Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 Ráðstefna um starfsmenntun í atvinnulífinu Laugardaginn 28. nóvember 1987, kl. 9-17, verður haldinn í Borgartúni 6 ráðstefna um starfs- menntun í atvinnulífmu. Lögð er áhersla á þátttöku fulltrúa samtaka aðila vinnumarkaðarins, stjórn- valda menntamála, sveitarfélaga og annarra sem hafa áhuga á viðfangsefni ráðstefnunnar. Nánari tilhögun verður auglýst síðar. Félagsmálaráðuneytið, 19. október 1987. 7 Mjúk satináferð með Kópal Glitru 1 Kópal Glitra innimálningin hefur gljástig 10, sem gefur fallega satináferð. Heimilið fær mildan og sérlega hlýlegan blæ, því birtan endurkastast ljúflega. Samspil ljóss og skugga verður áhrifamikið með Kópal Glitru. Kópal Glitra hefur hæfilegan gljáa til að henta á öll herbergi hússins. Viljir þú hærri gljáa á veggi sem meira mæðir á skaltu velja Kópal innimálningu með hærra gljástigi, s.s. Kópal Flos eða Kópal Geisla. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Dregst Kuwait fyrir al- vöru inn í stríðsátökin? Eftir atburði á Persaflóa síðustu daga liggur í augum uppi, að stjórnvöld í Kuwait standa nú franuni fyrir miklum vanda. Eins og fram hefur komið í fréttum réðust íranir á kuwaiskt olíu- skip, sem sigldi undir bandariskum fána. Bandarikjamenn hafa svarað með árás á olíupall írana og við þvi má búast, að íranir haldi ekki lengi að sér höndum vegna þessa. Spurningin er þó sú, hvort Kuwaitar hafi í alvöru gert sér grein fyrir, hvílík stig- mögnun yrði i striðinu, eftir að þeir fóru fram á að skip þeirra fengju að sigla undir bandarískum fána. Enda er það orðið svo nú siðustu daga, að i fréttum er jafnan talað um ástandið á flóan- um, en svo virðist sem dregið írans og íraks. að er viðbúið, að íranir muni ekki aðeins láta reiði sína bitna á Bandaríkjamönnum, held ur er trúlegra en ekki, að þeir muni einnig snúa sér að Kuwait. Auðvitað var það ekki að ástæðu- lausu, að Kuwaitar sneru sér til Bandaríkjamanna um aðstoð. Þeir hafa undanfarin ár orðið hart úti í stríðinu, íranir hafa skotið eld- flaugum að Kuwait og margsinnis gert hríð að skipum frá landinu, bæði olíuskipum og flutningaskip- um. En ekki er sjálfgert, að Kuwait vilji verða of háð Bandaríkja- mönnum um vemd. Háværar raddir heyrast innanlands um, að stjómvöld verði að gera upp við sig, hvemig eigi að skipuleggja vamir Kuwait. Stjómvöld þar reyndu lengi vel að þræða mjóan milliveg í stríði íraks og írans, en eftir því sem lengra hefur liðið hefur Kuwait orðið eindregnara í stuðningi við írak. Kuwait ræður yfir mjög full- komnu vamar- og viðvömnarkerfi og hefur ekki alls fyrir löngu fest kaup á frönskum Mirage orrustu- vélum. Á hinn bóginn em ekki nema tíu þúsund menn í her lands- ins og segir lítið í milljón manna herafla írans. Samt hafa Kuwait- ar þráast við að veita Bandaríkja- mönnum leyfi til að hafa herstöðvar í landinu. Þeir óttast að þar með væri landið í eitt skipti fyrir öll orðið aðili að stríðinu. En sérfræðingar álíta, að Bandaríkjamenn hljóti að þrýsta á stjómvöld í Kuwait hvað þetta snertir. Og það er ekki óeðli- legt í sjálfu sér. Áður höfðu verið erj- ur milli Iraks og Kuwait Áður en stríð íraka og írana hafi úr beinum bardögum milli hófst höfðu Kuwaitar og írakar lengi eldað saman grátt silfur. Eftir að Kuwait fékk endanlega sjálfstæði frá Bretum 1961, tóku írakar að hafa uppi landakröfur á hendur Kuwait. í brýnu hafði slegið nokkmm sinnum. Kuwait er svipað farið og öðmm ríkjum við Flóann, þeim hefur löngum staðið ógn af því ef írak yrði for- ysturíki í Arabaheiminum. Útþenslustefna þeirra og yfír- gangur hefur bakað Irökum fjandmenn í Arabaheiminum, þótt reynt sé að halda samstöðu í ákveðnum málum og út