfirhöfuðið RAÐSTEFNA um húsnæðismál. HÓTEL SÖGU, fðstudaginn 23. október 1987 DAGSKRÁ Kl. 9.30 Ráöstefnan sett. Ávarp Jóhönnu Siguröardóttur, félagsmálaráðh. Framsöguerindi: Ásgeröur Ingimarsdóttir, frkv.stj. Öryrkjabandalags íslands. Hans Jörgensson form. Samtaka aldraöra. Halldór Þ. Birgisson fulltrúi stúdenta við HÍ í stjóm Félagsstofnunar studenta. Guðni Jóhannesson form. Búseta, landssambands húsnæðissamvinnufélaga. Halldór S. Guömundsson form. bæjarráös, Ísaílröi Siguröur E. Guömundsson frkv.stj. Húsnæöisst. ríkisins Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur. KI. 12.00 Hádegisverður. Kl. 13.00 Pallborðsumræður meö þátttöku fuiitrúa stjómmálaflokkanna, Alþýöusambands íslands og aðstandenda ráöstefnunnar. Kl. 15.00 Kaffihlé Kl. 15.30 Umræðum haldiö áfram. Almennar umræöur. Um kl.17 Ráðstefnuslit. Ráöstefnan er öllum opin, en þátttaka óskast tilkynnt einhveijum neðangreindra samtaka. öryrkjabandalag íslands Sjálfsbjörg l.s.f. Landssamtökin Þroskahjálp Samtök aldraðra Bandalag íslenskra sérskólanema Stúdentaráö Háskóla íslands Leigj endasamtökin Búseti, landssamband
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.