Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 Verðhrunið í Wall Street: Er ótti mannavið kreppu undirrótín? New York, Reuter. Fjármálasérfræðing'ar í Bandaríkjunum sögðu í gær, að verðhrunið í Wall Street mætti kalla neyðarástand og kváðust óttast, að söluæðið kynti undir sjálfu sér og héldi stjórnlaust áfram. Þeir voru hins vegar ekki á einu máli um hvort það væri fyrirboði raunverulegrar kreppu eða aðeins til marks um ótta manna við hana. fjárfestendum í Bandaríkjunum og að tölvur, sem eru forritaðar þann- ig, að þær kaupa eða selja í takt við minnstu hræringar, hafi átt mikinn þátt í söluæðinu og verð- hruninu í fyrradag. „Það, sem ætti að vera ólíkt með verðhruninu nú og 1929, er, að nú ættu tölvurnar að kasta sér út um gluggana við Wall Street,“ sagði Ike Kerridge, hagfræðingur í Tex- as. „Verðhrunið í Wall Street er ekki fyrirboði nýrrar kreppu, heldur vísbending um, að hún komi ef ráðamennimir í Washington gera ekkert til að laga fjárlaga- og við- skiptahallann," sagði hagfræðing- urinn Allen Sinai. „Markaðurinn er að segja okkur, að hann búist við kreppu eftir sex til 18 mánuði." Sérfræðingamir deildu einnig um ástæður verðhrunsins og vildu sum- ir kenna um Reagan-stjóminni og því, að henni skuli ekki hafa tekist að hafa hemil á fjárlaga- og við- skiptahallanum. Um tvennt voru þeir þó sammála: að nú mætti sjá undir iljamar á mörgum erlendum ísrael: Verðlækkun í Evrópu en víða snerist þróunin við Hugðist sprengja kauphöllina Tel Aviv, Reuter. ísraelskur kaupahéðinn hótaði í gær að sprengja kauphöllina í Tel Aviv í Ioft upp ef henni yrði ekki lokað. Af því varð þó ekki. Nokkurs ótta gætti í kauphöllinni og lækkuðu verðbréf um 10%. Mað- ur, sem átti mikið í húfi, hringdi í Yossi Nitzani, forstjóra kauphallar- innar, og lagði að honum að loka til að afstýra hruni. „Ég tók ekki undir kröfur mannsins og hótaði hann þá að koma sprengju fyrir í húsinu, þar sem hann sagðist ekki sjá nein rök fyrir því að verðbréf lækkuðu í Tel Aviv vegna lækkunar úti í heimi. London, París, Reuter. HLUTABRÉF lækkuðu á verð- bréfamörkuðum í Evrópu í gær í kjölfar verðfallsins mikla í New York á mánudag. Mest varð lækkunin í London, eða 12,2%, og er það meiri lækkun en á mánudag. Um tíma jafngilti verðlækkun hlutabréfa í London 15%, en þegar fregnir bámst frá New York um að verð hefði hækkað í Wall Street kipptu spákaupmenn að sér hend- inni. Þeir höfðu keypt verðbréf á útsöluverði í í þeirri von að þau hækkuðu brátt aftur. Á mánudag lækkuðu hlutabréf um 10% og fór Financial Times- hlutabréfavísitalan niður í 2.052,3 stig. Hún lækkaði svo í gær um 250,7 stig í 1.801,6 stig. Um tíma var vísitalan komin niður í 1.748,2 Reuter Þegar verslað er í kauphöllum skiptir sköpum að eftir manni sé tekið. Þessi fór vart framhjá neinum. stig, hækkaði svo upp úr hádeginu í 1.801,6 stigi, eins og áður segir. í 1.985 stig, en staðnæmdist síðan Ástandið var nokkuð fálmkennt Hver bjargar sér sem betur getur, en markaðurinn tapar eftír LEONARD SILK Er hagkerfi heimsins að fara í hundana? Með tilliti tíl verðfalls í WaU Street að undanförnu hafa marg- ir óttast að sú gróska, sem verið hefur á verðbréfamarkaðnum undanfarin fimm ár sé öU. í síðustu viku leit aUt út fyrir að markaðurinn þyldi þensluna ekki lengur og á mánudag fór sem fór. í vikunni, sem leið, lækkaði Dow Jones-verðbréfavísitalan