Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBIAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 -it „Svarti fimmtudagurinn" fyrir 58 árum: Verðhrunið í Wall Street og kreppan „MIKIL skelfing riktí í WaU Street í dag og virtist enginn þess umkominn að greiða úr vandanum ... Fólk seldi hluta- bréfin eins og það ætti lifið að leysa ... markaðshrunið var al- fjert... margir hlutabréfaeigend- ut' misstu allt, sem þeir áttu." Þessar setningar gætu verið íir fréttaskeytum frá i fyrradag en en i raun nærri 60 ára gamlar. Með þessum orðum skýrði The Brooklya Daily Eagle, dagblað, sen hætti að koma út fyrir 30 árum, frá hruninu i Wall Street í október árið 1929 en það varð upphafið að Kreppunni miklu. í bókinnii Saga mannkyns. Ritröð AB. 13. bindi, segir frá þessum öriagaríku atburðum og verður frásögnin rakin hér á eftir mikið stytt. Á árunum 1927-29 stóð verð- bréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum meö miklum blóma og einkum í Wali Street. Tóku milljónir manna þátí i þessu braski og var astæðan sú mikla bjartsýni, sem blöðin ýttu undir með fréttum sfnum um ævin- týralegan hagnað. Af því að hluta- bréfafjármagnið var hjá mörgum fyrirtækjum aðeins lítill hluti heild- arfjármagnsins, en afgangurinn fenginn að láni með föstum vöxtum, ga;. lítil gróðaaukning leitt til stór- felldrar hækkunar á ágóða hluta- bréfaeigenda. Hlutabréfagróði, sem nam 50-100% á einu ári var ekki óalgengur. Auðvelt er að sjá eftir á, að hluta- bréfamarkaðurinn á þessum tíma stóð völtum fótum. Menn keyptu ekki lengur hlutabréf í von um góð- an hagnað af því fé, sem þeir lögðu í þau, heldur í þeirri von, að bréf, sem keypt var einn daginn, væri hægt að selja fyrir meira verð dag- inn eftir. Þess vegna var það aðeins spurning um tíma hvenær hrunið yrði. Hér var einungis um að ræða skjöl, sem búist var við, að myndu hækka í verði von úr viti. Skriðan fer af stað Haustið 1929 varð allmikið verð- fall á mörgum vörutegundum vegna sölutregðu og varð það til að hrinda skriðunni af stað. 24. október, „Fimmtudaginn svarta" eins og hann var kallaður, greip skelfingin um sig. Allir vildu selja en enginn kaupa og verðið á hlutabréfunum hrapaði niður úr öllu valdi. Forystu- menn í fjármálalífinu skutu þá á húsfundi og þegar fulltrúar þeirra komu í kauphöllina um hádegi þennan sama dag og fóru að kaupa Iinnti mestu látunum og verðlagið jafnaði sig nokkuð aftur. Hér var þó aðeins um gálgafrest að ræða því að 29. október, „Svarta þriðju- daginn", endurtók hrunið sig og nú var ekkert til ráða. Afleiðingarnar voru mikil efna- hagskreppa, sem læsti sig um allt bandaríska samfélagið. A árunum 1929-33 hrapaði meðalgengi hluta- bréfa úr 216 í 42; heildarverðmæti framleiðslunnar féll úr 93 milljörð- um dollara í 52; allur hagvöxtur þriðja áratugarins glataðist og meira til. Deilt um ástæður kreppunnar Kreppan mikla teygði sig um all- an heim og enn deila menn um ástæður hennar. Sumir telja, að framleiðslan hafí verið of mikil, aðrir, að eftirspurnin hafi verið of lítil en eitt er víst, að markaðurinn var allur úr lagi genginn. Sífellt fleiri vörutegundir var aðeins hægt að selja með afborgunum og þegar stöðnunin tók við í framleiðslu full- unninnar vöru hrundi að nokkru byggingariðnaðurinn og vélafram- leiðslan. Margir fræðimenn hafa helst staðnæmst við þá ástæðu minnk- andi eftirspurnar, að laun iðnverka- manna höfðu ekkert hreyfst eftir miðjan þriðja áratuginn og einnig við mikla erfiðleika í landbúnaði. Vaxandi heimsframleiðsla og aukin samkeppni á þessum árum leiddi til mikils verðfalls á landbúnaðar- vörum og kom það ekki síst niður á bandarískum bændum, sem höfðu Eftir verðhrunið í Wall Street misstu margir traust á bönkunum og mynduðust þá viða iangar biðraðir þegar fólk kom tíl að taka út sparif é sitt. fjárfest mikið eftir uppganginn á dögum fyrri heimsstyrjaldar. Það er því engin tilviljun, að