Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 31 Taugaveiklun skýlt bak við hótfyndni New York, Reuter. Verðbréfasalar í Wall Street flykktust í veitingahúsin og á barina við samnefnt stræti þegar Kauphöllinni hafði verið lokað síðastliðinn mánudag. Flestir reyndu að gleyma deginum með gálgahúmor og öðru skensi, en lítið var brosað að bröndurunum. „Gjörið iðrun, því að dómsdagur er í nánd,“ sagði einn verðbréfasal- inn og andvarpaði mæðulega enda höfðu hlutabréf fallið um 500 millj- arða Bandaríkjadala á sex og hálfum tíma. Annar hafði sett upp skilti í kauphöllinni, sem á stóð: „Beijist til síðasta blóðdropa." Kátínan var þó hálfmáttvana. Viðskiptamenn á Harry’s Bar, einu af þekktari öldurhúsum kaupa- héðna í New York-borg, reyndu að bera sig mannalega og reyndu að vera bjartsýnir á framtíðina. „Ég á þó húsið mitt skuldlaust," sagði maður fast komirin að þrítugu, en verðbréfasalar reyna yfirleitt að borga hús sín út í hönd, minnugir þess að við verðf all hlutabréfa hækk- ar fasteignaverð oftast. „Heldur þú að þú kunnir að tilreiða hamborg- ara?“ bætti hann við. „Það kann ég.“ Bankamenn, verðbréfasalar og fjármagnseigendur voru lengi á ferli utan við kauphöllina síðdegis. „Ég veit ekki alveg af hveiju ég er hér,“ sagði einn þeirra. „Líklegast vona ég að einhver hughreysti mig og segi að þetta muni allt lagast." Fram að þessum mánuði höfðu viðskipti í Wall Steet verið fjörleg og gengi hlutabréfa fór síhækkandi. Verðfallið á mánudag olli því hins vegar að Dow Jones-verðbréfavísit- alan féll um 508 stig — um ríflega 20% — og hefur aldrei fallið jafnört. Meira en hún gerði árið 1929, þegar „Verðfallið mikla" átti sér stað, en það var undanfari kreppunnar, sem heijaði á heimsbyggðina næstu ár eftir það. Blaðamenn spurðu John Pehlan, stjómarformann kauphallarinnar, hvemig hann teldi að verðbréfum myndi reiða af á næstunni. „Markað- urinn er nær botni en tindi," svaraði hann torræður. Hann sagði þó að kauphöllin yrði opin hveiju sem á gengi, en bætti við að fara yrði rækilega í saumana á stöðu þeirra fyrirtælqa, sem hlut eiga í henni. Það var handagangur í öslqunni á mánudag, en mest ærðist leikurinn síðustu tvo tímana fyrir lokun. Hvorki menn né tölvur önnuðu við- skiptum og fór svo að tölvukerfíð lét undan um tíma, en menn þurftu að vinna langt eftir lokun til þess að ganga frá lausum þráðum. Vanir verðbréfasalar sögðu að undir lokin hefði allt ætlað af göflum að ganga og taugaveiklun farin að hamla viðskiptum. Hana sögðu þeir þó hættulegasta alls. Undir slíkum kringumstæðum gerðu menn mis- tök, markaðurinn væri enn við- kvæmari en ástæða væri til og viðskiptin væm frekar byggð á til- fínningu en skynsemi. Ljóst er að fjöldi fólks hefur þeg- ar tapað gífurlegu fé; í sumum tilvikum aleigunni. Hvort úr markað- inum rætist i bráð er enn á huldu, en þetta fólk mun eiga erfítt upp- dráttar hvemig sem fer. Reuter Bandarískir verðbréfasalar koma örmagna út úr kauphöllinni eftir erfiðan dag. Verðbréfamarkaðir í Asíu: Nýtt verðfall í kjölfar lækkunarmnar í New York Tókýó, Reuter. VERÐBRÉF lækkuðu enn frekar i verði í kauphöllum í Tókýó í Japan og Sydney í Ástraliu í gær. Ástæðan var óvissa í kjölfar mik- illar lækkunar á verðbréfum í New York á mánudag. Japanskir sérfræðingar sögðu að erfitt væri að segja til um hver þróunin yrði. Þeir spáðu að þróun mála á verðbréfamarkaðinum í New York myndi hafa