um 235,48 stig, eða 9,49%. Þessi lækkun voru viðbrögð við hagskýrslu sijómvalda um utanríkisviðskipti, en í henni var dregin upp mynd í dekkra lagi. Það var þó ekki skýrslan ein, sem olli þessum viðbrögðum verðbréfasala; hún var aðeins enn eitt einkenni við- kvæms efnahagslífs. „Fram að þessu hefur fyöldi §ár- magnseigenda og embættismanna lifað f aldingarði einfeldningsins," segir Geoffrey Bell, sem er ráðgjafi í alþjóðaviðskiptum. „Sá aldingarður var reistur á vonum að viðskipta- halli [Bandarílqanna] mjmdi brátt færast í eðlilegt horf og fjármagn myndi halda áfram að streyma til Bandaríkjanna." Viðskiptahallinn í ágúst reyndist hins vegar vera 15,7 milljarðar Bandaríkjadala, eða um 188 milljarð- ar á ári og þegar þessi blákalda staðreynd varð mönnum ljós urðu fyrmeftidar vonir að engu og afleið- ingamar létu ekki á sér standa. Það að útlit yrði fyrir viðskipta- halla, sem yrði enn hærri í ár en á hinu síðasta (nam þá 160 milljörðum dala) varð til þess að menn fóru að óttast að Bandaríkjaþing myndi setja vemdarlög, en slíkt myndi aðeins kynda undir nýju verðbólgubáli. Útlitið í utanríkisviðskiptum varð einnig til þess að gengi Bandaríkja- dals féll, en seðlabanki Banda- ríkjanna og aðrir seðlabankar iðnríkjanna reyndu að halda því uppi og keyptu dali. Þetta hleypti á hinn bóginn upp vöxtum, þar sem bankar og fjármála- menn bjuggust við að verðbólga sigldi í kjölfar fallandi dals. Vaxtahækkanir eru eitur í beinum verðbréfahöndlara, þar sem verð- mæti verðbréfa fellur yfírleitt í réttu hlutfalli við vaxtahækkanir. Á skuldabréfamarkaðinum, sem ekki er mjög f sviðsljósinu, varð einnig verðfall þegar bandarísk ríkisskulda- bréf létu undan, en þau eru fremst í flokki skuldabréfa þar vestra. Deilur við Þjóðverja Enn frekara einkenni þeirrar óvissu, sem nú ríkir, kom fram á blaðamannafundi James Baker III., Qármálaráðherra Bandaríkjanna, þar sem hann reyndi að veita hughreyst- ingu hins opinbera. Hann sagði að sú ákvörðun Seðlabankans að hækka ekki forvexti, eftir að þeir voru hækkaðir um 0,5% í septemberbyij- un, sýndi svo ekki væri um villst að hagfræðingar bankans teldu að verð- bólguáhyggjur væru ástæðulausar. Þá benti hann á stöðugan hagvöxt undanfarinna fimm ára, lágt at- vinnuleysi og tiltölulega lága vexti. Hann sagði ennfremur að fjárlaga- hallinn væri að lagast. Hann yrði rúmlega 150 milljarðar dala í ár, sem er 70 milljörðum minna en í fyrra. Hann hefur aldrei verið hærri en þá, eða um 221 miiljarður. Þá væri við- skiptahallinn einnig að réttast — ef ekki í dölum talið, þá að minnsta kosti hvað magn varðaði. Baker játti því að vísu að ekki væri allt í himnalagi. Bandaríkin hefðu ekki notið þeirrar samvinnu, sem vænst var við Vestur-Þjóðveija og sagði hann að fjórar vaxtahækk- anir Þjóðveija frá í júlí væru síst í samræmi við fyrra samráð þjóðanna. Þá virtist hann gefa í skyn að dalur- inn kynni að þurfa að lækka frekar, en slíkt myndi koma niður á útflutn- ingi annara þjóða. Tilraun Bandaríkjastjómar til þess að gera dalinn stöðugan, án þess að jafna viðskiptahallann eða þola sam- drátt heima fyrir, byggist á samvinnu við önnur iðnríki um að þau haldi vöxtum niðri og örvi hagvöxt. Baker er tiltölulega ánægður með framferði Japana, en hann er mjög vonsvikinn með Vestur-Þjóðveija. A síðustu þremur mánuðum hafa vext- ir á millibankalánum í Bandaríkjun- um