Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 t Móðir okkar og tengdamóðir, REBEKKA GUDMUNDSDÓTTIR, Eskihoiti 21, Garðabæ, lést sunnudaginn 18. október. Ragnheiður Brynjólfsdóttir, Engilbert Engilbertsson, Ólöf Brynjólfsdóttir, Sigurður Þorsteinsson. t Móðir okkar, iNGVELDUR ÁRNADÓTTIR, Efra-Hvoli, andaðist á Reykjalundi þriðjudaginn 20. október. Fyrir hönd vandamanna, Ingunn Vígmundsdóttir, Pálmar Vígmundsson. t Eiginmaður minn, EMIL A. SIGURJÓNSSON málarameistari, Lokastfg S, lést aðfaranótt þriðjudagsins 20. október. Margrót Guðjónsdóttir. t GUÐRÚN BRYNJÓLFSDÓTTIR frá Kleppustöðum f Steingrfmsfiröi, sföustu 30 árin á Tjörn á Vatnsnesi, andaðist í Sjúkrahúsi Hvammstanga aðfaranótt 19. þ.m. Jarðarförin ákveðin síðar. Vandamenn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, TAGE MÖLLER, er látinn. Margrát Jónsdóttir Mölier, Birgir, Jón og Carl Möller. t Móðir okkar, SÓLVEIG KJERULF GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 7. október. Báiför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Börn og ættingjar. t Jaröarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdafööur og afa, HELGA J. HALLDÓRSSONAR, fyrrverandi kennara við Stýrimannaskólann í Reykjavík, fer fram frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 22. október kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuö en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélag fslands. Guðbjörg Guðbjartsdóttir, Sigrún Helgadóttir, Ar) Arnalds, Guöný Helgadóttir, Þorbjörg Helgadóttir, Jergen H. Jergensen, Áslaug Helgadóttir, Nicholas J. G. Hall og barnabörn. t Eiginkona mín og móðir okkar, SIGRÍÐUR G. SIGURÐARDÓTTIR, frá Hólabaki, Hraunbæ 98, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju föstudaginn 23. október kl. 13.30. Baldur Magnússon, Ingibjörg Baldursdóttir, Magnhildur Baldursdóttir, Krlstjana Baldursdóttir, tengdasynir, barnabörn og barna- barnabarn. Hulda Markús- dóttir - Minning Fædd 24. febrúar 1930 Dáin 12. október 1987 „Án efa fáir, það er mín trú, sér áttu göfugra hjarta en þú, það vakti mér lðngum lotning; í örbirgð mestu þú auðugust varst, og alls kyns skapraun og þrautir barst, sem væri dýrasta drottning." (Matthías Jochumsson) í dag verður gerð útför Huldu Markúsdóttur, Sfðumúla 21. Hún var fædd á Borgareyrum, Vestur- Eyjafjallahreppi, 24. febrúar 1930, elst 10 bama sæmdarhjónanna Sigríðar Magnúsdóttur fæddri 1905, ættaðri frá Sámsstöðum í Fljótshlíð og Markúsar Jónssonar bónda og söðlasmiðs, einnig fæddur 1905, hann er ættaður frá Hlíðar- enda í Fljótshlíð. Systini Huldu eru Hrefiia fædd 1931, Magnús Sigurður fæddur 1932, Eygló fædd 1933, gift Svein- bimi Ingimundarsyni, Erla fædd 1936, gift Haraldi Hannessyni, Est- er fædd 1940, dáin 1945, Grímur Bjami fæddur 1942, kvæntur Sofffu Einarsdóttur, Ester fædd 1944, gift Áma Ólafssyni, Þor- steinn Ólafur fæddur 1946, kvæntur Eygló Kjartansdóttur og yngst er Ema fædd 1947, hennar maður er Trausti Ámason. Hulda varð snemma söngelskt og yndislegt bam, sem öllum þótti vænt um, öll lögin og ljóðin, sem móðir hennar kenndi henni festust í huga hennar og tveggja ára göm- ul kunni hún kynstrin öll af lögum og textum. Á þessum áram kom móðurbróð- ir Huldu Grímur Magnússon læknir oft í heimsókn og með honum vinur og skólabróðir Einar Kristjánsson söngvari, þeir höfðu mikið yndi af að heyra litlu hnátuna syngja og mun Einar hafa bætt við lagaforða hennar. Eins og gengur í bammörgum Qölskyldum fór Hulda að hjálpa til á heimilinu. Hún hafði alitaf sér- staklega gaman af dýram og mun hestamennska hafa verið henni líf og yndi á unglingsáranum, enda trúlega margir hestamenn komið í heimsókn í sambandi við atvinnu föður henanr, söðlasmíðina, en hann hefur smíðað marga