fyrstu fyrir- tækin í borgunum til að finna fyrir kreppunni voru póstkröfufyrirtækin en þau skiptu mikið við bændur. Repúblikönum, sem héldu um stjórnvölinn, var kennt um hvernig komið var og bændur snerust nú á sveif með denókrötum. Átti það sinn þátt í kosningasigri Franklins D. Roosevelt árið 1932. Roosevelt var fæddur árið 1882, kominn af auðugu fólki og stundaði landbúnað áður en hann sneri sér að stjórnmálunum. Hann var að- stoðarflotamálaráðherra í stjórn Woodrows Wilson en 1921 veiktist hann af lömunarveiki og var bund- inn við hjólastól upp frá því. Hann lét þó veikindin ekki buga sig og 1928 var hann kjörinn ríkisstjóri í New York. Roosevelt og- New Deal Roosevelt gekk til forsetakosn- inganna undir kjörorðinu „Lækning og umbætur" og stefnu sína dró hann saman í vígorðinu „New raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar til sölu ^^^m 651160 ALHLIÐA EIGNASALA Fyrírtækjamiðlun Góður söiuturn og myndbandaleiga Höfum til sölu mjög góðan sölutum ásamt myndbandaleigu. Arðbær rekstur. Upplýs- ingar aðeins veittar á skrifstofu. Tímapantanir í síma 651160. Gissur V. Kristjánsson héraósdórnslogmaöur Reykjavikurveg 62 Véismiðjur - verkstæði 71 í. sölu Gírmótorar VEM (nýjir) 0,37 kw, 63 sn. 14 stk. 0,55 kw, 63 sn. 18 stk. 0r75 kw, 63 sn. 22 stk. Mótorar VEM, 0,75 kw, 1.380 sn. 5stk. Ercole Marelli, 0,55 kw, 1.390 sn. 1 stk. Ercole Marelli, 0,75 kw, 1.390 sn. 1. stk. Eínnig notaðir mótorar og gírar. Næionhjól m/festingum Flexelló WNY 6m 20 70 stk. Ryðfríar stálstangir Fótiegur RHP 3/4" self lube 150 stk. Fótlegur RHP 5/8" self lube 150 stk. Myson hitablásari 1 stk. Tannhjól og keðjur Einnig eftirgreind notuð verkfæri: Handsmergel, borðsmergel, lítil borðsög, SDK light cutter (sög) o.fl. Upplýsingar í síma 18420 í vinnutíma, 16949 eftir kl. 18.00. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir september mánuð 1987, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 26. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til við- bótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá ocl með 16. nóvember. Fjármálaráðuneytið 20. október 1987. Framleiðsluráð Landbúnaðarins auglýsir Með til vísun til 10. gr. reglugerðar númer 445/1986 „um fullvirðisrétt til framleiðslu sauðfjárafurða verðlagsárið 1987/1988" skulu þeir framleiðendur, sem ætla að geyma framleiðslurétt vegna slátrunar á tímabilinu frá 10. nóv. nk. til maí loka 1988 tilkynna til Framleiðsluráðs fyrir 20. nóv. nk. fyrirætlan- ir sínar um það efni. Framleiðsluráð landbúnaðarins. Eigendur Volswagen- og Audi-bifreiða Hjá okkur er staddur tæknisérfræðingur frá VW.-Audi-verksmiðjunum og mun hann verða til viðtals og ráðgjafar dagana 26., 27. og 28. þ.m. á bifreiðaverkstæði okkar. Þeir, sem óska eftir viðtali við hann, eru vin- samlega beðnir að hafa samband við móttökustjóra i síma 695640 eða 695641. IhIheklahf I Laugavegi 170-172. Sími 695500. %Félamstarf Sjálf stæðismenn Garðabæ og Bessastaðahreppi Kjördæmisráö Sjálf- stæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi og fulltrúaráð sjálf- stæðisfélaganna i Garðabæ og Bessa- staðahreppi boða til fundar með fulltrúa- ráðsmönnum og öðrum trúnaðar- mönnum Sjálfstæö- isflokksins í Garðabæ og Bessa- staðahreppi, I Lyngási 12, Garðabæ, miðvikudaginn 21. október kl. 20.30. Gestir fundarins verða Salóme Þorkelsdóttir, alþingismaður og Bragi Michaelsson, varaformaður kjördæmisráðs. Árnessýsla félagsf undur Sjálfstæöiskvenna- félag Árnessýslu heldur félagsfund miövikudaginn 21. okt. á Hótel Sel- fossi. Fundurinn hefst kl. 19.00 með léttum kvöldverði. Dagskrá: 1. AmdisJónsdóttir varaþingmaöur flytur ávarp. 2. Hulda Jensdóttir forstöðukona ræðir um fóstureyðingar. 3. Óli Jón Ólafsson ferðamálafulltnji talar um ferðamál á Suöurlandi. Fundurínn er öllum opinn. Sjálfstæðiskvennafélag Árnessýslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.