Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 37 Kjördæmisþing Alþýðubandalagsins: Fjárhag sveitarfé- laga stefnt í óvissu Morgunblaðinu hafa borist eft- irfarandi ályktanir frá kjördœmis- þingi Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra, sem haldið var 17. október sl.: • „Fundur kjördæmisráðs varar við þeirri miklu óvissu sem stefnt er í með _fjárhag sveitarfélaga á næsta ári. Á sama t(ma og allt er í óvissu með afkomu sveitarfélaganna vegna kerfisbreytinga í skattheimtumálum á samkvæmt flárlagafrumvarpinu að færa viðamikil verkefni af ríkinu yfír til þeirra. Þótt uppstokkun á verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga sé löngu tímabær er fráleitt að bjóða sveitarfélögunum það eitt í staðinn fyrir aukin verkefni að draga úr þjófnaði ríkisins á lögboðnum tekjum sveitarfélaganna með minni skerð- ingu jöfnunarsjóðs. Kjördæmisþingið vill einnig sér- staklega mótmæla niðurskurði §ár- veitinga á sviði samgöngumála, ekki síst til framkvæmda í höfnum. Sú tala sem sýnd er í nýframlögðu fjár- lagafrumvarpi lýsir algeru skilnings- leysi á þörfum sveitarfélaganna við sjávarsíðuna þar sem gífurleg þörf er fyrir framkvæmdir og endurbætur á þessu sviði. Einnig mótmælir kjör- dæmisþingið þeim harkalega niður- skurði sem landbúnaðurinn verður fyrir í frumvarpi til fjárlaga og sá er niðurskurður í hróplegu ósamræmi við þá erfíðleika sem við er að etja í þeirri atvinnugrein. •Kjördæmisþingið fordæmir áform- aða skattheimtu af matvælum og lýsir furðu sinni á því að ráðherra flokks, sem kennir sig við jafnaðar- mennsku og alþýðu, skuli hafa forgöngu um slíkt. Fundurinn mót- mælir einnig tilburðum flármálaráð- herra til að hóta samtökum launafólks með þessari skattheimtu. Fundurinn krefst þess að tilboði fjár- málaráðherrans um að falla frá matarskattinum gegn hógværari kaupkröfum og aukinni samningalip- urð verkafólks verði þegar í stað hafnað og mótmælt sem ósvinnu og lítilsvirðingu við vinnandi fólk. •Aðalfundur kjördæmisráðsins lítur á það sem höfuðverkefni í íslensku efnahagslífí og þjóðlífi að stórhækka kaupmátt dagvinnulauna og hverfa frá þeirri gegndarlausu vinnuþrælkun sem nú viðgengst. Fundurinn skorar á samtök launafólks í landinu að sam- einast um kröfuna um mannsæmandi laun fyrir 40 stunda vinnuviku. Fund- urinn bendir á þær alvarlegu afleið- ingar sem og láglaunastefnan hefur haft í för með sér fyrir opinbera þjón- ustu og ffamleiðslugreinar, sérstak- lega fískvinsluna. Fundurinn krefst þess að gerðar verði sérstakar ráð- stafanir til að draga úr óhóflegu álagi og löngum vinnutíma starfsfólks í fískvinnslu um leið og kjör þess verði bætt. Einnig leggur fundurinn áherslu á nauðsyn þess að opinberir aðilar séu samkeppnisfærir við aðra um launakjör og velferðarþjónustu í landinu með vel hæfu starfsfólki sem ber úr býtum mannsæmandi laun. Kjördæmisþingið varpar fram þeirri hugmynd að í næstu kjara- samningum verði gengið frá sérstakri áætlun um stighækkandi dagvinnu- laun og styttingu vinnuvikunnar, sem ásamt tryggingu kaupmáttarins verði meginkrafa verkalýðshreyfíngarinn- ar í öllum viðræðum og samningum við atvinnurekendur og ríkisvald á næstu misserum." Frá fundi forsvarsmanna rækjuvinnslustöðva á Hótel KEA í gær. Morgunblaðið/GSV Forsvarsmenn rækjuvinnslu ókátir með fyrirhugaðan rækjukvóta: Vilja að helmingfur rækjukvót- ans renni beint til vinnslunnar Spurning um afkomu heilla byggðarlaga MIKIL óánægja ríkir nú á meðal forsvarsmanna rækjuvinnslu- stöðva á Norðurlandi og á Vestfjörðum vegna fyrirhugaðs kvóta á rækjuveiðar sem væntan- lega tekur