á við. Eftir að Kuwait og Saudi-Arabiu tókst að komast að samkomulagi við írak um áðumefnt lands- svæði, sem síðan hefur tilheyrt Kuwait - með því fororði að vísu, að Kuwaitar leggi írökum til dálí- tið af olíu á góðu verði- hefur verið kyrrt á yfirborðinu. Samt tregðuðust Kuwaitar til að lýsa stuðningi við írak framan af. Sumir sérfræðingar segja einnig, að leiðtogum við Flóann, þar á meðal ermímum í Kuwait hafi í aðra röndina verið léttir að því, þegar styijöld íraka _ og írana hófst. Þar með yrðu írakar svo uppteknir, að þeir myndu ekki hafa svigrúm til að blanda sér f málefni rílq'anna í grenndinni. En auðvitað reyndist málið ekki svo einfalt. Eftir því sem stríðið hefur dregizt, og kannski ekki sízt bitnað óþyrmilega á grannríkjunum við Flóann hefur breyzt hljóðið í strokknum. Ekki var unnt að leiða lengur hjá sér ósveigjanleika, ofstopaoggrimmd írana. Og eftir að íranir tóku að skjóta eldflaugum á landið, gmn- ur lék á að þeir hefðu borið fé á menn til að stunda áróður fyrir íran, ráðizt var á skip þeirra, og svo mætti áfram telja, var Kuwa- itum nóg boðið. í fyrstu var þó Frá Kuwait viðleitni af þeirra hálfu til að ná einhvers konar samkomulagi við írani, en það kom fyrir lítið. Kuwait er þriðja mesta olíuríki í heimi Kuwait er ekki fyrirferðarmikið á landakortinu. Því er nánast þrýst inn á milli Saudi Arabiu og Iraks við norðanverðan flóann. Og íran svo í seilingarfjarlægð. Kuwait - sem þýðir Litli kastali - á vitanlega velgengni sína að þakka olíu. Olía mun hafa fundizt þar í kringum 1914, en vinnsla til útflutnings hófst af fullum krafti fyrir tæpum ijörutíu árum. Olfulindir þar eru hinar þriðju mestu í heiminum, á eftir Saudi Arabiu og Sovétríkjunum. Og það sem meira er þessar lindir munu ekki þverra næstu 250 ár, eftir rannsóknum að dæma. Kuwait stendur því betur að vígi en ýmis Flóaríki, þar sem vitað er að olían verður uppurin innan fárra ára- tuga. í það Iengsta. Velmegun hefur vitanlega fylgt þessu ríkidæmi og meðaltekjur í Kuwait eru nú þriðju hæstar í heimi. íbúar í landinu munu vera um 1.7 milljón, þar af um 40% Kuwaitar. Þar eru Palestínumenn flölmennastir f einstöku Arabal- andi, um 300 þúsund talsins. Mikill fyöldi Pakistana og Indveija er búsettur í landinu, vinnur við verzlun og olíuvinnsluna. Ætt Jabers emirs hefur ráðið lögum og lofum í Kuwait um ald- ir og tók endanlega við stjóminni eftir að fullt sjálfsstæði fékkst fyrir 26 árum. Kuwait hefur að nafninu til þing sem er kosið til. Það er ekki algengt í ríkjunum á þessu svæði. Að vísu er ekki pétri og páli leyft að kjósa, fullorðnum, læsum, kuwaitskum karlmönnum, sem eru ekki í hemum. Útlending- ar og kvenfólk fá ekki kjósa. Þá skiptir engu máli þótt viðkom- andi, t.d. Palestínumennimir séu fæddir í Kuwait. Þetta þýðir í raun að um 6 prósent íbúa hafa kosningarétt. Stjómvöld f Kuwait hafa eflt mjög menntakerfí, heilbrigðis- þjónustu og samgöngur hafa verið stórbættar. Félagsleg þjónusta við aldraða og sjúka er sögð til fyrir- myndar. Þeir hafa góð sam- skipti við bæði risa- veldin Kuwaitar standa á vegamótum nú. Þeir verða að gera upp við sig, hvort þeir álíta að sjálfsstæði þeirra - sem þeim er svo annt um - er stefnt í voða með því að fara fram á aukna aðstoð. En þeim er líka ljóst að ííkið muni ekki standa, ef þeir koma ekki olfunni frá sér. Og þeir standa að sumu leyti vel að vígí; vegna þess að þeir hafa reynt að hafa góð sam- skipti bæði við Bandaríkin og Sovétríkin, munu þeir geta treyst á beggja tveggja stuðning. Án þess að jafnvægið raskist. Það er að minnsta kosti útlitið og trú þeirra nú. Heimild: Reuter, Kuwait Times, Europe Yearbook
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.