Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 43 Fráhvarfið og end- urkoma Drottins eftir Raymond John Cooper Sönn voru þau orð Krists er hann sagði: „Mun þá manns-sonurinn fínna trúna á jörðunni, er hann kemur?" Lk. 18:8. Eins og andlega vakandi menn hafa tekið eftir, er talsverður mun- ur milli trúar Jesú frá Nazaret og trúar kirknanna nú á dögum. Hann kenndi sjálfur að þannig myndi það verða í dæmisögunum um illgresið, mustarðskomið og súrdeigið. Postular hans tóku í sama streng: „En vita skalt þú þetta, að á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir, því að menn munu verða sér- góðir, fégjamir, raupsamir, hroka- fullir, lastmælendur, foreldmm óhlýðnir, vanþakklátir, vanheilagir, kærleikslausir, óhaldinorðir, róg- berandi, bindindislausir, grimmir, ekki elskandi það sem gott er, svik- samir, framhleypnir, ofmetnaðar- fullir, elskandi munaðarlífið meira en Guð, og hafa á sér yfirskyn guðhræðslunnar, en afneita krafti hennar." 2. Tm. 3:1—5. í viðtali Morgunblaðsins við prestana sjö, sem birtist þann fjórða þessa mánaðar, kemur fram að „evangelísk lúthersk kirkja gerir ekki greinarmun á einstaka syndum á hinu trúarlega sviði". Ef þetta er rétt, þá er það róttæk hugmynd sem flestir jarðarbúar eiga eftir að meðtaka. Ef það er satt, þá er eng- in synd annarri meiri og þá eru allar syndir jafnar í augum Guðs. En Kristur sagði við Pílatus: „Ekki hefðir þú neitt vald yfir mér, ef þér hefði ekki verið gefið það að ofan; fyrir því hefir sá meiri synd, sem seldi mig þér í hendur." Jóh. 19:11. Ef allar syndir væru jafnar, þá væri dómurinn sá sami yfir öllum, en Kristur kenndi: „Gætið yðar við fræðimönnum, sem gjamt er að ganga í síðskikkj- um og vilja láta heilsa sér á torgunum og kjósa sér efstu sæti í samkundunum og helztu sætin í veizlunum. Þeir eta upp heimili ekknanna og flytja langar bænir að yfirskini; þeir munu fá því þyngfri dóm.“ Mk. 12:38—40. í viðtalinu kemur líka í ljós að það er „ekki til nein sú synd, sem útilokar mann frá kirkjunni". En Kristur sagði: „En ef bróðir þinn syndgar á móti þér, þá far og vanda um við hann að þér og honum einum sam- an; láti hann sér segjast, þá hefir þú unnið bróður þinn. En láti hann sér ekki segjast, þá tak að auki með þér einn eða tvo, til þess að hver framburður verði gildur við það, að tveir eða þrír beri. En hlýðn- ist hann þeim eigi, þá seg það söfnuðinum; en ef hann einnig óhlýðnast söfnuðinum, þá sé hann þér eins og heiðingi og tollheimtu- maður. Sannlega segi ég yður, hvað sem þér bindið á jörðu, skal vera bundið á himni; og hvað sem þér leysið á jörðu, skal vera leyst á himni.“ Mt. 18:15—18. Áður fyrr voru menn gerðir brott- rækir úr kirlq'unni fyrir einstaka syndir, og kirkjan notaði þessi vers sem heimild til þess. Menn voru reknir úr kirkjunni fyrir þessar syndir: „Ég ritaði yður í bréfínu, að þér skylduð ekki eiga mök við saurlífis- menn — átti ég þar ekki við saurlíf- ismenn þessa heims yfírleitt, eða við ásælna og ræningja, eða hjá- guðadýrkendur, því að þá hefðuð þér orðið að fara út úr heiminum. En nú rita ég yður, að þér skulið engin mök eiga við nokkum þann, er nefnir sig bróður, en er saurlíf- ismaður, eða ásælinn, eða skurð- goðadýrkari, eða lastmáll eða ofdrykkjumaður, eða ræningi; slíkum manni skuluð þér jafnvel ekki samneyta. Því að hvað skyldi ég vera að dæma þá, er fyrir utan eru? Dæmið þér ekki þá, sem fyrir innan eru? Og mun ekki Guð dæma þá, sem fyrir utan eru? Útrýmið hinum vonda úr yðar eigin hóp.