gildi um áramótin. Tuttugu framkvæmdastjórar rækjuvinnslustöðva af svæðinu komu saman til fundar á Akur- eyri í gær og var tilefni fundar- ins þau drög, sem sjávarútvegs- ráðuneytið kynnti svokallaðri kvótanefnd sl. miðvikudag, en þar er meðal annars gert ráð fyrir 36.000 tonna heildarafla fyrir árið 1988. „Við gerum fyrst og fremst kröfu um að helmingur rækjukvótans renni beint til vinnslunnar í landi. Annars vegar yrði tekið mið af mótteknu aflamagni á tveimur til þremur síðustu árum og hinsvegar af vélafjölda verksmiðjanna þannig að þær verksmiðjur, sem ekki hafa tekið við rækju á þessum viðmiðun- arárum, verði ekki inni í myndinni á sama hátt og gert var þegar þorskkvótinn var settur á,“ sagði Eiríkur Böðvarsson framkvæmda- stjóri Niðursuðuverksmiðjunnar hf. á ísafírði, í samtali við Morgun- blaðið eftir fundinn í gær. Réttlætismál Hann sagði að fundurinn legði mikla áherslu á þetta sjónarmið þar sem tilurð veiðanna hefur orðið þannig að verksmiðjumar á þessu svæði hafa tekið skip af Suðurlandi og af Reykjanesi í viðskipti, leigt þau í flestum tilvikum og byggt upp veiðamar. Aðrar veiðar hafa hafa aftur á móti í flestum tilvikum ver- ið stundaðar út frá heimabyggð af heimabátum. „Rækjuveiðamar hafa hinsvegar fyrst og fremst byggst upp á sumarveiði svo að verksmiðjumar og byggðalögin hafa ekki getað notað rækjuskipin á öðrum tímum en á sumrin. Við sjáum ekkert réttlæti í því að út- gerðarmenn og eigendur skipana fái allan aflann án tillits til forsög- unnar, þess fjármagns og þeirrar áhættu, sem tekin hefur verið af vinnslunni. Við leggjum þunga áherslu á að þetta sé hreint byggða- mál fyrir bæjarfélögin og byggðim- ar á norðanverðu landinu og á Vestfjörðum. Eyfirsku hestamannafélögin: Næsta landsmót hlýtur að gjalda þess sundur- þykkis sem nú ríkir í röðum hestamanna Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá stjórnum hestamannafélaganna Funa, Léttis og Þráins. „Stjóm Landssambands hesta- manna hefur sent frá sér greinar- gerð þar sem fjallað er um gagnrýni þá sem Eyfírsku hesta- mannafélögin hafa sett fram varðandi staðarval fyrir landsmót 1990. Verður henni ekki svarað lið fyrir lið heldur einungis tekinn fyr- ir fyrsti hluti hennar sem fjallar um fundarboð það sem stjóm LH var sent vegna fundar á Hótel KEA 31. ágúst sl., þar sem látið er að því liggja að stjóminni hafí ekki verið kunnugt um það fyrr en deg- inum áður og þá hafí ekki verið tök á, eða vilji, að senda fulltrúa norð- ur. Hafí bæði formaður og ffarn- kvæmdastjóri verið í sumarfríi vikuna 24. til 30. ágúst svo bréfið hafí ekki borist réttum aðilum í tæka tíð. Áðumefnt fundarboð var sent í ábyrgðarpósti og leyst út föstudag- inn 21. ágúst, 10 dögum fyrir fund. Var ffamkvæmdastjóri LH þá ekki kominn í frí svo honum hefði átt að vera hægðarleikur að koma fundarboðinu til skila. Þar var tek- ið fram að óskað væri eftir að samband væri haft við fundarboð- endur um það hver eða hveijir myndu mæta til fundarins og það yrði gert með nokkrum fyrirvara. Þar sem ekkert heyrðist frá þeim var haft símasamband við vara- formann LH, Skúla Kristjónsson í Svignaskarði, miðvikudaginn 26. ágúst kl. 16.11. Var honum þá kunnugt um fundinn en vissi ekki hveijir myndu mæta en kvaðst skyldu hafa samband við formann LH og fá upp nöfn þeirra. Degi síðar hringir Skúli norður og til- kynnir að formaður hafi tjáð sér að hann myndi reyna að fá gjald- kera og ritara samtakanna til fararinnar. Kom engin ósk fram um það að fá fundardegi breytt en hefði sú beiðni komið fram hefði verið sjálfsagt að verða við henni. Leið nú