Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 53 metunum hin takmarkalausa gest- risni hans og gjafmildi. Nonni var myndarlegur maður, glaðsinna og bar umhyggju fyrir öllu sem í kringum hann hrærðist. Aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni. Hann var ákaflega ósérhlífínn, blátt áfram, vinur í raun og höfðingi heim að sækja. Þessir kostir gerðu hann vinsælan og vel liðinn hvarvetna. Það urðu örlög hans að stríða lengi við þrálátan og erfíðan sjúk- dóm. Síðari æviár sín þurfti hann því oft að vera langdvölum á sjúkra- húsum en einnig þar eignaðist hann vini og kunningja jafnt meðal sjúkl- inga sem starfsfólks. Honum virtist alltaf takast þrátt fyrir margvíslegt mótlæti að halda eðlislægri léttri lund og hafa með því móti jákvæð áhrif á umhverfí sitt. Hann mat mikils og var þakklátur fyrir um- hyggju starfsliðsins á deild A5 á Borgarspítalanum. Það var fyöl- skylda hans einnig og eru öllum sem með einum eða öðrum hætti gerðu honum lífíð léttbærara færðar alúð- arþakkir frá Ijölskyldunni allri. Að leiðarlokum vil ég þakka Nonna, frænda mínum í Grindavík, trygga frændsemi og órofa vináttu við mig og mína alla tíð um leið og ég bið Döggu og fjölskyldu hans allri Guðs blessunar. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (E.Ben.) Einar Magnússon þýðuflokkinn þá var hún alltaf tilbúin, hvort sem um var að ræða kökubakstur, vinna fyrir kosningar eða annað. Þótt ég hafi grun um að síðustu ár hafi það oft verið meira af vilja en mætti. Við sem þekktum hana vissum að hún gekk ekki heil til skógar sl. 2 ár, en þótt við hefðum áhyggjur af að þetta gæti verið alvarlegt vonuðum við í lengstu lög að svo væri ekki. Við vissum líka að lífíð hafði farið um hana ómjúkum hönd- um oft á tíðum og okkur fannst hún eiga skilið að eiga rólegt ævi- kvöld með bömum og bamaböm- um. Það var í byrjun ágúst sem ég hringdi í hana og ætlaði að boða hana á fund. Ég spurði hana hvað færi að frétta. Hún svaraði: Ég var að fá úrskurðinn í dag. Síðan hélt hún áfram fastmælt og æðrulaus: Þetta er krabbamein og 50% líkur hvort þeim tekst að komast fyrir það. Eg varð orðlaus, þetta var verra en nokkum hafði gmnað. Við ræddum saman um stund, en af því segi ég frá þessu, að það sýnir best hve mikil kjarkmanneskja hún var. Við enduðum samtalið og ég sagði við hana: Ég veit að þú gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Þá svaraði hún: Nei, Helga, ég ætla að beijast. Hún barðist hetju- lega, en sú barátta varð stutt og erfíð, og síðustu vikumar var hún mikið veik. Kristín, dóttir hennar, sagði mér að hún hefði haft meiri áhyggjur af þeim ástvinum hennar en sjálfri sér — þannig var Jar- þrúður. 13. október sl. andaðist á Borg- arspítalanum í Reykjavík, eftir langa og erfíða legu, Jón Agúst Jónsson, sem búsettur var á Heiðar- braut 30C í Grindavík. Jón hóf störf ungur að aldri við sjóróðra, eins og þá tíðkaðist í Grindvík, en fljótlega hvarf hann frá því starfi og réðst í þjónustu til Einars í Garðhúsum sem afgreiðslu- maður í verzlun hans jafnframt því að vera ökumaður þegar að svo bar við. Samstarf þeirra Jóns heitins og föður míns var svo traust, að segja má, að það hafí þróast upp í hreina vináttu. Það er víst, að við Garðhúsa- systkinin eigum honum mikið að þakka, fyrir þá óijúfandi tryggð, langvarandi störf við verzlunina og aðstoð, sem