Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 35 Fagna stuðningi við frystingartillögn SAMTÖK íslenskra eðlisfræð- inga gegn kjarnorkuvá segjast fagna yfirlýsingu Steingríms Hermannssonar, utanríkisráð- herra, um að ísland muni styðja sk. frystingartillögu Svíþjóðar og Mexíkó á vettvangi Samein- uðu Þjóðanna. í yfirlýsingu frá samtökunum segir að þau hafi ítrekað hvatt ríkis- stjómina til að endurskoða þá afstöðu sína að sitja hjá við af- greiðslu tillögunnar, sem kveður á um bann við uppsetningu nýrra kjamorkuvopna, á undanfömum árum. Er bent á að íslendingar hafi einir Norðurlandaþjóða setið hjá við atkvæðagreiðslur um tillög- una. I yfirlýsingunni segir að væntan- legur árangur í afvopnunarviðræð- um stórveldanna dragi ekki úr nauðsyn á frystingu kjamorku- Selfoss: Sjálfstæðis- konur ræða fóstureyðingar Selfossi. Sjálfstæðiskonur í Arnessýslu verða með félagsfund í Hótel Selfossi miðvikudaginn 21. októ- ber þar sem fóstureyðingar verða meðal umræðuefna. Fundurinn hefst með kvöldverði klukkan 19.00. Amdís Jónsdóttir frá Selfossi flytur ávarp í upphafi fundarins. Að því loknu mun Hulda Jensdóttir fjalla um fóstureyðingar. Að loknu framsöguerindi hennar verða fyrirspumir og umræður þar sem taka þátt Brynleifur H. Steingrímsson, séra Sigurður Sig- urðarson og Ámi Johnsen. Að loknu kaffihléi mun Óli J. Ólafsson tala um ferðamál á Suðurlandi. Sig. Jóns. vopna, því slíkar viðræður séu tímafrekar, og fjalli aðeins um ákveðnar tegundir vopna, og á meðan haldi vígbúnaðarkapphlaup- ið áfram á öðmm sviðum vopnabún- aðar. Hraði vígbúnaðarkapphlaups- ins sé nú svo mikill, að lítil von sé um að verulegur árangur náist með afvopnunarsamningum, ef ekki séu jafnframt settar skorður við upp- setningu nýrra vopna. INNLENT Ættfræðiþjónustan: Ný ættfræði- námskeið að hefjast NÝ ÆTTFRÆÐINÁMSKEIÐ á vegum Ættfræðiþjónustunnar hefjast í Reykjavík í þessari og næstu viku. Boðið verður upp á átta vikna grunnnámskeið, eitt kvöld eða síðdegi í viku, og fimm vikna námskeið fyrir framhalds- hóp. Markmið námskeiðanna er að gera hveijum sem er kleift að rekja ættir af kunnáttusemi og öryggi. Þátttak- endur fá fræðslu um skilvirkustu leitaraðferðir, um meginflokka ætt- fræðiheimilda og úrvinnslu efnis í ættar- og niðjatölum. Kennslan fer að nokkru leyti fram í fyrirlestrum þar sem fjallað er um heimildir, að- ferðir, vinnubrögð og hjálpartæki ættfræðinnar. Lögð er áhersla á að veita þátttakendum tækifæri og að- stöðu til rannsókna á eigin ættum og frændgarði. Þátttakendur hafa aðgang að gagnasafni og tækjabúnaði Ætt- fræðiþjónustunnar, meðal annars filmusöfnum af öllum manntölum frá upphafi til 1930, kirkjubókum, skiptabókum og ættartölubókum, auk útgefinna niðjatala, stétta- og ábúendatala, íbúaskráa, manntala og annara ættfræðiheimilda. Þátttak- endum eru útveguð þau frumgögn sem til þarf, svo sem ættartré, margvíslegar heimildaskrár og aðrar leiðbeiningar. Hver og einn fær leið- sögn í þeirri ættarleit sem hann kýs sem viðfangsefni í námskeiðinu. Skráning er hafin hjá forstöðu- manni Ættfræðiþjónustunnar