fram til mánudagsins 31. ágúst og um kl. 18.00 hringir ritari LH, Kári Amórsson, norður og segist ekki geta mætt og heldur ekki gjaldkeri. Hafí hann ekki feng- ið skilaboðin fyrr en daginn áður og ætti ekki heimangengt. Er ekki við fundarboðendur að sakast þó samskipti stjómarmanna LH séu svo hæg og treg að jafn áríðandi erindi eins og þetta sé látið ryk- falla og daga uppi óafgreitt þangað til í óefni er komið. Er ljóst að sumir stjómarmenn LH fengu aldr- ei að vita um þetta fundarboð. Um aðra hluti greinar LH er þarflaust að ræða. Svör við flestu sem þar kemur fram er að fínna ( áður birtri greinargerð frá Eyfirsku félögunum. Þau hafa aldrei haldið því fram að valdið væri ekki hjá stjóminni, heldur er það ákvörðun- in sjálf og forsendur hennar sem hafa verið gagnrýnd. Vegur þar þyngst félagslegi og siðferðislegi þátturinn i samskiptum manna á meðal. Tekur stjóm LH raunar undir það þegar þeir samþykkja þann þátt málsins og fá þeir stjóm- endur norðlensku hestamannafé- laganna sem telja sig ekki bundna af Varmahlíðarsamþykktinni og enn eru í forsvari fýrir sín félög, ásamt framkvæmdastjóra LH og stjómarmanni sem einnig rituðu undir hana, föðurlega áminningu. Mál þetta er orðið afar slæmt og landssamtökunum til stórrar hneisu auk þess sem væntanlegt landsmót hlýtur að gjalda þeirra flokkadrátta og sundurþykkis sem nú ríkir í röðum hestamanna. Meiri- hluti stjómar LH bar ekki gæfa til að taka réttu ákvörðunina og virð- ist hún ekki hafa hinn minnsta áhuga á að koma til móts við ey- firsku félögin og reyna að lægja öldur ófriðar og úlfúðar. Virðist hún ekki kannast við málsháttinn: „Sameinaðir stöndum vér, sundrað- ir föllum vér“. Auðlindin er hér fyrir norðan land og úti af Vestfjörðum. Skipin að sunnan hafa verið að ná í aflann til okkar og síðan er honum ekið suður í vinnslumar þar. Við viljum að auðlindin verði nýtt þar sem skemmst er að ná til hennar, skip- unum verði veittur rækjukvóti til jafns við vinnslumar og þau skikk- uð til að landa hjá þeim rækju- vinnslum, sem áunnið hafa sér reynslu á undanfömum árum. Þá gætu vinnslumar bætt jafnmiklu magni við kvóta skipana og' þau leggja stöðvunum til sjálf,“ sagði Eiríkur. V erkefnalausar rækjuvinnslur Heimir Pjeldsted framkvæmda- stjóri Rækjuvinnslunnar hf. á Skagaströnd sagði að hugmynd stjómvalda væri sú að setja rækju- kvóta á skipin eingöngu og um 70% af rækjuskipaflotanum kæmi af Suðurlandi. „Ef ekkert verður að gert, verður þróunin sú að rækju- verksmiðjur á Norðurlandi og á Vestíjörðum standa uppi verkefna- lausar og aflinn verður keyrður suður til vinnslu." Eiríkur sagði að nánast allir hefðu fengið vinnslu- leyfí sem sótt hefðu um það. „Þessi þróun er síst ( anda þeirrar reglu- gerðar, sem sett var árið 1976 um samræmingu á vinnslu og veiðum á rækju. Koma átti í veg fyrir óhefta fjölgun rækjuverksmiðja, en nú er svo komið að það er orðin óeðlileg eftirspum eftir hráefni, gjörsamlega á slgon við veiðiþol stofnsins sem menn virðast ganga út frá að þoli 36.000 tonna veiði. Það þýðir aðeins 600 tonn á verk- smiðju miðað við þær 56 verksmiðj- ur (landinu sem fengið hafa leyfi. Við treystum ekki á að fyrirhugað kvótakerfi komi 5 veg fyrir áfram- haldandi fjölgun vinnslustöðva. Engin skilyrði er að finna í drögun- um um hvar aflanum skuli landað. Útgerðarmaðurinn, sem einn á að hafa aðgang að auðlindinni sam- kvæmt tillögunum, getur gert við afla sinn hvað sem er og þar með brotið upp núverandi kerfi sem búið er að fjárfesta í fyrir tugi milljóna króna,“ sagði Eiríkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.