afgerandi áhrif á verðbréfaþróun annars staðar. Verðbréfamarkaðurinn í Tókýó Órói hélt þvi áfram á Tókýó- er sá stærsti í heiminum. Nikkei- ' markaðinum og sömuleiðis i Sydney Sem sjá má var gekk mikið á í kauphöllum heimsins í gær. Reuter hlutabréfavísitalan, sem þar notuð til að mæla gengi hlutabréfa, lækkaði í gær um 3.836 í 21.910 stig, eða 14,9%. Vegna tímamunar er markaðurinn þar lokaður meðan opið er í New York. Markaðurinn i Wall Street hafði nýlokað þegar opnaði í Tókýó í gær og því bárust fregnimar af hinni miklu lækkun í New York þangað ferskar. Verð- bréfasali í Tókýó sagði að skelfíng hefði gripið um sig og allir símar verið rauðglóandi. Á línunni hefði verið fólk, sem virtist hafa verið viti sínu fjær. Atburðarásin fyrir verðhrun- ið á verðbréfamörkuðum í Ástralíu. Þar greip um sig mikill ótti og kepptust kaupahéðnar í gríð og erg um að losa sig við verðbréf, með þeirri afleiðingu að viðmiðun- arvísitala þeirra lækkaði um 24,9%, eða úr 2.064,6 stigum í 1.549 stig. „Þetta er eins og blóðbað og við höfum orðið vitni að hlutabréfaút- sölu,“ sagði verðbréfasali í Sydney. Yfírvöld í Hong Kong komu í veg fyrir opnun verðbréfamarkaðar af ótta við að hann myndi hrynja. Verður hann ekki opnaður fyrr en á mánudag í næstu viku. Verð- bréfasalar fögnuðu lokun markað- arins. Japanskir sérfræðingar í pen- ingamálum sögðu að stjómvöld yrðu að skerast í leikinn og stuðla að endurreisn verðbréfamarkaðar- ins. Fjármálaráðuneytið í Tókýó bað helztu fjármálafyrirtæki borgarinn- ar um hjálp til að koma kyrrð á markaðinn. Var það skoðun sér- fræðinga í Japan að þróunin þar yrði ávallt háð því hvað gerðist í kauphöllinni í Wall Street í New York. Ættu menn því ekki annarra kosta völ en fylgjast með því hvað gerðist þar og í London. Óróinn á verðbréfamarkaðinum hafði áhrif á gjaldeyrismarkaðinn í Hong Kong. Gullúnsan lækkaði um tíma um 13 dollara vegna mikillar gullsölu spákaupmanna, sem vildu eiga nóg skotsilfiir ef kostaboð byð- ust á verðbréfum. Við lok viðskipta kostaði gullúnsan 471 dollara miðað við 476 dollara við upphaf þeirra. Únsan kostaði 483,40 dollara í New York í fyrrakvöld. Á sama tíma og hlutabréf lækk- uðu varð hækkun á skuldabréfum í Tókýó þar sem talið var að lækk- un hlutabréfa myndi leiða til minni verðbólgu og vaxtalækkunar. Jafn- framt styrktist dollarinn í sessi í Tókýó og var talsvert hærri en I New York daginn áður. Lundúnum, Reuter. UPPHAFIÐ að hruninu á verð- bréfamörkuðum heimsins var í raun að kaupahéðnar á verð- bréfamarkaðnum í Wall Street fengu veður af því á miðvikudag- inn í síðustu viku að efnahags- ástandið í Bandaríkjunum væri ekki jafngott og sljómvöld vildu vera láta. Hér fer á eftir yfírlit yfír atburði síðustu viku sem enduðu í hruninu mikla á mánudaginn: Miðvikudagur, 14 október: í ljós kemur að útflutningsverð- mæti ágústmánaðar í Bandaríkjun- um reynist töluvert lægra en í júlí. Verðbréfavísitalan lækkar um 3,8% í Wall Steet, 1,16% í Lundúnum og um 0,93% í Tókýó. Fimmtudagur, 15. október: Fjármálaráðherra Banda- rílqanna, James Baker, gagnrýnir Vestur-Þjóðveija fyrir að hækka vexti. Dollarinn lækkar niður fyrir 1,8 þýsk mörk. Verðbréfavísitalan lækkar um 2,38% í Wall Street, 0,9% í Lundúnum og 0,82% í Tókýó. FYakkar koma til leiks, þar lækkar verðbréfavísitalan um 5%. Föstudagur 16. október: Verðbréfavísitalan fellur um 4,6% í Wall Street. Fyrr um daginn hafði