hnakka, söðla og beisli um æfina og annast viðgerðir í sambandi við það. Ekki hefur veitt af að drýgja tekjumar með þennan stóra bamahóp og gestkvæmt var alitaf á heimilinu og ekki óvenjulegt að 30 manns settust að borðum á sunnudögum, þegar best lét. I kirkjukórum söng Hulda, bæði í Stóradalskirkju V-Eyjafjallahreppi og einnig í Krosskirkju í Austur- Landeyjahreppi og heyrt hefí ég að hennar fagra altrödd hafi jafnan vakið athygli. Þegar Hulda var 18 ára að aldri hleypti hún heimdraganum og flutt- ist til Reykjavíkur og fór að vinna fyrir sér. Hún vann við framreiðslustörf og saumaskap, en sú iðja átti alla tíð mjög vel við hana og vann hún um tíma hjá frænda sínum, And- rési Andréssyni klæðskera. Um þetta leyti kynntist Hulda Áma Péturssyni, klæðskera frá Færeyjum og giftu þau sig nokkra síðar. Þau eignuðust 3 eftiilega syni. Elstur er Pétur fæddur 1951, hans kona er Guðrún Einarsdóttir og eiga þau eina dóttur, Pétur vinnur við skrifstofustörf. I miðið er Hörður Jón fæddur 1953, hans kona er Lára Tómasdóttir, þau era búsett í Bergen í Noregi. Hörður er sölu- maður. Yngstur er Smári fæddur 1955, vélvirki, kvæntur Ingu Ólafs- dóttur, þau eiga 4 börn og búa á Akureyri. Hulda var afar stolt móðir og er mér sérstaklega minnisstætt, hve andlit hennar ljómaði, er hún sagði manni frá sigram drengjanna sinna í íþróttum, námi og starfi. Hulda og Ámi slitu samvistir. Síðustu tuttugu árin hefur Hulda átt við mikil veikindi að stríða. Þtjú síðustu árin í lífi Huldu vora ham- ingjuár, þrátt fýrir veikindin. Hún hóf sambúð með Ólafi Jónssyni frá Heigadal í Mosfellshreppi, en hann var yngstur 16 bama hjónanna Jóns Jónssonar, sem dó af völdum spænsku veikinnar 1918 og konu hans, Ingibjargar Jónsdóttur, hún andaðist 1947. Ólafur reyndist Huldu svo vel, að fjölskylda hennar getur ekki lýst því með orðum, hversu stór sólar- geisli hann var í sálu hennar og hve heitt hún þráði að fá að fara á undan honum yfir móðuna miklu. Nú hefur henni orðið að ósk sinni og ég veit að það er í anda Ólafs að ég vitni í ljóð Jónasar Hallgríms- sonar. „Vertu nú sæl. Þótt sjónum mínum falin sértu, ég alla daga minnist þín. Vertu nú sæl. Því dalur fyllir dalinn dunandi fossinn kallar þig til sín: hann breiðir fram af bergi hvítan skrúða, bústaður þinn er svölum drifinn úða.“ „Vertu nú sæl. Því sólin hálsa gyllir og sjónir mínar hugarmyndin flýr. 0, Hulda kær, er fjöll og dalir fýllir Qölbreyttu smíði, hvar sem lífíð býr og dauðinn, sem að svo þig löngum kallar sá, er þig aldrei leit um stundir allar." + Útför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ÖNNU ÓLAFSDÓTTUR frá Landamótum, Seyðisfirði, fer fram fró Fossvogskirkju á morgun, fimmtudaginn 22. októb- er, kl. 15.00. Blóm vinsamlega afþökkuð en þeir sem vilja minnast hennar láti SÁÁ njóta þess. Rebekka Stella Magnúsdóttir, Haraldur Jónsson, Erla Magnúsdóttlr, Ingólfur Eyjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, DAGNÝ HELGASON, Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, verður jarösungin föstudaginn 23. október frá Borgarneskirkju kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent ó Krabbameins- félag fslands eða Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Útför móður okkar, SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR, Skeiðarvogl 77, fer fram frá Fossvogskapellu fimtudaginn 22. október kl. 13.30. Valgerður Tómasdóttir, Ólafur Tómasson, Rannveig Tómasdóttir, Tómas Tómasson, Guðrún Helga Tómasdóttir. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki era tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birt- ar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð og með góðu línubili. Erla Wigelund
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.