Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 29 Yngsti hjarta- þeginn við bærilega líðan Loma Linda, Kaliforníu, Reuter. LÆKNAR ungsveínsins Pauls, yngsta hjartaþegans til þessa, er sögð bærileg. Drengurinn er þriggja daga gamall og vár skipt um hjarta í honum rétt eft- ir að hann kom í heiminn. í fyrstu voru læknar var- fæmir I yfirlýsingum um, hvort Paul myndi braggast, en hafa nú sagt að horfur vænkist með degi hverjum. Paul er enn í öndunarvél og verður það um hríð. Hann hreyf- ir sig eðlilega og virðist spræk- ur. Hann var 12 merkur þegar hann fæddist. Vitað var að hann var með hjartagalla, sem að öðru óbreyttu hefði dregið hann til dauða innan fárra vikna. Skýrt hefur verið frá því, að drengurinn hafi fengið hjarta úr landa sínum, Gabrielle, sem fæddist án heila. Úkraínu- maðurfyrir aftökusveit Moskvu, Reuter. DÓMSTÓLL í borginni Kamen- Kashirsky i Úkraínu dæmdi á mánudag úkrainska þjóðemis- sinnann Ivan Goncharuk til dauða og verður hann leiddur fyrir aftökusveit, að sögn TASS- fréttastofúnnar. TASS sagði að Goncharuk hefði barizt með uppreisnarsveitum úkraínskra þjóðemissinna árin 1944 og 1945. Þýzkir nazistar hefðu haft forgöngu um stofnun sveitanna. Um 50 fómarlömb og sjónarvottar að morðum, pynting- um, ránum og skemmdarverkum þjóðemissinna hefðu vitnað gegn Gonchamk við réttarhöld yfir hon- um. Sovézk yfirvöld leita enn að meintum samstarfsmönnum naz- ista, 42 ámm eftir lok heimsstyij- aldarinnar síðari. Flestir þeirra, sem nást, em dæmdir til dauða. Skammt er síðan Gonchamk var handtekinn. Sellóleikarinn Jaqueline du Pre látin: Veikindi bundu snögg- an enda á glæstan feril I onrlnn Rontor Jaqueline du Pre ásamt eigin- manni sínum Daniel Barenboim. London, Reuter. BRESKI sellósnillingurinn Jaqu- eline du Pre lést í London í gær 42 ára að aldri. Banamein hennar var heila- og mænusigg en árið 1973 neyddist hún til að hætta ferli sínum sem einleikari sökum sjúkdómsins. Jaqueline du Pre vakti mikla at- hygli strax í bamæsku og er hún kom fyrst fram sem einleikari árið 1961 vom tónlistargagmýnendur sammála um að hún byggi yfir ein- stökum tónlistarhæfíleikum. Einnig þótti hún sérlega glæsileg á sviði er hún lék á hljóðfærið sem sjálfur Stradivarius hafði smiðað fyrir tæp- um 300 ámm. Árið 1967 giftist hún píanóleikaranum og hljómsveitar- stjóranum Daniel Barenboim og héldu þau hjónin víða tónleika sam- an auk þess sem þau tóku upp fjölda hljómplatna. Komu þau m.a. hingað til lands og léku á Lista- hátíð árið 1970. Árið 1973 greindist sjúkdómur- inn sem varð henni að bana. Jaqueline du Pre tjáði vinum sínum að hún myndi brátt halda tónleika að nýju en af því varð aldrei. Sjúk- dómurinn, sem leggst á taugakerfíð og heftir hreyfíngar vöðva, varð þess valdandi að hún var ófær um að leika af sömu snilld og áður. Hún sneri sér þá að kennslu og gat þannig látið aðra njóta hæfileika hennar þau fjórtán ár sem hún átti ólifuð. Noregur: Heimsmet 1 hákarls- veiðum Osló. Frá Jan Erik Laure fréttaritara Morgunblaðsins. ÞEIR sem þekkja tíl hákarlsveiða telja að heimsmet hafi verið sett í Þrándheimi um helgina er mað- ur ein dró 775 kg hákarl úr sjó á veiðistöng. Veiðimaðurinn, Teije Nordtvedt, var fleiri klukkustundir að púla við að koma skepnunni um borð í bát sinn. „Ég var alveg búinn eftir stritið við að koma hákarlinum um borð. Nokkrum sinnum var ég að því kominn að gefast upp,“ sagði hann að veiðiferð lokinni. Þegar hákarlinn loks komst inn- byrðis gúlpuðust uppúr honum mörg kíló af fiski. Hefur hákarlinn eflaust vegið vel yfír 800 kg á meðan Teije var að fást við hann. Hákarlinn verður tilreiddur næst- komandi laugardag í Þrándheimi og geta allir sem vilja fengið að smakka. Áskriflarsiminn er 83033 töhniprentnrar Tölvuprentarar frá STAR styöja þig í starfi. Þeir eru áreiöanlegir, hraðvirkirog með úrval vandaðra leturgerða. STAR prentarar tengjast öllum IBM PC tölvum og öðrum sambærilegum. Leitin þarf ekki að verða lengri. Hjá Skrifstofuvélum hf. eigum við ekki aðeins rétta prentarann, heldur einnig góð ráð. Nú er tíminn til að fullkomna tölvuumhverfið meö góðum prentara. || - STAR ER STERKUR LEIKUR. Verð frá kr. 25.500,- - og við bjóðum þér góð kjör. £ A3 % SKRIFSTOFUVELAR H.F. Hverfisgötu 33, sími: 62-37-37 Akureyri: Tölvutæki - Bókval Kaupvangsstræti 4, sími: 26100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.