“ 1. Kor. 5:9-13. Með öðrum orðum höfum við vald til að læsa sumt fólk úti. Hvað er kirkjan? Kirkjan er allir þeir sem eru lærisveinar Jesú frá Nazaret. I frumkirkjunni voru engir prestar heldur voru allir jafnir og söfnuðust saman til að uppbyggja hvem annan í trúnni. Hver sem vildi gat verið með. „Þegar þér komið saman, þá hefir hver sitt: einn sálm, einn kenn- ing, einn opinbemn, einn tungutal, einn útlistun. Allt skal miða til upp- byggingar." 1. Kor. 14:26. Dagskrá kirkjunnar var einföld. „Og þeir héldu sér stöðuglega Raymond John Cooper „í viðtali Morgunblaðs- ins við prestana sjö sem birtist þann fjórða þessa mánaðar kemur fram að „evangelísk lúthersk kirkja gerir ekki greinarmun á ein- staka syndum á hinu trúarlega sviði“. Ef þetta er rétt, þá er það róttæk hugmynd sem flestir jarðarbúar eiga eftir að meðtaka.“ við kenning postulanna og sam- félagið og brotning brauðsins og bænimar.“ Post. 2:42. Kirkjan var ekki risastór stofnun með pólitískt vald eins og hún er í dag. Trúaijátning kirkjunnar var orð guðs. A þeim dögum óx hún hratt og lifði í blessun Krists. Um allt þetta má lesa í Postulasögunni. Ég trúi því að við getum séð slfka blessun ef við snúum okkur aftur til trúar og venja þessarar kirkju sem við lesum um í ritum Nýjíy Testamentisins. í orði Guðs stendur: „En vér biðjum yður, bræður, að því er snertir komu Drottins vors Jesú Krists og samfundi vora við hann, að þér ekki séuð fljótir á að ' láta hræða yður eða trufla, hvorki af nokkrum anda né við orð eða bréf, sem væri það frá oss, eins og dagur Drottins væri þegar fyrir höndum. Látið engan villa yður á nokkum hátt; því að ekki kemur hann, nema fráhvarfið komi fyrst...“ 2.Þ. 2:1-3. Það er ekki fyrir neina tilviljun'- að kirkjan skuli hafa horfíð ffá kenningu kirlqunnar heldur var því spáð í biblíunni, og nú á dögum eru þessir spádómar að rætast. Þetta þýðir að endurkoma Krists er í nánd. Endurkoma hans er einasta von heimsins, og biblían er full af spá- dómum um þennan atburð. Kristur sagði að eins og það var á dögum Lots, þannig mundi það vera á þeim degi ermanns-sonurinn opinberast. Lot bjó í Sódómu. Nú er tíminn til að gefa gaum að orðum Krists er hann segir: „Gangið út, mitt fólk, út úr henni, svo að þér eigið engan hlut ^ í syndum hennar, og svo að þér hreppið ekki plágur hennar," Opb. 18:4. Tíminn er orðinn of stuttur til að gera málamiðlun við djöfulinn um trúna. Aðeins þeir, sem eru andlega vakandi, teljast tilheyra Kristi þegar hann kemur. Hver sem eyru hefír, hann heyri. Höfundur er prentari. Verðkönnun 1 matvöruverslunum í Skagafjarðar-, Húnavatns- og Strandasýslum: Meðalverð að jafnaði hærra en í Reykjavík í septembermánuði kannaði Verðlagsstofnun verð á fjöl- mörgum vörutegundum í 19 matvöruverslunum á Vestur- landi. í 18. tbl. Verðkönnunar Verðlagsstofnunar eru birtar niðurstöður úr könnuninni. Þar sést verð á 76 vörutegundum í þessum verslunum. Á sama tima og þessi könnun var gerð, var til samanburðar gerð verðkönn- un í matvöruverslunum á höfuð- borgarsvæðinu. t öllum tilvikum er i könnuninni borið saman verð á sömu vörumerkjum, að sykri og eggjum undanskildum. Vakin er athygli á eftirtöldum atriðum í frétt frá verðlagsstjóra: í könnuninni kemur fram að eng- in ákveðin verslun sker sig úr hvað lágt verð áhrærir. Hins vegar vekur það athygli að verðlag var einna hæst í verslunum á