hann veitti föður okkar í ellinni. Foreldrar Jóns vora Margrét Jónsdóttir og Jón Sveinsson, sem lengi bjuggu í Bræðraborg í Grindavik. Eftirlifandi kona Jóns, Dagmar Ámadóttir, Ámasonar, Guðmunds- sonar frá Klöpp á Þórkötlustöðum, sem vom báðir aflasælir og dug- andi formenn. Auk þess að kveðja ágætis konu við andlát sitt, lætur hann eftir sig þijú uppkomin böm, þau Elvar, Jenny og Svövu. Útför Jóns verður gerð miðviku- daginn 21. október frá Grindavíkur- kirkju. Þessari stuttu grein, fylgir inni- legt þakklæti frá Garðhúsafjöl- skyldunni fyrir þá miklu aðstoð og vináttu, sem hann sýndi föður okk- ar á hans efri árum. Ólafur E. Einarsson Okkur fínnst oft þetta líf vera „undarlegt ferðalag“, við skiljum ekki tilganginn. En sé til eitthvað líf eftir þetta þá trúi ég ekki öðm en þar verði henni ætlaðir stórir hlutir. Fyrir hönd stjómar kvenfélags AJþýðuflokksins í Reykjavík votta ég bömum hennar og fjölskyldum þeirra, svo og öðram ættingjum innilegustu samúð, um leið og við alþýðuflokkskonur í Reykjavík þökkum henni samfylgdina. Blessuð sé minning hennar. Helga Guðmundsdóttir í dag kveðja jafnaðarmenn einn af sínum dugmestu félögum, Jar- þrúði Karlsdóttur. Hún var áratug- um saman virkur liðsmaður Alþýðuflokksins og rómuð af öllum sem til þekktu sem fómfús baráttu- kona fyrir málstað frelsis, jafnréttis og bræðralags. Jarþrúður tók mikinn þátt í starfí kvenfélags Alþýðuflokksins í Reykjavík og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum. Síðustu árin sat hún í stjóm félagsins og var ætíð til taks þegar blásið var til baráttu fyrir málefnum jafnaðarstefnunnar. Eg minnist hennar úr flokksstarfínu og kosningaslag liðinna ára þar sem dugnaður og fómfysi vom aðals- merki hennar og var þá ekki spurt tvisvar hvaða verk skyldi vinna, heldur gengið til liðs af krafti en þó hæverskni. í byijun sjöunda áratugarins fluttist Jarþrúður ásamt eiginmanni sínum til Seyðisfjarðar. í því gróna vígi jafnaðarstefnunnar fann hún sér vettvang í bæjarmálastarfí og byggði upp með góðu fólki þá sterku stöðu sem jafnaðarmenn hafa í hinum gamla höfuðstað Aust- urlands. Hún lét sér það ekki nægja heldur fór í framboð í Alþingiskosn- ingum þar eystra. Framganga hennar í kosningabaráttu um kjör- dæmið vakti athygli og var ekki örgrannt um að reyndir stjóm- málarefir hefðu frekar kosið hana sér við hlið en í baráttu gegn sér. Fyrir hönd forystu Alþýðuflokks- ins votta ég aðstandendum Jar- þrúðar samúð okkar á þessari kveðjustund. Þar er skarð fyrir skildi sem stóð þessi dugmikla heið- urskona. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins. Kristinn J. Arna- son - Minning Oft er sagt að engar fréttir séu góðar fréttir. Og vist er um það að margt af því besta sem við þekkj- um og eigum í lífínu er svo vandlega ofið í hversdagsleikann að við veit- um því oft enga athygli. Hver hefur ekki einhvem tíma vaknað að morgni í blikandi haust- stillu, laugaður skýmöttum sólar- geislum? Gengið síðan út í ferskt loftið og notið þessarar tæm og fögm birtu til fulls án þess að leiða raunvemlega að henni hugann? Það er enginn fjarstæða að líkja hlut Kristins heitins í tilvera okkar systkina við hina mildu og fögm hlið náttúmaflanna, við sólarbirtu, lognviðri og roðableik kvöldský. Enginn vafi leikur á því að hann var sólskinið í lífi móður okkar þann tíma sem þau