og leiðbeinanda á námskeiðunum, sem er Jón Valur Jensson. Starfsfólk Stjörnunnar með hluta af bréfabunkanum sem borizt hefur. Þúsundir svara í stjömuleik Þúsundir bréfa hafa borizt í stjörnugetraun útvarpsstöðvarinnar Stjörnunnar. Dregið verður í Kringlunni á morgun, fimmtudag um verðlaunin, Suzuki- bifreið. Bein útsending verður á Stjöm- Geðhjálp: Fyrirlestur um skilnað FYRSTI fyrirlestur vetrarins á veg- um Geðhjálpar verður haldinn á morgun, fímmtudaginn 22. október. Sigrún Júlíusdóttir, fjölskylduráð- gjafi og yfirfélagsráðgjafí, flytur erindi um skilnað. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst kl. 20.30 & geðdeild Landspítalans í kennslu- stofu á 3. hæð. Rangt talið Blaðamanni Morgunblaðisins varð það á að mistelja þær konur sem voru í 100 efstu sætunum í kjöri landsfundarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík en listi yfir frambjóðendur og atkvæðatöl- ur birtust í Morgunblaðinu í gær. Þannig voru 30 konur meðal 100 efstu manna en ekki 29 eins og sagði í blaðinu, og þar af leiðandi færast 10 konur upp sem aðalfull- trúar samkvæmt 40% kynjakvóta- reglu en ekki 11 eins og sagði í blaðinu. Því heldur Brynjólfur Vil- hjálmsson sæti sínu sem aðalfull- trúi en síðasta kona inn sem aðalfulltrúi er Lena M. Rist en ekki Bjargey Elíasdóttir. Beðist er velvirðingar á þessu. Atlantshaf sbandalagið: 14 hlutu vísindastyrk Menntamálaráðuneytið hef- ur úthlutað styrkjum af fé því sem kom í hlut Islendinga til ráðstöfunar til vísindastyrkja á vegum Atlantshafsbandalags- ins (NATO Science Fellows- hips) á árinu 1987. Umsækjendur voru 34 og hlutu 14 þeirra styrki sem hér segir: 1. Árni Geirsson, MS, 200.000 kr. til framhaldsnáms í vélaverk- fræði við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum. 2. Ebba Þóra Hvannberg, MS, 200.000 kr. til að ljúka doktors- námi í tölvunarfræði við Renssela- er Polytechnic Institute, New York. 3. Einar Ó. Ambjömsson, læknir, 120.000 kr. ferðastyrk til að ljúka rannsókn á læknisfræði- legum hættum á eldfjaliaslóðum, við Háskólann í Lundi. 4. Einar Ámason, dósent, 100.000 kr. ferðastyrk vegna rannsókna á sviði hitavistfræði og erfðafræði í samvinnu við erfða- fræðideild Lundúna-háskóla. Vandinn hefur aukist, en við verðum að vona - segir Giorgio Giaconelli, fram- kvæmdastjóri palestínuflótta- mannahjálpar SÞ í GÆR og fyrradag var hér á landi staddur framkvæmda- stjóri Palestínuflóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og átti hann m.a. viðræður við utanríkisráð- herra og utanríkismálanefnd Alþingis. Tilgangur komu framkvæmdastjórans, Gi- orgio Giaconelli, var að kynna íslendingum stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs og þá sérstaklega með tilliti til vanda palestínuaraba. íslendingar hafa tekið þátt í starfi stofnunarinnar frá upphafi og er árlegt framiag þeirra nú 10.000 Bandaríkjadalir. Stofn- unin býr við nokkum fjárskort og færði Gianconelli m.a. í tal við Steingrím Hermannsson, ut- anríkisráðherra, að íslendingar hækkuðu framlag sitt og mun hann ekki hafa tekið ólíklega í það. Á fundi með