Sauðárkróki, sem er langstærsti þéttbýlisstaður- inn í könnuninni. Vöruverð í matvöruverslunúm f Skagaflarðar-, Húnavatns- og Strandasýslum er að jafnaði hærra en í Reykjavík. Ef gerður er saman- burður á vöruverði kemur m.a. eftirfarandi í ljós: Meðalverð á vörum í þessum verslunum var hærra en meðalverð á höfuðborgarsvæðinu í 64 tilvikum af 76. Meðalverð var í 73 tilvikum af 76 hærra en meðalverð í stórmörk- uðum á höfuðborgarsvæðinu. Meðalverð var í 50 tilvikum af 76 hærra en meðalverð í stórum hverfaverslunum á höfuðborgar- svæðinu. Meðalverð var í 31 tilviki af 73 hærra en í litlum hverfaverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Verðlagsstofnun væntir þess að könnun sú sem hér er Qallað um örvi verðskyn neytenda í Skaga- Qarðar-, Húnavatns- og Stranda- sýslum og efli samkeppni milli se|jenda. Verðkönnun Verðlags- stofnunar liggur frammi á skrif- stofu stofnunarinnar og hjá fulltrúum hennar utan Reykjavíkur. Samanburður á meðalverði í Skagafjarðar-, Húnavatns- og Strandasýslum og á höfuðborgarsvæðinu (Verslunum á höfuöborgarsvæöinu pr skipt í stórmarkaði, stórar hverfaverslanir og litlar hverfa- verslanir. Meöalverö í hverjum versianahópi er boriö saman við meðalverð i öllum verslunum í Skagafjaröar-, Húnavatns- og Strandasýslum.) Stórmaíkaðir Stórar hverfaversl. Litlar hverfaversl. Lægra verð á höfuðborgarsvæðinu.: Verðmunur í % fjöldi vöruíegunda fjöldi vörutegunda fjöldi vörutegunda 0-10% 42 45 23 10-20% 28 5 6 20-30% 3 2 Samtals 73 50 31 Hærra verð á höfuðborgarsvæðinu: 0-10% 3 26 40 10-20% 2 Samtals 3 26 42 Hæsta og lægsta verð (I þessari töflu sést hve oft hver verslun var meö lœgsta og hæsta verð,] Hveott Hveott Fjöldl meö meö vörutegunda lægsta verö haata verö f könnun Kaupt. Skagtlrölnga Hotsósl 7 9 60 Verslun Elnara Einarssonar Hofsósl 7 1 64 Kjörbúó KS Sau&arkrókl 2 9 71 Matvörubúðln Sauóárkrókl 4 9 63 Skagflrðlngabúó Sauóárkrðkl 2 14 73 Tlndastóll Sau&árkrókl 4 10 06 K-kaup Varmahlli 9 7 5« 1 Kaupt. Skagtlrölnga Varmahlló 4 B 65 Kaupt. Húnvetnlnga Skagastrónd .... 6 2 73 Kaupf. Hunvetnlnga BlÖnduósl 4 2 74 \ Vislr Blönduósl 17 S «9 Tröllagariur MIMtról 1 7 33 Kaupf. Húnvetnlnga Hvammstanga « 0 73 Versl. Slgur&ar Pálmasonar Hvammstanga . 10 6 72 Kaupt. Hrúttirölnga Boröeyrl S S 68 Ksupf. Bitrutjaröar Óspakaeyri 9 0 45 Kaupf. Steingrimatjaróar Hólmavik 3 9 «9 Kaupt. Stelngrlmsfjaröar Drangsnesi 2 7 59 Kaupf. Strandamanna Noröurhról 5 3 42 Verð fyrir neðan og ofan meðalverð (1 þessari töflu eést hve ofl verö i hverri veralun var tyrir cfan og neöan meðalveró hverrar vöm.) Hveolt Hveoft Fjöldl fyrlrneöan fyrír ofan vörutegunda meöalveró meóalverö könnun Kaupf. Skagtlrölnga Hofsósl 30 30 60 Verslun Einsrs Elnsrssonar Hofsósl 42 22 64 Kjörbúó KS Sauöárkrókl 44 71 Matvörubúöln Sauöárkrókl 22 41 63 Skagflrölngabúö Sauöárkrókl 25 47 73 Tlndastóll Sau&árkrókl 18 48 66 K-kaup Varmahliö 40 18 58 Kaupt. Skagtlrölnga Varmahliö 25 39 65 Kaupf. Húnvetnlnga Skagaströnd 32 41 73 Kaupf. Húnvetnlnga Blönduósl 35 38 74 Vlslr Blönduósl 48 23 69 TrÖliagaróur Mlóflról 18 18 33 Kaupf. Húnvetninga Hvammstanga 47 2« 73 Versl. Slgurftar Pálmaaonar Hvammstanga 45 27 72 Kaupf. HrútflrðlnQa Borðeyri .....V, 30 38 88 Kaupf. Bltrufjaröar Óspakseyrt 30 15 45 Ksupf. Stelngrlmstjaröar Hólmavlk Kaupt. Stelngrimstjaröar Drangsnesl 27 42 69 22 37 59 Kaupt. Strandsmanna Noróurtlról 17 25 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.