Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 Suður-Afríka: Markaðurinn er litblindur eftir Hannes Hólmstein Gissurarson Þeir Suður-Afríkubúar, sem ekki eru hvítir á hörund, hafa lengi búið við óþolandi misrétti vegna aðskiln- aðarstefnu stjómvalda. En það er athyglisvert, hversu vel þeim hefur þrátt fyrir það tekist að bæta kjör sín, sérstaklega síðasta áratuginn. Idverjar í Suður-Afríku, sem eru tæplega ein milljón talsins, hafa hærri tekjur en indverskir menn í nokkru landi heims, að Indlandi sjálfu ekki undanskilndu. Kyn- blendingar, sem eru opinberlega kallaðir „litaðir" og eru samtals um þijár milljónir, njóta einnig sæmi- legra lífskjara. Og þær tuttugu milljónir svartra manna, sem fyrir- finnast í Suður-Afríku, búa við margfalt betri kjör en blökkumenn í nokkru öðru landi Afríku, enda flykkist þangað fólk að norðan. Þeldökkir menn hafa ekki aðeins hærri tekjur í Suður-Afríku en ann- ars staðar, heldur hefur nýlega mjög dregið saman með þeim og hvítum mönnum í lífsgæðakapp- hlaupinu. Fyrir 1970 féll um 75% þjóðartekna í hlut hvítra manna, en afgangurinn, eða um 25%, skipt- ist á hina þijá hópana. En um 1980 var svo komið, að hvítir menn öfluðu um 60% þjóðartekna, en þeldökkir hvorki meira né minna en um 40%. Ég held, að skýringin sé einföld. Þótt ríkisvaldinu hafí óspart verið beitt gegn þeldökkum Suður-Afríkumönnum, hafa þeir notið markaðarins, sem er í eðli sínu litblindur. Markaðurinn hlutlaus Ein helsta röksemdin gegn ftjáls- um markaði hefur alltaf verið, að hann væri siðferðilega hlutlaus, legði öll gildi að jöfnu, mældi allt í peningum. Markaðurin gerir eng- an greinarmun á klámbókasalanum og kennaranum, hrópa íhaldsmenn hneykslaðir. Hann sinnir öllum þeim þörfum, sem kaupmáttur er fyrir, og engum öðrum. Hann er kaldur og afskiptalaus, jafnvel siðlaus. En sannleikurinn er sá, að þessi rök- semd gegn markaðnum snýst upp í röksemd fyrir honum, þegar nánar er að gáð, sérstaklega þegar kemur í eins sundurleitt mannlíf og í Suð- ur-Afríku. Markaðurinn hefur ekki áhuga á því, hvemig bakarinn er á litinn, heldur spyr hann um verð brauðs hans og gæði. Markaðinn varðar ekki um, hvaðan þú ert, heldur hvaða þjónustu þú getur boðið fram. Þetta veldur því, að hópar, sem hafa átt undir högg að sækja, af því að valdhafar hafa verið þeim aði starfsmaðurinn fínna sér aðra og víðsýnni viðskiptavini, og þeir græða á viðskiptunum, sem þú misstir af vegna fordóma þinna. Og ef þú ert í harðri samkeppni við aðra, þá kemur fyrr eða síðar að því, að þú hefur blátt áfram ekki samtengdir efnahagslega til þess að aðskilnaður í líkingu við það, sem hvítir þjóðemissinnar hugsuðu sér á árunum 1950—1960, væri blátt áfram framkvæmanlegur. Þótt menn væru ólíkir í siðum og háttum og gætu ef til vill ekki hugsað sér að umgangast í einkalífí, gátu þeir hist og hagnast hver á öðrum úti á markaðnum — einmitt vegna þess að markaðurinn gerir ekki miklar kröfur um bróðurþel. Suður-Afríka er óvenjulegt land fyrir þá sök, að þar búa saman þjóð úr fyrsta heiminum, þar sem flestir einstaklingar hafa til að bera tölu- verða þekkingu og kunnáttu, og önnur úr þriðja heiminum, þar sem margir einstaklingar eru enn á jám- aldarstigi og fáir kunna einföldustu vinnubrögð. Þegar ég ók einn góðan Ljósm./Hannes Hólmsteinn Gissurarson Blökkukonur hljóta tilsögn í saumum í verkmenntaskóla nálægt Durban í Natal-fylki. andsnúnir, hafa tíðum hlotið skjól úti á markaðnum. Gyðingar em ef til vill skýrasta dæmið. Þeim vom gjaman allar bjargir bannaðar í stofnunum kristinna ríkja, og oft urðu þeir að þola misrétti. En þeir fundu kröftum sínum farveg úti á markaðnum og hófust þar ósjaldan til vegs og virðingar. Svipað er að segja um Bandaríkjamenn af jap- önsku og kínversku bergi brotna, sem bjuggu lengi við mikla for- dóma, en hafa nú hærri tekjur að meðaltali en hvítir Bandaríkjamenn. Mismunun of kostnaðarsöm Kjami málsins er sá, að öll mis- munun er kostnaðarsöm. Úti á markaðnum ber sá, sem mismunar öðrum, kostnaðinn, en í stjóm- málum getur hann hins vegar oft velt kostnaðinum yfír á heildina. Þegar þú neitar að versla við kaup- manninn á hominu, þótt búð hans sé næst þér og vörur hans ódýrast- ar, af því að hann er indverskur, ert þú að leggja kostnað á sjálfan þig. Indvérski kaupmaðurinn og lit- „Markaðurinn hefur ekki áhuga á því, hvernig bakarinn er á litinn, heldur spyr hann um verð brauðs hans og gæði.