Morgunblaðið - 21.10.1987, Side 55

Morgunblaðið - 21.10.1987, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 55 Barnaskemmtun í Kópavoginum Samtök dagmæðra í Kópavogi héldu upp á 10 ára afmæli sitt með skemmtun fyrir börnin í Félagsheimili Kópavogs laugardaginn 10. október. Hér er hópurinn samankominn ásamt dagmæðrum og aðstandendum. Feimnir prinsar þurfa líka að fara í leikskóla Hans konunglega feimni, Harry prins, er orðinn busi í gamla leik skólanum hans Willa stóra bróður. Ef einhver skyldi ekki vera með á nótunum þá skal það upplýst hér og nú að Harry er næstelsti sonur Díönu og Karls Bretaprins. Hann er orðinn þriggja ára og kom- inn tími til að hefja skólagöngu og horfast í augu við raunveruleikann. Harry litli er ólíkt stóra bróður feim- inn drengur og því var fyrsti skóladagurinn honum erfíð raun ekki síður en foreldrum hans. Öllum tókst að halda aftur af tárunum þó faðir hans segist hafa fengið stærðarinnar kökk í hálsinn. Willi stóri bróðir bar sig mannalega enda orðinn fímm ára og töluvert lífsreyndari en sá litli. Þegar Wiili sá að allt stefndi í táraflóð, tók hann stjómina í sínar hendur og sá til þess að allt færi sómasamlega fram. Harry litla til huggunar get- um við sagt að hann þarf ekki að mæta í leikskólann nema tvisvar í viku, þtjá tíma í einu. Það ætti ekki að vera honum ofraun. Harry litli kveður skólastjórann i lok fyrsta skóladagsins. Foreldram- ir eru að vonum fegnir að endurheimta piltunginn, en sá sem öllu stjórnaði af mikilli röggsemi lætur sér fátt um finnast. Frú Amin vill skilj a Sarah Amin, eiginkona Idi Amins hefur sótt um skilnað frá honum. Frú Amin sem var eitt sinn herkona í sjálfsmorðssveit í Ugandaher, nýtur nú félagslegrar aðstoðar til að sjá sér farborða. Eiginmann sinn hefur hún ekki séð síðan þau flýðu frá heimalandi sínu árið 1979, en hefur nú fengið nóg af honum...Talið er að hann búi í Saudi-Arabíu og er lítið vitað um hvað hann hefur fyrir stafni, vonandi er það sem minnst. COSPER — Ef þú ert ekki ánægður með matseldina hjá mér, skaltu sjálfur spæla eggin framvegis. Bladburöarfólk óskast! 35408 83033 AUSTURBÆR VESTURBÆR Stigahlíð 49-97 Lindargata 39-63 o.fl Kringlan ÚTHVERFI Básendi SKERJAFJ. Einarsnes Aragata Vesturgata 1 -45 Ægisíða 44-78 Nýlendugata Tjarnarból 10-17 o.fl. fMtogmtWiifrito fyrir dömur PARDOS fyrir herra Fullar búðir Af nógu er að taka T«s5186 HERRAFRAKE3 Verð kr. 9.000,- Efni: 100% uUarefnl. St.: 48-54 8753 ULLARKÁPA Verð kr. 11.800.- Efni: 100% ullarefm. St.: 34-46 KAPUSALAN BORGARTÖNI22 AKÖREYRi SÍMI 23509 Næg bílastæði HAFNARSTRÆTI 88 Opið er tfl kl. 16 SÍMI 96-25250 á laugardögum. Opið er tfl kl. 12 á laugardögum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.