íslenskum blaða- mönnum kom fram að stofnunin, sem hefur aðsetur í Vínarborg, er ein umfangsmesta stofnun SÞ. Að vísu eru ekki nema um 100 manns í alþjóðlegu starfsliði hennar, en á hennar vegum starfa hins vegar um 18.000 manns á þeim svæðum þar sem flóttamennimir eru. Þó stofnunin heiti flótta- mannahjálp, mun fiekar vera um þróunarhjálp að ræða, því 60% af útgjöldum hennar renna til menntunar og 20% til heilbrigð- ismála. Að sögn Giaconelli hefur stofnunin yfir um 200 milljónum dala að ráða á ári og kemur lang- mestur hluti þess fjár frá Vesturlöndum. Bandaríkin gefa um 67 milljónir, Evrópubanda- lagið um 30 milljónir og Japan 15. Þá hafa Norðurlönd verið rausnarleg, sem og Sviss og Kanada. Hins vegar skýtur nokkuð skökku við að arabaríkin hefa verið treg til aðstoðar og gefa nú samtals um 3% þeirra peninga, sem til stofnunarinnar renna. Stofnunin reynir að hafa sem best samskiptyi við alla málsað- ila í Miðausturlöndum, enda nauðsynlegt eigi stofnunin að halda trúverðugleika sem hjálp- arstoftiun og ná árangri. Barda- gamir í Líbanon hafa þó gert henni erfítt fyrir og frá 1982 Morgunblaöið/Sverrir Giorgio Giaconelli. hafa um 30 starfsmenn hennar verið drepnir, þar af sjö á þessu ári. Fjöldi annarra hefur særst eða verið rænt. Giaconelli segir að stofnunin geti þó ekki látið fæla sig a'brott frá þeim sem þurfa aðstoðar við. „Ég get ekki fallist á að starf stofnunarinnar sé bundið pólítískum skilyrðum." Aðspurður um horfur í Mið- austurlöndum vildi Giaconelli engu spá. „Vandamálin hafa aukist ef eitthvað er að undanf- ömu, en við megum ekki gefa upp vonina.“ 5. Halldór Jónsson, læknir, 200.000 kr. til doktorsnáms í beinaskurðlækningum við Há- skólasjúkrahúsið í Uppsölum. 6. Ingi Þorleifur Bjamason, MS, 200.000 kr. til doktorsnáms í jarðeðlisfræði við Columbia- háskóla í Bandaríkjunum. 7. Jóhanna Vigdís Gísladóttir, MS, 150.000 kr. til framhalds- náms í rafmagnsverkfræði við Stanford-háskóla i Bandaríkjun- um. 8. Jón Björgvin Hauksson; efnaverkfræðingur, 200.000 kr. til doktorsnáms í efnafræði við Kali- fomíu-háskóla í Bandaríkjunum. 9. Kristín Ólafsdóttir, PhD, 250.000 kr. til sérfræðirannsókna í eiturefnafræði við Karolinska Institutet í Stokkhólmi. 10. Pálmi V. Jónsson, læknir, 150.000 kr. til framhaldsnáms og rannsókna í öldrunarfræði og öldr- unarlækningum við Harvard-há- skóla í Bandaríkjunum. 11. Rósa Björk Barkardóttir, líffræðingur, 100.000 kr. ferða- styrk vegna rannsókna á erfðaefni með hliðsjón af tíðni krabbameins. við rannsóknastofnun í Lexington í Bandaríkjunum. 12. Sigurður Guðjónsson, MS, 100.000 kr. ferðastyrk til að ljúka við ritgerð til doktorsprófs í físki- fræði við Ríkisháskólann í Oregon, Bandaríkjunum. 13. Snorri Baldursson, MA, 200.000 kr. styrk til framhalds- náms í jurtakynbótum við Land- búnaðarháskólann í Kaupmanna- höfn. 14. Þorsteinn Ingi Sigfússon, PhD, 200.000 kr. ferða- og dvalar- styrk til rannsókna á nýjum. háhitaofurleiðurum við Los Alam- os National Laboratory í Banda- ríkjunum. OTDK HREINN HUÓMUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.