“ ráð á að mismuna mönnum eftir hörundslit. Þú verður að versla þar sem kaupin gerast best. Þannig útrýmir frjáls markaður smám sam- an mismunun í krafti hörundslitar, trúar eða annarra eiginleika, sem ekki skipta máli efnahagslega. í Suður-Afríku eru stjómarherr- amir einmitt að hverfa frá aðskiln- aðarstefnunni, af því að hún hefur reynst þeim of dýr. Menn misstu af alltof mörgum tækifæmm til að hagnast á viðskiptum við einstakl- inga með annan hörundslit. Hinir mörgu ólíku kynþættir og þjóð- flokkar, sem byggja Suður-Afríku, græddu of mikið á samskiptum hver við annan og vom orðnir of veðurdag hina fímmtán mínútna leið frá Jóhannesarborg til Soweto, fór ég úr vestrænni nútímaborg í dæmigert fátæktarbæli í þriðja heiminum (þó að hinu sé ekki að leyna, að í Soweto em líka mörg snyrtileg íbúðarhverfí). En fijáls viðskipti em báðum í hag. Hvítir menn, litaðir og indverskir bjóða fram fjármagn, sem svartir menn þurfa, ef þeir ætla að komast úr fátækt í bjargálnir. Og svartir menn bjóða á hinn bóginn fram ódýrt vinnuafl, sem aðrir njóta góðs af. Þessi viðskipti hafa þær afleiðing- ar, að blökkumenn hafa smám saman stigið inn í nútímann með öllum hans kostum og göllum. Einhveijir kunna að harma, að við það hafí blökkumenn glatað sið- um sínum og sérkennum, en það er kaldhæðnislegt, að þá hljóma þeir eins og suður-afrískir aðskiln- aðarsinnar, sem héldu því einmitt fram, að það væri blökkumönnum eiginlegt að lifa hefðbundnu lífí inni í ættbálkunum. Aðskilnaðarstefnan var öðrum þræði menningarleg ein- angrunarstefna, þar sem hvítir menn áttu að halda sínum siðum grein og svartir menn sínum og þessar þjóðir ekki að hafa neitt samneyti. En sannleikurinn er sá, að flestir blökkumenn vilja ólmir taka skrefíð inn í nútímann. Ella hefðu þeir ekki fiykkst síðustu áratugi úr heima- héruðum sínum í þéttbýlið. Mismunur og mismunun En arðræna hvítir menn ekki svarta? — hljóta einhveijir að spyija. Ég sótti ófá samkvæmi í húsum hvítra Suður-Afríkumanna, °g þar gengu undantekningarlítið svartar vinnukonur um beina. Er þetta ekki ranglæti? Svarið er: já og nei. Svartir menn (og ekki síður indverskir og litaðir) hafa tvímæla- laust verið beittir miklu ranglæti í Suður-Afríku. En slíkt ranglæti má rekja til ríkisins, ekki markaðarins. Ríkið bannaði þeldökkum Suður- Afríkubúum til skamms tíma að eignast fasteignir, stofna fyrirtæki og afla sér menntunar í bestu skól- um landsins. Ríkið mismunaði með öðrum orðum fólki eftir hörundslit. Menn voru ekki — og eru því miður að sumu leyti enn ekki — jafnir fyrir lögunum. Við verðum að gera greinarmun á valdboðinni mismunun, sem er alltaf óréttlætanleg, og þeim mis- mun á kjörum manna, sem sprettur af því, að vinnuafl þeirra er öðrum misjafnlega mikils virði. Ástæðan til þess, að svartir menn í Suður- Afríku búa enn við miklu lakari kjör en hvítir og verða að sætta sig við verstu störfín, er áreiðanlega að nokkru leyti, að þeim hefur ver- ið haldið niðri. En að langmestu leyti er ástæðan sú, að þeir eru óhjákvæmilega miklu skemmra á veg komnir en hvítir menn, ráða yfír minni þekkingu og kunnáttu og bjóða þess vegna fram vinnuafl, sem er öðrum miklu minna virði. Blökkustúlka úr sveit, sem ekkert hefur lært, hefur til dæmis fátt annað að bjóða, sem aðrir vilja kaupa, en þjónustu á heimilum. Hún græðir á því að