nutu saman. Sá tími var stuttur í veranni, langur í minn- ingunni. Hamingjurík sambúð þeirra var orðin okkur systkinum ánægjuleg en sjálfsögð staðreynd, rétt eins og fegurð himinsins og smáyndi hverdagsins. Kristinn var okkur sannarlega ekki daglegur félagi. En í hvert sinn sem fundum okkar bar saman, varð okkur til ánægju ljós sú lífsgleði sem mótaði samband hans og móð- ur okkar. Gleði þeirra yfír að njóta lífsins saman var eðlileg og blátt áfram og virtist svo sjálfsögð þótt slík gleði sé það alls ekki nú á tímum hjónaskilnaða og fjölskylduupp- lausnar. Það þarf ekki að tíunda að hin óvænta sorgarfregn varð okkur þungt áfall. Hún var skyndilegt óveður í okkar lognmilda hvers- dagsamstri. Og auðvitað var erfítt að sætta sig við fráfall Kristins. En jafnframt var fregnin áminning um það að maður skyldi ávallt vera viðbúinn óláninu og taka ekki þá hamingju sem fréttaleysi og hvers- dagsleikinn gefa, sem sjálfsagðan hlut. Því hvað sem öllum óskum líður og þrátt fyrir þá lognöldu sem kann að hvíla á yfírborði daglegs lífs, þá em óttinn og óvissan eilífur fylgifískur mannsins, fastur hluti af lífinu. Á þessum fallegu haustdögum þegar við eram að jafna okkur eft- ir þetta áfall og reyna að sætta okkur við bitur örlög verður okkur ljóst gildi hinnar daglegu og fá- breyttu hamingju. Kær vinur hefur fallið frá en líf okkar hinna heldur áfram með sínu daglega amstri, brauðstriti og tómstundum, ást og vináttu; haustsólin heldur áfram að bijótast gegnum skýjaþykkni og fagrir dagar líða hindmnarlaust. Og sjaldan hefur sólin skinið fegur í haust en daginn sem Kristinn heitinn var jarðsunginn. Og sem við huggum okkur við það að góðar minningar um kæran vin munu eftir lifa, þá staðfestir fegurð umhverfísins og haustsins árstíð dauðans, þá trú okkar og flestra manna um að annað líf leysi jarðlíf af. Með þá trú hugfasta kveðjum við Kristin og biðjum sálu hans friðar og blessunar. Um leið vottum við ættingjum hans og ástvinum okkar dýpstu samúð. Ágúst, Aðalbjöm, Ragnheiður, Þorbjörg. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar tíl birtíng- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á 2. hæð i Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstrætí 85, Akureyri. INNRÍTUN TÍL a \ m m SIMI. 621066 INNRTTUN TIL 30.0KT SÍMI: 621066 ALVÍS VÖRUKERF! I 2.11. VELTUHRAÐI ER EINN MEGINÞATTUR TEKJUMYNDUNA R í VERSLUNARFYRIRTÆKJUM Alvís vörubirgðakerfi er hugbúnaður sem hjálpar fyrirtækjurh að halda blrgðum í lágmarki og veltuhraða í hámarki án þess að til vöruskorts komi. Kennd er notkun eftirfarandi eininga: Birgóabókhalds, sölukerfis, sölugreiningar, arðsemieftirlits, pantana, tollskýrslugerðar og verðlagningar. LEIÐBEINANDI: Sigríður Olgeirsdóttir, kerfisfræðingur. TÍMIOG STAÐUR: 2. -5. nóv. kl. 13.30-17.30 að Ánanaustum 15. EINKATÖLVURI 2.11. ÞÚ KEMSTAÐ LEYNDARDÓMUM TÖLVUNOTKUNAR OG ÞEIM MÖGULEIKUM SEM TÖLVAN GEFUR EFNI: Kynning á vélbúnaði einkatölva og jaðartækja • Notendaforrit • Ritvinnsla • Töflureiknir • Gagnasafnakerfi • Stýrikerfi. LEIÐBEINANDI: Ólafur H. Einarsson, kerfisfræðingur. TÍMI OG STAÐUR: 2.-5. nóvember kl. 13.30-17.30 að Ánanaustum 15. INNRITUN ER AÐ í: Orðsnilld, 26.-29. okt. og dBASE, 26.-28. okt. Stjórnunðrfélag íslands TÖLVUSKÓLI Ananaustum 15 Simi; 62 1066 C.YtMIH/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.