verðið sigið um 0,23% í Tókýó. Verðbréfamarkaðir í Bretlandi flestir lokaðir vegna veðurs. Verð- bréfabraskarar í Bandaríkjunum halda áfram að spá í slæman við- skiptahalla undanfama mánuði. Frönsk verðbréf sveiflast ögn vegna áhrifa erlendra kaupenda. Reiðir kaupahéðnar í Taiwan gera aðsúg að þinginu til að mótmæla verðfalli liðinnar viku. Laugardagur, 17. október: Lokað á flestum mörkuðunum, en dagblöð gera grein fyrir slæmri stöðu og sigi á verðbréfamörkuðum frá 25. ágúst. Sunnudagur, 18. október: James Baker gagnrýnir Vestur- Þjóðveija í sjónvarpsviðtali. Segir Bandaríkjamenn ófúsa að hækka vexti meira til að styrkja stöðu dollarans. Allar líkur benda til að „Louvre“-samkomulagið sé liðið undir lok. Mánudagur, 19. október: „Svartur mánudagur", hefst á verðfalli á mörkuðum í Asíu. Verð- bréf í Tókýó falla í verði og dollarinn fellur í 140 jen. Verðfall á markaðn- um í Lundúnum. Aðrir fylgja í kjölfarið. Þegar mörkuðum var lok- að nam verðfallið í Wall Street 22,6%, í Lundúnum 10,8% og í Tókýó 2,35%. Þriðjudagur, 20. október: Þrátt fyrir yfírlýsingar stjóm- valda vestanhafs og austan um stöðugt efnahagslíf til að róa mark- aðina, halda verðbréf áfram að falla. Hlutabréf amarkaðurinn: Verðfall í Finn- landi og Svíþjóð Danir láta sér fátt um finnast Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Helsinki, Ritzau. Lokatölur á helstu verðbréfamörkuðum London, Reuter. EFTIRFARANDI tafla sýnir fall hlutabréfa á helstu verðbréfa- mörkuðum heims. Tölumar frá New York eru frá þvi að verð- bréfamarkaðinum í Wall Street var lokað síðdegis á mánudag. Tölurnar frá London, Tókíó, Frankfurt, Sydney og Wellington eru hins vegar frá því í gær. Lækkun Lækkun Lolustaða ÍBtigum fX London: 1.801,60 260,70 12,2 New York: 1.738,73 508,00 22,6 Tókíó: 21.910,08 3.836,00 14,9 Frankfurt: 360,28 5,06 1,6 Sydney: 1.549,80 516,6 24,9 WeUington: 2.926,26 504,75 14,7 Hong Kong: Kauphöllinni lokaö fram á nœsta HLUTABRÉF féllu í verði í kauphöllum í Helsinki og Stokk- hólmi i gær. Danir létu sér hins vegar fátt um finnast og varaði Poul Schltlter við móðursýkisleg- nm viðbrögðum við ótiðindunum frá New York. Verð á bankahlutabréfum í Hels- inki hafði fallið um 20 prósent í gær er kauphöllin hafði verið opin í eina klukkustund. Á mánudag féllu hlutabréf um 3,7 prósent og var það mesta fa.ll í rúmt ár. Eftir að kauphöllin ( Stokkhólmi hafði verið opin í einn klukkutíma höfðu eftirsótt hlutabréf í 16 stöndugustu fyrirtækjum landsins fallið að meðaltali um 6,23 prósent. Sem dæmi má nefna að hvert hluta- bréf í stórfyrirtækinu Ericsson hafði lækkað um 105 sænskar krón- ur.Á mánudag höfðu hlutabréfín fallið um 6 prósent þegar kauphöll- inni var lokað og var þvi verðfallið mun meira í gær. Þekktustu hagfræðingar Dan- merkur vildu ýmist ekki tjá sig um málið eða voru í fríi en Poul Schliit- er forsætisráðherra hvatti menn til að sýna stillingu. Schliiter sagði á mánudagskvöld er fréttir bárust af verðhruninu í Wall Street i New York að það væri til komið vegna mikils viðskiptahalla í Bandaríkjun- um. Sagði hann öðru máli gegna um flest ríki Vestur-Evrópu og sér í lagi Danmörku enda hefði við- skiptajöfiiuður landsins verið jákvæður undanfama sex mánuði. Aðspurður kvaðst Schliiter ekki búast við að þessi tíðindi myndu hafa áhrif á gengi dönsku krónunn- BitaBMBMnSaMMMMMMnafMMail
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.