verða þjónustu- stúlka, því að þá býr hún við miklu betri kjör en í sveitinni, og vinnu- veitendur hennar hagnast auðvitað ekki síður á kaupunum. Reynslan sýnir, að það tekur allt- af einhvem tíma fyrir fólk, sem hefur alist upp við frumstæða at- vinnuhætti, að tileinka sér venjur og vinnubrögð nútímans, svo að það verði gjaldgengt á markaðnum. En eins og ég gat um í upphafí, hefur þróunin verið í rétta átt í Suður- Afríku. Þegar fyrirfinnast nokkrir svartir auðkýfíngar, blökkumönn- um í millistétt hefur fjölgað, og kjör venjulegra verkamanna em betri en áður. Ég sá til dæmis nokkra Indveija og blökkumenn ferðast á fyrsta farrými í flugvél frá Höfðakaupstað til Durban. Og í Pretoríu, háborg valdsins, horfði ég á káta og reifa blökkumenn snæða á dýmstu veitingastöðunum. Hafa peningamir ekki mtt braut- Um imgbamaskíni í kirkjunni — árétting að gefnu tilefni eftir Þorbjöm Hlyn Arnason Hér í Morgunblaðinu birtist grein þann 14. október eftir Gunnar Þor- steinsson, þar sem hann ijallar um skímina og svör presta og guð- fræðinga í þjóðkirkjunni við spum- ingum Morgunblaðsins frá 4. október síðastliðnum. Þessi grein Gunnars Þorsteins- sonar er útaf fyrir sig ákaflega merkilegt plagg því í orðum sínum ræðir hann hvergi efnislega þær röksemdir sem prestar og guð- fræðingar þjóðkirkjunnar hafa lagt fram fyrir bamaskím, en setur þess í stað fram rangfærslur og ósann- indi um kenningu lúthersk-evangel- ískrar kirkju á íslandi varðandi skímina og merkingu hennar. Það er því hreint undur, að þessi grein skuli birt undir nafni og með ábúð- arfullri Ijósmynd; miðað við innihald greinarinnar hefði mátt búast við að hún hefði birst sem nafnlaust lesendabréf. Það verður ekki annað séð af því fátæklega samhengi sem þessi grein Gunnars Þorsteinssonar geymir en að hann ásaki presta og guðfræðinga þjóðkirkjunnar fyrir að taka laun fyrir það að eyði- Ieggja biblíugrandvöll kristindóms á Islandi; þetta er bókstaflega ævin- týralegt innlegg í trúmálaumræðu. Þá leggur greinarhöfundur fram þau helberu ósannindi, að prestar segir almenningi að eilífðarmálin séu afgreidd með skíminni og um þau þurfi ekki frekar að hugsa. Þetta er fjarri sanni. Kennimenn þjóðkirkjunnar ítreka við foreldra skínarbama að ábyrgð á trúarlífí og þroska barnanna hvílir á foreldr- unum og að skímin á að bera ávöxt í lífandi trú. Víst er að sú áminning er víða tekin alvarlega. Rök fyrir ungbamaskím ætla ég ekki að endurtaka í þessu greinar- komi; þau vora tíunduð í svari mínu og annarra presta og guðfræðinga við spumingum Morgunblaðsins þann 4. október. Þessum rökum svarar Gunnar Þorsteinsson hvergi, en kemur þess í stað fram á prent- völlinn með stóryrði og hleypidóma. Við prestar eram þá líklega í svip- aðri aðstöðu og skákmaður sem getur ekki mátað andstæðing sinn vegna þess að hann neitar að setj- ast niður og tefla. Afstaða presta þjóðkirlq'unnar til ungbamaskímar á rót sína í kenningu lútherskrar kirkju um skímina. Það er sannar- lega harmsefni, að Gunnar Þor- steinsson virðist ekki þekkja þessa kenningu, en heldur sig samt geta ógilt hana með gífuryrðum, líkt og einvaldur sem ekki er vanur að rök- ræða eða læra en lætur betur að auðsveipir aðdáendur meðtaki gagnrýnislaust það sem honum dettur í hug hveiju sinni; á meðan þetta dapurlega ástand ríkir er ekki von að umræðan verði efnileg og þýðingarlaust virðist að halda henni áfram. í gegnum grein Gunnars Þor- steinssonar skín einlæg fyrirlitning á guðfræðiiðkun iúthersk-evang- Þorbjörn Hlynur Árnason elískrar kirkju, líkt og þar sitji menn sveittir við að framleiða ann- arlega hugmyndafræði er gangi gegn merkingu heilagrar ritningar. Það má benda Gunnari Þorsteins- syni á að guðfræðin er orðin til af brýnni nauðsyn. Hún er ekki annað en umfjöllun kristinna manna um vitnisburð Biblíunnar til þess að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.