hækkað um 1,1%, í Japan aðeins um l%o og f Vestur-Þýskalandi um 1%. í Vestur-Þýskalandi hefur efna- hagurinn veikst að undanfömu og má minna á að atvinnuleysi nlgast nú 9%. Þjóðveijamir halda því fram að það séu „markaðamir" sem hækki vexti og þar að auki hljóti það að vera aðalhlutverk stjómvalda að halda verðbólgu í skeflum. Vanda Bandaríkjanna segja þeir vera heim- asmfðaðan. Þrátt fyrir að fjárlaga- hallinn vestra hafi lækkað í ár telja þeir — eins og margir hagfræðingar — að á næstu tveimur árum muni fátt ávinnast. Helstu ástæður þess telja þeir vera þær að vandinn, sem að baki býr, sé óleystur og að forset- inn neiti að fallast á skattahækkanir eða niðurskurð hemaðarútgjalda. Nú lítur út fyrir að Bandaríkja- menn hafi stjómast nokkuð af óskhyggju þegar þeir gerðu sam- komulag við hin iðnríkin fyrr á árinu. Á fjármálamörkuðunum virðast menn hins vegar gera sér grein fyrir því að þegar reynt er að auka hag- vöxt, auka viðskipti, halda vöxtum niðri og gera gengi stöðugra, bjargar sér hver sem betur getur eða verður skollanum að bráð að öðrum kosti. Á slíkum tímum eru síðustu sveiflur í Wall Street ekki út í loftið. Þegar grynnkar á vinskap hinna vestrænu bandamanna hættir fjár- magnið að streyma til Wall Street og erlendum gjaldeyrir er ekki lengur varið til kaupa á dölum. Það er hætt- an sem vofír yfir efnahagslífí Bandaríkjanna og heimsins — hætta sem þarf að snúast gegn með bein- skeyttari og samhæfðari hætti en verið hefur. Höfundur rítar um fjármál fyrír The New York Times. á verðbréfamarkaðinum í París. Nam lækkunin um tíma 8%, en þegar upp var staðið var vísitala verðbréfamarkaðarins 0,79% hærri en þegar opnað var í gærmorgun. I Frankfurt virtist markaðurinn einnig vera kominn í jafnvægi og þróunin jafnvel að snúast við því Börsen-Zeitung vísitalan lækkaði aðeins um 1,5% yfir daginn. Þegar á daginn Ieið snerist þró- unin einnig við á verðbréfamörkuð- unum í Amsterdam og Ziirich og stóðu hlutabréf í svipuðu verði við lokun og í upphafi viðskipta. Verð- hækkun varð á hlutabréíum í Belgíu. Einna hlutafallslega mest varð lækkunin í Dyflinni þar sem írsk hlutabréf féllu um 25%. í Madríd nam lækkunin 5,73%, en verðbré- fasali sagði ástandið þar í raun miklu viðsjárverða því aðeins hefðu verið boðin til kaups um 5% þeirra hlutabréfa, sem eigendur vildu selja. Noregur: Verðfall nam 100 norskum krónum á einum degi Norsk Data eitt þeirra fyrirtækja sem verst urðu úti Ósló. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. B0RSEN,verðbréfamarkaður þeirra í Ósló fór ekki varhluta af þeim ósköpum sem gengu á í gær og fyrradag. Þar voru slegin mörg met í lækkun á verðbréfum, sem dæmi má nefna að hlutabréf í Bergen Bank féllu um 52 norsk- ar krónur á hvern hlut á 30 sekúndum. Frá því verðbréfamarkaðurinn í Ósló opnaði árið 1983 hefur annað eins hrun ekki átt sér stað. Eigendur hlutabréfa voru skelfíngu lostnir og seldu því sem örast. Á síðustu dögum hafa einstök verðbréf lækkað um allt að 100 norskum krónum. Norsk Data, fyrirtæki sem erlend- ir aðilar hafa ítök í, er eitt þeirra fyrirtælqa sem hvað verst hafa orðið úti. Einn aðalhluthafi í Norsk Data tapaði sem nemur 200 milljónum norskra króna á mánudag. Margir eiga yfir höfði sér gjaldþrot vegna hrunsins, aðallega þeir sem tekið hafa lán til kaupa á verðbréfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.